Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Suður-Afríka:
Stj órnar skrárviðræð-
ur hefjast í desember
Deilt um hverjir skipi bráðabirgðasljórn
Jóhannesarborg. Reuter.
STJÓRN Suður-Afríku og tvær
helstu hreyfingar blökkumanna
í landinu, Afríska þjóðarráðið
(ANC) og Inkatha-frelsis-
flokkurinn, skýrðu frá því í gær
að í ráði væri að hefja
samningaviðræður í næsta
mánuði um nýja stjórnarskrá,
sem myndi binda enda á kyn-
þáttaaðskilnað í landinu. Undir-
búningsviðræður verða 29.
þessa mánaðar en samningavið-
ræðurnar sjálfar 20. og 21. des-
ember.
Þetta verða fyrstu formlegu
samningaviðræður þessara aðila
um afnám lögbundins kynþáttaað-
skilnaðar. Fréttaskýrendur í
Suður-Afríku sögðu að þessi
ákvörðun markaði tímamót í sam-
skiptum kynþáttanna í landinu
þótt ljóst væri að erfitt yrði að
sætta sjónarmið þeirra. „Því fyrr
sem viðræðurnar heíjast því betra,
þar sem það er mikilvægt að fram
komi sem fyrst hvort það sé grund-
völlur fyrir samkomulagi milli
ANC og stjómarinnar,” sagði
stjórnmálafræðingurinn Willem
Kleynhans.
Stjórnina og ANC greinir eink-
um á um hveijir eigi að mynda
bráðabirgðastjórn, sem færi með
völdin þar til blökkumenn fengju
fullan kosningarétt, og hvort setja
eigi ákvæði í stjórnarskrána til að
vernda réttindi minnihlutahópa.
Kleynhans sagði að svo hægt hefði
■ BÚKAREST - Þing Rúmeníu
samþykkti í gær nýja stjórnar-
skrá, sem tryggja á fjölræði, mann-
réttindi og fijálsan markaðsbúskap.
Forsetinn verður æðsti maður fram-
kvæmdavaldsins og kjörinn á fjög-
urra ára fresti en má ekki gegna
embættinu lengur en í tvö kjörtíma-
bil. Þingið verður einnig kjörið á
fjögurra ára fresti. Stjórnarskráin
var samþykkt eftir hartnær 18
mánaða umræður, sem urðu oft
heitar vegna deilna um réttindi
minnihlutahópa, stöðu kirkjunnar
og völd forsetans.
■ MOGADISHU - Harðir bar-
dagar geisuðu í gær í Mogadishu,
höfuðborg Afríkuríkisins Sómalíu, ------—-------
og starfsmenn Rauða krossins í
borginni sögðu að hundruð særðra
manna lægju fyrir utan sjúkrahúsin
þar. Fregnir hermdu að hersveitir
á bandi Mohamed Farah Aideed
hershöfðingja og aðrar hollar Ali
Mahdi Mohamed, setts forseta,
berðust enn um borgina.
gengið í samningaumleitunum til
þessa að ólíklegt væri að ný stjórn-
arskrá gengi í gildi fyrir næstu
þingkosningar, sem eiga að fara
fram ekki síðar en árið 1994 sam-
kvæmt núgildandi stjórnarskrá.
Stjómin birti fyrr í mánuðinum
drög að frumvarpi, sem kveður á
um að blökkumenn geti tekið þátt
í þjóðaratkvæðagreiðslum. íhalds-
flokkurinn, sem er talinn njóta
stuðnings 40% hvítra Suður-Afr-
íkumanna, gagnrýndi drögin harð-
lega, en hann vill að stofnað verði
sérstakt ríki undir stjórn hvítra
manna.
Margaret Thatcher var í essinu sínu í þingumræðum I fyrradag um aukið samstarf Evrópubandalags-
rlkja. Lagði hún áherslu á andstöðu sína við frekara fullveldisafsal með því að ota gleraugunum að
----------- andstæðingum sínum.
Thatcher „sveiflar veskinu” í þingumræðum:
Major andvígur þjóðaratkvæða-
greiðslu um Evrópusamrunann
London. Reuter. The Daily Telegraph.
JOHN Major forsætisráðherra
Bretlands sagðist í gær andvígur
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
Breta að samningum sem nú
standa fyrir dyrum um pólitíska
einingu, nánara efnahagssam-
Reuter
Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Lee Jong-koo,
starfsbróðir hans suður-kóresku, á fréttamannafundi í Seoul.
