Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
27
Finnland:
Vantrú á efnahagsað-
gerðir ríkisstj ómarinnar
eftir Jaakko
Iloniemi
Fyrir aðeins þremur vikum
fögnuðu Finnar því að náðst höfðu
einstæðir heildarkjarasamningar.
Andstætt því sem reiknað hafði
verið með féllust bæði launþega-
samtökin og vinnuveitendur á kja-
rasamninga, sem höfðu í för með
sér launalækkun. Tilgangurinn
var að koma aftur á jafnvægi í
ríkisfjármálum eftir mikið út-
streymi á gjaldeyri og vaxandi
atvinnuleysi. Samningarnir voru
háðir samþykki einstakra laun-
þegasamtaka. Brátt varð ljóst að
ekki var öruggt að sum stærri
verkalýðsfélögin féllust á samn-
ingana. Þetta hafði mikil áhrif á
peningamarkaði og gjaldeyris-
sjóðir landsins voru næstum
tæmdir þar sem mörg fyrirtæki
skiptu mörkum sínum yfir í er-
lendan gjaldeyri af ótta við geng-
isfellingu. Vextir snarhækkuðu.
Meðan verðbólgan var á bilinu
3-4% komust vextir skammtíma-
iána upp í 17-18%. Þetta sýndi
ljóslega vantrú á staðfestingu kja-
rasamninganna, og einnig vantrú
á aðgerðir ríkisstjórnarinnar til
að koma á jafnvægi í efnahags-
málum.
Fimmtudaginn 14. þessa mán-
aðar var álagið á finnska markið
hreinlega orðið of mikið. Seðla-
bankinn ákvað að hafa gengið
„fljótandi” í nokkrar klukkustund-
ir til að sjá hvert raunveruleg
gengi þess ætti að vera. Síðan var
gengi marksins á ný skráð miðað
við ECU, og hafði það þá verið
lækkað um 12,3%. Það þýddi að
ein af undirstöðum kjarasamning-
anna frá 21. október, sem gerðir
voru undir forustu Kalevi Sorsa
fyrrum forsætisráðherra, var
brostin. Allt gat því gerzt.
Þetta áfall leiddi til þess að
Sorsa sagði sig úr stjóm Seðla-
bankans. Iiro Viinanen fjármála-
ráðherra, sem oft hafði fortaks-
laust lýst því yfir að hann segðir
af sér ef gengi marksins yrði fellt,
sagði aðeins að enginn úr ríkis-
stjórninni færi frá, allir héldu sín-
um sætum. Samþykkt traustsyfir-
lýsingar á stjórnina á fínnska
þinginu s.l. föstudag studdi þessa
ákvörðun. Samsteypustjórn mið-
og hægriflokka átti vísan stuðn-
ings tilskilins meirihluta. Á mánu-
dag sendi Rolf Kullberg seðla-
bankastjóri lausnarbeiðni sína til
Mauno Koivisto forseta, sem skip-
ar stjóm bankans. Forsetanum
þótti hinsvegar ástandið ekki gefa
ástæðu til afsagnar seðlabanka-
stjórans. Kullberg dró þá lausnar-
beiðnina til baka.
Álitshnekkir fyrir
ríkisstjórnina
Það er margra álit að þótt
gengislækkunin hafi verið óhjá-
kvæmileg, hafi hún rýrt mjög það
traust sem almenningur bar til
ríkisstjórnar Aho. Markaðurinn
brást við eins og reikna mátti með
og vextir hafa ekki lækkað eins
og væntingar stóðu til, en gjald-
eyririnn sem streymdi úr landi er
tekinn að skila sér heim á ný. Enn
ríkir óvissa um framtíð heildarkja-
rasamninga. Fyrri heildarsamn-
ingar verða ekki staðfestir héðan
af. Líklegri lausn eru nýjar samn-
ingaviðræður, sem að vissu leyti
era þegar hafnar. En nú ljá laun-
þegasamtökin vart máls á launa-
lækkun eða að auknar byrðar
verði lagðar á herðar launþega.
Ríkisstjórnin er hinsvegar sann-
færð um að frysting launa og eitt-
hvað framlag launþega til al-
mannatrygginga sé nauðsynlegt
til að koma efnahagsmálunum í
Jaakko Iloniemi
jafnvægi.
