Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Ása Sigurðardóttír,
Flateyri — Minning
Fædd 15. desember 1899
Dáin 15. nóvember 1991
Nú er elskuleg amma mín búin
að kveðja. Ótal minningar sóttu á
huga minn er ég sat við sjúkrarúm
hennar á sjúkrahúsi ísafjarðar síð-
astliðna viku. Ekki bara minningar
um hana, heldur líka Kristján afa
sem látinn er fyrir rúmum tuttugu
árum. Þau voru samhent og mynd-
arleg hjón og er mér sérstaklega
minnisstætt hve oft þau fóru í
göngutúr, leiddust hönd í hönd,
hæglát en yfir þeim var virðuleg
reisn.
Ég var svo heppin sem barn að
fjölskylda mín bjó á efri hæðinni á
Grundarstíg 12 og amma og afí á
neðri hæðinni. Við barnabörnin eig-
um ógleymanlegar minningar frá
þeim árum. Alltaf átti amma eitt-
hvað til að gleðja okkur með. Yfir
heimili þeirra sat snyrtimennskan í
fyrirrúmi og alltaf tími til að spjalla
við okkur barnabömin.
Ég má til að minnast skemmti-
legra minninga sem við elstu barna-
bömin eigum um bílinn sem afi
átti. Þeir vom ekki margir bílamir
á Flateyri í þá daga. Þetta var gul-
ur bíll með svartri blæju. Ömmu
er best lýst sem brosmildri, hlýrri
og veitulli með afbrigðum eins og
stórhuga folki er gjarnt. Amma var
afar frændrækin og þótti mjög
vænt um heimsóknir skyldmenna
sinna. Hún naut þess í ríkum mæli
að gleðja aðra og láta öðrum líða
vel. Öllum öðrum fremur gladdist
hún yfír velgengni barna sinna og
bamabama. Það vom ófáar peys-
urnar, sokkarnir og vettlingarnir
sem yljað hafa okkur afkomendum
hennar og ýmsum öðmm.
Amma var af þeirri kynslóð sem
ekki kunni að hlífa sér. Alltaf var
hún föst fyrir og trú var hún sann-
færingu sinni hvort sem um kristin-
dóm eða stjómmál var að ræða.
Ekki var lífíð alltaf dans á rósum
hjá henni, hún fór ekki varhluta af
sorginni. Ung að áram lenti hún í
snjóflóði í Skálavík ásamt fjölskyldu
sinni. Móður hennar ásamt fjómm
börnum var bjargað eftir 40 klukku-
stundir. Þá fórst faðir hennar og
yngsti bróðir. Einnig hefur hún
þurft að horfa eftir hinum systkin-
um sínum, þremur dætrum sínum
og maka.
En aldrei brast henni kjarkur né
glaðværð þrátt fyrir allan mótbyr.
Amma hefur verið heilsuhraust
nema síðustu ár, sérstaklega síð-
ustu mánuðina. Alveg fannst mér
ótrúlegt hvað guð gat lagt á svona
litla og fallega konu síðustu daga
hennar.
Ég veit að hún var hvíldinni feg-
in, það var einlæg trú hennar að
handan við móðuna miklu væri ann-
að og betra líf.
Þar mun hún hitta ástvini sína
sem á undan eru farnir og ég veit
að vel hefur verið tekið á móti henni.
Við sem eftir stöndum kveðjum
hana með þakklátum huga og ósk-
um henni góðrar heimkomu.
Ég og fjölskylda mín þökkum
elsku ömmu fyrir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Adda sonardóttir.
Amma okkar er dáin nærri 92
ára. Hún bar aldurinn vel og var
heilsuhraust fram á mitt þetta ár
og 15. nóvember andaðist hún á
Sjúkrahúsi ísafjarðar. Við viljum
þakka ömmu fyrir allar góðu stund-
imar sem við höfum átt með henni.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyiir allt og allt.
(V. Briem)
Alla, Astliildur og María.
