Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 4
ISLENDJNGLR í ÁSTRALSKA FLUGHERNUM 4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 Texti og myndir: Rúnar Helgi Vignisson yPabbi, hvað ætlarðu að gera ef Astralía lendir í stríði við Island?“ spyr Michael, átta ára. Af svari föðurins má ráða að það yrði ekki óskastaöa, þótt hann telji ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur að svo stöddu, af skiljanlegum ástæð- um. Reyndar yrði ekki heldur gott fyrir hann að lenda í stríði við England, því faðir hans er enskur. Meiri tengsl hefur hann þó við Island, móðir hans er íslensk og hann ólst upp á Akureyri og á Búrfelli til þrettán ára aldurs en þá fluttist hann með móður sinni og stjúpa til Vestur-Astralíu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en Ron talar þó enn ágæt- is íslensku og telur sig Islending: „Einu sinni Islendingur, alltaf Islendingur,“ segir hann. ’; i' V'.fev. •• * •* m Ronald Pretlove, flugvélstjóri í ástralska flughernum, ólst upp á Akureyri og telur ísland „móðurland“ sitt Ron býr nú og star- far í Richmond, einni af útborg- um Sydney, ásamt konu sinni Nerinu og i syninum áður- nefnda. Hann starfar sem flugvélstjóri á Boing 707-þotum ástralska flughersins, auk þess sem hann hefur umsjón með þjálfun flugvélstjóra. Ætlaði stráx til baka Ron, sem er nú 37 ára, segist muna vel þegar hann yfirgaf ís- land 13 ára gamall. „Flutningarn- ir voru í tveimur áföngum, fyrst að Búrfelli þar sem stjúpi minn vann við virkjunina. Eg held að erfiðast hafi verið að fara frá Akureyri, að skilja við alla vinina. Það gerði það þó að verkum að ekki var eins erfitt að fara frá Búrfelli til Ástralíu. Við komum fyrst til Perth og bjuggum í tvö ár í Safety Bay, sem er rétt sunnan við Perth. Þar hafði stjúpi minn fengið vinnu. Síðan fluttum við til Carnarvon um þúsund kílómetra norðan við Perth. En ég var ekki mjög lengi þar, því ég þurfti að fara aftur til Perth í skóla. Faðir minn er Englendingur og ég hafði lært nokkra ensku af honum sem krakki og það hjápaði mér að komast yfir tungumálaerf- iðleikana. Ég átti ekki í eins mikl- um vandræðum og ég hafði búist við. Erfiðast var að sætta sig við að vera ekkert prófaður fyrst þeg- ar ég kom í skólann, heldur settur beint í lélegasta bekkinn, eins og þá tíðkaðist með útlend börn. En það stóð ekki lengi og að sex mánuðum liðnum uppgötvuðu kennararnir að ég var ekki and- lega bæklaður og settu mig í betri bekk. Þessir sex mánuðir voru þó erfiðir. Ég hafði aldrei verið í bekk þar sem nemdendur báru enga virðingu fyrir kennaranum, voru í því að grýta hlutum um stofuna og höfðu ekki áhuga á að læra nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu mánuðimir í Ástralíu lofuðu því ekki góðu og ég ákvað að fara heim um leið og ég væri búinn að safna mér fyrir farinu.“ í herinn til að læra „Ég var ákveðinn í að læra ein- hveija iðn. Þar sem ég gekk enn með hugmyndina um að fara aftur heim til íslands hafði ég hugsað mér að læra eitthvað sem gæti nýst mér hvar sem væri í heimin- um. Ég sótti um að komast í flug- herinn til að verða mér úti um tæknimenntun þar. Þeir vildu ekki taka mig strax vegna þess að ég kvaðst vera breskur ríkisborgari, sökum faðernisins, en ráðlögðu mér að sækja um ástralskan ríkis- borgararétt. Það tók nokkurn tíma og á meðan vann ég í hálft ár í Camarvon, þar sem foreldar mínir voru. Svo komst ég í flugherinn og hann er því nánast eini vinnu- staðurinn sem ég þekki í Ástralíu. í flughernum gerði ég nákvæm- lega það sem hugur minn stóð til, ég lærði til flugvirkja. Þegar ég var í seinni hluta námsins í borg- inni Wagga Wagga kynntist ég Nerinu. Þá var ég 19 ára og far- inn að gleyma áformum um að fara aftur til íslands; ég féll ágæt- lega í kramið, var ánægður með námið og kynntist góðu fólki. Eft- ir um sjö ár í flughernum sem flug- virki ákvað ég,- jafnvel þótt þetta væri áhugavert starf, að ef ég ætlaði að halda áfram