Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 Gróðurhúsaáhrif og álver á Islandi Fyrri hluti eftir Dean Abraham- son og Valdimar K. Jónsson . Staða mála Athafnir manna losa mengunar- efni út í gufuhvolfið sem aftur valda upphitun jarðar, veðurfarsbrejding- um og eyðingu ósonlagsins. Ýmsir telja að afleiðingar þessara breyt- inga hafi ófyrirsjáanleg áhrif í för með sér. Montreal-sáttmálinn er alþjóð- legur sáttmáli um eyðingu óson- lagsins sem flestar iðnvæddar þjóð- ir hafa skrifað undir. Þar hafa þær samþykkt að hætta notkun óso- neyðandi efna, sem flest eru klórflú- orkolefnissambönd (KFK), innan áratugs. ísland er eitt þeirra landa sem skrifað hafa undir sáttmálann. Óson-nefnd, undir stjórn iðnaðar- ráðuneytisins, hefur tekið saman Tluíancv Heílsuvörur nútímafólks t2l 808ai05B0srf»3^5g=-0ÍBe^Ö| Árshátíðir og mannfagnaðir HðTiL EÐRC S. 1^1440 ö|s;c>=o=C^pg;0=0=0=^o) # BLRCK& R ÖFLUGAR OG ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BLACK&DECKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. 5BRSAR SKEIFAN 8 -SÍMI812660 yfirlit um notkun KFK og annarra ósoneyðandi efna. Eftir að Alþingi staðfesti Montreal-sáttmálann árið 1989 var farið fram á það við iðnað- arráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið að standa við skuldbindingar sáttmálans. Fyrstu aðgerðir voru að banna notkun ósoneyðandi efna í úðabrús- um. Þær tóku gildi 1. júní 1990. Umhverfisráðuneytið er nú að und- irbúa aðgerðir til að útrýma notkun KFK-efna, sérstaklega í físk- og matvælaiðnaði, þar sem þau eru notuð sem vökvar í kæli- og frysti- tækjum. Samskonar ráðstafanir, bæði al- þjóðlegar og einstakra landa, eru væntanlegar svo takmarka megi útstreymi gróðurhúsalofttegunda sem valda upphitun jarðar. Viðræð- ur standa yfir um alþjóðlegan sátt- mála um gróðurhúsalofttegundir, samhliða öðrum aðgerðum tengdum ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og þróun (United Nations Conference on Environ- ment and Development, UNCED) sem haldin verður í júní 1992 í Rio deJaneiro.1 ísland, auk annarra EFTA- og EB-landa, samþykkti í október 1990 fyrstu skref til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda svo hægja megi á.veðurfars- breytingum á jörðinni. Þau felast í því að útstreymi koltvíoxíðs árið 2000 verði ekki jneira en það var árið 1990.2 Formlega á þessi sam- þykkt aðeins við um koltvíoxíð en hefur síðan öðlast meira gildi og tekur fljótlega til allra gróðurhúsa- lofttegunda. í kjölfar samþykktar EFTA í nóvember 1990, um að ná jafnvægi í útstreymi koltvíoxíðs, setti um- hverfismálaráðuneytið á laggimar koltvíoxíðnefnd (CÖ2 nefnd). Hún safnar nú upplýsingum um út- streymi á Islandi og gerir tillögur um aðgerðir til að draga úr því.3 Fyrstu alþjóðlegu aðgerðirnar til að takmarka veðurfarsbreytingar af mannavöldum vegna gróður- húsaáhrifa, hafa fyrst og fremst beinst að koltvíoxíði sem til verður við bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og jarðgass. Einnig beinast aðgerðir að skógareyðingu og þeirri landnýtingu sem hefur í för með sér eyðingu gróðurs og kolefnis í jarðvegi. Þetta er skynsamlegt því alþjóðlegur hlutur koltvíoxíðs, sem til verður við bruna jarðefnaelds- neytis, í auknum gróðurhúsaáhrif- um er 55%.4 Samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis mun einnig valda minnkun í útstreymi metans og tvíköfnunarefnisoxíða en saman- lagt er hlutdeild þeirra í upphitun jarðar 21%.6 Af aðal gróðurhúsalofttegundun- um eru þá eftir KFK-samböndin sem eru einnig mikilvægustu óson- eyðandi efnin. Þeirra hlutdeild í gróðurhúsaáhrifum