Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 END URMINNINGAR ÚR GÍSLINGUNNI Gísli H. Sigurðsson gat í byrjun ekki hugsað sér að rifja upp lífsreynslu sína í hersetunni í Kúveit en lét undan svo að út er komin bókin „Læknir á vígvelli“ „Fyrst eftir lífsreynsluna í Kúveit gat ég ekki hugsað mér að rifja hana upp. En þegar nokkur tími var liðinn, ákvað ég að taka boði útgefenda um að segja frá þessum atburðum og þá reyndist mér það ekki eins erfitt,“ segir Gísli H. Sigurðsson læknir, en hann kom hingað til lands í stutta heimsókn í tengslum við útgáfu Iðunnar á bók hans og Ölafs H. Friðrikssonar fréttamanns, „Læknir á víg- velli“.'Þar segir Gísli frá störfum sínum í hernumdu Kúveit síðari hluta árs 1990. m 'ísli segir að þegar fyrir jól ■ ~W í fyrra hafi útgefendur farið að nefna útgáfu bókar um lífsreynslu hans. „í fyrstu aftók ég það með öllu, enda var ætlunin í upphafi að skrifa ævisögu mína en til þess fannst mér ég vera allt of ungur. Bróðir minn, Helgi, taldi mig hins vegar á að setja nið- ur minningar mínar um þessa mán- uði í Kúveit. í framhaldi af því ræddum við við þá sem áhuga höfðu á að skrá þær niður. Það voru svo margar ástæður sem urðu til þess að ég valdi Ólaf, en sú sem réð einna mestu um ákvörðun mína, .var sú að mér féll einfaldlega vel við hann.“ Vinna þeirra Gísla og Ólafs hófst um mánaðarmótin febrúar-mars á þessu ári og stóð sleitulaust fram í júní. Gísli hafði skrifað niður brot af því sem gerðist á meðan hernám- inu stóð og það varð grunnurinn að skrifunum. Margt af því sem í bókinni stendur, hefur ekki komið fram áður. Gísli segir það stafa af því að hann hafi hreinlega ekki talið það markvert fyrr en honum varð ljóst hversu mikinn áhuga. aðr- ir höfðu á að heyra um atburðina. „Mér var bent á að fáir íslendingar hefðu upplifað eitthvað svipað og ég, þó að auðvitað hefði fjöldi fólks frá mörgu að segja. Svo hafði ég ekki áhuga á því að rifja þessa at- burði upp, vildi heldur gleyma þeim sem fyrst. Þegar við fórum að vinna við bókina reyndist ekki svo óþægi- leg upprifjun, enda var nokkuð liðið á samvinnu okkar Ólafs þegar við ræddum þá.“ Meðal þess sem Gísli vildi síður rifja upp, var sífellt eftirlit og yfir- heyrslur. Hann var kallaður alls ellefu sinnum til yfirheyrslna. „Þær voru langar og erfiðar, ekki síst vegna þess að ég vissi ekki hvað myndj gerast. % var ékki hræddur um líf mitt þar’ sem ég vissi að hermennirnir myndu tæplega drepa mig vegna þeirrar ólgu sem dráp þeirra á breskum manni vakti. Eg óttaðist hins vegar meira að leyni- þjónustan myndi fangelsa mig og ljúga upp á mig sakir um njósnir." Eftirlitstöðvar íraka voru um alla Kúveit-borg og þær þurftu íbúar landsins að fara um, flestir oft á dag. „Það varð sífellt erfiðara fyrir mig að komast þar í gegn þar sem ég varð á endanum síðasti starf- andi Vesturlandabúinn. Því töldu hermennirnir fullvíst að ég væri eftirlýstur, eins og Bretar og Bandaríkjamenn. Ég lenti því oft í miklum vandræðum, ekki síst vegna þess að setuliðið var að megninu til ólæst og óskrifandi og búnaður hermannanna af skornum skammti. Þeir höfðu t.d. hvorki síma né farar- tæki og væri ég stöðvaður, þurfti ég að bíða út í vegarkanti þar til yfirmaður átti leið um. Gísli sætti á stundum óblíðri meðferð hermannanna, hann var tvívegis sleginn í höfuðið með byss- uskefti og í eitt skiptið rifbeinsbrot- inn. „Það var nú að einhverju leyti mér að kenna,“ segir Gísli. „Ég var eitthvað pirraður yfir því að þeir gætu ekki lesið ökuskírteinið mitt sem var þó á arabísku.