Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Hjónaminning:
Kristínn Sveinsson
Nikólína Konráðsdóttír
Kristinn
Fæddur 19. júní 1909
Dáinn 15. nóvember 1991
Nikólína
Fædd 12. maí 1912
Dáin 9. janúar 1991
Vetur konungur er nú genginn í
garð með kulda og hríð og gróður
sumarsins fallinn í moldu. Allt sem
lifir, jafnt blómin sem mennimir,
lýtur sama lögmáli, að leita aftur
til uppruna síns. Mitt í skammdegis-
myrkrinu kvaddi Kristinn Sveinsson
skyndilega þennan heim. Hann varð
bráðkvaddur aðfaranótt 15. þ.m. á
Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra
sjómanna.
Það er ákjósanlegur dauðdagi
fyrir trúan verkmann að ganga til
hvílu eftir langt, erfitt en vel unnið
dagsverk og vakna upp á æðra til-
verusviði og þessi umskipti senni-
lega sársaukalaus.
Kristinn var fæddur 19. júní
1909. Foreldrar hans vom María
Guðnadóttir frá Hælavík og Sveinn
Vopnfjörð Jónsson, ættaður frá
Vopnafirði. Hann var því einn af
fymhluta aldar kynslóðinni sem
lagði grandvöllinn að velferðar
þjóðfélagi því sem við lifum nú í.
Við eigum stundum erfitt með
að skilja hugsunarhátt þeirra er þá
vom að alast upp, því að aldarhætt-
ir þeirra tíma eru okkur framandi.
Menn voru þá að vísu snortnir af
hugsjónum skálda og annarra fram-
úrstefnu manna um gróandi þjóðlíf
og batnandi hag erfíðismannsins.
En þrátt fyrir það undu menn glað-
ir við sitt og gerðu varla meiri kröf-
ur, en að hafa til hnífs og skeiðar.
A þessum árum var tryggingakerfi
óþekkt og fólki því betur ljós sú
ábyrgð sem það bar gagnvart sam-
ferðamönnunum. Það vora oftast
margar útréttar hendur sem buðu
hjálp, þegar hennar var þörf. Fjöl-
skyldan var samhentari að vinna
að hag allra sem henni tengdust
og kynslóðabil nánast óþekkt fyrir-
bæri. Kristinn var dæmigert barn
þessara tíma. Hann var strangheið-
arlegur til orðs og æðis og öllum
hans skuldbindingum var treyst-
andi, án þess að hafa þær skrifleg-
ar og vottfestar eins og gerist í
dag. Hann var harðduglegur til allra
verka og ósérhlífinn, en húsverk
fundust honum of einföld og létt
til að vera samboðin fullorðnum
karlmönnum.
Oft ræddi hann um kjör fólks á
kreppuárunum, þegar skipta þurfti
vinnu á milli fyrirvinnu heimilanna,
þannig að hver fékk nokkurra daga
vinnu í senn. Kristinn stundaði
ýmis störf um dagana, vann lengi
hjá ullarverksmiðjunni Framtíðinni,
en seinni ár ævi sinnar var hann
verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Sá
Minning:
Þorkell Skúlason
húsasmíðameistari
Fædd 17. september 1923
Dáinn 14. nóvember 1991
Hann Þorkell er farinn yfír móð-
una miklu. Með fáeinum orðum lagn-
ar mig til að kveðja hann og þakka
fyrir samfylgdina. Við hittumst fyrst
á Reykjalundi'vorið 1986. Nokkur
okkar er þar dvöldumst okkur til
heilsubótar þetta vor, tókum okkur
til seinna um sumarið og stofnuðum
gönguklúbb er við nefndum Flæki-
fót. Það sem við vildum með klúbb-
num var eins og segir í stofnskrá:
„að byggja upp líkama og sál með
sameiginlegum stuðningi klúbbfé-
laga”.
Þessi klúbbur hefur nú verið í
gangi í fímm ár, og þar áttum við
Þorkell margar samvemstundir, í
gönguferðum í allskonar veðri, úti-
legum og við fleiri tækifæri.
