Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 ÆSKUMYNDIN .. . ER AF JÓLASVEINABRÆÐR UM Brögðóttir en bam- góðir bræður HREKKIR og prettir eru þeirra líf og yndi. Þeir eiga þrátt fyrir allt sinar góðu hliðar því fyrir hver jól standa þeir í ströngu við að gleðja litlu börnin. Þá koma þeir til byggða, hlaðnir gjöfum og lauma góðgæti í einn og einn skó. Jólasveinamir eru þrettán að tölu og kom sá fyrsti, Stekkjastaur, til byggða 11. desember sl. Stekkja- staur hefur haft í nógu að snúast síðan hann kom til mannheima, en þegar Morgunblaðið náði af honum tali sagði hann að óvenju mikið væri nú um stillt börn á íslandi og því þyrftu bræður hans, sem á eft- ir kæmu, að troða vel í pokana sína áður en þeir legðu í ’ann. Foreldrar jólasveinanna eru þau heiðurshjón Grýla og Leppalúði og eins og allir vita ólust bræðurnir upp í fjöllunum og tröllamjólk var eitt af því besta sem þeir fengu í æsku. Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Og svipaðar prakkarasögur eru til af hinum bræðrunum: „Giljagaur faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við ijósamanninn tal. Stubbur- inn Stúfur krækti sér í pönnu þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Þvörusleikir var fjarska- lega mjór, en þegar eldabuskan fór þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Pottasleikir var skrítið kuldastrá. Þegar bömin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku upp til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti ’ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Askasleikir var dæmalaus. Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Þeg- ar fólkið setti askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Hurðaskell- ir var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér væran dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfír því þó harkalega marraði hjörunum í. Skyrgámur var skelfílegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein. Bjúgnakrækir var brögðóttur og snar. Hann heritist upp í ijáfrin og hnuplaði þar. A eldhúsbita sat hann og át þar hangið bjúga, sem engan sveik. Gluggagægir grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Gáttaþefur aldrei fékk kvef, en hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reyk- ur, á lyktina rann. Ketkrókur kunni á ýmsu lag. Hann þrammaði í sveit- ina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá. Þrettándi var Kertasníkir, þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfanga- dagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.“ ÚR MYNDASAFNINU . . . ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Nýir bílar og nýtt bíó Myndasafnið að þessu sinni er tekið úr safni fréttamynda af atvikum, sem á þeim tíma þóttu fréttnæm, en myndu kannski ekki þykja svo ýkja merki- leg í dag. Það er til dæmis ólíklegt að ljós- myndari Morgun- blaðsins yrði kvaddur til þótt ný rúta kæmi í bæinn. Ný tegund af „öskubíl“ gæti þó sloppið inn á fréttasíður blaðsins, ef þar væri um byltingarkenndar nýjungar að ræða og ef til vill er það myndefni enn í dag þegar nýtt kvikmyndahús er tekið í notk- un. Það þóttu að minnsta kosti stórtíðindi þegar Austurbæjarbíó var tekið í notkun um miðbik ald- arinnar, enda var húsið hið glæsi- legasta á þeirra tíma mælikvarða. Nýi öskubíllinn, sem kom um svip- að leyti, þótti líka afar merkilegt tæki enda búinn útbúnaði scm ekki hafði sést áður og um langferðabíiinn, sem sást fyrst á götum bæjarins í upphafi sjötta