Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 21 Sjónvarp: Útsendingar háskerpu- sjónvarps hafnar í Japan í NÓVEMBERLOK gátu sjónvarpsáhorfendur í Japan horft á fyrstu útsendingu háskerpusjónvarps (HDTV). Formælandi japanskra sam- taka, sem ætlað er að vinna háskerputækninni framgang, sagði að með þessari átta klukkustunda útsendingu væri hafinn nýr kafli i sögu sjónvarps. Varla er að vænta svipaðra útsendinga í Evrópu og Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi árið 1994. Á næsta ári munu Bretar þó að líkindum geta fylgst með Ólympíuleikunum í Barcelona á stórum háskerpuskjám, sem komið verður upp á opinberum stöðum. Myndgæði háskerpusjónvarps nálgast það sem gerist í kvik- myndahúsum. Skjárinn er breiðari en á venjulegum sjónvarpstækjum, láréttar línur eru nærri tvöfalt fleiri og á hverri sekúndu birtast fleiri myndir. Menn efast ekki um að háskerputæknin sé það sem koma skal, en forgangan er Japönum þó alit annað en auðveld. Efnið er sent um gervihnött og fyrstu háskerpu- tækin kosta hvorki meira né minna en 20.000 Bandaríkjadali (1,2 millj- ónir ÍSK). Ejöldaframleiðsla kemur til með að lækka verðið, en frá því að sala hófst í Japan, fyrir tæpu ári, hafa aðeins selst 200 tæki og kaupendurnir eru aðallega stöndug fyrirtæki. Háskerputækin hafa það sér til ágætis að geta jafnframt num- ið venjulegar sjónvarpssendingar. En einmitt vegna þess hvað tækin eru næm kann myndin þá að virðast óskýrari en í hefðbundnum tækjum. Efni fyrir háskerpusjónvarp er einnig af skornum skammti. Jap- anska ríkissjónvarpið (NHK) hefur framleitt 300 klukkustundir af blönd- uðu dagskrárefni og einkastöðvarnar um þriðjungi minna. Efnið nægir aðeins til útsendingar á besta tíma í um það bil tvo mánuði. Japanir lögðu ofurkapp á að verða fyrstir til að taka háskerputæknina í almenna notkun og tryggja þannig forystu sína í rafeindaiðnaði. Meðal annars vegna þess náðist ekki sam- komulag um alþjóðlegan háskerpu- staðal. í japanska staðlinum eru 1.125 láréttar línur, í Evrópu verða þær 1.250 og í Bandaríkjunum 1.050. Þetta gæti hægt á þróuninni KROFUR UM MEIRA LÉTTMETI í DAG- SKRÁNINII Daniels þáttarstjóri: meira léttmeti! og dregið úr hagkvæmni fjöldafram- leiðslu. Deilur um tillögur Framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins kynnu að seinka enn frekar framgangi málsins í Evrópu. í nokkrum ríkjum bandalagsins óttast bæði yfirvöld og hagsmunaáðilar hinn nýja staðal. Því er haldið fram að háskerpusjónvarp muni raska jafnvægi á markaðnum og auka kostnað neytenda. Eftir miklar umræður gera ráðherrar Evr- ópubandalagsins sér þó vonir um að sameiginleg stefna verði mörkuð fyr- ir árslok. Japanir hafa þegar hafið útsendingar há- skerpusjónvarps (HDTV). Deilur innan EB geta tafið fram- gang þess í Evrópu. áður. Gagnrýnandinn Sean Day- Lewis segir að þótt BBC standi illa hafi ýmislegt bitastætt komið frá stofnuninni, meðal annars stuttur framhaldsþáttur