Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1991 UMHVERFISMAL... muna,- okkur aftur á bak ellegar nokkuö á leibf Landgræðslufréttir í TILEFNI jólanna, sem eru á næsta leiti, er vel við hæfi að tíunda hér það nierka og jákvæða starf seni fer fram á vegum Land- fræðslu ríkisins og frá er sagt í nýlegum bæklingi frá stofnuninni. ávarpsorðum segir landgra'ðslustjóri, Sveinn Runóifsson, m.a.: „Við íslendingar erum ekki einir um að telja vandamál vegna gróðu- reyðingar þann umhverfisvanda sem brýnast er að leysa. Æ hávær- ari raddir heyrast um allan heim um nauðsyn þess að vernda betur þær auðlindir sem felast í gróðri og jarðvegi. Að öðrum kosti verði framtíð mannsins ekki tryggð ... Víða um land er gróður í litlu sam- ræmi við gróðurskilyrði. Hnignun landkosta, hvort sem hún á sér rætur í nútíð eða fortíð snertir daglegt líf okkar... Stórfelld verk- efni bíða okkar við að endurheimta landgæði í samræmi við gróður- skilyrði og þjóðfélagslegar þarfir ..." Hér er gripið niður í bækling- inn á víð og dreif svo nokkur hugmynd fáist um starf Landgræðslunn- ar og samstarf við áhugafólk. En fleiri hafa tekið þátt í landgræðslu- starfi í sumar en nokkru sinni fyrr. Verkefnin voru margvísleg en Landgræðslan lét í té efnivið til um 300 aðila og hópa. Einkum var um að ræða grasfræ og áburð, melfræ, lúpinufræ og birkiplöntur. Ráðinn var sér- stakur starfs- maður til að ann- ast fræðslustörf vegna gróður- verndar og end- urheimtar land- gæða. Þá tók eftir Huldu Voltýsdóttur Landgræðslan og þátt í starfinu vegna „Átaks um landgræðslu- skóga“ en að því samstarfsverkefni var unnið ötullega í sumar. í ár var meiri uppskera af landgræðslu- fræi en nokkru sinni. Fræþroski var tveimur til þremur vikum fyrr en í meðalári og fræsöfnun gekk óvenju vel. T.d. söfnuðust um 20 tonn af melfræi samanborið við 6 tonn í fyrra. Þetta mikla fræmagn kemur sér vel í fyrirhugaðar fræ- sáningar á Hólsfjöllum, Mýrdals- sandi, Haukadalsheiði og á Ós- eyrartanga við Ölfusá. Uppskeran af lúpínufræi var um 3 tonn, sem er tvöfalt magn fyrra árs ... Dimmuborgum stafar hætta af traðki ferðamanna og af sandi sem berst sunnan af öræfum. Ýmsar úrbætur voru gerðar þar i sumar en sýnilegt er að takmarka þarf aðgang að Dimmuborgum fáist ekki fjármagn til að bæta aðstöð- una enn frekar. Sandurinn sem enn berst er eins og tímasprengja og því verður kappkostað að stöðva hann áður en hann berst of ná- lægt. Jarðvegseyðing er óvíða jafn' mikil og í Skútustaðahreppi og aðliggjandi sveitum. Unnið er að stöðvun eyðingarinnar með aukinni stjórn á beit og uppgræðslufram- kvæmdum ... Stærsti áfanginn sem náðist í gróðurvernd á árinu 1991 var friðun Hólsfjalla en einn merk- asti áfanginn sem nú hyllir undir í gróðurverndarmálum er friðun meginhluta Reykjanesskaga fyrir búljárbeit. Fækkun sauðfjár nú í haust vegna samninga bænda við landbúnaðarráðuneytið verður hlutfallslega hvergi eins mikil á landinu og í landnámi Ingólfs og langmest í Gullbringusýslu. Fé á Reykjanesskaga er nú orðið það fátt að grundvöllur er loks orðinn fyrir að láta það einungis ganga í afgirtum beitarhólfum. Þá verður stórt svæði fjárlaust með öllu. Mik- ilvægt er að sjálfboðaliðar og aðrir sem láta sér annt um gróðurríkið fái þá strax tækifæri til að hefjast handa við að græða þau sár sem einkenna Reykjanes- skagann. Talið er að fjöldi hrossa á landinu sé kominn í um 76.000 og munu þau bíta meira fóður í haga en allur sauðfjárstofninn. Landgræðslan vinnur að því í sam- vinnu við Landssamband hesta- manna og Búnaðarfélagið að hvetja hestamenn til að skipuleggja beit- ina til að fyrirbyggja ofbeit. Ekki megi draga úr vinsældum þeirrar hollu íþróttar sem hestamennska er með landníðslu. Góð reynsla er komin á notkun rafgirðinga til að stjórna beit en þær eru ódýrar og einfaldar í uppsetningu. Ungmennafélögin hafa iátið sér annt um landið og verið ötulust félaga að sýna það J verki. Gott samstarf tókst með þeim og Land- græðslunni við verkefnið sem nefndist „fósturbarn11 og var al- hliða umhverfisverkefni. Bændur landsins taka ört vaxandi þátt í landgræðslustarfinu t.d. með því að bera húsdýraáburð, heymoð og annan lífrænan áburð á rofið eða örfoka land. Skemmd hey eru og notuð til uppgræðslu í stað þess að brenna þau. Nýtt samvinnuverk- efni Landgræðslunnar