áratugarins, er það að segja að hann þótti boða þáttaskil í gerð slíkra farartækja með hið glæsilega„straumlínu- lag“, það er beinn niður að fram- an í staðinn fyrir gamla „húddið“ sem tíðkast hafði fram að því. Eitt mesta framfaraspor í sögu íslenskrar sorphreinsunar var stig- ið með því að taka þessa tegund öskubíls í notkun. SVEITIN MÍN ER . . . SAUÐANESHREPPUR Á LANGANESI Sigríður Erla Sig- urbjörnsdóttir Sauðaneshreppur á Langanesi. „LANGANES líkist fugli á landakorti og lætur Iítið yfir sér séð frá veginum, en í yfir- lætislausu landslaginu býr náttúrufegurð og mikið fugla- líf,“ segir Sigríður Erla Sigur- björnsdóttir kennari, sem átt hefur jörð á Langanesi í átján ár og dvelur þar öll sumur. Sérstök birta norðursins eykur á margbreytileika náttúrunnar í Sauðaneshreppi,“ segir Sigríður. „Bærinn minn stendur á sunnan- verðu Langanesi og þegar komið er á hæð nokkra við bæinn blas- ir við stórfengleg sjón: Vatn, fjallshlíðar og hafflötur. í göml- um heimildum er talað um Fögruvík og er ekki ólíklegt að við upphaf byggðar hafi verið hér vík, en í rás tímans myndast eiði sem skildi víkina frá opnu hafi. Innst við vatnið er hóll, nefndur Skiphóll, sem bendir til að hér hafi verið uppsátur eða skipalægi. Uppáhaldstími minn er í eggtíðinni á vorin þegar bjart er allan sólarhringinn. Upp úr síðustu aldamótum fór bóndinn sem hér bjó að aka grjóti á ís á veturna til að koma upp varp- hólma og tók það 20 ár. Núna er mikið æðarvarp í þessum hólma og fylgir því ólýsanleg ánægja að sýsla við það.“ ÞANNIG... PAKKAR MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIRINN JÓLAGJÖFUM • • Oðruvísi pakkar „AÐ PAKKA inn jólagjöfum er einn skemmtilegasti þátturinn í jólaundirbúningnum. Ég reyni að hafa jólapakkana dálítið öðruvísi, enda þekkir fjölskyld- an þá orðið úr í pakkahrúgun- um við jólatrén," segir Margrét Magnúsdóttir. Svo mikill er áhugi hennar á að pakka hlut- um inn og skreyta, að hún fékk sér vinnu í blómabúð. Það hefur þó síður en svo dregið úr ánægj- unni við að dunda sér við jóla- gjafirnar. Morgunblaðið/KGA Það kennir ýmissa grasa á jóiapökkunum hennar Margrétar. Margrét segist yfirleitt pakka inn á Þorláksmessu eða helgina fyrir aðfangadag og reyn- ir að gefa sér góðan tíma. „Við gefum ekki marga pakka, svo þetta er ekki lengi gert.“ Hún pakkar inn í gjafapappír, sellófan, tau, dagblöð, skábönd eða annað efni sem til fellur. „Pappírinn hef ég yfirleitt einljtan, svo að skraut- ið njóti sín. Ég hendi eiginlega engu og þegar kemur að því að skreyta, gríp ég til þess sem ég hef sankað að mér. Svo kemur auðvitað fyrir að ég bý skrautið til,“ segir Margrét. Meðal þess sem hún hefur skellt utan á jólapakk- ana eru límmiðar, jólakúlur, grein- ar, piparkökufígúrur, slaufur, blúndur og borðar. Svo merkir hún pakkana með heimagerðum mið- um. Hún ýmist saumar nokkur krossaumsspor og límir á karton eða teiknar beint á það og skrifar síðan stutta jólakveðju. Margrét segir misjafnt hvað fólki finnist um allt þetta dútl í kringum pakkana. „Ég dútla meira við þá sem ég veit að hafa gaman af því, en hef pakka til lí- tilla barna einfaldari, þar sem þau hafa meiri áhuga á innihaldinu en því sem er utan um. Ef pakkarnir eru litlir, á ég það til að plata dálítið og pakka gjöfinni í stærri umbúðir. Svo er ég líka vís til að undirstrika hvað í pakkanum er með innpökkuninni, nota glært sellófan eða hafa pakkann eins í lögun og innihaldið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.