Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 „Það vantar fleiri bækur um myndlist á söluborðin í jólavertíð- inni.” My ndlis t / Hvt er útgáfan ekki meirif Bækur um myndlist NÚ STENDUR jólabókaflóðið sem hæst, og auglýsingar um hundr- uð titla hafa flætt yfir landsmenn undanfarnar vikur; í kjölfarið hafa fylgt kynningar, umsagnir, áritanir höfunda, upplestrar og aðrar uppákomur. Allt er þetta til þess gert að réttu bækurnar rati í jólapakkana, og þessir síðustu dagar fyrir jól munu skera úr um hvernig bókaútgáfan í landinu hefur staðið sig á þessu ári. Sé hins vegar litið yfir þær bækur sem koma út fyrir þessi jól, kemur í ljós að hlutur bóka um myndlist er þar agnarsmár, og hljóta að vakna spurningar um hvers vegna svo sé. Aþessu hausti hafa komið út t.d. ljósmyndabækur um ísland? tvær stórar og merkar bæk- Eru þær enn of dýrar í fram- ur um myndlistarmenn, þá Sigurð leiðslu, þrátt fyrir stöðuga þróun Guðmundsson og Erró. Þessar í prenttækni og prentmyndagerð? bækur hafa vakið talsverða at- Eða er áhugi þeirra sem ráða út- hygli, enda gáfumálum á bókum um myndlist merkileg fram- einfaldlega ekki fyrir hendi? - lög til myndlist- Spurningum af þessu tagi er sjálf- arþekkingar hér sagt að velta upp, og full þörf á á landi, hvor með að þær hljóti verðuga umræðu sínu sniði. Bókin meðal bókaútgefenda, þó síðar um Sigurð fjallar verði (t.d. að lokinni „vertíð”). á fjölbreyttan Þörfin fyrir bækur um myndlist hátt um þá list- er vissulega mikil hér á landi, hugsun, sem einkum bóka sem höfða bæði til kemur fram í verkum listamanns- einstaklinga og sem einnig má ins, og dregur saman í einn stað nota til uppfræðslu í menntakerf- mikla fræðimennsku á því sviði, inu. Það hefur verið nefnt áður, án þess að verða þurr og leiðinleg að mikill og tilfinnanlegur skortur upptalning. Slíkt ætti að veita er á bókum á íslensku um íslenska öllum lesendum gott tækifæri til myndlistasögu sem og um alþjóð- að kynnast því, sem liggur að lega listasögu. Þessi skortur baki þeirri myndlist sem hefur stendur allri myndlistarfræðslu í verið svo ríkur þáttur í myndlist- landinu fyrir þrifum, því erlendar arlífínu hér sem annars staðar bækur, sem hafa hingað til upp- síðustu tvo áratugi. Saga Erró fyllt þessa þörf að vissu leyti, gefur lesendum hins vegar tæki- duga ekki öllum, t.d. ekki yngri færi til að kynnast betur lífsferli nemendum eða eldra fólki, sem listamannsins sjálfs á mótunar- ekki les erlend tungmál. Það ætti skeiði hans, og þar sem hann er að vera metnaður útgefenda að ekki einn til frásagnar, fæst nokk- hafa á boðstólum góðar bækur á uð fjölbreytt mynd af þeirri tilveru íslensku í þessum efnisflokki, ekki sem hann hefur lifað og hrærst síður en t.d. varðandi nudd, sálna- í, sem vissulega hefur einnig haft reik og matreiðslu. Markaðurinn mikið að segja um á hvern hátt ætti því að vera fyrir hendi, og myndlist hans hefur þróast. það er erfitt að sjá hvers vegna Utan þessara merkisrita er að- svo fáir útgefendur leitast við að eins hægt að tala um eina útgáfu sinna honum að þessu sinni. í viðbót, sem snertir myndlist, en Það er ef til vill besti vitnisburð- það eru öskjur með myndum Jóns urinn um hversu illa íslenskir út- Helgasonar biskups af Reykjavík, gefendur hafa staðið sig undanf- þegar hún er að breytast úr þorpi arið í þessum málum, að flest rit í bæ á áratugunum í kringum síð- um myndlist sem hafa komið út ustu aldamót. Jón Helgason er síðustu ár hafa komið út á vegum einnig hluti af Iistasögu íslend- safnanna, og ber þar einkum að inga, sem ekki hefur áður fengið nefna Listasafn íslands og Lista- þá umfjöllun sem honum ber. En safn Reykjavíkur, en þau hafa þar með er útgáfa listaverkabóka bæði fylgt mörgum sýninga sínum á bókavertíð fyrir jólin 1991 einn- úr hlaði með myndarlegum ig upptalin. sýningarskrám, sem standa fylli- Aðeins þijár bækur innan um lega undir nafni sem bækur um þau hundruð sem nú streyma í myndlist. En söfnin hafa skiljan- bókabúðirnar. Langt innan við lega takmarkað bolmagn og eitt prósent af bókaflóðinu. Engar starfslið til að standa í