Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 A FORNUM VEGI „ StnSLegcu rnantcí hittCL tuo ágsett^ herrtxmenn i hvítum sLappum.1' Þarna bíða þær í röðum spenn- andi og dular- fullar. Vonandi verða þær svo lesnar af áfergju við kerta- Ijós og kon- fektnasl á jóla- nótt. Kíkt á bækur Bækur eru fyrirferðarmikið efni í fjölmiðlum í desembermánuði. Þar er á ferðinni umfjöllun um bækur, kynning á bókum, viðtal við höf- unda og bókagagnrýni. Sumir kvarta undan þessu og tala um hið ill- ræmda bókaflóð. Aðrir fagna og telja góða vísu aldrei of oft kveðna. Bókin skiptir þjóðina miklu máli og það virðist sem þjóðarstoltinu sé það nauðsynlegt að halda í titilinn Bókaþjóðin mikla. að er líka alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar nýjar bækur taka að streyma í bókabúðir seint á haustmánuðum. Þarna bíða þær í röðum spennandi og dularfullar. Vonandi verða þær svo lesnar af áfergju við kertaljós og konfektnasl á jólanótt. Af viðtölum við fólk í bókabúðum má ráða að það flani ekki að neinu þegar keyptar eru bækur til gjafa. Margir leggja leið sína oft í bókabúðir og skoða vand- lega úrvalið áður en bókin er valin. Singer í uppáhaldi í bókabúð Eymundssonar í Aust- urstræti var Helga Pálsdóttir að virða fyrir sér úrvalið. Hún sagðist ekki vera farin að kaupa neinar bækur en hún væri að spá í það hvað hún myndi gefa. Helga sagðist yfirleitt gefa um tíu bækur í jóla- gjöf. Hún sagðist vera ánægð með úrvalið, það væri ekki hægt annað. „ Það er mikið af góðum barnabókum sem kemur út núna. Þær voru ekki til þegar ég var krakki." Helga fylgist með umræðu um bækur en hún segir gagnrýnina meira vekja til umhugsunar en að það hafi áhrif á hvað hún kaupi. „Eg er yfirleitt nokkuð ákveðin, hvað ég ætla að fá,“ segir hún og hún er á því að skemmtilegt sé að koma við í bókabúðunum og skoða fyrir jólin en bókamarkaðirnir séu samt bestir. Helga segist lesa mikið af góðum skáldsögum og nefnir hún Isaac Bashevis Singer sem sinn eftirlætis- höfund. Hún segist ekki halda að bókin sé á undanhaldi fyrir öðrum miðlum. „Ég held að ef börnum sé beint frá sjónvarpinu og að bókum þá komi í ljós að þau eru. ekki svo spennt fyrir sjónvarpinu. En fólk verður að halda vökunni, það þýðir ekki annað.“ Gæðabækur til gjafa Hjónin Andrea Benediktsdóttir og Sæmundur Haraldsson voru ásamt dóttur sinni Sigurbjörgu að leita að gjöfum. Þau sögðust gera talsvert af því að fara saman í bókabúðir og kanna hvað væri á boðstólum. Sigur- björg sagðist vera ánægð með úrval- ið og henni leist persónulega best á bókina Birki + Anna. Andrea sagðist kaupa jafnt nýjar bækur og gamlar og hún færi ekki eftir sölulistum og gagnrýni við val sitt á bókum. „Ég tek mark á því sem mér finnst og svo fer valið eftir því hver á að fá bókina." Þau hjónin eru sammála um að það þýði ekkert annað en að gefa gæðabækur sem séu varanlegar gjaf- ir. Þau sögðust mestan áhuga hafa á nýjum íslenskum bókum og nefndu Helga Pálsdóttir gefur um tíu bækur í jólagjöf. þar höfunda eins og Guðberg Bergs- son, Gyrði Elíasson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Lítið fyrir ástarsögurnar í barna- og unglingabókadeild bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum voru tvær hressar ellefu ára stelpur, Þuríður Reynis- dóttir og Rebekka