Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 17 um sjálf eða láta hann vera, ég hef alltaf reynt kaupa ekki út á krít. Hjónaband og skátastarf Haustið 1928 fór ég sextán ára gömul norður á Siglufjörð til þess að vinna hjá bæjarfógetanum þar. Skólastjóri og aðalkennari unglinga- skólans á ísafirði áttu heima fyrir norðan. Bæjarfógetinn var vanur að spyija þá hvort þeir gætu mælt með einhverri stúlku til þess að vinna á skrifstofunni hjá honum. í þetta sinn mæltu þeir með mér. I ljós kom svo að pabbi og kona bæjarfógetans voru náskyld svo pabba var undir eins skrifað og mér boðin þessi vinna, sem ég þáði. Það var mikið um að vera á Siglufirði á þessum árum, en ég fór alltaf varlega í hlut- ina. Á Siglufirði stofnaði ég skátafé- lag. Áður en ég fór norður hafði ég verið í sveit. Meðan ég var þar var stofnað skátafélag á Isafirði. Systir mín hafði fengið skrifað upp í stíla- bók skátaheitið og skátalögin. Ég sá þetta þegar ég kom úr sveitinni og það hreif mig mjög, því ég er að eðlisfari hugsjónamanneskja. Svo var það að ég var einu sinni sem oftar á leið niður í bæ á Siglufirði. Þá stansa mig tvær telpur og spyija mig hvort ég vilji stofna þar skátafé- lag og verða foringi þess. Ég sagði: „Eg kann ekki nógu mikið í þessu, ég verð að hugsa mig um.“ En um sama leyti kom systir mín norður með stílabókina með sér. Ég glugga- ði í bókina og fannst rétt að byija á þessu. Félagið var svo stofnað 2. júní 1929. Þá var fyrir skátafélag drengja á Siglufirði, en drengja- og telpnastarf var þá algerlega aðskilið. Þá var ekki einu sinni til neitt banda- lag til að ganga í. Fyrsta kvenskáta- félag á íslandi var stofnað 1922 en fyrsta drengjaskátafélagið var stofnað 1912. Skátahreyfíngin var fyrst stofnuð árið 1907 af Baden- Powell, sem var þá fimmtugur, fyrr- um hershöfðingi. Þegar hann kom til Bretlands að loknu stríði óx hon- um svo í augum aðgerðarleysi ung- dómsins að hann fékk þessa ágætu hugmynd. Hann grunaði auðvitað ekki að þetta myndi fara eins og skriða yfir allan heiminn. Þegar hann gifti sig nokkru seinna, konu sem var 32 árum yngri en hann, þá tók hún við kvenskátastarfinu. Skátahreyfingin er fjölmennasta æskulýðshreyfing í heiminum. Hún er byggð á bræðralagi og innan hennar eru trúmál og stjórnmál aldr- ei rædd. Þess ber að geta að skátarn- ir byijuðu á ýmsu sem margir fleiri sinna nú, t.d, blóðgjöf, björgunar- störfum og náttúruvernd. Fyrstu útileguna fórum við kven- skátarnir á Siglufirði vestur í Vagla- skóg. Stráþarnir, foringi þeirra og kona hans ætluðu með. Foringinn kom til mín og spurði mig hvort Sverrir Tynes mætti koma með okk- ur. „Hartn var svo lengi skáti í Berg- en,“ sagði foringinn. Sverrir var sex árum eldri en ég. Mér var ekki vel við þetta, en fannst þó eðlilegt að hann fengi að fara með úr því hann hafði verið skáti í Bergen. Svoleiðis kynntumst við Sverrir. Föðurbróðir hans, Oli Tynes, var síldarsaltandi á Siglufirði. Sverrir hafði fengið að koma tii hans í sumarfríinu þegar hann var í gagnfræðaskóla. Hann kunni svo vel við sig hér að þegar hann var búinn í iðnskóla í Bergen þá fór hann til íslands og ílentist á Siglufirði. Þegar ég kynntist honum taiaði hann og skrifaði