Þetta er alveg ný staða mála
og margir hafa áhyggjur af því
að marg yfirlýstur sigur skynsem-
innar, eins og stuðningsmenn
nefndu samninginn frá 21. októ-
ber, hafi runnið út í sandinn. Ef
launþegasamtökin og vinnuveit-
endur finna nú ekki einhveija þá
lausn sem hæfir báðum, er ekkert
framundan annað en áframhald-
andi háir vextir og mikið atvinnu-
leysi. En ekki er þó öll von úti.
Efnahagsmálin fóru að vísu úr
böndum, atvinnuleysið er komið
upp í 11% vinnufærra manna, þvi
verður ekki neitað. Enn er þó
ekki útilokað að kjarasamningar
náist á síðustu stund. Ríkisstjórn
Esko Aho er ákveðin - náist ekki
samningar mun hún sjá til þess
að enginn hópur, hvorki launþega
né skógaeigenda, geti notið þeirra
marka, sem streyma inn vegna
gengislækkunarinnar. Þetta nýja
innstreymi á að nýta til að bæta
arðsemi timburiðnaðarins, sem er
illa á vegi staddur.
Verðbólgu haldið niðri
Eftir gengisfellinguna er aðal
vandamálið leiðir til að koma í veg
fyrir að verðbólgan aukist á ný.
Ríkisstjórnin lítur á þetta sem
forgangsverkefni. Ef ekki tekst
að halda verðbólgunni niðri - og
hún er sem betur fer enn lítil -
hjálpar gengisbreytingin illa
stöddum útflutningsiðnaði lítið.
Án lítillar verðbólgu getur hún
ekki endurheimt samkeppnis-
hæfnina, og lítil von er um þann
aukna útflutning sem nauðsynleg-
ur er til að koma á greiðslujöfn-
uði. Einnig er þýðingarmikið að
halda verðbólgunni niðri til að
koma í veg fyrir frekari gengis-
fellingar á næstunni.
Efnahagur Finna, sem um
margra ára skeið hefur verið góð-
ur, hefur orðið fyrir áfalli. Þetta
er þeim sem marka stefnuna að
verða ljóst. Nú verða þeir að læra
af reynslunni og endurskoða gild-
andi venjur við lausn á kjaradeil-
um sem, í það minnsta að hluta,
eru orsök ríkjandi óreiðu. Laun-
þegasamtökunum er enn ekki ljóst
að á komandi árum verða það
alþjóðamarkaðirnir sem ákvarða
launin en ekki samningaviðræður
innan heildarsamtaka vinnumark-
aðarins.
Höfundur er formaður Ráðs
atvinnulífsins í Finnlandi og
fyrrverandi sendiherra í Sviss
og Bandaríkjunum.
Virgilijus Cepaitis
Landsbergis for-
seti Litháens:
Aðstoðarmað-
urinn njósn-
aði fyrir KGB
VIRGILIJUS Cepaitis, nánasti
samherji og samstarfsmaður Vy-
tautas Landsbergis, forseta Lit-
háens, hefur í tíu ár að minnsta
kosti verið njósnari KGB, sovésku
öryggislögreglunnar, og notað
þar dulnefnið „Juozas”. Segir frá
þessu í Berlingske Tidende í
fyrradag en það hefur eftir lithá-
íska dagblaðinu Mazoji Lietuva,
að Cepaitis hafi síðast skilað
skýrslu til KGB árið 1988 að lok-
inni Litháensheimsókn Alexand-
ers Jakovlevs, sem þá átti sæti í
stjórnmálaráðinu.
Þetta mál getur orðið erfítt fyrir
Landsbergis en Cepaitis hefur verið
hans hægri hönd síðan valdaránstil-
raunin fór út um þúfur í Sovétríkj-
unum í ágúst. Var Landsbergis raun-
ar í opinberri heimsókn í Bandaríkj-
unum þegar frá þessu var skýrt en
við heimkomuna kvaðst hann mundu
bíða rannsóknar þingnefndar áður
en hann hefðist nokkuð að. Um síð-
ustu helgi kom Cepaitis fram í lithá-
íska sjónvarpinu en játaði því hvorki
né neitaði, að hann hefði verið í þjón-
ustu KGB. Hann sagðist hins vegar
hafa snúið sér til ákæruvaldsins og
beðið það að kanna hvaðan blöðin
heföu fengicl þessar upplýsingar.
i
SOLUHÆSTIBILLINNIEVROPU
NV A FRABÆRU VERDIAISLANDI
FRÁ KR. 982.080
5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ
HVARFAKUTUR
MINNI MENGUN
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500
0.6S .öti utx jmöH-'suGil/'