Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 Ávail t viðbiíin æskunni. „Pabbi gerði þetta bara til þess að við gætum haft nóg af mjólk, kjöti og þess háttar. Pabbi var eng- inn bóndi í eðli sínu en mamma kunni búskapnum ágætlega. Hins vegar var hún alltaf ófrísk á þessum tíma, eignaðist 7 börn á 9 árum. Ég var elst og þurfti því mikið að passa yngri systkini mín. Þótt við hefðum það ekki verra en aðrir var lífsbaráttan erfíð á þessum árum. Það kom sér vel að mamma kunni margt fyrir sér. Þá var ekki alltaf hægt að fara í búðirnar til að kaupa. Ég man þó eftir að pabbi fór út á ísafjörð og keypti danska skó á okk- ur öll áður en tekin var af fjölskyld- unni mynd. Áður hafði mamma fengið konu í lið með sér og saumað á okkur mjög fín föt. Svo leigði pabbi skemmtiferðabát af manni á ísafirði til að koma okkur á áfangastað í myndatökuna. Ég var forvitið barn og hlustaði með galopnum eyrum á það sem fólkið talaði í kringum mig. Grammófónninn yfirgekk skilning minn. Kaupamaður sem pabbi fékk eitt árið kom með grammófóninn og spilaði á hann. Fyrsta platan sem ég heyrði var með Pétri Jónssyni þar sem hann söng Um undrageim. Á eftir var ég steini lostin því ég sá engan mann syngja. Fyrst gáði ég niður í trektina, þar var enginn, ég leitaði alls staðar, meira að segja undir rúminu, eins og venja okkar krakkanna var, en þar var heldur engan mann að sjá. Ég skildi ekki hvernig þetta gat verið, en vandist þessu og lærði lögin. Ég hef alltaf verið fljót að læra lög, þau syngja tví-og þríraddað inni í höfðinu á mér. Þegar ég var átta ára var ég send inn að Uppsölum til Rögnvaldar afa Hrefna Tynes fyrrum skáta- höfðingi og for- maður Kvenfé- lags Nessóknar segir frá míns til þess að læra að lesa. Ég fékk að fylgjast þar með kennslu barna á öllum aldri og lærði auk lestursins að skrifa og reikna. Einn- ig lærði ég náttúrufræði og kristni- fræði og fékk að fara í skólann níu ára gömul, einum vetri fyrr en venja var. Ég var svo lítil að ég varð að sitja á töskunni minni. Nokkru eftir að við fluttum úr sveitinni hélt einn frændi minn, Ari Bogason, konsert. Hann hafði fal- lega rödd og fékk undirleikara, meira þurfti ekki í þá daga til að halda konsert. Svo var ball á eftir þar sem pabbi spilaði á harmonikku. Mamma kunni hins vegar að spila á orgel. Ég man hvað ég var montin að Ari frændi minn skyldi dansa við mig á ballinu, því ég var ekki nema níu ára. Þegar ég var tíu ára fluttum við til Súgandafjarðar. Þegar ég kom þangað fór ég undir eins út með alla systkinahrúguna, við vorum allt- af vön að leiðast og náðum þá yfir alla götuna. Þá kom til mín stúlka sem reyndist vera dóttir skólastjór- ans og sagði: „Viltu vera með mér,“ ég sagði já og við Sigríður Hjartar urðum vinkonur meðan hún lifði. Á Suðureyri hófst félagsmálastarf mitt Ljjósm: Morgunblaðið/Þorkell með því að ég gekk í barnastúku og varð fljótlega einn af embættis- mönnunum. Þegar ég var ellefu ára fór mamma að vetrarlagi til ísafjarðar til að heimsækja pabba sem var þar á bát. Hún ætlaði að koma fljótt aftur en þá kom svo vont veður að hún varð að vera heila viku á ísafirði. Gömul frænka okkar svaf hjá okkur en ég þurfti hugsa um börnin og elda matinn. Ég man að ég rogaðist með stóran þungan járnpott niður í hjall til að sækja saltkjöt, í stað þess að fara með vaskafat. Ég þorði ekki að hleypa krökkunum út neitt að ráði því fjaran var stutt frá enda var óveður mest alla vikuna. Ég lét þau fara inn í stórt, tómt herbergi til þess að ólmast. Það verður að lofa börnum að fá útrás, það vissi ég þó ung væri. Ég komst ekki í skólann þessa viku en vinkonur mína komu við hjá mér til þess að segja mér hvað ég ætti að lesa. Skömmu seinna fluttum við út á ísafjörð. Mér þótti ekki leiðinlegt að flytja, mér þótti það spennandi. Þá kynntist ég nýjum krökkum. Ég hélt áfram í stúkustarfinu og gekk að auki í ungmennafélagið á staðn- um. Ég lauk barnaskólanámi á Isafirði og tveimur vetrum í fram- haldsskóla. Þar lærði ég svolítið í tungumálum, dönsku og ensku. Mér gekk líka vel í íslensku og stærð- fræði, í henni fékk ég átta, sem