er 24%, hlutur KFK-11 og KFK-12 er 17% og af- gangurinn 7% er af völdum KFK- 113, HKFK-22, KFK-14, KFK-116 og nokkurra annarra efna. Þessu til viðbótar eru efni sem komið geta í stað ósoneyðandi KFK-efna en geta jafnframt verið sterkar gróð- urhúsalofttegundir. Þetta hefur í för með sér að þó staðið sé við markmið Montreal-sáttmálans um eyðingu ósonlagsins dregur ekki endilega úr gróðurhúsaáhrifum af völdum KFK-efna. Það er venja að tala um upphitun jarðar af völdum allra gróðurhúsa- lofttegunda í jafngildum koltvíox- íðs, sem reiknað er út með því að nota viðmiðunarstuðul skilgreindan sem upphitunarstuðul (Global Warming Potential, GWP). Eitt kg af metani veldur t.d. sömu upphitun jarðar yfir 100 ára tímabil og 21 kg af koltvíoxíði; metan hefur m.ö.ó. upphitunarstuðulinn (GWP100) jafnt og 21. Upphitunar- stuðull er háður því tímabili sem miðað er við, verður tiltölulega hærri fyrir styttra tímabil fyrir efni sem hafa skamman líftíma og öfugt. Mikilvægi -áiforæðslunnar Álbræðsla framleiðir gróður- húsalofttegundir á þrjá vegu: • Orka er notuð við framleiðslu raforku og kolarafskauta, og önnur stig í framleiðsluferli áls sem losa út koltvíoxíð (CO2), kolmónoxíð (CO), metan (CH), og tvíköfnunarefnisoxíð (N2O) sem hvert um sig valda upphit- un jarðar; • afoxun súráls yfir í ál veldur útstreymi CO2; • KFK-14 og KFK-116 sem auka- afurð við efnahvarf milli krý- ólíts og súráls í álbræðslu.6,7,8 Rafmagn er stærsti orkugjafinn til álbræðslu. Meðal álbræðsla notar um 16.800 kílóvattstundir raf- magns fyrir hvert tonn af fram- leiddu áii (KWh/tÁl). Rafmagn, sem framleitt er með vatnsaflsvirkj- unum og jarðgufu, veldur litlu út- streymi gróðurhúsalofttegunda, en raforka framleidd í kolaraforkuver- um veldur miklu útstreymi. Umbreyting súráls yfir í ál gefur frá sér um 1,58 tonn koltvíoxíðs fyrir hvert tonn af áli, til viðbótar því sem til verður við framleiðslu þess rafmagns sem til framleiðsl- unnar þarf. KFK-14 og KFK-116 eru mjög sterkar gróðurhúsalofttegundir, með upphitunarstuðulinn 10.900 og 11.500. Álbræðsia framleiðir (1,35 ± 0,20) kg KFK-14 fyrir hvert tonn af áli og (0,15 ±0,02) kg af KFK-116.10 Losun KFK-14 og KFK-116 er því jafngildi út- streymis á 16,43 tonnum af CO2 fyrir hvert tonn af áli, ef notaður er upphitunarstuðull fýrir 100 ár.n Miðað við munnlegar upplýsingar frá álverinu í Straumsvík mætti áætla framleiðslu KFK-14 þar um 0,81 kg fyrir hvert tonn af áli. Þetta hefur hinsvegar ekki verið mælt beint svo vitað sé frá álverum. Að öllu samanlögðu þá eru gróð- urhúsaáhrif frá álbræðslu, sem not- ar rafmagn úr vatnsorku, jafngildi útstreymis á 18,0 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi árið 1990 Útstreymi gróðurhúsaloftteg- Tafla 1: Útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda á Islandi eftir lofttegund- um í miljónum tonna koltvíoxíð ígildi og í prósentum, miðað við útstreymisstuðul fyrir 100 ár. Gróðurhúsaloftteg. milljón tonn % Koltvíoxlð 2,965 49,2 KFK-efni frá álveri 1,397 23,2 Önnur KFK-efni & halónar 0,893 14,9 Metan 0,445 7,4 Tvíköfnunarefnisoxíð 0,321 5,3 Tafla 2: Útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda frá íslensku athafnalífi, í þúsundum tonna. Athafnir Miljón tonn CO2 % Fiskiskip 0,735 25 Farartæki 0,554 19 Önnurskip 0,456 15 íslenskar flugvélar 0,333 11 Kol og koks 0,249 8 Eldsneyti til iðnaðar 0,182 6 Kolarafskaut 0,150 5 Ýmislegt 0,103 3 Húshitun og sundlaugar 0,060 2 Jarðhitaorka 0,052 2 Sement (CaCO.t) 0,051 2 Innfluttur tijáviður 0,031 1 Rafmagnsfram. m. olíu 0,005 <1 Tilbúinn áburður (CaCO.i) 