byggður á sígildu skáldriti, Clarissa, en hann telur að léttmeti hafi orðið útundan og sé ekki lengur ein sterkasta hlið BBC. Annar gagnrýnandi, Craig Brown, bendir á að „flestir góðu, gömlu frétta- og bókaþættirnir" séu enn á á sínum stað í dagskránni. Stutt er síðan BBC boðaði þá stefnu að bjóða upp á alvarlegt efni á besta sjónvarpstíma. Nýtt átak verður gert til að auka leikefni og 35 milljónum varið til framleiðslu á nýjum þáttum. BBC telur að óháðu stöðvarnar muni eiga erfitt með að laga sig að nýjum aðstæðum vegna nýafstaðinnar úthlutunar nýrra sjón- varpsleyfa í Bretlandi og spáir því að ríkissjónvarpið fari fram úr ITV í baráttunni um vinsældir 1993. Baráttan heldur stöðugt áfram. ITV kom nýlega BBC í opna skjöldu með ákvörðun um gerð nýrra fram- haldsþátta um franska lögreglufor- ingjann Maigret, söguhetju Georges Simenon. Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði • Bjamabúð, Tálknafirði • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Straumur, ísafirði • Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík • Kf. V-Hún., Hvammstanga • O) 03 o -o CQ 03 . cr — *o c =5 >% »- 0 o cr - c C ° o w CD p CO t C d 'O _0) 75 áí X C3 «8 C/) 0 d) cc X co S> II £ 1 c 0 0 0 o E -Q- 03 • E* *E S 71 0 03 O) c c 0 *0 1 ” . O) £ £ > • 0 ._ -r <fi £ 2 0 > 05 5 C 0 V- c/) ? § C 'O - -9- <0 2. '0 c .E 'D C m ^ -ö > C 0 _0 II tr 0 vT > =3 • O g; II 2 2 <5 • cr> 1 o ■—> 0 oc 0 • cr ^ - > O. 0 =J 0 0 -* X. O) - 0 = X © • 0 - & V) >> 0 0 c CC 0 - 2 >* o 0 es oc Sigurðssonar, Þingeyri • Einar Guðfinnsson, Bolungarvík Kf. Húnvetninga, Blönduósi • Rafsjá, Sauðárkróki AEG HÖGGB0RVÉL: SBE 500 R Verulega góður heimilisbor og skrúfvél 500 W Verð áður 9.487 kr. Verð riú 7.749 kr. stgr. AEG HANDRYKSUGA: Liliput Verð áður 3.089 kr. Verð nú 2.790 kr. stgr. AEG RAFHLÖÐUBORVÉL BSE 7,2 Stiglaus hleðsluvél á ótrúlegu verði. Verð áður 12.474 kr. Verð nú 9.998 kr. stgr. NYTT AEG UPPÞV0TTAVÉL: Favorit 775 U-W Verð áður 68.769 kr. Verð nú 56.900 kr. stgr. AEG IÐNAÐARVÉL: ASBE Q16 Sterkasta rafhlöðuvélin frá AEG með tveimur 12 V rafhlöðum og hleðslutæki sem hleður á 10 mínútum auk fjölda annarra kosta. Verð 34.995 kr. stgr. AEG ÞV0TTAVÉL: Lavamat 508 W Verð áður 66.792 kr. Verð nú 54.900 kr. stgr. Við bjóðum frábær tæki frá AEG á sérstöku jólatilboðsverði. Umboðsmenn um allt land. x £ 5» > œ £ C 0 O* i? =;■ 7T o* • 33 5- S 5' 0 o r* 33 J3 § 0 3 < O* 0 0 (Q‘ ~ a; -■ ET si 3 Bræöurnir Ormsson hf. Umboösmenn Reykjavík og nágrenni: Byggt og búiö, Reykjavík • BYKO, Hringbraut • BYKO, Kópavogi • BYKO, Hafnarfiröi BRÆÐURNIR t©) ORMSSON HF C/) o* 3: w < — 0 o* s 5-8 (Q < 0 0. T1 • 0' <5 cn • ? S O* CQ 0 wS 5c C/J tt? c S, || s > 0> 33 g. n> H- £ SP æ I. 11 < | |a m 8:8 l! c 5 C. O* 3<g' o-§ &S, X n>- œ O) o SP — *< 0' O* ^ cn cn =í; =r a, o* ? í? CD Í5. ^ =) Íp S yj <ff 0 cn O) O 3“ 0 2 3 0 i g. 0 $ 0 C =3 O* Lágmúla 8. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.