ágæta ís- lensku. Við giftum okkur á ísafirði haust- ið 1931 og þá hætti ég að vinna úti. Þá var ekki til siðs að konur ynnu utan heimilis. Öll heimilisstörf voru líka miklu erfiðari þá. Ásta dóttir okkar fæddist ári eftir að við giftum okkur. Fimm árum seinna fæddist Ottó og röskum átta árum eftir það fæddist Jón. Skömmu eftir brúðkaupið fórum við til Noregs til að heilsa uppá fólkið hans Sverris. Svo settum við saman bú á Siglu- firði. Við vorum bæði starfandi skát- ar allan tímann sem við vorum þar. Sverrir var um tíma foringi skátafé- lags drengjanna og ég var foringi kvenskátanna þar til skömmu fyrir stríð, að fórum til Noregs. Við sigld- um með Novu og vorum heila viku á leiðinni. Ég stóð langtímum saman vaggandi við vaskinn og þvoði blei- Skátahöfðinginn Hrefna Tynes ásamt tveimur frammákonum í bandarísku skátastarfi. ur, sem þernan um borð var svo almennileg að þurrka fyrir mig. Við fórum aftur heim eftir þessa ferð, en fluttum nokkru síðar út til Nor- egs. Maðurinn minn, sem unnið hafði sem tæknilegur ráðgjafi við húsa- smíðar í Bergen og víðar, vildi nú kynna sér skipasmíðar. Hann fór á undan með dóttur okkar en ég gat ekki farið strax vegna þess að þá var tíu ára afmæli skátanna á Siglu- firði. í júlí sigldi ég til Noregs með Ottó litla og í september réðst Hitler inn í Pólland. Stríðsárin í Noregi Það datt engum manni í hug að stríðið myndi ná til Nöregs. Maður- inn minn var á þessum tíma búinn að fá góða stöðu í Örsta. En svo kom hann þann 9..apríl 1940 náföl- ur ofan af lofti eftir að hafa hlustað á fréttirnar og sagði: „Þjóðveijar eru búnir að taka Osló, Bergen og Þrándheim." „Hjartað í bijóstinu á mér stoppaði um stund. Um nóttina hafði mig dreymt að íbúðin væri full af skátum frá Siglufirði sem sögðu: „Komdu heim, við erum kom- in til að sækja þig.“ Nú vissi ég hvað sá draumur merkti. Þegar stríðið kom til Noregs var Ijölda fyrirtækja lokað og fólki sagt upp. Menn fóru að telja hvað þeir áttu í buddunni, við áttum 9 krón- ur, 85 aura. Fólk fór undireins að hamstra, ég var ekki dugleg við það en fékk þó slatta af brauðmjöli og það bjargaði okkur, ég gat skipt á því og mjólk. Við áttum líka alltaf kartöflur og grænmeti og þetta hélt í okkur lífinu. Strax eftir að stríðið kom til Nor- egs fór ég á námskeið í skyndihjálp hjá, Rauða krossinum og fór að pijóna hermannasokka og búa til lök og handklæði, því skólinn var gerður að sjúkraskýli. Þar lærði ég þó að minnsta kosti að pijóna almennileg- an hæl. Við fiuttum fljótlega til Syk- kylven, þaðan sem Sverrir var og þar sem pabbi hans átti heima. Mamma hans var þá dáin. Ég gekk í blindravinafélagið í umdæminu okkar og varð þar fljót- lega ritari og varð nokkru seinna formaður Heilsuverndarfélagsins, sem var öflugasta félagið á svæðinu. Við þurftum að kosta hjúkrunarkonu o.fl. Einnig var ég í kórnum og kristilegu æskulýðsfélagi og svo æfðum við fjórar konur tvöfaldan dúett og sungum með aðstoð undir- leikara. í Sykkylven stofnaði ég kvenskátafélag. Sú starfsemi gekk ljómandi vel en stóð stutt. Nasistarn- ir bönnuðu þá starfsemi vegna þess að þeir vildu fá skátahreyfinguna í lið með unghirðinni, sem þeir köll- uðu. Því var algerlega neitað og