Hún langamma mín Ása Sigurð-
ardóttir andaðist á Sjúkrahúsi ísa-
fjarðar 15. nóvember sl. og verður
jarðsungin í dag, föstudag, í Flat-
eyrarkirkju. Hún hefði orðið 92 ára
eftir einn mánuð, hún var alveg
hress þar til fyrir tíu dögum að hún
lagðist í rúmið.
Þær voru margar heimsóknirnar
sem ég fór til hennar og sat hjá
henni og rabbaði við hana og hún
prjónaði á fullu á meðan og sýndi
alltaf því áhuga sem ég var að
gera eða tala um. Hún hvatti mig
mikið þegar ég var að æfa sund
fyrir nokkrum árum og lagði
áherslu á hversu gott þetta yrði
fyrir mig seinna meir.
Það verður skrítið að koma heim
í jólafrí og engin langamma til að
heimsækja út á Elliheimili og rabba
við í jólaboðum fjölskyldunnar. Hún
var hress og kát og bar aldurinn vel.
Mig langar til að kveðja elsku
langömmu mína því ég gat ekki
verið hjá henni síðustu dagana sem
hún lifði, það hefði ég svo gjarnan
viljað en ég hugsaði alltaf til henn-
ar. Ég þakka henni fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt saman
og alla sokkana hlýju og vettlingana
sem hún pijónaði fyrir mig.
Kristur minn ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu
gjörðu svo vel að geyma mig
guð í skauti þínu.
Gurrý
Mig langar til að minnast elsku
ömmu minnar Ásu Sigurðardóttur
með nokkrum orðum.
Hún var ein af þeim seih varð
alltaf að hafa eitthvað að gera, hún
pijónaði mikið af sokkum og vettl-
ingum. Ég minnist þess að hún
sagði við mig, að hún væri ekki
búin að pijóna fyrir mig daginn sem
hún veiktist en sagðist myndi gera
það strax og sér batnaði, því amma
vildi ljúka við allt sem fyrst, en svo
var ekki í þetta skiptið því kallið
kom sem hún hafði lengi beðið eftir.
Hún var svo létt á fæti þrátt
fyrir hinn háa aldur, hún var alltaf
til í að koma út í göngutúr þótt hún
væri ekki hress og lægi fyrir að
mestu síðasta hálfa árið.
Amma var mjög trúuð og vil ég
enda þessa kveðju á bæn sem hún
kenndi mér þegar ég var lítil.
Hafði elsku amma mín þökk fyr-
ir allt.
Blessuð sé minning hennar.
Kristur minn ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu
gjörðu svo vel og geymdu mig
guð í skauti þínu.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember lést á
sjúkrahúsinu á ísafírði Ása Sigurð-
ardóttir.
Þessi sómakona sem var að verða
92 ára var amma mín í móðurætt.
Mínar fyrstu bernskuminningar á
Flateyri era tengdar ömmu og afa,
því alltaf átti lítill snáði skjól hjá
þeim. Eftir að ég flutti frá Flateyri
með foreldrum mínum átti ég mín
bestu sumur þar. Auðvitað hafði
ég mest af ömmu að segja og voru
margar stundirnar sem við áttum
saman í eldhúsinu, þar sem hún
sagði mér sögur af lífinu í gamla
daga. Hún var fædd í Skálavík,
dóttir Jóhönnu Hálfdánsdóttur og
Sigurðar Guðmundssonar og var
hún elst barna þeirra.
1. mars 1910 gerðist sá hörmu-
legi atburður, sem ég held að hafi
mótað hana mest. Þá féll snjóflóð
á bæinn og grófst allt heimilisfólkið
í fönn. Þegar því var náð upp 40
tímum síðar vom faðir hennar og
ungur bróðir látinn. Eftir þetta
tvístraðist fjölskyldan. Amma var
unglingsárin í Búð í Hnífsdal hjá
móðurbróður sínum Hálfdáni Hálf-
dánssyni. Árið 1921 giftist hún afa
mínum, Kristjáni Sigurðssyni,
fæddum 24. janúar 1898. Hann dó
í febrúar 1970. Þau áttu saman
Qögur börn, einn son og þijár dæt-
ur. Dætumar eru nú allar látnar,
en ein þeirra, Guðmunda, var móð-
ir mín. Hún lést 1974 eftir langvinn-
an sjúkdóm. Amma lagði mikið á
sig til að halda heimili móður
skiptum voru hnýtt vinabönd, sem
haldið hafa fram á þennan dag.
