Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENIMIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 25 ■ Sænski handritshöfund- urinn Reidar Johnson, sem útnefndur vai’ til Ósk- arsins fyrir besta handrit þegar hann skrifaði „Mit liv som en hund“ eftir samnefndri bók sinni, er farinn að undirbúa fram- haldsmynd Hundalífsins. Hún á að heita „My Fat- her, His Son“ og vera hluti númer tvö í trílógíu og hún verður gerð í Bandaríkjun- um á ensku. Johnson vill fá Morgan Freeman í aðalhlutverkið, strákurinn Ingemar Johansson, sem sagan fjallar um, verður áfram leikinn af Anton Glanzelius og talað hefur verið um Graeme Clifford („Frances") sem leikstjóra. Hvernig fara á að því að færa sögusviðið vestur um haf er á huldu. MNýjasta mynd banda- ríska leikstjórans Barry Levinsons heitir „Wilder Napalm“ en tökur á henni hófust í nóvember sl. „Na- palm“ er TriStar mynd með Debra Winger, Dennis Quaid og Arliss Howard í aðalhlutverkum. ■ Tökur á stórmynd þeirra feðga Alexanders og Ilia Salkind, Kristófer Kólumbus: Uppgötvunin eru nú hafnar. Það er að- eins einn hængur þar á; Kólumbus er ófundinn. Bond-leikarinn Timothy Dalton hætti við hlutverkið og fóru þá framleiðendurn- ir að leita logandi ljósi að einhveijum í hans stað og kom Matt Dillon helst til greina ásamt Willem Dafoe. Marlon Brando hefur ákveðið að leika lítið hlutverk í myndinni fyrir dálaglega summu en talað er um Isabellu Rosselini og Tom Selleck af öllum í hlutverk ísabellu drottn- ingar og. Ferdinands. Á meðan siglir Kólumbus Ridley Scotts seglum þöndum með Gerard Dép- ardieu við stýrið. Drakúla í tísku 11.000 A FUGLASTRÍÐIÐ Eftir að fréttir bárust af því að Francis Ford Coppola væri farinn að kvik- mynda hina einu og sönnu Drakúlasögu Bram Stokers með Gary Oldman, Winona Ryder, Anthony Hopkins og Keanu Reeves, fór að bera á öðrum blóðsugum í Holly- wood svo nú er ekki ein heldur nokkrar á leiðinni á hvíta tjaldið. x Horrormeister Stephen King hefur skrifað kvik- myndahandrit sem heitir Sv.efngenglar og segir frá blóðsugum utan úr geimn- um sem koma til jarðarinnar í leit að nýjum fórnarlömb- um. Líklega verður myndin frumsýnd undir vorið. Saklaust blóð heitir önnur sem John Landis leikstýrir með Anthony LaPaglia og Anne Parillaud (úr frönsku hasarmyndinni Níkítu) í aðalhlutverkum. Parillaud leikur vampýru sem aðeins sýgur blóð úr þijótum og ómennum. Aðrar eru „Love at Sec- ond Bite“, framhaldsmynd „Love at First Bite“ með Guy Hamilton frá 1979 og „The Lost Boys II“, fram- haldsmynd samnefndrar myndar frá 1987 sem í léku Jason Patric og Kiefer Suth- erland. Joel Schumacher mun leikstýra aftur. Og loks má nefna myndina Viðtal við vampýru sem byggir á fyrstu sögunni í trílógíu bandaríska rithöfundarins Anne Rice. Alls hafa um 11.000 manns séð dönsku teiknimyndina Fuglastríðið í Lumbruskógi í Regnbog- anum, að sögn Andra Þórs Guðmundssonar rekstrar- stjóra, en myndin er sýnd með íslensku tali. Hann sagði að Ungu harðjaxlarnir væru komnir í rúmlega 6.000 manns og Henry: Nænnynd af ijölda- morðingja hefðu um 4.000 manns séð. Nu er sýningum lokið á tveimur Kevin Costner myndum bíósins og sagði Andri Þór að Hrói hött- ur hefði endað í 41.000 manns en Óskarsverðlauna- myndin Dansar við úlfa í um 53.000 manns. Á meðal fyrstu mynda bíósins á nýju ári má nefna hasarmyndina „Ricochet" með Denzel Washingt- on, John Lithgow og Ice T, „Free- jack“ með Mick Jagger, Anthony Hopkins og Em- ilio Esteves, en það er framtíðar- þriller, og loks gaman- myndina Segðu ekki mömmu að barnapían er dauð. Regnboginn hefur tryggt sér sýningarréttinn á bíó- myndinni Tvídrangar eftir David Lynch, að sögn Andra Þórs, en tökur standa nú yfir á henni í Bandaríkjunum. Einnig hefur bíóið réttinn á nýjustu mynd Michael Douglas, „Basic Instinct“. í BÍÓ Urvalið í bíóunum núna rétt áður en jóla- myndirnar skella á er dág- ott með Thelmu og Louise í fararbroddi í hinu nýja og glæsilega kvikmynda- húsi Sambíóanna, Sagabíó. Hún segir frá útlagakvens- um tveimur og er hröð og skemmtileg. Annai-s einkennist úr- valið nokkuð af listrænum myndum. í Háskólabíói má minna á nýjustu mynd pólska - leikstjórans Krzysztof Kieslowski um Veróm'kurnar tvær og í Regnboganum hafa Lista- hátíðarmyndir verið til sýn- inga eins og Vegur