Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 dSKS^ íþróttaskór, fatnaður og allar sérvörur Vind- og regngallar Hitahlífar Bolir, töskur, boltar, golfvörur, skíðafatnaður Sportbúð Kópavogs -/? ; LÆSILEIKIA ÝÁRSKVÖLDI N ýársfagnaðurinn í Súlnasal Hótel Sögu mun bera af. Skartklæddir veislugestir njóta þar alls þess besta í mat, drykk og skemmtun. DAGSKRÁ Gestir ganga í hús við undirspil "Léttsveitarinnar" Bergþór Pálsson óperusöngvari fer á kostum í klassískum óperettu- og dægurlögum. Hinir óviðjafnanlegu Gvsbræður spauga. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Gestasöngvarar: Stórstjörnurnar Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Orvarsson. VIÐHAFNARMEISTARI: Geir H. Haarde alþingismaður. Fordrykkur: Veuve Cliquot Ponsardin Matseðill: Kalkúna-og rjúpureitir Freyðandi kampavínssúpa. Laxahrogn d kartöjlukökum. Nautaturn í brauðhúsi, framreiddur meðfrönskum jarðsveppum íMadeira. Nýdrsslaufur með vetrarberjum. Kaffi og konfektkökur Anno 92. Borðvttt: Sancerre Chateau de Cayrou Glæsilegt! Máðar óskast sóttir fyrir 20. desember. ; ■lofargóðu! trd •s^ iiiHmntP' -MLJL Athugasemd frá Fjölva „Fjölvaútgáfan hefur þann sið að senda bækur sínar til umsagnar hjá Ríkisútvarpinu. Það hefur lítið aug- lýsingagildi enda eru bókmennta- þættir útvarpsins orðnir einhæfír og leiðinlegir. Hjá okkur er þetta aðal- lega ti-yggð við „gömlu gufuna“ og kannski upplyfting fyrir höfundana að fá að koma fram. 6. desember sl. fór fulltrúi okkar með bækur á útvarpið, þegar Friðrik Rafnsson bókmenntaráðunautur sýndi ámælisverða framkomu. Fjölvi hefur kært framkomu hans fyrir út- varpsráði fyrst í stað og ætluðum við að bíða með nánari útlistun á opinberum vettvangi meðan ráðið fjallaði um kæruna. En vegna skrifa Friðriks í Morgun- blaðið í gær skal aðeins þetta tekið fram: 1) Friðrik sagði við umrætt tæki- færi, að ekki yrði fjallað um neinar bækur Fjölva fyrir jól. 2) Hann sagði að hann hefði ekki einu sinni flett þeim Fjölvabókum sem búnar voru að liggja hjá honum í hálfan mánuð. 3) Hann fór ómaklegum fyrirlitn- ingarorðum um tvo höfunda, Þorvarð Helgason (Flýtur brúða í flæðarmáli) og Auði Ingvars (Hvenær kemur nýr dagur). 4) Hann var margítrekað með hótanir um að Fjöldi skyldi ekki hafa betra af, ef hann væri „að brúka sig“. 5) Hann þeytti fjórum ljóðabókum Fjölva (eftir Sverri Stormsker, Jónas Friðgeir, Pjetur Hafstein Lárusson og Þóru Jónsdóttur) í loftinu yfir í næsta bás og mátti skilja af lát- bragði að það ætti heldur ekki að lesa þær. Nú á eftir bætir hann gráu ofan á svart og hefur í frammi þó nokkr- ar lygar, sem er alvarlegt brot hjá opinberum starfsmanni: 1) Nú segir hann að ætlunin hafi verið að taka Fjölvabækur til með- ferðar fyrir jól. (Ósannindi.) 2) Hann segist hafa „lagt ljóðabækurnar í hendur öðrum manni“. Sem eru hrein ósannindi. 3) Hann segist hafa haft svo mik- ið að gera, að hann hefði ekki haft tíma til að fletta Fjölvabókunum. Hann þurfi nefnilega að fara í gegn- um 500 bækur. Hrein ósannindi. Það tilheyrir hans starfi að fara í gegnum um 20 skáldsögur og nokkrar þýddar bækur. Hið rétta er, að hann hefur ekkert mikið að gera, en virðist frem- ur verkasmár. Loks snýr hann öllu í yfirlæti upp í það, að Fjölvi sé eitthvað j,tauga- veiklaður". Tóm vitleysa. I þessu máli hefur Fjölvi aðeins áhuga á því að opinber starfsmaður komi ekki fram með valdníðslu og dónaskap. Að öðru leyti hefur umsögn og upp- lestur í útvarpi svo litla þýðingu, að það kemur ekki nokurri einustu taug til að titra. Fjölvaútgáftin, Þorsteinn Thorarensen.“ AFRAM VEGINN... Sagá bifireiðaviðgerða og Félags bifvélavirkja á siðari hluta aldarinnar. Eftir Ásgeir Sigurgestsson. At. ifram veginn er síðara bindi ritverks um bifreiðaviðgerðir hérlendis. í fyrra bindinu, Brotin drifog bílamenn, greinir frá upphafi og framvindu bifvélavirkjunar fram að síðari heimssfyrjöld. I síðara bindinu segir frá hvemig haldið var Afram veginn til nútíma. Rakin er þróun verkfæra og vinnubragða og gerð grein fyrir menntunar- málum og kjarabaráttu. Fjölmargir brautryðjendur í iðngreininni segja frá ýmsu sem hvergi hefur áður komið fram á prenti. Úr verður ffóðlegt og nýstárlegt sagnfræðirit á lipru máli, kryddað kímnisögum. Á annað hundrað mynda, flestar frá fyrri árum og áður óbirtar, auka gildi frásagnarinnar. Bækurnar Brotin drif og bílamenn ogAfram veginn fást bæði stakar og í veglegri gjafaöskju. Þá hefur verið gert áhugavert myndband tengt efni bókanna. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG - SllIUMÚLI 21 • PÓSTHÓLK 8935 • 128 ItEYKJAVÍK • SlMI 91-679060 1816 Yn 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.