þá var hart látið mæta hörðu. Ég varð að skrifa undir hjá lögreglustjóra yfirlýsingu um að ég hefði ekki skát- afundi. En ég fór óneitanlega í kringum þetta bann. Dóttir mín var í kristilegu telpnafélagi, „Pikeforen- ing“. Leiðtogi þeirra fór í burtu og telpurnar reyndu að láta einhvern úr hópi jafnaldranna taka við. Ásta dóttir mín varð fyrir valinu og ég bauð þeim að halda fund heima hjá okkur. Þar sá ég að þetta gekk ekki nógu vel hjá þeim. Ég tók því við forystunni á telpnafélaginu og leiddi þann félagsskap til stríðsloka. Ég breytti skátabæninni og öðru sem tilheyrði þannig að ég sleppti öllu skátatali en lét það að öðru leyti halda sér. Alla leiki og annað hafði ég eins og áður. Telpurnar voru því mjög vel undirbúnar þegar ég stofn- aði með þeim nýtt skátafélag strax eftir stríð. Það var ekki hægt að fá neinar fréttir að heiman í gegnum Rauða krossbréfin, þar stóð bara: Vi har det bra, vi haaber det sama með dig. Ég eða aðrir Islendingar þarna höfðum því enga hugmynd um að til stæði að stofna lýðveldi á ís- landi. Árið 1944 var ég hins vegar undarlega ákveðin í að bjóða til mín íslendingum á svæðinu á 17. júní. Kjöt Var af mjög skornum skammti öll stríðsárin en mér hafði á löngum tíma tekist að hamstra nokkra bita og pækilsalta þá niðri í kjallara. Nokkru áður en 17. júní-boðið skyldi haldið dó sonur hjóna sem boðin höfðu verið. Hann hafði fundið hand- sprengju og hún sprakk í höndunum á honum. Hann var svo illa leikinn að þau fengu ekki að sjá líkið. Ég fór tii þeirra og var hjá þeim fram yfir jarðarförina. Ég vildi hætta við boðið en móðir drengsins hvatti mig til að halda það. Nokkru seinna fékk ég aðrar hörmulegar fréttir. Annar boðsgestur missti þá tíu ára dreng úr svæsinni barnaveiki. Þá féll mér allur ketill í eld. Boðið var aldrei haldið. Á 17. júní 1944 _sat ég ein heima í glaða sólskini. Ég sótti ís- lenska fánann niður í skúffu, breiddi úr honum yfír fangið á mér og hugs- aði: „Hvað skyldu þau nú vera að gera heima.“ Á þessum merkilegu tímamótum íslensku þjóðarinnar hugsaði fólkið mitt auðvitað til mín og þær hugsanir hafa augljóslega verið mjög sterkar. Árið 1946 fluttum við heim til íslands. Við þurftum að hafa mikið fyrir að fá brottfararleyfi en kom- umst loks af stað með Drottning- unni þann 17. maí, sama dag og skátastelpurnar mínar áttu að vinna skátaheitið. Mér þótti leiðinlegt að geta ekki verið viðstödd þá athöfn. Við settumst svo að í Reykjavík. Mamma var þá orðin ein og flutti til okkar. Skátahöfðingi Dr. Helgi Tómasson kom að máli við mig fljótlega eftir að ég kom heim og vildi fá mig til að taka við kvenskátunum í Reykjavík, sem ég gerði — en ekki fyrr en ég hefði rætt það við fjölskylduna. Þegar ég tók við félaginu hér haustið 1946 var skátahreyfingin í Reykjavík búin að fá herbraggana við Snorrabraut' til eignar og umráða. Þá var verið að mála og smíða og allt að gera. Það var hátíð að fá þessa aðstöðu þar. Ég varð skátahöfðingi fyrir kvenskátana árið 1948 og var það fram á árið 1968. Slíkt er mikil vinna sem þarf að skipuleggja ef vel á að ganga. Maðurinn minn var hættur í skát- astarfinu þegar hér var komið sögu, en reyndist mér mikil hjálparhella í mínu starfi. Eftir