vonar, Homo Faber og Ó, Car- mela og fyrir helgi bytjaði franska myndin „La glory de mon pére“. Þá má ekki gleyma nýju Bertolucci myndinni í Sam- bíóunum, „The Sheltering Sky“, með Debra Winger og John Malcovich. Hún er svokallaður gullmoli bíó- anna. Yfir í allt annað; loksins deyi- martröðin Freddi í Laugarásbíói og þurfti til þess fimm myndir og þrívídd í endann. Ungir harðjaxlar; 6.000 nianns. SYNINGAR- STJÓRI STALÍIMS Nyjasta mynd rússneska leikstjórans Andrejs Kontsjalovskíjs heitir I innsta hring eða „The Inner Circle" og er með Tom Hulce í aðal- hlutverki. Myndin er um eink- asýningarstjóra einræðisherr- ans Jósefs Stalíns í Sovét- ríkjunum. Hann hefur trölla- trú á Stalín og kerfinu sem hann stendur fyrir, svo mikla reyndar að hann mótmælir varla þegar yfirmaður KGB tekur af honum eiginkonu hans, sem Lolita Davidovich leikur. Myndin gefur mjög óvenju- lega sýn á lífið bak við Járn- tjaldið og segir leikstjórinn að hún sé sú fyrsta sem tekin er innan Kremlarmúra og í aðalstöðvum KGB. Kontsjalovskíj hitti sýning- arstjórann Alexander Ghans- hín, sem myndin fjallar um, fyrir meira en 20 árum og sannfærðist um að samband hans og Stalíns væri efni í bíómynd. Sýningarstjórinn, Ghans- hín, sem er áttræður, var oft viðstaddur upptökur á mynd- inni í Moskvu og ráðlagði Hulce. Síðasta mynd Kontsj- alovskíjs var Tango og Cash með Sylvester Stallone. Hulce var eftirminnilegur sem Amadeus og Davidovich lék fatafelluna sem heillaði Paul Newman í „Blaze“. KVIKMYNDIRs^n. /Hvemig verdur kvikmyndatónlist til? Þaðbytjará handrítinu Hilmar Orn Ililmarsson tónlistarmaður og nýbakaður Felixverðlaunahafi fyrir bestu kvikmyndatónlist Evrópu á árinu í myndinni Börn náttúrunnar, vinnur nú við að semja tónlistina í bíómynd Kristínar Jóhanncsdóttur, Svo á jörðu sem á himni. Hann ihugar þrjú tilboð frá Þyska- landi, Bretlandi og Bandarikjunum um frekari verkefni á sviði kvikmyndatónlistar. Hilmar Örn Hilmarsson; góð fimmtán mínútna frægð. essar 15 mínútur af frægð voru mjög góð- ar,“ sagði hann um afhend- inguna í Berlín, „og vonandi kemúr ein- hver vinna útúr því.“ Svo bætti hann því við að hann færi sér rólega, væri latur að eðlisfari og kynni ekki við að vinna meira en góðu hófi gegndi. En hvernig verður kvik- myndatónlistin hans til? „Það byijar á handritinu," segir Hilmar Örn. „Úr því fæ ég hugmyndir og kynnist and- rúmsloftinu. Eg reyni líka að vera viðstaddur tökur eins mikið og ég get og réð mig til dæmis sem leikmunavörð við upptökurnar á mynd Kristínar fyrir austan. Þann- ig kynnist ég blóði, svita og tárum kvikmyndagerðarinn- ar. Þegar ég gerði tónlistina við „Börnin“ vann ég mig áfram á öllum kiippistigum. Eg sá fyrir mér hrynjandina eftir tivert klippistig og sett- ist loks niður með myndina á myndbandi eftir lokaklipp- ingu og reiknaði út taktrás- ina í þeim tökum sem tónlist- in átti að vera. Það var tíu daga ströng stærðfræðivinna að reikna út taktana. Eftir það fór ég í upptökuver. Þar vann ég grunntónlistina, sumt sá ég sjálfur um en fékk þá Szymon Kuran fiðlu- leikara og Stefán Örn Arnar- son sellóleikara til að spila undir taktrásina. Tónlistin fylgdi klippingunni algerlega þannig að áherslan kom alltaf á réttum stöðum. Ég áttaði mig fljótlega á því að ég yrði að nota strengi rnikið. Það kemur af sjálfu sér þegar fjallað er um aldrað fólk, þá notar maður ekki liljóðgerfla. Tónlistin byggir mikið á klisjum. Uppistaðan er fiðla í bland við ástríðu- fulla sígaunatóna. Hún leitar því í klisjurnar en ég reyni að umbreyta klisjunni þannig að hún iifni og verði eitthvað meira; undirstriki það sem gerist. Kvikmyndatónlistin á að hverfa í bakgrunninn. Hún á alls ekki að skera sig úr, hún er hluti af myndinni í heild. Börn náttúrunnar er óskaplega rík mynd af tilfinn- ingum og ég vissi frá upp- hafi að ekkert gæti farið úr- skeiðis. Þessa sömu vissu hef ég gagnvart mynd Kristínar; það er ekki séns að liún klikki. Það er bytjað að klippa hana og ég er farinn að semja laglínur og leggja niður fyrir mig hrynjandina en ég tek ekkert upp fyrr en í febrúar. Tónlistin í „Svo á jörðu" mun einkennast mikið af kórsöng, í henni er mikið af röddum,“ sagði Hilmar Örn að lokum. eftir Arnald Indriðason i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.