0,004 <1 Samtals 2,965 100 Dean Abrahamson „ísland, auk annarra EFTA- og EB-landa, samþykkti í október 1990 fyrstu skref til þess að draga úr út- streymi gróðurhúsa- lofttegunda svo hægja megi á veðurfarsbreyt- ingum á jörðinni.” unda á íslandi er að mestu leyti CO2, KFK frá frystiiðnaði, frauð- plastframleiðslu og efnalaugum og KFK sem til verður við álbræðslu, auk metans og tvíköfnunarefnisox- íðs,_ sjá töflu 1. Áttatíu og tvö prósent útstreym- is CO2 á íslandi er vegna notkunar olíueldsneytis, þar sem 70% út- streymisins er vegna eldsneytis not- að á flutningstæki,12 sjá töflu 2. Þróun til aldamóta Samdráttur varð í notkun jarð- efnaeldsneytis í kjölfar sparnaðar- átaks eftir olíukreppuna í byrjun áttunda áratugarins, en notkunin hefur verið að aukast um 5% á ári síðan 1983. í flutningsgeiranum innanlands' hefur aukningin verið um 6% á ári.13 Ef eldsneytisnotkun- in myndi aukast um 5% á ári fram til aldamóta þá myndi CO2 út- streymi vegna fljótandi eldsneyti- snotkunar aukast úr því að vera 2,4 milljónir tonna árið 1990 í það að vera 3,9 milljónir tonna árið 2000 eða aukning um 1,5 milljónir tonna á ári ef núverandi framvinda helst óbreytt. Ef dregið yrði svo úr notkun eldsneytis að aukningin yrði aðeins um 2% á ári þá myndi koltví- oxíðútstreymi aukast um 500 þús- und tonn á ári eftir 10 ár. Aukning í notkun jarðefnaelds- neytis myndi einnig auka útstreymi metans og tvíköfnunarefnisoxíða. Hversu miklar breytingar verða á útstreymi metans af öðrum uppruna er að mestu háð þeim breytingum sem verða á fjölda húsdýra og hvernig gengið verður frá sorp- haugum. Útstreym' tvíköfnunar- efnisoxíða myndi einnig aukast með aukinni notkun tilbúins áburðar, til dæmis ef aukin yrðu verkefni í land- græðslu og skógrækt. Breytingar í útstreymi metans og tvíköfnunar- efnisoxíða myndu þó verða litlar í samanburði við koltvíoxíð og KFK- efni. Hér á landi hafa verið tekin í notkun skaðlausari KFK-efni í kæl- um, frystum, plasteinangrun og annars staðar þar sem þau hafa almennt verið notuð. Þessar breyt- ingar hafa, enn sem komið er, ekki dregið úr gróðurhúsaáhrifum KFK- efna." Líklegt er þó að minnkunar verði vart fyrir árið 2000. Lagt hefur verið til að önnur ál- bræðsla með framleiðslugetu allt upp í 210.000 tonn á ári verði byggð. Þessi bræðsla myndi auka framleiðslugetuna, sem nú er um 90.000 tonn á ári, í um 300.000 tonn á ári. Slík bræðsla myndi auka útstreymi koltvíoxíðs um 330 þús- und tonn á ári.11’ Ef hin hefðbundna Hall og Héroult-bræðsluaðferð verður notuð í nýju bræðslunni, mun útstreymi KFK-14 og KFK- 116 auka til viðbótar gróðurhúsa- Valdimar K. Jónsson áhrif sem jafngilda útstreymi 3,45 milljónum tonna af CO2 á ári.16 Neðanmálsgreinar og tilvitnanir 1. Ráðstefnan í Rio mun ekki hafa vald til að ákvarða hvaða skilmálar verða í fyrirhuguðum sáttmála, en hún gefur sitt samþykki fyrir sáttmálanum svo hægt verði að leggja hann fyrir til undirskriftar á aðalþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1992. Sjá: Intemational En- vironment Reporter (10. apríl 1991). 2. Samþykkt á sameiginlegum fundi umhverfis- málaráðherra EB og EFTA, Genf, 5. nóvember 1990. Skuldbindingar íslendinga voru síðar áréttaðar með yfirlýsingum ráðherra landanna á „2nd. World Climate Conference”, Genf 7.-9. nóvember 1990, þar sem saman voru komin lönd EB og EFTA með Nýja Sjálandi, Japan, Ástralíu og Kanada. 3. Ottósson, Jón Gunnar, Pragi Árnason, Flosi Hrafn Sigurðsson, Guðjón Jónsson, Jón Ólafs- son, Ólafur Pétursson, Valdimar K. Jónsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Ágúst S. Sig- urðsson, Utstreymi koltvíildis og brennisteins- tvíildis á íslandi árið 1990, Drög að skýrslu „C02-nefndar”: júní, sept. og okt. 1991. 4. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif valda upphitun jarðar um 33°C. Ef þessara áhrifa nyti ekki við þá væri hitastig á jörðinni undir frost- marki. Þegar talað er um gróðurhúsaáhrif í þessari grein, er átt við þá viðbót við þessi gróðurhúsaáhrif jarðar, sem til verður vegna útstreymis gróðurhúsalofttegunda frá athöfn- um manna. 5. Intergovernmental Panel on Climatic Change (IPCC), IPCC First Assessment Report, World Meteorological Organization and United Nati- ons Environment Programme (August 1990)'. 6. Um 20 til 30 kg af efnum sem innihalda flúor eru framleidd sem aukaafurð í álbræðslu- ferli Hall og Héroult. Nær öll álbræðsla er eftir þessum ferli. Meðal þessara flúorefna eru efni eins og CF4, kallað KFK-14 og C2F', kall- að KFK-116. KFK-14 og KFK-116 hafa ekki þekkt neikvæð áhrif á heilsu manna né heldur valda þau eyðingu ósonlagsins. En þau eru sterkar gróðurhúsalofttegundir. Sjá t.d.: Fab- ian, P., R. Borchers, Kriiger, B.C, & Lal, S., Journal of Geophysical Research, 92, 9831- 9835 (1987). 7. Mælingar í umhverfi álbræðslu hafa sýnt að álbræðsla er nær eina uppspretta KFK-14 og KFK-116 af mannavöldum. Sjá: Penkett, S.A., Prosser, J.D., Rasmussen, R.A., and Khalil, M.A.K., „Atmospheric Measurements of CF4 and other Fluorocarbons Containing the CF4 Grouping,” Joumal of Geophysical Rese- arch, 86, 5172-5178 (1981). 8. Nýleg yfirlitsgrein yfir gróðurhúsaáhrif af völdum KFK-efna er: Hansen, J., Lacis, A & Prather, M., Joumal of Geophysical Research, 94, 16417-16421 (1989). 9. Fræðilegt lágmark CO2 sem losnar við fram: leiðslu eins tonns af áli er 1,221 tonn CO2. í reynd er þetta eitthvað hærra og hefur reynst um 1,58 tonn CO2 við álverið í Straumsvík á síðustu árum. 10. Nákvæma samantekt um sambandið milli álbræðslu og útstreymis KFK-14 og KFK-116 er að finna í: Abrahamson, D., „CFC-14 and CFC-116 Emission Coefficients for Aluminum Smelting,” væntanlegt í Nature (October 1991). 11. Utstreymi KFK-14 og KFK-116 myndi jafngilda mun meira útstreymi CO2 ef tegrað væri fyrir lengra tímabil en 100 ár við útreikn- ing upphitunarstuðuls. Þar sem KFK-14 0g KFK-116 valda í eðli sínu varanlegum veður- farsbreytingum, - þau hafa líftíma í andrúms- loftinu sem er meiri en 10.000 ár, mun lengur en aðrar þekktar gróðurhúsalofttegundir, - * væri lengri tegrunartími fyrir GWP líklega við- eigandi. • 12. Abrahamson, D., Jónsson, V.K. & Sólnes, J., „Iceland and Climatic Change,” Proceedings of the First Nordic Inter-Disciplinary Research Conference on the Greenhouse Effect, Copen- hagen, í prentun (Sept. 1991). 13. Tölur um notkun jarðefnaeldsneytis innan- lands eru teknar saman af alþjóðlegum stofn- unum. Túlka verður þessar tölur með varúð, sérstaklega þar sem r.iismunandi stofnanir fara ekki eins með tölur um eldsneyti sem notað er til millilanda flutninga. Tölur frá Alþjóða orkumálastofnuninni sýna það eldsneyti sem keypt er erlendis og notað í alþjóða flutning- um. Sjá t.d.: Intemational Energy Agency, Energy Balances of OECD Countries, OECD, Paris (1991). 14. Nákvæmar tölur um þessar upplýsingar er að finna í Abrahamson, et al.; op cit. 15. 210.000 tonn áls/ári x 1,58 tonn C02/tonn áls = 331.800 tonn COj/ári. 16. 210.000 tonn áls/ári x 16,43 tonn C02(jafn- gildi)/tonn áls = 3.450.300 tonn C02(jafn- gildi)/ári. Höfundar eru prófessorar við Iláskólann íMinnesota ogHáskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.