*
Ottast kjarnorku-
áætlanir N-Kóreu
■ ASTORIA, Oregon - Frakk-
inn Gerard d’Aboville varð í gær
fyrsti maðurinn til að róa einn á
báti yfir Kyrrahafið. Hann hóf
róðurinn frá Japan í júlí og steig á
land í Washington-ríki í Bandaríkj-
unum í gærkvöldi eftir 133 daga
ferð. D’Aboville er 46 ára og reri
að meðaltali 75 km á dag á átta
metra báti sínum.
■ GRANTHAM, Englandi -
Fyrrverandi hjúkrunarkona á
barnaspítala í Englandi var í gær
ákærð fyrir að hafa myrt fjögur
ungabörn og reynt að myrða átta
til viðbótar er hún starfaði á sjúkra-
húsinu. Morðin voru framin með
Iyfjagjöfum á fyrri helmingi ársins.
Tókýó, Scoul. Reuter.
HUGSANLEGAR áætlanir Norður-Kóreumanna um smíði kjarnorku-
vopna og langdrægra eldflauga er mesta ógnunin, sem að Japönum
steðjar. Lét Akira Hiyoshi, aðstoðarvarnarmálaráðherra Japans, svo
um mælt í gær og þá var einnig skýrt frá því, að Bandaríkjastjórn
hefði ákveðið að fresta fyrirhugaðri fækkun í bandaríska herliðinu í
Suður-Kóreu af þessum sökum.
ERLENT
„Japan yrði innan skotsviðs eld-
flauganna og ef rétt er, að verið sé
að vinna að smíði kjarnaodda í Norð-
ur-Kóreu er þar um að ræða mestu
ógnina, sem að okkur steðjar,” sagði
Hiyoshi. í japönskum dagblöðum er
því haldið fram, að N-Kóreumenn
hafi endurbætt sovéskar Scud-B-eld-
flaugar þannig, að unnt sé að skjóta
þeim á Vestur-Japan.
Dick Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær, að með
tilliti til hættunnar á uppbyggingu
kjarnorkuherafla í Norður-Kóreu
hefði verið ákveðið að fresta því að
fækka í bandaríska herliðinu í
Suður-Kóreu. Sagði hann, að kæm-
ist Norður-Kórea, sem ætti að baki
„40 ára sögu yfirgangs og hryðju-
verka”, yfir kjamorkuvopn yrði þar
um að ræða mikla ógn við frið og
stöðugleika í allri Austur-Asíu. I
Suður-Kóreu eru nú 39.000 banda-
rískir hermenn en þeim átti að fækka
í 36.000 fyrir lok næsta árs.
Grunur leikur á, að Norður-Kóre-
umenn vinni að smíði kjarnorku-
spréngju í Yongbyon, 95 km norður
af Pyongyang, og Lee Jong-koo,
vamarmálaráðherra Suður-Kóreu,
telur þá geta lokið henni á tveimur
eðaþremur árum. Sjálfir segja Norð-
ur-Kóreumenn, að rannsóknirnar
séu í friðsamlegum tilgangi en hafa
samt neitað alþjóðlegri eftirlitsnefnd
að koma til landsins. Krefjast þeir
þess, að Bandaríkjamenn flytji fyrst
burt kjarnorkuvopn sín frá Suður-
Kóreu, sem líka verður gert í sam-
ræmi við þá yfirlýsingu George Bush
forseta frá í september, að öll banda-
rísk kjarnorkuvopn á erlendri grund
verði flutt til Bandaríkjanna. Frá
Suður-Kóreu eiga þau að vera farin
fyrir árslok,_______________
starf og myntbandalag Evrópu-
bandalagsríkja. Kom þetta fram
hjá ráðherranum I umræðum í
neðri málstofu breska þingsins í
gær. A miðvikudag hafði Marg-
aret Thatcher, forveri hans í
embætti forsætiráðherra, flutt
tilfinningaþrungna þingræðu
þar sem hún hvatti til þess að
þjóðaratkvæðagreiðsla yrði hald-
in.
Thatcher sýndi. allar sínar bestu
hliðar í þingumræðunum á miðviku-
dag. „Það sem um er að ræða er
réttur bresku þjóðarinnar til að ráða
sínum málum með eigin lögum sem
hennar eigin þing setur...þetta
snýst um það að vera breskur, um
tilfinningar okkar til fóstuijarðar-
innar, þingsins, hefða okkar og
frelsis,” sagði Thatcher meðal ann-
ars í 37 mínútna langri ræðu.
