Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Við Varmahlíð í Skagafirði, rétt ofan við veginn þar sem beygt
er upp ó Vatnsskarðið, stendur húsið Lundur. Þar er leirkerasmiður-
inn Anna Sigríður Hróðmarsdóttir með verkstæði og verslun þar
sem hún selur framleiðslu sína. Diskar og krúsir af ýmsum stærð-
um og gerðum skarta í hillum frammi í búðinni, en ó bakvið
eru leirkeraóhöldin og ofninn, þar sem leirinn er brenndur. Uppi
ó lofti hvílir leirkerasmiðurinn lúin bein eftir að vinnudegi.lýkur,
þar er heimili Önnu Sigríðar og Péturs Víglundssonar, eiginmanns
hennar.
Leirkrúsir eftir Önnu Sigríði. Lj6sra: RM/Akure>'n
Það eru þijú ár síðan við fluttum
hingað norður,” segir Anna
Sigríður við mig eftir að ég
hef skoðað mig um niðri og er sest
inn í stofu með heimatilbúna tekrús
fyrir framan mig. „Eg lærði leirke-
rasmíði hjá Tove Kjarval og manni
hennar Robin Lökken,” heldur
Anna Sigríður áfram. „Ég fékk
áhuga á þessari iðn þegar ég sá
forðum daga kvikmynd um leirkera-
smíði. Mér fannst að þetta hlyti að
vera meira heillandi en búa til mat
og þvo upp í Garðyrkjuskólanum
þar sem ég var þá matráðskona.
Skólasystir mín, Tove Kjarval, hafði
verið með verkstæði í Hveragerði
en var. komin með starfsemi sína í
bæinn þegar ég flutti búferlum til
Reykjavíkur. Ég hóf nám hjá þeim
hjónum árið 1972 og lauk því fjór-
um árum seinna. Eitt ár vann ég
hjá,þeim, þá fluttu þau til útlanda,
en ég setti sjálf á stofn verkstæði
í bflskúrshomi hjá frænda mínum
á Vesturgötunni. Þremur árum
seinna kom ég upp verkstæði í kjall-
aranum á Suðurgötu 8, þar sem ég
var þangað til ég flutti hingað norð-
Meðan ég var fyrir sunnan seldi
ég gripina mína í Kúnigúnd og ís-
lenskum heimilisiðnaði, núna sel ég
bara hér í versluninni minni og örlít-
ið í Gallerí List. Ég er með mjög
góða aðstöðu hérna og það er gott
að vera við þjóðveginn með verslun-
ina. Hingað koma mjög margir til
að kaupa á sumrin. Það koma þó
mun færri að versla á veturna, en
þá safna ég í sarpinn til að eiga
eitthvað til að selja sumarið eftir.
Ég er ein með búðina og verkstæð-
ið svo þetta kemur ágætlega út að
þessu leyti, hins vegar er oft þröngt
í búi á veturna því þá dragast tekj-
umar mikið saman. Þetta var öðru
vísi fyrir sunnan, þá voru tekjurnar
jafnari yfir árið. Þess ber þó að
geta að maður verður ekki ríkur á
leirkerasmíði, þar á móti kemur að
þetta er afskaplega skemmtileg og
skapandi vinna.
I vor sem leið var stofnuð hér í
sveitinni minjagripanefnd, til þess
að reyna að fjölga atvinnutækifær-
um kvenna í sveitinni. Þrír hreppar
keyptu svo saman tjald til þess að
konurnar gætu selt framleiðslu sína
í. Þetta sölutjald var opið um helgar
sl. sumar og gekk sú.starfsemi vel.
Það vantaði hins vegar íslenska
minjagripi til að selja, bæði handa-
vinnu og fleira. Við sendum hrepps-
nefndunum bréf og báðum um fram-
lög til þess að koma þessari starf-
semi betur af stað og það var vel í
þá málaleitan tekið. Lýtingsstaða-
hreppur hefur látið okkur í té húsið
Laugaból á Steinsstöðum, þar sem
við höfum starfsaðstöðu. í framhaldi
af því pöntuðum við tvo rokka og
lögðum drög að því að fá vefstól.
Peningana sem við fáum til starf-
seminnar ætlum við að nota til að
halda námskeið til að kenna fólki
vönduð vinnubrögð á gamla vísu.
Það er eftirspurn eftir slíkum hlut-
um. Ein kona hér hefur gert ýmsa
hluti úr hrosshári, sem vakið hafa
athygli og voru vinsælir í sölutjald-
inu. Við ætlum að læra að búa til
sauðskinnsskó, hér eru gamlar kon-
ur í sveitinni sem kunna vel til slíkra
verka og geta kennt okkur hinum.
Ég veit af eigin reynslu að sauð-
skinnsskór eru ágætir inniskór.
Boðið verður upp á útskurðarnám-
skeið og líklega verður kennt að
skera út spæni. Núna er framundan
sá tími sem lítið er að gera í sveit-
um og þá er gott að eiga í Lauga-
bólshúsið að venda, geta fengið þar
tilsögn og setið þar saman við alls
kyns handavinnu. Gripina sem til
verða getum við svo selt næsta
sumar í sölutjaldinu okkar.”