útgáfu- bækur um erlenda myndlistar- starfsemi, og því geta þau ein menn. Engar bækur um ákveðna ekki bætt úr þeirri þörf, sem fyr- þætti myndlistarsögunnar, hvorki ir hendi er á þessu sviði. nútíð né fortíð, hér á landi né Nú er vonandi að útgefendur erlendis. Engar bækur sem þáttur séu með eitthvað í deiglunni á í alþjóðlegum bókaflokkum. Eng- þessu sviði, sem síðan mun líta ar myndlistarbækur sem eru ætl- dagsins ljós fyrir næstu jói. En aðar bömum eða unglingum. miðað við þetta ár - þijár bækur Engar bækur sem nota mætti til - er þróunin of hæg. Það er því kennslu myndlistarsögu. einlæg jóla- og áramótaósk til ís- Það hefur aldrei verið skýrt á lenskra bókaútgefenda, að í fram- skilmerkilegan hátt hvers vegna tíðinni líti þeir í auknum mæli til útgáfa bóka um myndlist er svo útgáfu bóka um myndlist, þannig lítil hér á landi sem raun ber vitni. að hinn fjölmenni hópur íslenskra Útgefendur hafa lítið rætt málið. listunnenda eigi fyrir hver jól fleiri Seljast slíkar bækur illa? Verr en kosta völ en reyndin er áþessu ári. eftir Eirík Þorlóksson DJASS/Hvab hefbigerst hefbi Miles lifab lengurf Miles blæs hefðbund- inn djass að nýju ÞÓ MILES Davis sé horfinn af þessari mannlífsst jörnu lifir tón- list hans í hjörtum þeirra er djassinn skynja — og fleiri þó. Miles hljóðritaði margt um ævina sem ekki hefur verið gefið út og ef að líkum lætur mun Sony Music, sem keypti CBS-útgáfuna, gefa sitthvað út á næstunni. Miles var lengst af ferils síns á samningi hjá CBS, en undir lokin hljóðritaði hann fyrir Warner bræður. Þeir hafa nú gefíð út disk- inn DINBO, en það er tónlist úr samnefndri kvik- mynd, sem Miles Davis og Micel Legrand sömdu. Legrand hefur samið tónlist fyrir ógrynni kvik- mynda og mun Stúlkan með regnhlífina vera þeirra frægust. Miles er heldur ekki ókunnugur kvikmyndatónlist. Hann spann tónlist við mynd Louis Malle: Ascenseur pour l’échafaud, sem nú má fá í heild sinni á diski, og hann blés í tónlist bassaleikar- ans Marcus Millers í kvikmyndinni Siesta. Það er undurfögur tónlist, dálítið í ætt við Gil Evans á stund- um, og fæst á diski frá Wamer bræðrum. Margir djassgeggjarar hafa saknað gamla Miles eftir að hann hvarf á vit rafmagns- og rokkmett- aðs fönkrýþma og vilja fá hann til að blása eins og í gamla daga. Miles sagði alltaf að liðið væri liðið og hann hefði engan áhuga á gær- deginum. Því undruðust margir er Quincy Jones tókst að fá hann til að blása með stórsveit í útsetning- um Gil Evans á Montreux djasshá- tíðinni í Sviss í sumar. Vonandi verður það gefið út, en þangað til geta djassgeggjarar glatt sig við tónlistina úr Dingo. Þar má heyra Miles blása eins og á Kind of blue dögunum. Kvikmyndin Dingo er áströlsk og leikstýrir Rolf De Heer henni. Er hún væntanleg í Háskólabíó eftir áramót. Þar segir frá drengn- um John „Dingo” Anderson sem tólf ára gamall hrífst af trompet- leikaranum Bill Cross, sem heim- sækir Ástralíu. Hann dreymir að komast til Parísar og blása í tromp- et með Bill. Fullorðinn maður held- ur hann til Parísar að láta draum- inn rætast — þeir blása saman í næturklúbbi og Dingo lifir ekki sælli stund. Miles Davis leikur Bill Cross og blæs í trompetinn með dempara. Tónninn er töfrandi samur sem fyrr. Dingo er blásinn af Chuck Findley. Trompetleikur hans er ekki af Davisættinni. Breiður tónn- inn með rennandi og varaurri minnir mest á Henry Red Allen, ein vametnasta trompetsnilling djassögunnar. Allen stóð í skugga Louis Armstrongs allt sitt líf, en undir lokin skrifaði trompetleikar- inn Don Ellis um hann í down beat og sagði m.a. að hann væri „framsæknasti trompetleikari djassins um þessar mundir”. Það var á þeim árum er fijálsdjassinn var að ryðja sér til rúms. En þegar Miles hverfur aftur í tímann sækir saxafónleikarinn Andy Sheppard á fönkslóðir. Allt frá því fyrsta Antilles skífan hans kom út hefur þessi ungi breski saxafónleikari heillað djassunnend- ur. Hann lærði galdurinn af því að blása með sér reyndari mönnum — einn fárra sem farið hefur þá leið nú á tímum djassskólanna. Á nýja disknum hans, In Co- motion, eru átta verk og ber