Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 7 Dauðinn — Áður var hann hluti af lífinu, en núna er hann fyrir flest- um aðeins hugmynd. Það er afleitt, því yfirleitt leiðir þekking á dauðan- um til þess að sýn fólks á lífsins gildi skerpist. SIDFRÆDI /Eru ranghugmyndir um daubann hœttulegar? ___ Er vit í dauðanum? EF TIL vill hugleiða allir sjálfsvíg einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. En þegar sjálfsvíg ber á góma er ævinlega sagt: „Það er alltaf rangt, að drepa sig!“ En yfirleitt fylgja rökin ekki með. Predikanir duga skammt. Það er ekki hægt að skipa fóki að finna til lífsgleði og það er ekki hægt að hræða fólk til að tolla lifandi. Margar spurn- ingar þarfnast svara, m.a. þessar tvær: 1. Hvað er slæmt við dauðann? 2. Hvað er gott við lífið? (Svar í næsta pistli: Er vit í lífinu?). Þekking á dauðanum styrkir nefnilega lífsviljann, en pukur í kringum hann skapar hættu! Hvað er slæmt við dauðann? Auglýsendur í Bandaríkjun- um vildu láta banna sjónvarps- myndina „The Day after“ (Daginn eftir), sem fjallaði um kjarnorku- styijöld og dauða í Bandaríkjun- um. Það tókst ekki, en fáir höfðu áhuga á að kaupa auglýs- ingatíma í mynd- inni. Sjampóaug- lýsingar hefðu líklega virst hjá- kátlegar í kvikmynd um fólk sem missir hárið vegna geislavirkni. En ástæðan fyrir andúð auglý- senda á myndinni var augljós: Sjónvaipsmyndir og umræða um dauðann minnka kaupgleði fólks í búðum! Heimspekilegar hugleið- ingar um dauðann, lífið og tilver- una geta hæglega minnkað hag- vöxt í þjóðfélaginu. Það er því best að koma dauðanum fyrir kattarnef! Hvernig birtist dauðinn nútíma íslendingum? Hver eru „sam- skipti" lifenda og dauðra? Svar: Dauðinn er að verða óraunveru- legur, jafnvel eins og goðsögn fyrir mörgum, og það má efast um hann. Það er nefnilega auð- velt að efast um það sem iðulega er hulið. Geta börnin til að mynda trúað að dauðinn sé til? Þau sjá sjaldan merki um dauðann. Þeim er algerlega haldið frá honum. Dauðinn er á stofnunum, eða sjúkrahúsum og líkhúsum. Dauð- ann er helst að finna í fjölmiðlum. Hann birtist í fréttum, dánar- fregnum og jaraðarfaratilkynn- ingum í Ríkisútvarpinu og minn- ingargreinum í dagblöðum. Og dauðinn í útlöndum kemur á skjá- inn í náttúruhamförum, stríði, slysum og morðum. Að heya að 200.000 hafi dáið í flóðum í Bangladesh er ekki raunverulegt. Það er aðeins dauð setning, sem kallar ekki fram nein sérstök við- brögð taugakerfisins. Og vegna „fjarveru" áþreifanlegs dauða getur ímyndunaraflið farið á flug og jafnvel gert dauðann eftirsókn- arverðan. En' hvernig voru „sam- skipti" lifenda og dauðra fyrr á tímum? Hér áður fyrr dó fólk heima hjá sér og var oft mikið umstang í kringum hinn dauðvona. Hann varð hreinlega miðdepill lífsins. Eftir andlátið þurfti að sinna um líkið og var vakað yfir því á heimil- inu vi^ kertaljós. Núna innir kerf- ið þessa þjónustu greiðlega af hendi. Dauðinn er því hoffinn af „sjónarsviðinu" og heimilum fólks. Hinir dauðvona eru sendir í sjúkrahús, í líkhús og kistu, og að lokum undir græna torfu. Allt þetta geta hinir dauðu „gert“ nær „óséðir" og án þess að börnin skilji hvað eigi sér stað. Þau verða að styðjast við ímyndunaraflið sem opnar fyrir möguleikann á ranghugmyndum. Margir sjá aldrei liðið lík, eða mann deyja og aðeins fáeinir kynnast því hve hryllilegur dauð- inn getur verið, og því er auðvelt að falla í þá gryfju að göfga hann. Dauðinn var forfeðrum okkar daglegt brauð. Það var á tímum drepsótta og barnadauða og fyrir uppgang læknavísindanna á síð- ustu öld. Farsóttir geisuðu og hallæri sóttu á landsmenn með reglulegu millibili. Dauðinn var hluti af daglegri hugsun fólks í þá daga, en núna liggur sú hugs- un í dái. Fólk þekkti dauðann. Það hafði þekkingu á honum og þurfti ekki að ímynda sér neitt. Algengt var að hjón eignuðust mörg börn, en aðeins fá þeirra komust á legg og var meðalævi íslendinga af þeim sökum ekki nema 35 ár um miðja 19. öldina. Þessa tíma verð- ur ekki saknað, en það er vont að gleyma fortíðinni. Nútímafólk kann ekki að tala um dauðann. Það veit ekki hvað það á að segja, enda er