Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 Vélskipið „Liemba” á leið frá höfninni í Kigoma með stefnu á Zambíu. Eftir langt líf þarf að hressa upp á þetta ryðg- aða stálskip. Skipið sem neitar að deyja Balc við óhrjálegan slcipsskrokkinn felst ein af lcynlegri sögum siglinganna eftir Henrik Stanek og Bernhard Trier DAGLEGA gegnir vélskipið „Liemba” lífsnauðsynlegu samgöngu- hlutverki fyrir íbúana við strendur Tanganyika-vatnsins í Afríku. Bak við óhrjálegf útiit skipsins felst ein af kynlegri sögum sigling- anna. Saga sem gaf bandaríska leikstjóranum John Huston hug- myndina að lokaþætti sígildrar myndar hans, „Afríkudrottningin”. Frammistaða „Liemba” í fyrri heimsstyrjöldinni gaf John Huston hugmyndina að endinum á kvikmynd- inni „Afríkudrottningin” þar sem hann lét gefa Humphrey Bogart og Katherine Hepburn saman á dekki þýzks fallbyssubáts nokkrum sekúndum áður en hann sökk. / En við hefjum sög- una árið 1911 þeg- ar þetta 750 tonna skip var smíðað hjá Meyers-skipasmíð- astöðinni í Þýzkalandi til siglinga á Tanganyika-vatni. Þjóðveijar vildu fá öruggt samgöngutæki til að ná sem mestu út úr keisara- legri nýlendu sinni, Þýzku Austur- Afríku. Skipið hlaut nafnið „Graf von Götzen”, og eftir vel heppnaða reynslusiglingu á Eystrasalti var skipið sagað niður í smáhluta og flutt sjóleiðis til fyrrum þrælasölu- hafnarinnar Dar es Salaam við Indlandshaf. Þaðan voru skipshlutarnir send- ir áfram með járnbrautarlest til þorpsins Tabora inni í miðju landi. Lengra lá járnbrautin ekki, svo það sem eftir var leiðarinnar þurfti að notast við mannaflið. Fleiri þúsundir innfæddra voru fengnar til að bera skipið. Undir stífri þýzkri stjórn mjakaðist þessi langa fylking hægt og hægt yfir skógi vaxið fjalllendi, gegnum rakan og næstum ófæran frumskóginn, og meðfram illfærum fenjum þar sem krökkt var að skordýrum. Þessi þrælslega og erfiða leið til hafnar- bæjarins Kigoma á strönd Tang- anyika-vatnsins er í það minnsta 1.000 kílómetra löng og liggur um eitt illfærasta landsvæði sem Afr- íka hefur upp á að bjóða. I Kigoma var „Graf von Götzen” hnoðað saman við frumstæð skil- yrði í leðjunni á ströndinni, og hóf síðan siglingar sem farþega- og flutningaskip á nærri 700 kíló- metra löngu vatninu. I þýzkri herþjónustu I tæpt ár var „Graf von Götzen” notað sem friðsamlegt flutninga- tæki á Tanganyika-vatni áður en áhrifaríkir atburðir í Evrópu spilltu friðsælu hlutverki þess. Fyrri heimsstyijöidin hófst, og stuttu síðar tókst Bretum að laska þýzka beitiskipið „ Von Königsberg” sunnan við Dar es Salaam. Þjóðveij- um tókst að bjarga einni af stórum fallbyssum beitiskipsins og flytja hana til Kigoma. Þar var henni komið fyrir um borð í „Graf von Götzen”, og var flutningaskipið þar með komið í þýzka flotann. Þessi nærri 72 metra langi keis- aralegi fallbyssubátur varð stærsta, hraðskreiðasta og bezt vopnaða skipið á vatninu. Það varð allsráðandi á siglinga- leiðunum milli ensku nýlendnanna Norður-Rhódesiu (Zambíu) og Brezku Austur-Afríku (Kenýa og Uganda). Skelfirinn mikli „Graf von Götzen” fór með sigur af hólmi í mörgum átökum á vatn- inu, og heijaði sem skelfirinn mikli á Tanganyika-vatni. Þessi afrek gáfu John Huston hugmyndina að lokum myndarinnar „Afríkudrottn- ingin”, sem var með Humphrey Bogart og Katherine Hepburn í aðalhlutverkum. í myndinni rekast þau Bogart og Hepbum, í hlutverkum drykk- fellda skipstjórans á „Afríkudrottn- ingunni”, Charlie Allnut, og enska trúboðans Rose Sayer, á ógn- þrungna þýzka fallbyssubátinn „Lo- uisa”. í skjóli nætur reyna þau að granda ofureflinu með tundurskeyt- um frá hrörlegri tréskútu Allnuts, en skútunni hvolfír. Morguninn eft- ir standa þau tvö á dekki þýzka fallbyssubátsins með snörurnar um hálsana. Áður en dauðadómnum er full- nægt fellst skipherrann á að gefa þessa lánlausu bandamenn saman í hjónaband. Meðan athöfnin fer fram siglir „Louise” á flak „drottn- ingarinnar” og sprengir heimasmíð- uð lundurskeyti Allnuts. „Louisa” sekkur, en hamingjusöm og nýgift ösla Bogart og Ilepburn í land. Til hvíldar á hafsbotni Ilollywood-sögu Hustons ber ekki alveg saman við staðreyndirn- ar, því Þjóðveijar sökktu sjálfir fall- byssubáti sínum. Þegar ljóst var orðið árið 1916 hvert stefndi í stríðsrekstrinum sigldu þeir „Graf von Götzen” suður með austurströnd Tanganyika- vatns, smurðu vélarhluta rækilega með feiti, og opnuðu botnventlana. Fallbyssubáturinn lagðist til hvíldar í vatninu, því Þjóðveijar vonuðu að þeim gæfist síðar tæki- færi til að ná skipinu upp. Enn gripu heimsviðburðirnir inn í sögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.