að ég tók við Úl- fljótsvatni fór hann með mér þangað á vorin til þess að dytta að því sem aflaga hafði farið yfír veturinn. Ég var með starfið á Úlfljótsvatni í tíu ár og þar gerðist margt skemmtilegt í kringum stelpurnar sem ég man vel enn. Einu sinni voru þar t.d. tvær stelpur, önnur hét Erla en hin Sigrún og þær voru miklar vinkonur. Erla var dökkhærð og mjó en Sigrún feit og ljóshærð. Hengi var fyrir her- berginu mínu. Einu sinni sem oftar var bankað á hengið svo það gekk allt til. Þar voru komnar Sigrún og Erla og vildu fá að leika helgileik úr skólanum fyrir hinar stelpurnar. „En það er hásumar," segi ég. „Það er allt í lagi,“ segja þær. „Farið þið þá vel með þetta og ekki fíflast," segi’ ég. Eftir nokkra stund koma þær aftur og spyija hvor þeirra passi betur sem María mey. „Ætli hún hafi ekki frekar verið dökkhærð og mjó, Erla er þá betri,“ segi ég. Með það fara þær. Nokkru seinna er enn barið á hengið. „Finnst þér ekki bara hægt að taka lak úr óhreina tauinu til að hafa utan um Maríu mey,“ spyr Sigrún. Ég svara neit- andi. „Ég skal heldur lána þér hreint lak,“ segi ég og sæki lakið. Þegar ég kem inn til þeirra er Jósep kom- inn í varðeldaskikkjuna mína öfuga og með kústskaft sem staf, og stend- ur svo dauðans 'alvarlegur hjá Mar- íu, sem sveipar sig í snarheitum lak- inu og tekur síðan að bródera og syngja Heims um ból. Vitringárnir sátu þarna með gömul bretateppi keyrð undir kverk og öllum bauna- dósunum í búrinu hafði verið hlaðið í hring til að tákna varðeld. Jesú- barnið var dúkka sem ein stelpan átti. Það lá þar í jötu sem á stóð: Kexverksmiðjan Frón. Ég sagði ekk- ert. en fór fram í búr og sótti poka- viskustykki og raðaði þeim í kringum kassann, án þess að nokkur tæki til þess. Svona atvik voru algeng á Úlfljótsvatni, þar var alltaf verið að leika. Ég reyndi að innræta telpunum að ef þær reiddust á daginn þá yrðu þær að vera búnar að sættast áður en þær færu að sofa. Eitt kvöldið fór ég að sækja kol og þá stóðu tvær litlar telpur í síðum, hvítum náttkjólum upp í kolastíunni og héldu hvor yfir aðra. „Hvað eruð þið eiginlega að gera hér í náttfötunum og berfættar," spurði ég höst í máli. „Við erum að sættast," kjökruðu þær. Vesalingarnir fundu þá engan annan stað. Einu sinni var telpa að norðan hjá okkur sem kölluð var Dísa Dóra og var með óskaplega langar og þykkar fléttur. Telpunum var venju- lega þvegið einu sinni í viku og auk þess gætti ég þess að kemba öllum til vonar og vara. Aðstoðarforinginn var myndarleg telpa, kölluð Lilla. Nú stóð til að þvo stelpunum út við læk, því veðrið var mjög gott. Við settum þá volgt vatn í bala og sett- um á pallinn og stóðum svo í stígvél- um út í læknum. Allt i einu er Lilla komin með þvottabala og bretti. „Hvað ætlar þú að fara að þvo Lilla mín,“ segi ég. „Nú, ég ætla að þvo henni Dísu Dóru um hárið.