nefnist „Samstarf við bændur um upp- græðslu í heimahögum“ og er bundið við þau svæði þar sem gróð- ur er hvað viðkvæmastur. Árangur af því starfi hefur verið mjög góður. Lýkur hér að segja góðar fréttir af Landgræðslunni. Gleðileg jól. ÚTSÖLUSTAÐIR: VERSLUNIN ÓÐINN, AKRANESI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI SKÍÐAÞJÓNUSTAN, AKUREYRI SPORTVÍK, DALVÍK BÓKAV. ÞÓRARINS STEF., HÚSAVÍK SKÓGAR, EGILSSTÖÐUM LYKILL, REYÐARFTRÐI STÁLBÚÐIN, SEYÐISFIRÐI VERSLUNIN VÍK, NESKAUPSTAÐ SKA'RAR FRAMkfR SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 OPIÐ MÁN. - FÖS. 9-18 OPIÐ LAU. 10-16 csP" xicí’ mS> ^ Raðgreiöslur Póstsendum samdægurs SáLARFRÆÐI ... guð á margan gimstein þann . . . Tamið rittidýr eftir Sigurjón Björnsson FYRIR nokkru opnaði ég fyrir útvarpið og greip niður í um- ræðuþátt um ofbeldi og ofbeidis- kvikmyndir og annað þvi um líkt. Þátttakendur veltu fyrir sér hugsanlegum skýringum á or- sökum ofbeldishneigðar og of- beldisnautnar. Voru ýmis sjón- armið á lofti. Ólíklegit er að nokkur viti hinar endalegu or- sakir enda verður víst fátt sann- að í þeim efnum. Eins og öðrum hefur mér auð- vitað oft orðið hugsað til þessara mála. Ógjörningur er að virða fyrir sér mannlífið án þess að manni detti sitt af hvetju í hug. Það er t.a.m. ekki lítið nmhugsun- arefni að sjá hversu gífurlegur munur er á því besta og versta í mannlífinu. Ef litið er fyrst á lakari hliðina verðum við vitni að alveg ótrúlegri grimmd og villi- mennsku, frumstæðum óþverra- skap, kvalalosta og morðfýsn. Eng- in önnur skepna jarðarinnar kemst í hálfkvisti við manninn hvað þetta varðar. Líklega myndi maður taka þessu með nokkru jafnaðargeði ef hægt væri að álíta að tiltölulega litlum hluta mannkyns væri svona farið. Þeir væru öðru vísi að upp- haflegri gerð en aðrir, líkt og þeir eru tiltölulega fáir sem eru sérstak- lega smávaxnir eða afar stórvaxn- ir. En slík skoðun stenst ekki. Við sjáum stór þjóðarbrot og hópa manna umbreytast í þessi villidýr á undra skömum tíma við vissar aðstæður, fólk sem virtist áður vera sæmiléga þroskað og verður það raunar aftur, þegar æðið er af þvf runnið. Og ef við lítum nær okkur á samskipti einstaklinga sjáum við oft og einatt hversu skammt getur verið í heift og hat- ur, jafnvel illmennsku hjá fólki sem maður hélt annars að væri sæmi- lega þroskað og með óbrjálaða dómgreind og er það líklega sam- kvæmt almennum mælikvarða. Á hinn bóginn má svo virða fyr- ir sér þá sem mest göfugmenni eru. Sögur eru um menn sem hafa verið næstum guðum líkir að mann- gæsku, fórnarlund og fögrum hug- Ceausescu og Móðir Teresa — Maðurinn er í eðli sínu grimmt og hættulegt villidýr, en jafnframt býr hann yfir hreint ótrúlegum hæfileikum til þroska ef tamningu hans og uppeldi er beint í rétta farvegi. sjónum. Eins og Bólu-Hjálmar sagði: „Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu." Hvílíkur reginmunur er ekki á þess- um eðalsteinum og hinum sem ógöfgastir eru! Ætla mætti að um tvær óskyldar manntegundir sé að ræða. En svo rennur það upp fyrir manni að hin háþroskuðu göfug- menni hafi ekki verið svo alla tíð. Það er einmitt algengt að fram eftir ævi hafi þeir verið á marga lund ófullkomnir og jafnvel átt róstusaman feril. Það er því kannski styttra á milli endapunkt- anna en maður gæti í fljótu bragði haldið. Niðurstaða mín af þessum vangaveltum verður því helst sú acLmaðurinn sé í eðli sínu grimmt og hættulegt villidýr, en jafnframt býr hann yfir hreint ótrúlegum hæfileikum til þroska ef tamningu hans og uppeldi er beint í rétta farvegi. Þessi tamning tekst auð- vitað misjafnlega vel einsog hjá öðrum dýrum. Stundum er hún stórlega misheppnuð eða jafnvel engin eða hvað sem verra er: rækt- ar eða skipuleggur villimennskuna. í öðrum tilvikum er hún mjög góð. Hafa verður einnig í huga að þegar fram í sækir á maðurinn einn dýra þess kost að taka tamningu sína og uppeldi í sínar eigin hendur. Annað er líka að íhuga: þessu mótunarferli er aldrei lokið. Oft má lítið út af bera til þess að sæki í gamla farið. Lokaniðurstaðan af öllu þessu hlýtur að verða sú að ofbeldiskvikmyndir og hvers konar ofbeldis- og villimennskufyrir- myndir gangi þvert á þroskavið- leitni mannsins og séu því svo sann- arlega af hinu illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.