Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 15 Arsfundur Ríkisspítalanna: Kerfi fastra fjárlaga dregur úr viðleitni til hagræðingar -sagði Davíð A. Gunnarsson forstjóri 1 ræðu sinni ENDURHÆFINGARDEILD og ný rannsóknarstofa í blóðmeina- og meinefnafræði á Landspítalanum voru formlega teknar í notkun á þriðja ársfundi Ríkisspítalanna sem haldinn var á föstudag. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, tilkynnti á árs- fundinum að heilbrigðisráðherra hefði ákveðið að veita sérstöku, ótilgreindu, framlagi til deildanna í upphafi starfsemi þeirra. Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði í ræðu sinni að starfs- fólk Ríkisspitalanna hefði eftir mætti reynt að mæta kröfum um hagræðingu og aðhald. „I hagræðiugunni felst ákveðin mótsögn. Þegar tekst að auka afköst, fjölga sjúklingum, aðgerðum eða rann- sóknum með sama mannafla og í sama húsnæði, verður starfsemin dýrari. Kerfi fastra fjárlaga, sem á sínum tíma var mikið framfara- spor í fjármálastjórnun sjúkrahúsa, tekur ekki á þessum vanda og það mun draga úr allri viðleitni til hagræðingar, nema menn beri gæfu til að endurbæta og aðlaga kerfið," sagði hann. Morgunblaðið/KGA Davíð Á. Gunnarsson forstjóri flytur ræðu á þriðja ársfundi Ríkisspít- alanna. Davíð sagði það ekki ganga til lengdar, að aukin afköst og gæði sem fáist með útsjónarsemi og dugnaði starfsmanna, verði til- efni til ámælis, af því útgjöld færu út fyrir fyrirfram ' gefna ramma. Sagði hann einnig að þrátt fyrir allt væru litlir peningar bundnir í heilbrigðisþjónustunni. „Fasteigna- mat allra fasteigna Ríkisspítala er lægra en kaupverð einnar nýrrar 757 Boeingþotu Flugleiða. Verð- mæti allra lækningatækja í þessum byggingum eru minni en helmingur af kaupverði einnar slíkrar þotu. Hin raunverulega fjáifesting í heil- brigðisþjónustu er í starfsfólkinu, sem er kjarninn í rekstri Ríkisspítal- anna. Starfsfólkið er heilbrigðis- þjónustunni það sem þotan er flug- félaginu, álbræðslan álfélaginu eða skipið skipafélaginu. Vegna þessa er hlutfall launakostnaðar hátt hjá Ríkisspítölunum og öðrum heil- brigðisstofnunum," sagði Davíð. Sagði hann að með öllum tiltækum ráðum yrði að tryggja heilbrigðis- þjónustunni nægilegt vinnuafl. Þörf á stórátaki Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítalanna, sagði að fundurinn væri haldinn í miklu ölduróti umræðu um kostnað heilbrigðisþjónustunnar og breyt- ingar á skipulagsmálum hennar í heild. Fjallaði hann í ræðu sinni um þau verkefni sem framkvæmd hefðu verið til bóta fyrir starfsemi Ríkisspítalanna á undanförnum fjórum árum. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður læknaráðs Landspítalans, fjallaði um stöðu rannsóknarlækninga í sinni ræðu og benti m.a. á að stórátaks væri þörf til að afla rannsóknatækja til spítalans. Sagði hann að þrefalda þyrfti fjárveitingar til kaupa á rann- sóknartækjum svo viðunandi væri. Nú tæki 20-25 ár að endurnýja tækjabúnaðinn miðað við fjárveit- ingar undanfarið. Sagði hann að nú væri rætt um að flytja fleiri þætti rannsókna frá spítalanum. „Þetta er mjög slæm þróun sem verður að snúa við. Spítalinn, þjón- ustan við sjúklinga mun líða þegar til lengri tíma er litið, ef rannsókna- starfsemin færist frá spítalanum," sagði hann. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri ávarpaði ársfundinn fyrir hönd heil- brigðisráðherra, sem var forfallaður vegna anna á Alþingi. Fjallaði hann m.a. um þær breytingar sem fyrir- hugaðar eru í fjárlagaframvarpi um aukna greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni. Frá og með 15. janúar á næsta ári ættu sjúkl- ingar að greiða til reksturs heilsu- gæslustöðva og á sjúkrahúsum væri gert ráð fyrir auknum greiðsl- um við komu á göngudeildir og rannsóknarstofur. „Það er líka ætlunin að skoða nákvæmlega að hve miklu leyti hægt er að færa aðgerðir út fyrir spítalana. Athugun sem gerð hefur verið sýnir að það er mismunandi eftir sjúkrahúsum hér í Reykjavík hvaða aðgerðir eru gerðar utan spítalanna. Þetta er hægt að sam- ræma,“ sagði Páll. Hann sagði einn- ig að við þá breytingu að færa sjúkrahús á föst fjárlög hefði rekst- ur stofnananna breyst verulega og markmiðið að sjúkrahúsin væru innan fjárlagamarka-hvers árs hefði náðst að mestu. Þó hefði komið fram eins og sumir óttuðust að deildum yrði lokað vegna fjárskorts og skorts á starfsfólki. Vandi ríkisspítalanna I áreskýrslu Ríkisspítalanna fyrir árið 1990 sem lögð var fram á árs- fundinum kemur fram að vegna skorts á fjárveitingum þurfti að grípa til mikilla lokana á deildum. Þrátt fyrir það jókst starfsemin vegna þrýstings sem skapaðist vegna lokana á öðrum sjúkrahús- um. „Nauðsynlegt reyndist að lengja daglegan vinnutíma á skurð- stofum, m.a. til þess að unnt væri að fjölga hjartaaðgerðutn og bækl- unaraðgerðum. Þetta varð til þess m.a. að hjartaaðgerðum fjölgaði úr 97 árið 1989 í 135 og 200 fleiri bæklunarejúklingar fengu meðferð. Þessi auknu afköst urðu hins vegar til þess að auka kostnað á Ríkisspít- ölunum, bæði launakostnað og kostnað vegna kaupa á rekstrarvör- um. Þegar upp var staðið fóru Rík- isspítalar um 124 millj. króna eða 2% fram úr fjárveitingum á árinu, en á sama tíma jókst starfsemi spítalans langt umfram allar áætl- anir og hefur það án efa sparað margfalt þessa upphæð fyrir þjóðfé- lagið í heild. Vandi Ríkisspítala er sá að þessi aukna hagræðing og umsetning í heilbrigðisþjónustunni leiðir ekki til sparnaðar fyrir spítal- ann heldur til aukins kostnaðar," segir í ársskýrslu stjórnar og for- stjóra Ríkisspítalanna. Á ársfundinum voru tíu starfs- menn Ríkisspítalanna heiðraðir sér- staklega fyrir áralöng störf sín á hinum ýmsu sviðum sjúkrahúsþjón- ustunnar. Sunnudagur 15. desember. í dag kl. 11 kemur Þvöru- sleikir í heimsókn á Þjóðminja- safnið ásamt barnakór Árbæjar- skóla. Á morgun mánudaginn 16. desember kemur Pottasleikir „Lífslistin í postulíni frá Ros- enthal. Fagurborð- búnaðuráyðareigið boró. • ' r) sáK v Nýborg c§) Ármúla 23, s. 813636 J D £j J J-\ s1 j\ J D s í iJ _F í kÁ á Á k k Á a xá Á x k x Á x á Á k x a á á Á-vrvr Ar Ár Áráá k k á k k k x k x á k x k k'k k k llmker frá Glit Vasar - jólabjöllur - könnur o.fl. Handunnir skartgripir- postulínsnælur o.m.fl. ^ 1 f 't Kertastjakar og skartgripir úr íslenskum steinum frá Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði Steinvörur frá Álfasteini. Klukkur - pennastatíf - fígúrur • skartgripir o.fl. Veggspjöld í úrvali t.d. ísl. hestalitir - fiskar - flórur fuglar - sveppir - hvalir - stjörnukort. o.fl. Kertastikur frá Smfðagalleríi Opið Úrval af íslenskum ullarvörum - keramik - T-bolir - kerti o.fl. «augardag w. io-is sunnuaag kL 12** 18 J rf Á H 1 J1 1 A) HAFNARSTR/ETI 3 v/NAUSTIN, S í M ! 91-22680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.