Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 33 Sæmundur Haraldsson bú- inn að velja hluta af jóla- gjöfunum. Þuríður Reynisdóttir og Rebekka Þórisdóttir. Bókin Sara efst á vinsæld- alistanum. Óttar Proppé. Fylgir starfinu að lesa á ensku. og blár, en Rebekka nýtir sér skóla- bókasafnið. Þær stöllur voru sam- mála um að þær læsu aðallega bæk- ur ætlaðar börnum og unglingum en létu fullorðinsbækurnar vera. Grípur kilju með sér Það var rólegra um að litast í er- lendu deildinni í bókabúð Máls og menningar en þeirri innlendu og það var ekki sama spennan í loftinu þetta föstudagssíðdegi þegar blaðmaður var á rölti í bókabúðum. Óttar Proppé, afgreiðslumaður, sagði að jólaösin byrjaði yfír- leitt mun seinna í erlendu deildinni en þeirri innlendu. Hann sagði þó að það væri nokkuð um að fólk keypti þar bækur til jólagjafa, eink- um væri góð sala í gjafabók- um svo sem listaverkabók- um. „Svo er líka talsvert um það að fólk grípi með sér eina, tvær erlendar bækur um leið og það kaupir gjafir, svona til að tryggja það að það fái þá einhveija bók í jólagjöf." Hann segir dálítið um það að bækur sem komi út í íslenskri þýðingu seljist samhliða á frummálinu, „annars er verðið orðið jafn- ara eftir að virðisaukaskatt- urinn var felldur niður af íslenskum bókum.“ Að sögn Óttars selst mest af enskum og amerískum skáldsögum en þýðingar á ítölskum skáldverkum yfir á ensku hefðu verið í mikilli uppsveifiu þetta árið. Einnig væri talsvert um að fólk með sérhæfðan bókasmekk kæmi til hans í bókaleit og væri þá yfirleitt um fagbækur að ræða. Bækur óþekktra erlendra höfunda seljast yfirleitt lítið nema þá að þeir fái einhver verðlaun eða eitthvað annað erlendis verði til þess að vekja á þeim athygli. En hvað les Óttar sjálfur? „Tja, ég les eiginlega bara á ensku núorð- ið, það fylgir starfinu en maður kík- ir eitthvað á jólabókamarkaðinn hérna á neðri hæðinni. Af íslenskum höfundum er Steinar Sigutjóns sennilega í mestu uppáhaldi." Mýraljós menningarvita Er hægt, með réttu, að kalla þá menn menningarvita sem brosandi halda ljóðagyðjunni heijar- tökum, meðan hvert skáldfíflið af öðru nauðgar henni í beinni sjón- varpsútsendingu? Er menningar- hálfvitar ekki sannari titill? Þessi ógnþrungni atburður átti sér enn einu sinni stað í sjónvarpinu að kvöldi 3. des sl., þegar Arthúr Björgvin Bollason og Sveinn Ein- arsson leiddu fram fyrir alþjóð tvö ljóðskáldadæmi, af mýmörgum álíka, þau Vigdísi Grímsdóttur og Sjón og leyfðu þéim að hafa þar yfir ruglingslegan og útvatnaðan samsetning sinn í nafni ljóðlistar. Til aðstoðar höfðu þeir tvo stjarfa klisjugagnrýnendur og í sameiningu tókst þessum fjórum að hefja vit- leysisþrugl tvímenninganna upp á svið Ljóðaljóðanna og Jónasar Hall- grímssonar. Maður hlýtur af þessu tilefni að spyrja sjálfan sig og aðra hvort andlegri heilbrigði listastjórn- enda sé ekki meira en lítið ábóta- vant og hvort dómgreindina vanti ekki alveg inn í myndina og hvort listasmekkurinn sé ekki þegar orðin alfjölfatlaður! Ekki er hægt að álasa ungu fólki þó það reyni að þrugla eitthvað sér til hugarhægðar, en þeir sem telja sig þess umkomna að leiða listasmekk landsmanna, og hampa þruglinu og ýta undir að það verði viðurkennt sem háfleyg list, vinna að niðurbroti menningar og stuðla að andlegri úrkynjun upp- rennandi kynslóða. Á slíkum menn- ingaivitum færi best á að slökkva. Blessuð börnin voru alsæl með athyglina og virtust vera að reyna að velja litrík „ljóð“ til flutnings því í þeim var litastagl fyrirferðarmikið þó ekki kæmi að gagni svo þau komu bara út sem litleysa - og vitleysa. Ég sé ekki fram á annað en að mynda verði sterk samtök gegn þeirri niðurrifsstarfsemi sem lista- umfjöllun öll er orðin að, ef takast á að bjarga menningunni úr heljar- klóm hinna fróðu og skáldskapnum - og sérílagi ljóðinu frá því að breytast í óskapnað úr óumbreytan- legum, eldföstum leir. Ólafur Gíslason, Neðrabæ Ekki verið