Þórisdóttir. Þur- íður var að skoða teiknimyndabækur því hún var að leita að gjöf handa litla frænda. Hún sagði þær stöllur aftur á móti vera vaxnar upp úr slík- um bókmenntum. Þær voru báðar á því að bókin Sara eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur og Miklu meira skólas- kop væru ákjósanlegar bækur til jóla- gjafa handa jafnöldrunum. Þær sögðust oft velja bækur eftir höfunda sem þær hefðu lesið eitthvað eftir áður. Þegar þær voru spurðar að því hvort þær læsu mikið af ástarsögum, neituðu þær alfarið og hlógu að spurningunni hálf hneykslaðar. Þur- íður sagðist vera í bókaklúbbi Máls og menningar sem er ætlaður fyrir börn og heitir Gulur, rauður, grænn HOGNI HREKKVISI // GAUM Þ'a AE> HÖGNA i &ÓK/NNI. . - GÓE>OR E£>A ÓþEkJOJe. - . . ? Víkveiji skrifar Vart líður sá dagur að ekki ber- ist fréttir utan úr heimi um átök og vopnaviðskipti. Sem betur fer hefur lítið verið um slíkt í Evr- ópu, ef undan eru skilin hryðjuverk öfgahópa, þó að þau séu í raun nógu hryggileg. Atökin í Júgóslavíu snerta okkur því enn meira en ella. Við eigum erfitt með að skilja hvernig til þeirra gat komið. Getur það virkilega verið að þær þjóðir, sem landið byggja, hafi svo lengi búið við innibyrgt hatur að því haldi engin bönd þegar losna tók um þá fjötra, sem þær hafa verið hnepptar í? Eða getur verið að þeir, sem þarna hafa haft tögl og hagldir í skjóli hervalds og einræðis, geti nú ekki hugsað sér að missa spón úr aski sínum og skeyti því engu hverj- ar afleiðíngarnar verða? Trúlegt er þó að engin ein skýring nægi. Hættan er aftur á móti sú, úr því sem komið er, að öfgahópar beggja vegna víglínunnar ráði ferðinni. Er hryllilegt til þess að hugsa. Hvernig verður svo nábýli þess- ara þjóða í framtíðinni? Hætt er við að þau sár, sem nú hafa verið veitt, grói seint. Auk þess sem gamlar væringar verði rifjaðar upp og rótað í þeim undum. xxx Víkveiji hefði aldrei trúað að hann myndi horfa með kvíða til þess, er einræðisstjórn kommún- ista hrökklaðist frá völdum í Sovét- ríkjunum. En í ljósi atburðanna í Júgóslavíu er full ástæða til að bera nokkurn ugg í brjósti. Ef átök bryt- ust út milli einstakra þjóða þar, er hætt við að það sem nú er að ge- rast í Júgóslavíu, sé aðeins barna- leikur á við þann hildarleik. Ekki bætti úr skák ef Rauði herinn bland- aði sér í þann leik eins og sam- bandsherinn í Júgóslavíu. Við skul- um bara vona að svo hörmulega takist ekki til. etta eru nú heldur dapurlegar hugleiðingar og kannski ekki í stíl við hátíðina sem framundan er, þar sem ríkja á fögnuður og gleði. Ef til vill er það svo að þá hugsi ýmsir aðeins um sjálfan sig og þá sem eru þeim næstir — en flestir munu þó í hjarta sínu óska þess að öllum, hvar sem er í heimin- _um, geti liðið vel. Að sjálfsögðu getum við, fáir og smáir, ekki linað þjáningar nema örfárra þeirra, sem þurfa á aðstoð að halda — en við getum þó rétt þeim hjálparhönd sem eru okkur næstir. Samtök, sem þekkja best til þeirra, er verst eru settir í þjóðfé- laginu, efna um þessar mundir til' söfnunar þeim til styrktar. Þeim samtökum getum við lagt lið. Er þar ekki kjörið tækifæri til leggja eitthvað af mörkum? Þannig gætum við átt þátt í því að ljós skíni á heimili, sem myrkur hefði ella grúft yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.