Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐJÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 Myndbönd í stað bóka FÆRST hefur í vöxt að foreldrar i Bretlandi noti tölvuforrit og myndbönd til að kenna börnum sínum heima í stað bóka, sam- kvæmt Gallup-könnun. Alls hugðust 45% foreldra, sem spurðir voru, kaupa kennslu- forrit tii að kenna bömum sínum. Liðlega 40% ætluðu að kaupa myndsnældur og aðeins 27% fræð- andi bækur. Nú orðið horfa börn í Bretlandi eins mikið á myndbandsspóiur og sjónvarp samkvæmt könnuninni. Böm 62% foreldra, sem spurðir voru, horfa á myndband minnst tvo tíma á dag og 42% breskra barna horfa á sjónvarp lengur en tvo tíma á dag. Fimmta hvert barn fylgist með samsulli af sjónvarps- og myndbandsefni í að minnsta kosti þijá tíma á dag. < Rúmlega 70% foreldra sögðust halda myndbanda- og sjónvarps- glápi barna í skefjum og álíka margir kváðust alltaf vita á hvað börnin væru að horfa. Þegar foreldrarnir voru spurðir hvaða efni þau teldu síst stuðla að auknum þroska meðal barna nefndu 57% „sápuóperur" og 15% teikni- myndir á myndbandsspólum. Samdrátturí stórum sjónvarps augl' TALSVERÐUR samdráttur hefur orðið í gerð stórra sjón- varpsauglýsinga og er nú al- gengara en áður að eldri aug- lýsingar séu endurunnar, til dæmis með því að lesa nýjan texta inn á þær. Jafnframt þess- ari þróun hefur gerð minni og ódýrari sjónvarpsauglýsinga færst í vöxt, ern almennt eru menn sammála um að auglýs- ingamarkaðurinn í heildhafi dregist talsvert saman á undan- förnum mánuðum, eða allt að 20% að því er heimildir Morg- unblaðisins herma. Jón Þór Hannesson hjá Saga Film, sem er stærsta aug- lýsingafyrirtækið á sviði sjónvarpsauglýsinga, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að framangreind þróun hefði átt sér stað og að fyrirtækið hefði því í auknum mæli beint kröftum sín- um að dagskrárgerð, það er gerð ýmissa sjónvarpsþátta og kvik- mynda fyrir innlendu sjónvarps- stöðvarnar tvær svo og gerð ýmissa þátta sem seldir eru á er- lendan markað. Jón Þór sagði að sjónvarpsauglýsingar hefðu áður numið um 75 til 80% af starfsemi fyrirtækisins, en væru nú komnar niður í um 60%. Hann sagði að þróunin hefði einkum komið fram í því að stórir viðskiptavinir héldu nú að sér höndum hvað snerti gerð nýrra stórauglýsinga, en endurvinnsla eldri auglýsinga svo og gerð ódýrari auglýsinga hefðu færst í vöxt. Hlynur Óskarsson hjá Frost Film sagði að þessa samdráttar í auglýsingagerð hefði fyrst farið að gæta fyrir rúmum tveimur árum, og væri almennt talið að samdráttur myndi halda áfram á næsta ári. Hlynur sagði að þetta hefði þó ekki komið svo hart nið- ur á Frost Film, sem hefði haldið nokkurn veginn sínum hlut auk þess sem skipulag fyrirtækisins hvað varðaði mannahald og tækj- akost gerði það að verkum að það ætti auðvelt með að bregðast við breyttum aðstæðum sem þessum. Björn Br. Björnsson hjá Hug- sjón tók í sama streng, en benti jafnframt á að í auglýsingabrans- anum giltu sömu lögmál og í við- skiptaheiminum almennt. Það væri því eðlilegt á tímum sam- dráttar að fyrirtæki og stofnanir horfðu í auglýsingakostnað sem annan kostnað. Kostnaður við gerð auglýsinga væri þó ekki nema brot af þeim kostnaði sem fælist í birtingu þeirra, en afleið- ing þessa væri óhjákvæmilega sú að menn kysu frekar að gera minni og ódýrari auglýsingar við þessar aðstæður. Breska ríkissjónvarpið BBC dregst aftur úr ITV BRESKA ríkissjónvarpið BBC hefur ekki notið eins lítilla vin- sælda í tvo áratugi samkvæmt könnunum og er gagnrýnt fyrír að dagskrárefni þess höfði sífellt minna til almennings. Stjórn- endur nokkurra þátta hjá stofnuninni eru í hópí þeirra sem lengst ganga i gagnrýninni að sögn The Sunday Times. áttastjómandinn Paul Daniels hefur hvatt BBC tit að taka meira tillit til óska áhorfenda um efnisval. Hann vill að ýmsir yfir- menn stofnunarinnar verði reknir og valdir verði þættir, sem séu meira við hæfi almennings. Daniels stjómar spurningaþætti, þar sem einnig eru sýnd töfrabrögð og fleira sér til gam- ans gert. í haust hefur aðeins þriðjungur sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi fylgst mað BBC að jafnaði, 5% færri en á sama tíma í fyrra. Um leið hefur óháða sjónvarpssamsteypan ITV far- ið fram úr BBC í harðri keppni um hylli vandfýsinna áhorfenda, sem jafnan hafa verið meðal tryggustu áhorfenda BBC. Forráðamenn BBC játa að valdið hafi vonbrigðum að ekki hafi tekist ‘að framleiða jafn vinsæla þætti og þá sem mest er horft á í ITV-stöðvun- um. Meðal vinsælasta efnis ITV eru sakamálaþættir byggðir á sögum eftir Ruth Rendell, sem sýndir hafa verið í íslenska ríkissjónvarpinu, og framhaldsþátturinn Minder, sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast við. Meðal annarra vinsælustu þátta ITV eru London brennur og Boon. Gerð framhaldsþáttar BBC um kappreiðar og tamningar, The Train- er, kostaði fjórar milljónir punda, en á hann horfa aðeins átta milljónir — helmingi færri en á London brennur í ITV. Framhaldsþáttur um njósnir í fyrri heimsstyijöldinni, Ashenden, hefur ekki einu sinni komist á skrá um 30 vinsælustu þætti BBC. Clive James, stjórnandi vinsæls rabbþáttar, segir að BBC flytji ekki eins góða gamanþætti og áður, þar sem höfundar þeirra hafi hópast til Hollywood. Þáttur James var nýlega færður til í dagskránni og er ekki lengur sýndur á besta tíma á laugar- dögum. Þættir með honum í Rio og ýmsum fieiri stöðum voru nýlega sýndii' í íslenska sjónvarpinu. Kunnur rabbþáttur Terrys Wog- ans í BBC hefur stöðugt beðið lægri hlut fyrir sams konar þáttum ITV. Hann kveðst stundum oska þess BBC geri meira af því að iíta á „dagskrár- efni sem venjulegan verslunarvarn- ing“, en segir að vandi ríkissjón- varpsins sé sá að það verði að bjóða meira úrval og vandaðra efni. Keppinautar BBC furða sig á því að ríkissjónvarpið leggi minna kapp á að bjóða upp á vinsælt efni en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.