Þorkell var góður félagi, áhuga-
samur, hlýr og stundum skemmti-
lega glettinn. Þó Þorkell væri frekar
hlédrægur maður, var hann mjög
félagslyndur og einn sá alduglegasti
að mæta í gönguferðir og halda
klúbbnum saman, þrátt fyrir að
heilsan væri oft léleg og kraftamir
takmarkaðir. Hann var meðal ann-
ars mjög natinn að halda saman
skrá yfír allar gönguferðir og aðrar
uppákomur þessi fimm ár. I okkar
hópi verður hans sárt saknað og við
þökkum fyrir sameiginlegar ánægju-
stundir.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu hans og vina.
F.h. göngufélaga í Flækjufæti,
Sólveig.
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt verði
að forðast endurtekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
greinar eru skrifaðar um sama
einstakling.Þá verða aðeins leyfð-
Nú er hann Þorkell, vinur okkar,
fallinn frá. Heilsu hans tók að hraka
fyrir um það bil sjö ámm, sem og
ágerðist á þessu ári. Þrátt fyrir það
mætti hann flesta sunnudagsmorgna
í göngufélagsskap, sem hann ásamt
fleirum stofnaði fyrir 5 ámm. Að
undangenginni rannsókn á sjúkra-
húsi tjáði hann vinum sínum af
mesta æðmleysi að hann ætti eftir
aðeins nokkrar vikur, mesta lagi
fáeina mánuði. Guðrún dóttir hans,
sem er búsett í London, náði að birt-
ast með börnin sín þijú kvöldið síð-
asta, sem hann lifði. Hann hafði til
að bera andlegt jafnvægi og styrk
til þess að mæta sínum örlögum
ótrauður.
Foreldrar Þorkels vom Valgerður
Jónsdóttir frá Hópi í Grindavík, f.
26. september 1890, d. 25. apríl
1948 í Reykjavík, og Skúli Þorkels-
son húsasmíðameistari, f. 24. júní
1891 í Smjördölum i Sandvíkur-
hreppi, d. 8. febrúar í Reykjavík.
Margir smiðir geta rakið ætt sína
til Smjördala. Þrír bræður Skúla
voru húsasmiðir.
Þorkell ólst upp í foreldrahúsum
við Framnesveginn ásamt systkinum
sínum, Sigríði og Gunnari, sem lát-
inn er fyrir nokkmm ámm. Sigríður
er gift Gísla Jónhannessyni útgerð-
armanni og eru þau búsett í Reykja-
vík.
Þorkell lærði húsasmíði hjá föður
sínum, sem útskrifaði marga í þeirri
iðngrein um dagana. Þeir feðgar
byggðu í lok stríðsáranna íbúðarhús
við Hátún 27. Þar bjó Þorkell til
æviloka. Þorkell reisti þar verkstæði
ar stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni í textanum. Almennt
verður ekki birtur lengri texti en
sem svarar einni blaðsíðu eða
fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.
og starfrækti síðan. Síðar byggði
hann við Nýbýlaveg 4 í Kópavogi
allstórt verkstæði og flutti starfsem-
ina þangað á árunum 1964 til 1970
og starfaði þar meðan heilsa entist.
Þorkell var virtur í félagasamtökum
iðnaðarmanna og með vandvirkni
að leiðarljósi útskrifaði hann að
minnsta kosti 7 nemendur í húsa-
smíði.
Þann 17. desember 1949 kvæntist
Þorkell Jónu Margréti Sólmunds-
dóttur, ættaðri frá Stöðvarfírði.
Þeim varð ekki bama auðið, en fengu
til ættleiðingar tvö böm, Skúla, f.
28. maí 1957, og Guðrúnu, f. 17.
ágúst 1960. En harmur sækir marg-
an heim. Jóna Margrét lést þann 1.
júlí 1973. Skúli var þá orðinn 16 ára
og Guðrún 13. En gott uppeldi og
þroski hjálpuðu til á sorgarstundu
að mæta mótlætinu. Nú er Skúli
starfandi byggingartæknifræðingur
í Reylqavík og á dóttur, sem orðin
er 13 ára. Sambýliskona hans er
Ilelga Þórsdóttir. Guðrún er búsett
í London. Maki hennar er Martin
Huntingdon Williams og er hann við
nám í arkitektúr. Börn þeirra eru
William Freyr, 4ra ára, Geoffrey Þór
Karl, 3ja ára, og Jóna Sjöfn, 18
mánaða. Auk þess sem hér er upp
talið eigaðist Þorkell dóttur árið
1946 sem Elín heitir með Agnesi
Agústsdóttur frá Patreksfirði. Elín
Þorkelsdóttir er gift Ólafi Péturssyni
múrara og em þau búsett í Reykja-
vík. Þeirra börn em þijú og eitt
barnabam að auki.