“ Þá þótti henni flétturnar svo miklar að ekki dygði minna en bretti til að þvo þær almennilega. Ég var svo lánsöm að engin alvar- leg slys urðu allan þann tíma sem ég hafði umsjón með þessu starfi á Úlfljótsvatni. Ein telpa skarst að vísu á fæti og var saumuð af lækni á Ljósafossi og önnur fékk heila- hristing, annað var það ekki, utan venjulegar umgangspestir. Kvenfélag Nessóknar Þegar ég flutti vestur í bæ gekk ég í Neskórinn og var þar formaður í tíu ár. Meðan ég var i kórnum gekk ég í kvenfélagið og tók við formennsku þar árið 1971 af frú Thorarensen. Hún var fyrsti formað- ur félagsins og gegndi því starfi í 23 ár. Og nú er ég að hætta sem formaður — eftir 20 ára starf. Ég, sem ætlaði í upphafi aðeins að gegna þessu starfi til bráðabirgða. Það er oft erfitt að fá konur til að standa í fyrirsvari og einnig til þess að tala á mannamótum. Þótt ég væri í upphafi ekki mikil kvenréttindakona þá varð ég það af því að sjá hvernig konur lyppast niður þegar þær eiga að koma fram. Þetta er hinn gamli arfur að konur skuli þegja á mannamótum. Þetta er þó sem betur fer að breytast, m.a. vegna ræðunámskeiða sem við og fjöimargir aðrir aðilar hafa hald- ið. Kirkja án kvenfélags er ekki nema hálf. Kvenfélögin vinna mikið starf í þágu kirkjunnar, sem nánast allt er byggt á sjálfboðavinnu. Áður fyrr kom þetta sér sérstaklega vel, þegar mjög litiir peningar voru veittir til kirkjubygginga. Þá komu kvenfélög- in til sögunnar og létu sér detta alls konar hluti í hug til fjáröflunar. Ég hef verið að lesa gamlar skýrslur Kvenfélags Nessóknar og hug- kvæmni félagskvenna var ótrúlega mfkil í þessum efnum. Þegar ég kom til skjalanna var húsnæðið tilbúið og við þurftum bara að halda áfram og byggja enn frekar upp safnaðar- starfíð. Við hjálpuðum til við barna- starfíð, komum á fót hárgreiðslu- stofu fyrir aldraða og byijuðum að hafa opið hús fyrir aldraða fyrir átta árum. Einnig höfum við látið fé af hendi rakna til góðgerðarfélaga. Á alþjóðavettvangi Félagsmálastörf taka mikinn tíma, en ég hef ekki hugsað um það á annan hátt.en þann, að reyna að skipuleggja tíma minn eins og tök hafa verið á. Þetta var erfiðara meðan ég var með heimili og börn, en það er löngu liðin tíð. Eg hef verið ekkja í þijátíu ár. Eftir að maðurinn minn dó árið 1962 fór ég að vinna utan heimilis í fyrsta skipti eftir að ég gifti mig. Yngsta barn mitt var þá 17 ára. Ég gerðist starfs- maður hjá Æskulýðsráði Reykjavík- ur og seinna tók ég við skrifstofu- haldi hjá Æskulýðsstarfi þjóðkirkj- unnar. Þessi störf áttu vel við mig og gáfu mér mikla lífsfyllingu. Sem æskulýðsleiðtoga var mér boðin að- ild að Zontaklúbbi Reykjavíkur og þar tók ég minn skammt af for- mennskunni, þar er skipt urn for- mann á 2 ára fresti. Fyrir íslands hönd sat ég í Norðurlandaráði Zont- afélagsskaparins og sótti þing hans víða á Norðurlöndum. Ég sótti einn- ig þing víða um lönd sem skátahöfð- ingi. Það er mín reynsla að fólk verði miklu víðsýnna og skilningsbetra ef því gefst kostur á að vinna á alþjóða- vettvangi. Það er að mínu viti stór- hættulegt að sitja í hrúgu í kotinu sínu heima og hugsa ekki um nokkurn hlut nema það sem næst manni er.“ Að þessum orðum mæltum kveðj- umst við Hrefna að skátasið, með vinstri hendi og krækjum saman litlufingrunum. „Þetta finnst mér alltaf svo innileg kveðja," segir hún hlæjandi. Ég tek eftir því hve gang- urinn í Furugerði 1 virðist kaldari og tómlegri þegar bros Hrefnu og smitandi kraftur er horfið bak við blámálaða hurðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.