“ í september sl. fór Gísli í stutta för til Kúveit til að leita fregna af því fólki er segir frá í bókinni og sjá með eigin augum hvernig ástandið væri. Hann segir þá för hafa vakið upp margar slæmar minningar, auk þess sem margt hafi komið sér óþægilega á óvart. „Það var heldur ömurlegt ástandið. Af um 2 milljónum íbúa vom um 800.000 eftir, eða um 40%. Fáir voru á ferli og allt skítugt vegna brunanna í olíulindunum. í and- rúmsloftinu var þéttur olíuúði sem settist á allt, svo fólk var hóstandi í sífellu og suma daga var ekki hægt að taka myndir úti um miðjan dag, svo þétt og dimm var mengun- in. Fólkið sjálft var breytt og greini- legt var að það hafði orðið fyrir gífurlegu áfalli. íbúarnir sem áður voru hjálpsamir og vingjarnlegir vom nú orðnir frekir og tortryggn- ir. Þá hafa endurbæturhafa verið hægar, þegar til kom reyndist út- lagastjórnin ekki hafa undirbúið neinar aðgerðir. Það liðu t.d. fjórar vikur frá því stríðinu lauk, þar til íbúarnir fengu vatn, rafmagn og matvæli og það var greinilegt á fólki að sá tími hafði verið mjög erfiður." Hvað varðar lausn Gísla frá Kú- veit og síðar írak, telur Gísli að utanríkisráðuneytið hafi unnið þarft verk. Það eina sem hafi vantað hafi verið bréf frá utanríkisráðherra þar sem krafist væri lausnar sinn- ar. „Það hefði ekki gefið til kynna neinn samningavilja, heldur hefði það eingöngu verið yfirlýsing; krafa grundvölluð á_ Genfar-sáttmálanum þess efnis að írakar hefðu ekki rétt á að halda mér í landinu. Þetta gerðu öll lönd fyrir þá þegna sína sem ekki komust frá Kúveit og ír- ak, nema ísland. Ég tel að eitt slíkt bréf hefði nægt til að ég hefði losn- að fyrr.“ I ágúst síðastliðnum fluttist Gísli og fjölskylda hans til Bern í Sviss, þar sem honum var boðin staða en hann er svæfinga- og gjörgæslu- læknir. „Bæði var það að ég fékk ekki fasta stöðu á íslandi, og svo sá ég þarna tækifæri til að rétta við fjárhaginn sem var heldur bág- borinn. Ég geri ráð fyrir að við verðum í Sviss eitthvað áfram, en vissulega höfum við meiri áhuga en áður á því að flytja heim eftir dvölina hér síðasta ár.“ U.G. 2100 ÁRA GAMLIR SVANIR BIRTUST Á MIÐJUM GRÆNLANÐSÍS Jarðfræðingarnir trúðu ekki sínum eigin augum. í ísnum fyrir framan þá sást í hálfhulinn fuglsháls og væng, óvefengjan- lega sönnun lífs í þessari íseyði- mörk sem Grænlandsísinn er. Jarðfræðingarnir dönsku voru að kanna ísröndina á um 20 kílómetra svæði til að ákvarða aldur íssins nákvæmlega. Eng- an þeirra dreymdi um að finna nokkur merki um líf. Við grófum varlega frá vængn- um og hálsinum, það var al- veg greinilega um fugl að ræða. Annað hvort hafði honum nýlega fatast flugið, eða-hann var orðinn nokkur þúsund ára gamall," segir jarðeðlisfræðingurinn Klaus Hammer, sem starfar við Jarðeðlis- fræðistofnunina í Kaupmannahöfn. Fuglinn dularfulli var sendur á Dýrasafnið í Kaupmannahöfn til nánari athugunar. Líffræðingarnir þar hafa komist að þeirri niður- Leifar svananna eru heillegar að sjá. stöðu að hér væri um 2100 ára svan að ræða, líklega íslenskan svan sem hefur fallið niður á ísinn um svipað leyti og Sesar náði yfir- ráðum yfir Gallíu. „Fuglinn er ótrúlega vel varð- veittur,“ segir Morten Melgaard, líffræðingur við Dýrasafnið. „Flug- ljaðrirnar, kjötið og innyflin eru ósködduð, það höfum við aldrei séð fyrr á svo gömlu dýri. ísbreiðan á Grænlandi gefur einstæða mögu- leika á að varðveita líkamsleifar dýra, en þetta er þó í fyrsta sinn sem við finnum annað eins. Reynd- ar er um tvo svani að ræða, par geri ég ráð fyrir, sem hefur verið á leið til Evrópu; íslands eða Dan- merkur, til að hafa vetursetu. Á leiðinni hafa fuglarnir lent í óveðri og neyðst til að lenda á ísnum. Það varð þeirra bani,“ segir Meldgaard. Hugsanlegt er að svanirnir hafi fyrr á tímum verpt á Grænlandi. í gröfum í Godtháb-firði hafa forn- leifafræðingar fundið svanabein frá því um árið 1000. Grænlending- arnir hafa veitt svanina sér til matar og allt fram til ársins 1850 eru til frásagnir um slíkar veiðar. Inn af Godháb-firði er fjörður sem kallast Qussuk, sem þýðir svanur á grænlensku. Astæða þess að svanirnir fund- ust var hreyfing íssins. Þeir hafa færst um fleiri hundruð kílómetra frá þeim stað er þeir lentu. Þrýst- ingur frá miðju íssins þrýstir hon- um í átt að ísröndinni. I tvö þúsund ár hafa svanirnir fylgt hægum hreyfingum íssins og ýst upp að yfirborðinu stuttu áður en jarð- fræðingarnir áttu leið um. Annars hefðu þeir rotnað. Vísindamenn munu nú kanna beinmerg svananna, og með litn- ingaprófi vonast þeir til að geta komist að því hvort erfðaefni þeirra hefur breyst á þeim 2000 árum sem liðin eru. Torben Jergensen í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.