að plata afa o g ömmur Föstudaginn 6. des. er leið var bókin „Gegnum bernskumúr- inn“ til umræðu í, „þjóðarsálinni" á rás 2. M.a. var því mótmælt að höfundur bókarinnar, Eðvarð Ing- ólfsson, væri að „skrifa sömu bók- ina aftur og aftur og plata ömmur og afa til að gefa sama barninu sömu bókina mörgum sinnum“. Þar sem ég hef unnið að kynn- ingum á bókinni þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram: Umrædd bók, „Gegnum bernskumúrinn“, kom fyrst á markað fyrir 11 árum. Hún seldist strax upp. Fram til þessa hefur líftími ungl- ingabóka sjaldan náð yfir lengra tímabil en ein jól. Vegna langvar- andi vinsælda Eðvarðs Ingólfsson- ar hefur hinsvegar margsinnis ver- ið óskað eftir að fyrsta bók hans, sem er bókin „Gegnum bernskum- úrinn“, yrði endurútgefin. Við þeim óskum var nú orðið. Á bókarkápu er skýrt tekið fram að um endurútgáfu sé að ræða. Þar segir: „Eðvarð Ingólfsson var aðeins 19 ára þegar hann skrifaði þessa sögu. Hún kom út 1980 og vakti mikla athygli. Þar sem bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár hef- ur nú verið ráðist í endurútgáfu hennar.“ Hliðstæður texti hefur fylgt öðr- um kynningum á bókinni, s.s. í Bókatíðindum (sem hafa verið bor- in í hvert hús) og í fréttatilkynning- um til dagblaða og ljósvakamiðla. Það er því af og frá að verið sé að plata afa og ömmur til að gefa sama barninu sömu bókina aftur og aftur. 13-16 ára unglingur sem fékk bókina í jólagjöf 1980 er kom- inn hátt á þrítugsaldur í dag. Gefa ömmur og afar 26 ára manneskju unglingabækur? Jens Kr. Guðmundsson * Anægjuleg kvöldstund Okkur langar til að koma á fram- færi því sem vel er gert svona til tilbreytingar. Við vinnufélagarn- ir fórum á Taj Mahal eitt kvöldið og fengum okkur kvöldverð. Allur viðurgerningur, matur og þjónusta, voru til fyrirmyndar. Umhverfíð er framandi og fær gesti til að fínnast þeir vera komnir til útlanda. Vert- inn, Anna Peggý, tók á móti okk- ur. Hún var glæsileg, klædd að ind- verskum hætti. Við fengum Tandoori-kjúkling í forrétt. í aðalrétt voru lambakjöts- og nautakjötsréttir. Allt var þetta óvenjulegt og spennandi. Með þessu fengum við mexíkanskt vín sem Anna Peggý valdi fyrir okkur og var það mjög ljúffengt. Ekki er hægt að enda þessa lýsingu án þess að minnast á hið mjög svo sérstaka brauð sem bakað er í tandoori-ofninum. Þeir sem eru veikir á svellinu ættu ekki að borða það í fyrsta sinn, því að það getur auðveldlega orðið vanabindandi og valdið fíkn. Það eina sem mætti gera athuga- semd við er hin skerandi en um leið seiðandi indverska tónlist. Hún tekur mjög vel á móti gestum og skapar rétta stemmningu í byijun, en það ætti að skoða það hvort ekki er rétt að breyta til á miðju kvöldi og leika í staðinn létta sígilda tónlist. Sú indverska er í stríðasta lagi fyrir óvön eyru okkar hér á norðurhjaranum. I það minnsta ef hún kemur í of stórum skömmtum. Við þökkum Önnu Peggý kærlega fyrir og um leið og við óskum henni alls góðs hvetjum við alla til að kíkja á Taj Mahal og upplifa gæðin af eigin raun. Takk fyrir kvöldið, Peggý. Starfsfélagar, Laufási. BERAR liOFVlR fBEA/? Nei, nýja vélin okkar ræður við þessa líka! Bón- og bílaþvottastödin, Bíldshöfða 8, sími 681944. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 8-19. Tegund: Maxim Verð kr. 10.900,- STEINAR WAAGE Jólagjöfm hans frá Póstsendum samdægurs. 5% stabgreibsluafsláttur. Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu.3, Kringlunni 8-12, sími. 18519 sími 689212 Hjá Magna «mi230ÍÍ5 □ ENSKU- KENNARINN er leiktölva, sem segir orðin á ensku og þú átt síðan að stafa þau og hún leiðréttir, ef þú gerir villur. Viðbót- arkubbar fáanlegir. Verð: 5.950.- kr. □ LITLI PRÓFESSORINN Kennir þér reikning, samlagningu, frádrátt, margföldun og deil- ingu. Hann leggur fyrir þig dæmi og gefur einkunn. 4 styrkleikar. Nú tvær tegundir! Verð: 2.750.- kr. og 2.900.- kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.