umræðu- efnið, „dauðinn", sjaldan á dag- skrá, en fyrr á öldum ræddi fólk blákalt um dauðann, núna er hann fyrir sérfræðinga eins og presta, (geð)lækna, sálfræðinga og hjúkr- unarfólk. Það má sjá hispursleysi manna gagnvart dauðanum af gömlum íslenskum bréfum og blöðum og voru sjálfsvíg ekki undanskilin í umræðu manna. Og prestum á síðustu öld varð tíð- rætt um dauðann. Hann var eitt algengast a efni predikara (sjá „En þegar dauðinn kemur svo sem ein voldug hetja ... “ grein e. Gunnar Þór Bjarnason, sagnfr., Ný saga, 87, 1. tbl.). Áður var dauðinn hluti af líf- inu, núna er hann fyrir flestum (ungmennum) aðeins hugmynd. Það er afleitt, því yfirleitt leiðir þekking á dauðanum til þess 'að sýn fólks á lífsins gildi skerpist. Dauðinn er fjarlæg hugmynd, jafnvel spennandi, sem er ekki bundin neinum tilfinningum fyrr en hann kveður óvænt dyra, en þá veit enginn hvað hann á að segja. Dauði í felum er ijarstæðu- kenndur dauði. Við höfum misst sambandið við dauðann. Hann, en ekki kynlíf, er feimnismál. Það þarf að ræða hann umbúðalaust og mynda jarðsamband við hann. Öðlast þekkingu, kynnast kenn- ingum um dauðann, og ræða ólík viðhorf til dauðans, bæði gömul og ný (sjá Skírnir. HÍB, haust 1990). Foreldrar ættu t.a.m. að ræða við og fræða börnin um dauðann. Og þegar einhver deyr ætti ekki að hlífa börnunum, nema þau séu sérlega viðkvæm. Reynsl- an hefur sýnt að börn eru oft kjörkuð gagnvart hinum dauð- vona og látnum, enda er dauðinn þegar allt kemur til alls náttúru- legt fyrirbæri. Manneskjur þyrftu að læra að umgangast dauðann strax í bernsku, til að koma í veg fyrir ranghugmyndir. Ungmenni sem drepur sig hef- ur, að öllum líkindum, haft ýmsar ranghugmyndir um dauðann. Og ástæðurnar gætu t.d. verið eftirf- arandi: 1. Það var aldrei rætt um dauðann nema undir rós og ekk- ert bitastætt sagt um hann. 2. Það hafði ekki kost á að ræða við dauðvona ættingja um lífið og dauðann. 3. Það fékk ekki að umgangast nýlátna. 4. Það hafði aldrei séð lík. 5. Fólk í kringum það var ginkeypt fyrir kenningum um framhaldslíf. 6. Það hlaut ekki fræðslu um dauðann. 7. Það gat ekki þróað hugmyndir sínar um dauðann í samtölum við full- orðna. 8. Það heyrði aldrei vitur- legar kenningar um merkingu dauðans í lífinu. Jean-Paul Sartre (1905-1980) sagði til dæmis: „Vitundin um dauðann skapar knýjandi þörf til aðgerða í lífinu.“ 9. Það kynntist aldrei ótta skepnu gagnvart væntanlegum dauða. 10. Það fékk það á tilfínninguna, að lífíð snerist fremur um tækni- leg vandamál en andleg. Speki: Lífið er stjarna, dauðinn svarthol. eftir Gunnor Hersvein NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Barbara Cartland ÁSTAÐLÁNI Gilda neyöist til aö leika hlutverk hinnar vinsœlu systur sinnar, Heloise, í samkvœmisiífi Lundúna. En fljótlega dregst hún inn í njósnamól og fleiri atburöir gerast, sem hún hafði ekki fyrirséð. Eva Steen ÍLEITAÐ ÖRÝGGI Flestar ungar stúlkur líta björtum augum fram d veginn, en það gerir húnekki. Hún horfir til baka — til hinnar glötuðu bernsku sinnar, þegar hún ótti félaga, sem hún haföi samskipti viö, og þegar foreldrar hennar höföu tíma fyrir hana. m Erik Neriöe SIRKUSBLÓÐ Hún elskaði líf sitt sem listamaður og var döö sem sirkusprinsessa. En dag einn dróst hún inn í annars konar heim og varð aö velja ó milli þess að vera sirkus- stjarna ófram eða gerast barónessa ó stóru herrasetri. Theresa Charles ÖNNUR BRÚÐKA UPSFERÐ Maura hafði þráð þennan dag, þegar ungi maður- inn, sem hún hafði gifst með svo litlum fyrirvara, kœmi heim eftir sex ára fangavist I erlendu fangelsi. En sá Aubrey, sem nú vildi endi- lega fara með hana I „aðra brúðkauþsferð” til fiskiþorps, þar sem þau höfðu fyrst hitst, virtist gersamlega breyttur maður. Else-Marie Nohr AÐEINS SÁ SEM ELSKAR ER RÍKUR Þegar Anita var fimmtán ára gömul samdi Lennart Ijóð handa henni, sem hann nefndi „Aðeins sá semelskar erríkur". Mörgum árum seinna fékk Lennart tœkifœri til að minna Anitu á þessi orð. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf ■_______________________________j____________:____________■ NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.