var hæsta einkunn þá. Ég hefði gjarnan viljað halda áfram námi en þess var ekki kostur. Það var enginn sem bauðst til að kosta stelpu til náms, en margir sem buðust til að kosta stráka. Það var líka stórt í okkur, við hefðum ekki þegið af öðrum, annað hvort var að eiga fyrir hlutn- eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur GÓÐUR skáti er ávallt við- búinn og gerir góðverk á hverjum degi. Hrefna Ty- nes fyrrum skátahöfðingi sameinaði þetta tvennt þeg- ar hún leyfði mér umyrða- laust að eiga við sig viðtal. „Eg hef bara ekki frá neinu að segja,“ segir hún hæ- versklega þeger ég kem heim til hennar. Eg skelli í góm, „Það er víst ekki“, segi ég hneyksluð. „Ef þú hefur ekki frá neinu að segja, hvað þá með alla hina.“ Þetta segi ég af því mér er kunnugt um að Hrefna Tynes hefur verið ötul félagsmálamanneskja bæði hér á íslandi og í Noregi. Hún hefur í skáta- starfinu og sem æskulýðs- fulltrúi átt þátt í uppeldi ótölulegs fjölda ungmenna, þar ofan í kaupið verið for- maður Kvenfélags Nes- sóknar og fleiri félaga, sungið í kórum og er þá hreint ekki allt talið sem hún hefur lagt gjörva hönd á um dagana. Eg er nú mest að hugsa um að koma kvenfélag- inu mínu að,“ seg- ir Hrefna meðan ég fer úr kápunni. „Kvenfélag Nes- sóknar varð nefnilega nýlega fímmtugt, það eru mikil tímamót. í tuttugu ár hef ég verið formaður þess félags, ég tók við af frú Ingi- björgu Thorarensen." Meðan Hrefna talar tínir hún silkislæður af stólbök- um áður en hún býður mér sæti. „Ég var að búa til jólagjafir fyrir börn og bamaböm," segir hún og brýtur slæðumar snyrtilega saman. „Sjáðu þessa, er hún ekki falleg,“ með stolti réttir hún að mér slæðu í bláum lita- tónum. Ég get ekki annað en verið henni hjartanlega sammála. Víst er slæðan falleg — en svipur Hrefnu er ekki síðri, sköpunargleðin lýsir úr hverjum drætti. Það tekur ekki langan tíma að fínna að Hrefna Tynes er kona athafna og andlegs þreks. Komin undir áttrætt er hún enn svo hugmikil, en þó svo blátt áfram í dugnaði sínum, að ég get ekki að mér gert að hugsa: „Hvem- ig skyldi hún þá hafa verið þegar hún var ung og hvaðan skyldi henni koma þessi kraftur sem streymir út frá henni.“ Hún sest í ruggustól á móti mér og hefur við orð að hún hafí hér aðeins hið allra nauðsynlegasta. Ég lít í kringum mig og sé handmálaðan kistil og kommóðu, borð, stóla og rúm og ótölulegan fjöldi mynda af skyldmennum, bömum og barna- bömum. „Ég er nýflutt, æ mér þyk- ir svo gott að hafa hjá mér nógu mikið af myndum af fólkinu mínu,“ Hrefna Tynes segir hún og lætur hlýlegt augnaráð reika frá einni mynd til annarrar. „Þarna er hún tengdamóðir mín, blessuð," segir hún og nikkar í átt að sporöskjulagaðri, gamaldags mynd af fallegri konu. „Hún var norsk, ég kynntist henni þegar ég fór út með manninum mínum. Hann hitti ég reyndar á Siglufirði. Hann var skáti eins og ég. Hann fékk að fara með okkur skátastelpunum í ferðalag. Við urðum svo samferða gegnum lífíð.“ Ég spyr hvað hún hafi verið að gera á Siglufirði. „Varstu kannski í síldarvinnu," segi ég dálítið kankvís. Síldarárin á Siglufirði hafa yfír sér blæ æsandi ævintýra, en lífsævintýri Hrefnu Tynes em af öðrum toga spunnin. Hún vann aldrei í síld og lífsþorsti hennar beindist ekki að dansi, dufli og drykkju, sem gjarnan er fylgifískur vertíðarlífsins, hann beindist að djarflegu ungmenna- starfí þar sem hún gegndi frá upp- hafí forystuhlutverki. „Barnastarfíð var mér köllun. Og einhvern veginn var ég alltaf orðin formaður í öllum félögum sem ég kom nálægt áður en við var litið. Núna er ég loksins orðin óbreyttur félagsmaður í St. Georgsdeildinni innan skátahreyf- ingarinnar og fmnst það dýrðlegt," segir Hrefna og hlær.“ Uppruni og æskuár Hrefna Tynes fæddist í Súðavík árið 1912, dóttir hjónanna Amalíu Rögnvaldsdóttur og Samúels Jón Samúelssonar. Samúel var sjómaður og var ýmist vélstjóri eða skipstjóri. Þegar Hrefna var fjögurra ára tóku foreldrar hennar jörðina Meiri-Hatt- ardal í Álftafirði á leigu og þaðan á hún sínar helstu minningar úr barn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.