„Utanríkisráðherrann minn”
Thatcher var í slíkum ham að
einu sinni gleymdi hún því að hún
er ekki lengur við stjórnvölinn og
talaði um Douglas Hurds utanríkis-
ráðherra sem „utanríkisráðherrann
minn”. Sagði hún að Hurd væri á
stundum eilítið reikull í spori þegar
um breskt fullveldi væri að ræða.
Hurd féllst nefnilega á það í vik-
unni að í sumum tilfellum gætu
utanríkisáðherrar EB tekið sameig-
inlegar ákvarðanir með atkvæða-
greiðslu þar sem meirihlutinn réði.
Slíkt fyrirkomulag er að mati
Frakka og Þjóðveija forsenda fyrir
sameiginlegri utanríkisstefnu EB.
í ströngum kennslukonutóni las
Thatcher Major pistilinn: „Það eru
sumar tillögur [um einingu Evrópu]
sem ríkisstjórnin getur alls ekki
fallist á. Verkefni hans verður að
útiýma þessum tillögum áður en
hann sýnir sig aftur í neðri málstof-
unni.” Hætta væri á að ef Major
sýndi ekki aðgát þá yrði hann fyrr
en varði kominn á „færibandið sem
leiddi til sambandsríkis” Evrópu.
Tuttugu þingmenn íhaldsflokks-
ins hafa Iagt fram tillögu um að
halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu
um samninga þá sem nást á leiðtog-
afundi EB í Maastricht í desember
áður en þeir verða lagðir fyrir þing-
ið. Thatcher tók undir þetta og
beindi um leið spjótum sínum að
stjórnarandstöðunni sem hún sagði
að hegðaði sér eins og „sauða-
hjörð”: „Við eigum að leyfa fólkinu
að tala,” sagði hún.í yfirlýsingu
_for§ætisráðhejrans sem _g<jfin var
út eftir ræðu Thatcher segir að
ekki komi til greina að halda þjóðar-
atkvæðagreiðslu strax eftir leiðtog-
afundinn í Maastricht. En Major
geti ekki talað fyrir munn seinni
ríkisstjóma. „Að sjálfsögðu mun
þingið taka ákvörðun um slíkt þeg-
ar þar að kemur,” sagði talsmaður
forsætisráðherrans.
Bar lof á Major
Thatcher bar þó smyrsl á sárin
með því að segjast ætla að styðja
ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslu
sem fram fór í gær um umboð til
að ganga til samningaviðræðnanna
í Maastricht. Hún bar lof á Major
fyrir að halda vel á Evrópumálunum
í reiptoginu við sameiningarsinna á
meginlandinu. „Hefði ég verið við
völd þá hefði stundum verið þörf á
því að sveifla veskinu,” sagði That-
cher og vísaði til brandara sem þá
gengu um að hún tugtaði andstæð-
inga sína til með því að „sveifla
veskinu”. „Núna er það ugglaust
krikketkylfan. En það er ekki sem
verst því högg hennar eru þyngri,”
sagði Thatcher en alkunna er að
Major er einlægur aðdáandi krik-
ketíþróttarinnar.
í ræðu sinni við upphaf þingfund-
ar á miðvikudag sagðist Major ein-
dregið hlynntur því að samkomulag
næðist á leiðtogafundinum í Ma-
astricht um pólitískan samruna,
mynteiningu og nánara samstarf í
efnahagsmálum. Þrír kostir blöstu
við Bretum: Að segja skilið við
Evrópubandalagið sem kæmi niður
á hagsæld og áhrifum þjóðarinnar;
að vera áfram með hálfum huga í
EB og láta aðra um forystuna þar,
eða taka að sér forystuhlutverk í
EB. Fór hann ekki leynt með að
þriðji kosturinn væri sá rétti. Hann
kvaðst hins vegar andvígur sam-
bandsríki Evrópu og að strax yrði
tekinn upp sameiginlegur gjaldmið-
ill og pundinu þarmeð varpað fyrir
róða. Thatcher hins vegar útilokaði
með öllu möguleikann á því að Bret-
ar afsöluðu sér stjórn efnahagsmála
í hendur stjórnvöldum í Brussel. „Þá
höfum við afsalað okkur möguleik-
anum á að móta meginstefnuna en
til þess erum við hér.”
Þegar ræðu Thatcher lauk risu
þingmenn íhaldsflokksins úr sæti
og klöppuðu henni lof í lófa. Vart
heyrðust því frammíköll þingmanna
Verkamannaflokksins sem sögðu
að nú loksins léti hún í sér heyra
í þinginu eftir að hafa þegið greiðslu
í útlönduin undanfarið ár fyrír að
tjá' síg um hugðarefiii sfn.