Ég veit líka að það er stór hópur
og sundurleitur, sem núna stendur
í fjöruborðinu þegar Einar vinur
minn er farinn í sinn hinsta róður.
Því þannig sé ég hann núna,
bóndann á Kálfaströnd, svo samof-
inn er hann í mínum huga þeirri
sveit, sem ól hann og sem hann bar
fyrir bijósti öllu öðru framar uns
yfír lauk — vatnið, hraunið, gróður-
inn á bökkum og í eyjum þessa
vatns, sem fyrir honum var lífsins
lind. —
Sem fullorðin manneskja átti ég
því láni að fagna að kynnast Einari
á nýjan hátt, þegar við störfuðum
saman í Samtökum um verndun
Mývatns. Þar var hann traustur og
athugull liðsmaður, sem leitaðist
við að kynna sér sem best þau
mál, sem um var að ræða. Öll hans
afstaða var mótuð af þeirri þekk-
ingu, sem hann best gat aflað sér,
en ætíð, fyrst og seinast, af djúpri,
eðlislægri virðingu fyrir þeirri jörð
sem við byggjum. í þeirri afstöðu
hvikaði hann aldrei, heldur stóð af
fullri einurð og festu á sinni sann-
færingu, oft gegn þrýstingi sem
margir aðrir hafa gugnað fyrir. í
þessu samstarfi lærði ég að meta
Einar í nýju ljósi, og hógvær stefnu-
festa hans var ómetanlegur styrkur
okkar sem með honum störfuðum.
En nú er vík milli vina. Einhvern
tímann verður hún róin, og ég veit
að þá munu umhyggjusamar raddir
bernskudaganna létta mér áratakið.
Ég sendi Kálfastrandarfjölskyld-
unni dýpstu samúðarkveðjur mínar
og fjölskyldu minnar. Einari ná-
granna mínum þakka ég samfyld-
ina.
Stefanía Þorgrímsdóttir
frá Garði.
minnar gangandi í veikindum henn-
ar og stöndum við systkinin í þakk-
arskuld við hana fyrir það.
Nú síðustu árin var amma á öldr-
unarstofnun á Flateyri. Vil ég
þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir
góða umönnun við hana. Eins vil
ég þakka starfsfólki sjúkrahússins
á ísafirði allt sem það gerði til að
létta henni síðustu ævidagana.
En sá sem á mestar þakkir skilið
er Þrúða tengdadóttir hennar, kona
Gunnlaugs sonar hennar, fyrir þá
natni og hlýhug, sem hún sýndi
tengdamóður sinni.
Eg veit að góður Guð hefur nú
tekið á móti henni ömmu minni
hlýjum örmum ásamt öllum ástvin-
um hennar sem á undan eru gengn-
ir. Ég vil þegar leiðir skilja þakka
henni fyrir alla þá ást og hlýju sem
hún gaf mér, systrum mínum og
fjölskyldum okkar.
Siggi Palli
Hún amma mín, Ása Sigurðar-
dóttir, hefur fengið hvíldina eftir
tíu daga legu, fyrst á Öldrunar-
stofnun Flateyrar síðan á Sjúkra-
húsi ísafjarðar þar sem hún andað-
ist, það er gott til þess að hugsa
að hún þjáist ekki lengur. Hún
amma fæddist 15. desember 1899
í Skálavík, dóttir hjónanna Jóhönnu
Hálfdánardóttir og Sigurðar Guð-
mundssonar. Þau áttu 6 börn, en
eitt þeirra dó ungbarn. Þegar amma
var 11 ára, þann 1. mars 1910, kom
snjóflóð á bæinn í Skálavík og
missti amma þá pabba sinn og bróð-
ur. Þá stóð móðir hennar ein eftir
með fjögur ung börn, hún varð að
tvístra fjölskyldunni og fara í
kaupavinnu með yngsta barnið með
sér. Amma var fyrstu tvö árin í
Minni Hlíð í Bolungarvík, síðan árið
1913 fór hún til móðurbróður síns
Hálfdáns í Búð í Hnífsdal og konu
hans Ingibjargar. Amma og afí,
Kristján Sigurðsson, fæddur 24.
janúar 1898, dáinn í febrúar 1970,
giftu sig 1921. Frá Hnífsdal fluttu
þau til Flateyrar 6. september 1922.
Þau eignuðust einn son sem er hann
pabbi, Gunnlaugur Pétur, fæddur
13. janúar 1923, hann er einn eftir
af þeirra bömum, því dæturnar
þijár eru dánar, óskírð stúlka dó
ungbarn, Albertína dó um tvítugt
og hún Guðmunda, eða Mumma
eins og við kölluðum hana, dó 1974
frá íjórum ungum börnum aðeins
44 ára. Móðir ömmu var hjá henni
og afa í mörg ár, hún dó 1973.
Ég veit að heimkoman í hinn
nýja heim guðsríkis hefur verið
ánægjuleg því ég veit að hann afi
og dæturnar þijár og langamma
hafa tekið vel á móti henni ömmu
og leitt hana yfír.
Þær voru ófáar stundirnar sem
ég sat niðri hjá þeim afa og ömmu
og langömmu, en þau bjuggu á
neðri hæðinni þar sem við áttum
heima í mörg ár á Grundarstíg 12
hér á Flateyri. Amma kendi mér
ungri að pijóna. Hún pijónaði mik-
ið, alveg þar til hún lagðist í rúm-
ið, þeir em orðnir margir vettling-
arnir og sokkarnir sem hún amma
pijónaði fyrir okkur systurnar sex
og hin barnabörnin fjögur, okkar
börn og fyrir marga úti í bæ, þús-
und þakkir fyrir alla hlýju sokkana
og vettlingana.
Amma var fyrst vistuð á Öldr-
unarstofnun Flateyrar árið 1979 og
þar bjó hún síðustu 12 árin, þar
var vel hugsað um hana. Ég vil
færa starfsstúlkum sem vinna þar
núna og hafa unnið þar bestu þakk-
ir fyrir allt sem þær hafa verið
henni ömmu. Guð launi ykkur þeg-
ar þið þurfið með, en þessa setningu
sagði hún oft við mig þótt ég bara
kæmi í heimsókn eða færi með
hana í smá göngutúr eða bíltúr.
Hún fór oft í göngutúra og þá var
hún alltaf á sprettinum og við sem
yngri erum máttum hafa okkur all-
ar við til að halda í við hana.
Ég kveð elsku ömmu með þökk
fyrir allt. Friður sé með henni.
Hin langa þraut er liðin, -
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sipr unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briejn)
Stína ||
Minning:
Einar Isfeldsson
frá Kálfaströnd
í dag verður borinn til moldar
bóndinn á Kálfaströnd; borinn til
þeirrar moldar, sem hann unni og
yrkti allt sitt Iíf.
I dag langar mig að senda vini
mínum og granna hinstu kveðju,
líta um öxl minnug þeirrar moldar,
sem ól okkur bæði.
Einar Isfeldsson fæddist 16. júní
1918 á Kálfaströnd í Mývatnssveit.
Foreldrar hans voru Isfeld Einars-
son frá Reykjahlíð og kona hans
Eh'n Halldórsdóttir bónda á Kálfa-
strönd.
Eins og margir aðrir íslenskir
bændasynir gekk Einar slóð for-
feðra sinna og tók í fyllingu tímans
við búsforráðum á jörð foreldra
sinna, ásamt konu sinni, Hólmfríði
Stefánsdóttur frá Neðstabæ í Vind-
hælishreppr. Ásamt þeim sat jörðina
systir Einars, Auður. Þau Einar og
Hólmfríður eignuðust eina dóttur,
Elínu Helgu, f. 1954, og þegar fram
liðu stundir gekk hún inn í búskap-
inn með foreldrum sínum og
frænku, jafnframt því sem hún hef-
ur stundað önnur störf utan heima-
byggðar.
A Kálfaströnd var lengi vel tví-
býli, en móðurbróðir Einars, Valdi-
mar Halldórsson, sat hálfa jörðina
til dauðadags árið 1966. Á það sam-
býli hygg ég að aldei hafí borið
skugga. Samlyndi og samheldni
þessa fplks yari með þeim haatti að
orðálagið „Kálfastrandarfólk” hafði
góða og hlýja merkingu.
Einar tók jafnhliða búskapnum
fullan þátt í félagslegu starfi og
uppbyggingu í sínu sveitarfélagi,
enda var hann félagshyggjumaður
í bestu merkingu þess orðs. Grun
hefi ég um að á unga aldri hafi
hugur hans snúið að öðru en bú-
skap, þótt búskapur yrði hans ævi-
starf, sem hann sinnti af þeirri
natni og snyrtimennsku, sem ein-
kenndi öll hans störf. Um þessi atr-
iði mun ég þó ekki fjölyrða, til þess
skorti mig þekkingu og aðrir mér
færari þar um að fjalla.
Heilli mansævi er lokið. Sjötíu
og þijú ár tíunduð í örfáum línum,
nöfnum, dagsetningum, ártölum.
Bak við það leynist vemleikinn,
maðurinn sjálfur, sagan.
Söguna segir hver fyrir sig, ást-
vinir, grannar, samstarfsmenn. Mín
útgáfa af sögu Einars á Kálfaströnd
mótast af þeirri staðreynd, að Kálf-
astrandarfjölskyldan og Kálfa-
strandarheimilið bæði voru stór
hluti þess ramma sem umlukti og
mótaði bernskuveröld mína og sá
hluti var þess eðlis, sem hlýjar hjart-
anu ævina á enda.
Sumu fólki er nefnilega sú náð
gefín að geta miðlað öðrum, vermt
og gefíð án þess einu sinni að hug-
leiða hvað þá telja saman hvort eða
hversu mikið, og er sér trúlegast
algjörlega - óvitandi
gjafa sinna.
í bernsku minni þornaði margt
tárið í hjartahlýjunni á Kálfaströnd.
Á þungbærustu stundum fullorðins-
ævi minnar sótti ég styrk í þann
sjóð, sem lítilli stúlku var gefinn í
veganesti í fjömborðinu við Kálfa-
strönd — veganesti, sem á ytra
borði var súkkulaðimoli, kveðja frá
pabba og mömmu og áminning um
að fara nú varlega á heimleiðinni
yfír sundið og passa upp á áralagið.
Og þær voru margar, ferðirnar
yfír sundið milli Garðs og Kálfa-
strandar. Það kom m.a. til af því
að Ása afasystir mín var bústýra
hjá Valdimar frænda og mótbýlis-
manns Einars. I barnsminni mínu
var ævinlega fjölmenni á Kálfa-
strönd og hygg ég það rétt munað
hjá mér. Á heimili Einars var auk
konu hans og dóttur, Auður systir
hans og félagi, faðir þeirra meðan
hann lifði, gömul kona, Friðrikka
að nafni, og síðan hinir og þessir
sem dvöldu þar lengri tíma eða
skemmri ýmissa erinda. Og enda-
Iaust virtist Kálfastrandarfólkið
hafa húspláss og hjartarými fyrir
börn og unglinga til sumardvala,
og væri fróðlegt að vita, hve marg-
ir nýtir einstaklingar komust til
manns undir hlýrri handleiðslu
þessa heimilis.
Að sumrinu hefðu margur hótel-
eigandinn horft öfundaraugum á
fjölda gistinátta á þessum bæ. Kálf-
aströnd er að mínu áliti fegurst í
sveit sett allra bújarða við Mývatn.
Áður en ferðamennskan varð iðnað-
ur fóru innlendir sem erlendir ferða-
menn meira eftir hyggjuviti en
ferðabæklingum — og á Kálfa-
strönd slógu margir tjöldum, nutu
náttúrufegurðarinnar og gestrisni
ábúendanna, sem ætíð áttu stund
aflögu frá bústörfum og gestanauð
um mikilvægi til mannlegra samskipta. Og það
' .íí'm.o MÍliP-