hið fyrsta af: A.S.A.P. heitir það og er rýþminn karíbskur og heitur. Flest hinna verkanna eru bræð- Miles Davis — „Einn fram- sæknasti trompetleikari djassins”. ingsættar og minnir skífan í ýmsu á bræðingsskífu altóistans Arthurs Blythe, sem var furðulegt hliðar- spor þess mæta framsóknarmanns. Blástur Sheppards er af Coltrane- ættinni og jaðrar á stundum við stælingu, þó kvartett hans sé á öðrum nótum en coltrönskum. Ágætur gestur hefur verið að leika hér um helgina. Básúnuleik- arinn Frank Lacy, sem blés á nýj- asta diski Tómasar R. Einarssonar: íslandsför. Sá diskur fékk góða dóma hjá hörðustu djassgagnrýn- endum Dana, Boris Rabinowitch í Politiken og Jörgen Sigumfield í Berlingi. Frank blæs í kvöld með hljómsveit Tómasar á Selfossi og syngur örugglega blúsinn að vanda. Það er langt síðan erlendur djassleikari hefur heimsótt Selfoss, en þar blésu John Tichai og Andras Hagberg forðum með hljómsveit Kristians Blak, Yggdrasil. Frank heldur lokatónleika sína á Púlsinum á þriðjudagskvöld og verða þar m.a. leiknar stórsveitaútsetningar hans,— spennandi kvöld það. eftir Vernharð Linnet KLASSÍSKAR PLÖTURÆV Töfraflautan leibinlegf Beechamog besta upptakan MIKIÐ hefur borið á Töfraflautu Mozarts síðustu vikur, enda sett upp í íslensku óperunni við góða aðsókn um þessar mundir. Það ræður einnig sínu að Mozarts er minnst í tilefni 200. ártíðar hans á þessu ári. Fyrir stuttu kom út á disk fyrsta upptakan af Töfra- flautunni í heild, frá árinu 1937, sem margir óperufræðingar telja bestu upptökuna af óperunni sem gerð hafi verið. Þegar leið á seinni hluta nítjándu aldar dvínuðu vinsældir Töfraflautunnar og í upphafi þeirr- ar tuttugustu höfðu fáir áhuga á að setja Töfraflautuna upp í heild, tmmmmmmmmm enda þótti óperan leiðinleg. 1914 ákvað sá merki breski stjórnandi Thomas Beecham að setja óperuna upp, en varð að fjármagna upp- setninguna sjálf- ur, því enginn vildi hætta fé sínu í óperu sem hafði þá ekki verið sett upp í Lund- únum í aldarfjórðung. Beecham hélt þó sínu striki og lét útsetja allt tal fyrir söng, enda var mat hans að óvinsældir óperunnar stöf- uðu af því að fólk ætti erfitt með að sitja undir löngum ræðum á þýsku. Nokkrir urðu til að gagn- eftir Árna Matthíosson rýna þessa ráðstöfun, en þorri g-agnrýnenda og áheyrendur nán- ast allir hrifust af þessari lausn. Kemur þá til sögunnar Walter Legge, sem var umsvifamikill út- gáfustjóri á klassískri tónlist, og hafði lengi haft hug á að taka upp Töfraflautuna með þýskum söngv- urum. Legge bað Beecham að stýra uppfærslu Fílharmóníusveitar Ber- línar til upptöku, sem Beecham féllst á með glöðu geði. Það var svo haustið 1937 að komið var saman í Berlín til að taka upp. Söngvarar voru ekki allir af upp- haflegum óskalista Beechams, enda þurfti hann að sjá af tveimur frábærum söngvurum, Alexander Kipnis og Richard Tauber, sem báðir voru gyðingar og því ekki óhætt í Þýskalandi Hitlers. Það tókst þó að fylla allar stöður og þorri óperunnar var tekinn upp í nóvember 1937, nokkur atriði í Thomas Beecham Besti stjórn- andi Töfraflautunnar á plötu að mati óperufróðra. febrúar árið eftir. Útgáfa Töfraflautunnar var í fyrsta sinn sem óperan var gefin út í heild, en hún kom út á átján plötum sumarið 1938. Allir söngv- arar fengu fyrirtaks dóma fyrir frammistöðu sína, en enginn þó betri en Gerhard Húsch, sem söng Papageno, en því hafa margir hald- ið fram að fram til þessa dags hafi enginn sungið Papageno betur. Útgáfa Beechams af Töfraflaut- unni hefur verið fáanleg meira og minna síðan, en sú útgáfa sem hér er sagt frá, og kemur frá Nimbus- útgáfunni, er sérstök viðhafnarút- gáfa sem með fylgir 254 síðna bæklingur, þar sem rakin er tilurð óperunnar og upptökunnar, allir söngvarar kynntir og birtur texti. Um svipað leyti kom svo út frá sama fyriitæki diskurinn Great Singers in Mozart, þar sem meðal annars má heyra þá Tauber og Kipnis spreyta sig á hlutverkunum sem Beecham ætlaði þeim og að auki brot úr ýmsum óperum Moz- arts með nokkrum af fremstu söngvurum fyrri hluta aldarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.