í hernum yrði ég að læra meira. Ég vildi samt sem áður vera í tengslum við viðhald flugvéla, svo ég ákvað að gerast flugvélstjóri. Ég fór reyndar ekki strax í það, fyrst varð ég að fara í gegnum sigti sem þeir kalla að vera tæknilegur áhafnarmaður. Þá er maður á litl- um vélum og þyrlum, en er um leið þjálfaður í öllu því sem lýtur að hreyflum, fjarskiptabúnaði og fleiru. Næsta stig var svo flugvél- stjórnin og þá fékk ég réttindi til að fljúga í vélum eins og Hercu- les, Boing 707 og Orion-vélum, þeim sömu og notaðar eru í Kefla- vík. Þessi breyting varð 1986 og þá fór ég til Adelaide. Svo bað ég um að vera fluttur hingað til Rich- mond 1989 til að fjúga 707-vélun- um og hef síðan verið á ferð og flugi héðan. Þetta eru nú orðin 18 ár í allt.“ Ron sleppir úr einum atburði sem gerðist þegar hann var í Ad- elaide; það var keyrt á hann þar sem hann var að fara yfir gatna- mót á mótorhjóli. Bein brotnuðu og annað nýrað eyðilagðist. Hann náði sér alveg og á ennþá mótor- hjól. Ekki fyrir alla „Hermennska er ekki lífsmáti sem hentar öllum. Maður þarf að geta sætt sig við aga, sér í lagi fyrstu árin, manni er sagt hvað maður á að gera og verður að framfylgja skipunum. Flugherinn er þó sennilega með minnstu form- legheitin hvað varðar hermanna- kveðjur, burstaklippingar og því- umlíkt. Við erum sennilega afs- lappaðastir að þessu leyti. Auk þess skiptir þetta minna og minna máli eftir því sem árin líða og maður hækkar í tign. En flugher- inn er samt sem áður vinnustaður þar sem fólk er afar íhaldssamt. Menn halda mjög stíft í ýmsar hefðir og siðir. Gangi manni illa að sætta sig við það getur maður átt erfitt uppdráttar. Ég fer til dæmis ekki á margar samkomur þar sem hermannahefðir eru haldnar í heiðri, ég fell ekki mjög vel inn í slíkt, en það skiptir engu máli nú til dags. Fyrir tuttugu árum hefði maður aftur á móti verið álitinn undarlegur. Stundum er þetta þó jafnvægisdans. Svo verður maður að horfast í augu við það af hvetju maður er í hernum. Það er staðreynd að við erum þjálfuð til að drepa fólk, við það verður maður að sætta sig. Jafnvel þótt maður sé ekki sjálfur í framvarðarlínunni er maður hluti af í vígvélinni. Annað sem maður verður að sætta sig við er að hafa skrifað undir ráðningarsamning til langs tíma og geta ekki sagt upp og farið. Reyndar get ég sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara vegna þess að ég er búinn að vera lengur en 12 ár. Fyrstu sex árin eru skylda og ef maður endurnýjar samninginn gildir það sama um næstu sex árin. Maður getur ein- ungis hætt ef heilsufarsástæður liggja að baki eða herinn hefur af einhverum ástæðum ekki þörf fyrir mann lengur. Það eru dæmi um að menn grípi til örþrifaráða til að losna, eins og spaugað hefur verið með i sjónvarpsþættinum MASH. Ef maður kemst að því í upphafi sex ára samnings að manni líki ekki starfið verður maður í flestum tilvikum að bíta á jaxlinn og þrauka. Ég hef ekki lent í þeirri stöðu. Reyndar held ég að uppeldið á íslandi hafi verið góður undirbúningur fyrir her- þjónustu. íslensk börn voru vel upp alin, kurteis og gerðu það sem þau voru beðin um. Aginn hefur því alls ekki þrúgað mig. Og ég hef komist ágætlega áfram í hernum án þess að þurfa að vera dónaleg- ur.“ Konur í flestum störfum „Herinn var karlmannsheimur þangað til fyrir um tíu árum. Núna eru konur í flestum starfs- greinum hersins, þar á meðal í flugstjórnarklefum. Það er því af sem áður var þegar mörg störf voru lokið konum og þeim voru gjarnan greidd lægri laun fyrir sömu vinnu. Herinn hefur brejst mjög mikið bara á minni starf- sævi. Sumir áttu erfitt með að sætta sig við þessar breytingar, en aðrir kærðu sig kollótta, héldu sínu striki, viðhöfðu til dæmis sama talsmáta og áður og við það urðu konurnar að sætta sig. Ég átti aldrei í neinum vandræðum vegna þess að mín hegðun, minn talsmáti og mín störf breytast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.