Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 13 Skipið var borið í smáhlutum að Tanganyika-vatni árið 1913 og sett saman á frumstæðum bakkastokkum í Kigoma. Myndin er úr bók- inni „Steam in East Africa” eftir Kevin Patience. í þriðju tilraun tókst Englendingum árið 1924 að ná „Graf von Götz- en” upp af botni Tanganyika-vatns, og skipið var síðan gert upp á bakkastokkum, sem danskir verkfræðingar geta hugsanlega nýtt sér. Myndin er úr bókinni „Steam in East Africa” eftir Kevin Patience. „greifans”. Englendingar yfirtóku þýzku nýlenduna, og óvart skipti skipið um eigendur meðan það lá á vatnsbotninum. Englendingar gátu ekki gleymt ölium töpuðu sjóorustunum, og árið 1924 ákváðu þeir að reyna að ná þessum fyrri ógnvaldi Tanganyika- vatnsins ypp. Þegar björguninni var giftusamlega lokið komu Bretarnir sér upp frumstæðum bakkastokk- um í Kigoma þar sem þeir gerðu skipið upp. Árið 1927 hóf það á ný siglingar sem farþega- og flutn- ingaskip með núverandi nafni, „Li- emba”. Samkvæmt beztu ensku nýlendu- hefðum var skipið búið þremur far- rýmum. Fyrsta farrými fyrir hvítu landnemana, lakara farrými fyrir efnaða blökkumenn, og þriðja far- rými í lestinni fyrir venjulega blökk- umenn. í dag geta farþegar enn keypt farseðla á öllum þremur farrýmum þegar skipið leggur út frá Kigoma, sem er eitt af aðeins þremur byggð- arlögum við Tanganyika-vatn þar sem hafnaraðstaða er fyrir hendi. Annarsstaðar leggst „Liemba” við akkeri, og síðan verða íbúarnir að róa á eintrjáningum sínum út að skipinu til að sækja farþega og vörur. Á rúmlega 1.600 kílómetra sigl- ingu sinni fram og til baka eftir endilöngu vatninu kemur „Liemba” við í þremur öðrum löndum, Zamb- íu, Zaire og Burundi. Komi „Li- emba” ekki við vikulega, skemmast landbúnaðarafurðirnar, og sam- bandið við umheiminn verður mjög takmarkað. Stolt Tanzaníu Það er erfitt hlutverk að vera líf- taug í daglegum rekstri. Engu að síður hefur „Liemba” haldið uppi stöðugum ferðum gegnum rólegu og órólegu árin, þar sem árið 1961 markaði tímamót þegar þjóðin losn- aði undan yfirráðum Englendinga. Þremur árum síðar sameinaðist landið Zanzibar með stofnun lýð- veldisins Tanzaníu, svo í dag er skipið eign Tanzania Railway Corp- oration, sem metur það mikils. Þrátt fyrir allsheijar viðgerð Englendinga á skipinu, sem lauk árið 1977, þarfnast „Liemba” nú gagngerðrar endurnýjunar. Dísil- vélarnar tvær, hvor um sig 400 hestöfl, sem Englendingar settu í skipið, eru aflvana. Andstætt fyrri gufuvélum skips- ins ráða dísilvélarnar ekki við þraut- ir þessa risastóra hitabeltisvatns. Eftir 40.000 tíma keyrslu eru þær útslitnar. í staðinn fær „Liemba” tvær nýjar vélar með samtals 1.400 hest- öfl. Jafnframt verða gerðar breyt- ingar á setsölum, farrýmum og búnaði þannig að unnt verði, að fjölga farþegum úr 480 í 600. Eftir breytingarnar á skipið áfram að geta flutt 200 tonn af varningi. Verkefnið krefst bæði fjármagns og þekkingar erlendis frá. Þess- vegna hefur danska ríkið, sem áður hefur aðstoðað Tanzaníu við breyt- ingar á skipum, lagt fram 30 millj- ónir danskra króna upp í kostnaðinn við lagfæringuna. Nýtt skip á hálfvirði Það getur virzt sem yfirdrifið dálæti á fortíðinni að leggja svo mikið fé í skip frá árinu 1911, en Peder Nors verkfræðingur hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Ole Steen Knud- sen A.S. getur gefið skýringu á hversvegna þetta verkefni er skyn- samlegt: „Það yrði ekki aðeins ótrúlega erfitt að koma með nýtt skip á vatn- ið. Nýtt skip af svipaðri stærð og „Liemba” kostar í það minnsta 60-70 milljónir danskra króna, svo með þessu fáum við „nýtt” skip á hálfvirði.” „Svo er „Liemba” ekki eins og hvert annað skip. Þetta er stolt Tanzaníu, og má líkja því við dönsku konungssnekkjuna „Dannebrog”. Svoleiðis skip send- um við ekki í niðurrif,” segir Reder Nors, sem bætir því við að „þrátt fyrir sprengjuregn í tveimur heims- styijöldum liggja þeir sem smíðuðu „Liemba” í upphafi, Meyers skipa- smíðastöðin í Papenburg, enn með frumteikningarnár að skipinu”. Peder Nors reiknar með að end- ursmíði á „Liemba” geti hafizt á 64 ára gömlum bakkastokkum Englendinganna í Kigoma 1. ágúst á næsta ári. Þegar nýuppgert „Liemba” legg- ur úr höfn ári síðar mun þetta fræga skip á leið sinni suður á bóginn sigla framhjá mangótrénu í Ujiji þar sem Henry Morton Stanley mælti þessi fleygu orð 10. nóvember 1871: „Dr. Livingstone, býst ég við?” En það er allt önnur og alveg jafn undarleg saga. TOPPMYNDIR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA: MYNDARLEGUR JÓLAGJAFALISTI TILAÐ STYÐJAST VIÐ! Því ekki að gefa myndband í jólagjöff Þú getur valið úrfjölda toppmynda með helstu kvikmyndastjömum undanfarinna ára. Þú færð eitthvað fyrir alla á sérstöku jólatilboðsverði í helstu stórmörkuðum og verslunum um land allt. Verð frá 2090 kr. > < D □ Airport 77..................... □ An American Tail............... □ Back to the Future............. □ Back to the Future II.......... □ Beverly Hills Cóp.............. □ Beverly Hills Cop II........... □ Breakfast Club................. □ CatPeople...................... □ Chinatown...................... □ Earthquake..................... □ E.T............................. □ Fatal Attraction............... □ Ghost.......................... □ Godfather...................... □ Godfatherll.................... □ Grease......................... □ Hunt for Red October........... O Jaws............................. Q Jaws II.......................... □ K-9............................ □ Land before Time............... □ LoveStory...................... □ Mask............................. □ Naked Gun...................... □ Nighthawks....................... □ Officer and a Gentleman........ □ PetSemetary.................... □ Raiders of the Lost Ark........ □ IndianaJones&theLastCrusade.... □ Indiana Jones & the Temple of Doom □ Saturday Night Fever........... □ Scarface....................... □ Shirley Valentine.............. □ Staying Alive.................. □ Ten Commandments............... □ Thing.......................... □ TopGun......................... □ Twins.......................... □ UncleBuck...................... □ Witness........................ □ Xanadu......................... ---------------j------------------- 2.190.- 2.190.- 2.190.- 2.490.- 2.190.- 2.190.- 2.190.- 2.190.- 2.190.- 2.190. - 2.190, - 2.490.- 2.490.- ð * e MYNDBÖND Dreifing: mimmw BERG m y Sími 91-677966 2.190.- 2.490.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.