Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 54

Morgunblaðið - 11.12.1991, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Sigurlið Árbæjarskóla. GRUNNSKOLAR Arbæjarskóli sigraði í „SKREKK ’91“ Hópur frá Árbæjarskóla sigr- aðií„SKREKK ’91“, hæfí- leikakeppni grunnskólanna sem nýlega var haldin að undirlagi nemendaráða skólanna og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Árbæjarskóli flutti sviðsverkið „Krossfesting“, en ^reiðholtsskóli varð annar, flutti ' söngstykkið „Útúrsýrðir". Haga- skóli hafnaði í þriðja sæti mef) verkið „Kennararapp". Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir vönduðustu uppfærsluna og bestu sviðsframkomuna og þau verð- laun féllu í hlut Hvassaleytisskóla sem flutti söngleikinn „Rokkaður hryllingur". Forkeppni að lokakeppni hefur staðið yfir undanfarnar vikur og fjöldi unglinga hefur reynt með sér í hinum ýmsu og fjölbreytileg- ustu uppákomum. Alls fór keppn- in af stað með 13 skólum, en hver hafði leyfi til að senda eitt lið til keppni. Vettvangur loka- keppninnar var Háskólabíó og var það troðfullt er keppt var til þrautar. En látum heldur mynd- irnar tala. Hvassaleytisskoli hreppti sérstök aukaverðlaun. TÍSKA Eggert sýnir pelsa úr selskinni Eggert feldskeri sýndi nýjustu línuna í pelsum á Hótel ís- landi fyrir skömmu. Tískusýningar- fólk kom fram á sviðið í flíkunum og fylgdist fjöldi manns með. At- hygli vakti, að Eggert sýndi þó nokkra pelsa sem unnir eru úr sels- skinni. Voru það bæði stuttir, milli- stuttir og síðir pelsar. Eggert sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri í fyrsta sinn sem hann sýndi selskinnspelsa hér á landi og væri sýningin „liður í að ná upp íslensku pelsasnobbi", eins og hann komst að orði. Morgunblaðið/Sverrir Iklæddar selskinni í bak og fyrir, tóku sýningarstúlkurnar á móti gestum með piparkökum og rauðvíni. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. Grundarfjörður: Guöni Hallgrímsson, Grundargötu 42. Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.