Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
37
Minning:
Sigrún Jónasdóttir
frá Siglufirði
Fædd 17. júní 1907
Dáin 11. nóvember 1991
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að hann
geti risið upp í mætti sínum, og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?”
(Ur Spámanninum eftir K. Gibran.)
Okkur langar að minnast ömmu
okkar, Sigrúnar Jónasdóttur, með
nokkrum orðum en hún andaðist á
hjartadeild Borgarspítalans þann 11.
þessa mánaðar eftir nokkra sjúk-
dómslegu.
Amma var fædd í Beingarði í
Hegranesi en bjó lengst af á Siglu-
firði. Amma var mjög sjálfstæð og
ákveðin kona. Hún vann mikið alla
sína daga og var fyllilega karlmanns-
maki í þeirri verkamannavinnu sem
hún vann.
Hingað til Reykjavíkur kom hún
árið 1964 og kom þá inn á heimili
okkar þar sem ætlunin var að hún
litil til með okkur tveimur elstu systr-
unum í einhveijar vikur. Það teygð-
ist þó úr þeim tíma og nutum við
þess að hafa ömmu á heimilinu í tæp
fímmtán ár. Þá flutti hún í íbúð í
næsta nágrenni við okkur þannig að
þau miklu og góðu tengsl sem mynd-
ast höfðu milli okkar systkinanna og
ömmu héldust vel.
Áhugi á fræðslu og menntun var
henni í blóð borinn og var hún mik-
ill uppfræðari og uppalandi. Hún
fylgdist vel með nýjustu hugmyndum
og var fróð um marga hluti, ekki
síst hvað varðaði vísindi og fræði,
svo og sögu og menningu landsins.
Hún kunni ógrynnin öll af ljóðum
og var óþreytandi að miðla okkur
fróðleik og kenna okkur Ijóð þegar
við vorum yngri og búum við að því
alla tíð. Hún fylgdist mjög grannt
með skólagöngu okkar og hafði
mikla ánægju af að ræða við okkur
um viðfangsefni okkar og hugðar-
efni.
Amma var alltaf'öpin fyrir nýjum
hugmyndum þó gömul og góð gjldi
og dyggðir hafi alla tíð haldið sínu
hjá henni. Hún var framfarasinnuð
félagshyggjukona og afar fráhverf
því lífsgæðakapphlaupi og eftirsókn
eftir vindi sem er svo áberandi í
dag. Amma lagði alla tíð lítið upp
úr veraldlegum hégóma og óþarfa.
Andleg verðmæti voru henni hin einu
sönnu verðmæti og af þeim átti hún
meira en nóg.
Hún hugsaði ekki mikið um sjálfa
sig en þeim mun meira um aðra og
var óþreytandi að gefa af sjálfri sér.
Við nutum þeirra forrréttinda að
eiga ömmu sem var alitaf til staðar
fyrir okkur og aðra. Það var alltaf
einhver heima til að tala við svo
ekki sé minnst á soðna brauðið og
flatkökurnar sem alltaf stóðu til
boða.
Það er dálítið undarlegt til þess
að hugsa að sá tími er liðinn að
hægt sé að koma við hjá ömmu.
Þessi fasti punktur í tilverunni er
horfinn, kletturinn í hafinu sokkinn,
hluti af okkar rótum visnaður. Eftir
stendur í hugum okkar þakklæti fyr-
ir að hafa notið hennar eins vel og
lengi og við þó gerðum.
Sigrún, Steinunn,
Guðrún og Valgeir.
Vegna mistaka við vinnslu þess-
arar greinar birtist hún hér íiftur.
Við opnuðum í morgun á Eiðistorgi
og í tilefni þess bjóðum við
KRINGLUNNI • EIÐISTOR
í KÓKÓ Eiðistorgi
og
KÓKÓ Kringlunni
afslátturinn gildir
til 27. nóv.
afslátt