Skömmu eftir fráfall Jónu Margr-
étar kynntist Þorkell Skúlason konu
sem misst hafði mann sinn. Þessi
kona heitir Bergþóra Gísladóttir og
hefir verið honum tryggur lífsföru-
nautur þar til yfir lauk.
Við sendum hér með öllum að-
standendum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Til greinahöfunda:
Minningar- og
afmælisgreinar
hann um viðhald á rólu- og leikvöll-
um. Var hann þá oft með unglinga
í vinnuflokki sínum. Hafði hann
gaman af að vinna með ungu fólki
og hafði gott lag á að fá það til
samstarfs með því að veita því
hæfílegt aðhald af hreinskilni með
íblandi af Iéttu gríni en ákveðni.
Kristinn var vel greindur, þó að
skólagangan væri ekki löng bætti
hann það upp með lestri góðra bóka
og átti gott bókasafn á seinni árum.
Áhugasvið hans var ekki síst þjóð-
legur fróðleikur, enda var hann
rammíslenskur í hugsun og lét sér
nægja að kynnast eigin landi og
þjóð, en hafði ekki áhuga á að ferð-
ast til annarra landa. Þegar ég lít
til baka minnist ég þess hvað það
var alltaf hressandi að fá Kristinn
í heimsókn. Hann hafði góða frá-
sagnarhæfileika og var fundvís á
það spaugilega í tilvemnni. Hann
var mjög skoðanafastur svo sam-
ræður okkar eru mér hugstæðar
þó sjaldan væmm við sammála. Ég
man hann á hjólreiðatúram hér í
Laugarneshverfínu og á skautum
niðri á Tjörn með yngra fólkinu.
Þá hefi ég fyrir satt að á yngri
árum hafí hann spilað á harmoniku
fyrir dansi.
Kristinn var gæfumaður í einka-
lífí sínu, átti góða konu, Nikólinu
Konráðsdóttur, sem var ættuð úr
Vestmannaeyjum. Hún lést fyrir
tæpu ári eftir þung veikindi. Eftir
þann sára missi náði hann ekki sinni
fyrri lífsgleði. Þau áttu einn son,
Svein, sem er húsasmiður og af
fyrra hjónabandi átti Kristinn ann-
an son, Þorkel, sem er rafvirki.
Báðir eru synimir kvæntir og
barnabörnin eru 12 og barnabarna-
börnin 8.
Kristinn og Lína voru mjög sam-
stillt að fegra og gera heimili sitt
notalegt. Þau voru bæði áhugafólk
um garðrækt og áttu sinn þátt í
að rækta fallega garða við þau
íbúðahús sem þau bjuggu í. Þau
voru bæði mjög ættrækin og sýndu
frændfólki sínu mikla ræktarsemi
í hvívetna, enda stóð heimili þeirra
opið öllum í frændgarðinum. Gest-
risni var í heiðri höfð og aldrei skorti
umræðuefni, því hjónin voru fróð
um menn og málefni. Bæði voru
þau listræn og á efri árum sinntu
þau listþörf sinni með því að skapa
fallega muni. Lína lagði stund á
málaralist, en Kristinn smíðaði li-
stafallega muni aðallega úr kýr-
hornum og harðviði. Mér finnst það
gera tilveruna öllu bærilegri að
hafa átt að vinum slíkt ágætisfólk,
sem þau hjón voru.
Ég þakka þeim alla hlýju og
hjálpsemi í garð minnar fjölskyldu.
Ég samgleðst Kristni vini mínum
að fá hvíldina áður en elli kerling
léki hann svo grátt að hann hefði
þurft að vera algerlega upp á aðra
kominn. Ég bið honum guðsbless-
unar á nýjum leiðum. Allri fjöl-
skyldu hans votta ég dýpstu samúð.
Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir
Verð )rá kr. 5.100,-
({///</rs/
BORGARKRINGLUNNI,
SÍMI 677230.
SIEMENS
■
Fjölhœf hrœrivél!
MK 4450
Blandari, grænmetiskvöm og hakka-
vél fylgja með.
• Allt á einum armi.
• Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar,
brytjar, rífur, hakkar og sker.
• ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti.
• Einstakt verð: 15.300,-kr.
SMrTH&NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300
■
: