Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 45

Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 45 pöntunarfélags bankans um margra ára skeið og átti einnig sæti í bóka- safnsnefnd starfsmanna. Þeim störfum gegndi hún allt til þess er heilsan meinaði henni slíkt nú á áttugasta aldursárinu. Kristín Pálsdóttir á góða og gegna sögu sem best er geymd í huga samferðamannana sem þekktu hana best. Hún var hlý kona, greind og gefandi. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengd- amóður. Við geymum í huga mæta minningu og kveðjum þakklátum huga merka konu og minnisstæða. Blessuð sé minning Kristínar Pálsdóttur. Kristmann Eiðsson Það var erfiður slagur hjá mann- inum með ljáinn að leggja að velli Kristínu Pálsdóttur. Hún barðist af hörku og beitti ýmsum herbrögðum í baráttunni, en að lokum varð hún að játa sig sigraða. Það eru um það bil tuttugu ár síðan við kynntumst þessari ágætiskonu. Tildrög voru þau að farið var í ferð til Costa Brava á Spáni, þar tók á móti okk- ur ung og glæsileg kona, Þórhildur Þorsteinsdóttir, dóttir Kristínar. Þórhildur var fararstjóri á vegum Útsýnar í þá tíð. Frá þeim tíma hefir aldrei fallið skuggi á kunn- ingsskap og vináttu þessarar ágæt- is fjölskyldu. Það var ótrúlegur lífs- kraftur og þrek sem bjó í þessari ágætiskonu og aldrei heyrði ég hana tala í vafasömum tón um nokkurn mann. Hún átti tíðförult á fund dóttur sinnar á Spáni. Það kom fyrir að ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að skutla henni suðureftir, þegar hún fór til Spán- ar. Eitt sinn þegar hún skrapp, var ferðin hafin árla morguns að venju. Ég var nývaknaður, þá hringir sím- inn og Kristín er í símanum, og segir „ertu ekki að koma”. Ég brá við og er ég kom í Drápuhlíðina var Kristín tilbúin á tröppunum. Haldið var sem leið lá suður eftir. Þegar komið var í flugstöð var þar allt í ró og spekt, enginn í afgreiðslu nema vakt. Kom þá á daginn að Kristín hafði sett klukku sína að Spánartíma um kvöldið, þegar hún lagði sig, og var því tveimur tímum á undan. Oft gátum við hlegið að þessari uppákomu, sem og öðru kátlegu sem á okkar daga dreif. Aldrei féll nokkur skuggi á okkar kunningsskap og vil ég þakka henni og hennar fólki fyrir allar ánægju- stundir sem við höfum átt með þeim hér heima og erlendis. Ekki veit ég hverjir hefðu komið í þeirra stað í lífi okkar ef við hefðum ekki orðið á vegi þessa ágætisfólks. Ég ætla ekki að fara að riíja upp ættir Krist- ínar Pálsdóttur. Enda munu aðrir verða til þess. En eitt veit ég að hún var dóttir Páls Árnasonar lög- regluþjóns og Kristínar Árnadóttur og átti lengi heima á Skólavörðu- stíg. Þau systkin settu svip á bæjar- lífið í þá daga og urðu mætir borg- arar. Þar kom að Kristín gekk að eiga Þorstein Jónsson og eignuðust þau fjögur börn: Kristínu, Jón Ragnar, Þórhildi og Þorstein. Jón Ragnar lést um aldur fram. Vin- skapur hefur haldist við þetta ágæt- isfólk allar götur síðan okkur rak á fjörur Þórhildar, dóttur Kristínar. Og höfum við átt ótaldar ánægju- stundir hér heima og erlendis. Krist- ín var gædd starfsþreki og lífsorku svo varla verður með orðum lýst. Mér þykir ekki ólíklegt að enn sé hennar minnst og vitnað í hana í Landsbankanum. En þegar grannt er skoðað þá kemur á daginn að það var bara ein Kristín og er trú- lega vandfundinn starfskraftur í hennar stað. Ég vil að lokum þakka Kristínu fyrir allar ánægjustundir sem við áttum saman og meðan ennþá rennur blóð í æðum munum við minnast hennar sem einnar merkustu konu sem hefur orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Við biðjum öllum hennar ættingjum Guðs blessunar og góðs gengis um ókomna framtíð. Hafi Kristín og hennar fólk bestu þakkir fyrir alla þeirra vináttu. Ég er þess fullviss að gengi Krist- ínar verður gott á Guðs vegum. Bestu þakkir. Kristinn Einarsson, Gunnhildur Pálsdóttir. 'njöiirrno’l £.m 'ibv .Bnnijfukl'iíija Valborg Bents- dóttir — Minning Það em aðeins nokkur ár síðan ég kynntist Valborgu Bentsdóttur. Þrátt fyrir mikinn aldursmun tókst með okkur kunningsskapur og var ég þar oftar þiggjandi en gefandi. Það leyndi sér ekki að í Valborgu var á ferð sköi-p og einbeitt kona, sem lét sér fátt mannlegt óviðkom- andi. Hugurinn var sífellt starfandi þó að líkamlegt þrek væri orðið lít- ið undir það síðasta og ævikvöldið yrði æ erfiðara og þungbærara. Hún hafði áhuga á mörgu, hafði lifað tímana tvenna og kunni vel að segja frá. Augun leiftruðu af skarpri greind og áhuga og sjaldn- ast var glettnin langt undan. Málefni kvenna vom Valborgu sérstaklega hugleikin. Hún sat í stjórn Kvenréttindafélags íslands og undirbjó ásamt fleiri konum kvennafrídaginn 24. október 1975. Valborg var mjög vel ritfær og eft- ir hana liggja sögur, ljóð, vísur og þýðingar. Hún var gædd þeirri gáfu að geta kastað fram vel kveðnum stökum þegar það átti við. Ritsmíð- arnar urðu aldrei miklar að vöxtum, enda er það gömul og ný saga að konur með hæfileika og löngun til fitsmíða þurfa sífellt að láta þess konar sýsl sitja á hakanum. Lífsbar- áttan, barnauppeldi og daglegt amstur gengur fyrir. Valborgu gramdist að hlutur skrifandi kvenna var og er oft fyrir borð borinn, eins og dæmin sanna, en hún lét ekki sitja við orðin tóm. Árið 1945 kom út fyrsta hefti „Emblu”, ársrits er flutti eingöngu ritverk kvenna. Valborg var ásamt tveimur konum ritstjóri þessa rits, auk þess sem hún skrifaði í það. Stórhugurinn og skörungsskapurinn leyna sér ekki þegar ritinu er flett. Víðsýnir og fordómalausir ritstjórar söfnuðu saman á einn stað efni sem hver ritstjóri mætti enn þann dag í dag vera hreykinn af. Víst má telja að margt af því efni sem birtist í „Emblu” hefði annars glatast eða aldrei komið út á prenti. Valborg var þarna í fararbroddi og sýndi fordæmi til eftirbreytni. Ritið kom út a.m.k. þrisvar, en útgáfu var hætt vegna fjárhagsörðugleika. Valborg gaf út bókin „Til þín” árið 1962, en hún samanstendur af ást- arljóðum og smásögum. Við lestur bókarinnar sést að höfundur hennar átti viðkvæma og auðsærða lund, en þá eiginleika sýndi Valborg oft- ast nær ekki í samskiptum sínum við aðra. Nærgætni og næm tilfínn- ing fyrir málinu skín úr ljóðunum og sögunum. Innstu hugsanir og langanir höfundar opinberast les- andanum. Valborg var menntaður kennari, en ævistarf hennar var að mestu á Veðurstofu íslands, en þar var hún skrifstofustjóri lengst starfsævinn- ar. Hún sagði mér samt oft frá því að ef hún hefði getað valið, þá hefði hún miklu frekar viljað kenna og fræða en að „passa peninga”. Um skeið var hún farkennari á Hest- eyri í Jökulíjörðum og hún hafði frá mörgu skemmtilegu að segja frá þeim tíma. Þegar ég kom sjálf til Hesteyrar, rúmum 50 árum.eftir að hún hafði verið þar sá ég að lýsing hennar á þessum yndislega stað voru engar ýkjtir og varð mér oft hugsað til hennar. Sjálf var hún Vestfirðingur, fædd á Bíldudal. Með Valborgu Bentsdóttur er gengin merk kona, sem átti ekki marga sína líka og fátækleg orð rúma ekki að segja frá. Minningin lifir þó og vonandi á hún sæludaga fyrir höndum í betri vist. Sigríður Hallgrímsdóttir Margrét Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 2. janúar 1917 Dáin 3. nóvember 1991 Þessar fátæklegu línur eru ritað- ar til minningar um fyrrverandi samstarfskonu okkar á Ferðaskrif- stofu ríkisins. Við þekktum lítt til fortíðar Margrétar Sigurðardóttur er leiðir okkar lágu saman á síðari hluta starfsævi hennar. Það leyndi sér ekki að Margrét var lífsreynd kona. Þegar við fórum að kynnast henni nánar skapaðist virðing og vænt- umþykja fljótt í garð Margrétar, sem lengst af stóð ein á vaktinni í „Turninum”. Turn þessi var sölut- urn á Lækjartorgi sem reyndar á sér áratuga merka sögu. Ein af merkari köflum hennar er starf- ræksla upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn sem rekin var í turninum um árabil. Margrét var í forsvari fyrir þessa þjónustu mest allan þann tíma sem hún fór þar fram. Á þessum árum var þetta eina upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á landinu og því verkefnin mörg og margvísleg. Ferðamenn úr öilum áttum leit- uðu til Margrétar allan ársins hring með flest öll sín vandamál og það var Margrét og hennar samstarfs- fólk sem leysti úr þeim. Það var því ekki óalgengt að fá jákvæð og þakklát ummæli um „konuna í Turninum”. Margrét sinnti vinnu sinni af t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA SVANBORG SIGHVATSDÓTTIR, Þórufelii 20, Reykjavík, lést 21. nóvember á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b. Auður Agnes Haraldsdóttir, Ingvi Pétursson, Þorsteinn Jón Haraldsson, Bjarney Þórarinsdóttir, Haraldur Ingvason. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, BIRGIR ÁGÚSTSSON, Rituhólum 2, andaðist í Borgarspítalanum þann 21. nóvember. Anna Einarsdóttir, Einar Örn Birgisson, Svandís I ngólfsdóttir, Ingólfur Örn Birgisson, j Guðrún Björg Birgisdóttir, Sigurður Rúnarsson. t Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem heiðruðu minningu mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS Þ. KRISTJÁNSSONAR, sem lést þriðja þessa mánaðar. Guð blessi ykkur öll. Gróa Ásmundsdóttir, Kristján Baldvinsson, Gunnlaugur Baldvinsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Baldvin Þ. Kristjánsson, Hallur Kristjánsson, Kristján Ingi Kristjánsson, Elias Kristjánsson, Ásmundur Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Gróa Gunnlaugsdóttir, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir, Sören L. Sörensen og barnabarnabörn. Inger Hallsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jóhannes Vilhjálmsson, Gunnur Helgadóttir, Birgetta Bonnde, Guðleif Stefánsdóttir, Þórhildur Kristjánsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Erling H. Halldórsson, áhuga og kostgæfni og bar ávallt hagsmuni skjólstæðinga sinna, þ.e. ferðamanna, fyrir bijósti. Starfið krafðist fórnfýsi, vinnutíminn oft ærið langur og allir dagar vikunnar jafnir, auk þess sem vinnuaðstaða var með slakasta móti og lítt skyld kröfum nútímans. En það var ekki í eðli Margrétar að kvarta, heldur að vinna samviskusamlega sitt verk. Margrét var greind kona og víðlesin auk þess að vera góð mála- manneskja. Allir þessir þættir nutu sín vel í starfi hennar að ferðamál- um. Margrét, sem var hæglát og hlédræg kona, leyndi á sér og kom oft á óvart, ekki síst þegar tími gafst til að ræða málin. Hún var glettin pg spaugsöm í frásögn og ótrúlega vel að sér um flesta hluti. Þessa hæfileika Margrétar kunni samstarfsfólk hennar vel að meta. Við þessi vegamót er okkur fýrst og fremst'þakklæti í huga og minn- umst við með söknuði góðs starfsfé- laga. Við sendum Kristínu dóttur hennar og fjölskyldu, svo og öðrum ættingjum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Samstarfsfólk á Ferða- skrifstofu ríkisins. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN MAGNÚSSON, ketil- og plötusmiður, Suðurgötu 18, Keflavík, veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudaginn 22. nóvember, kl. 14.00. Guðrún Einarsdóttir, Lúðvík G. Björnsson, Þórdís Garðarsdóttir, Einar G. Björnsson, Júlíanna M. Nilssen, María K. Björnsdóttir, Jens Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, SIGURBJARGAR S. ALBERTSDÓTTUR, Glæsibæ, Vopnafirði. Ólafur Halldórsson, Gunnar Albert Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.