Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 27 Minning: Sigríður Gunnlaugs- dóttir frá Kolugili Fædd 5. ágúst 1906 Dáin 5. desember 1991 Kallið er koraið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Aðfaranótt fimmtudagsins 5. desember andaðist á Borgarspítal- anum hún amma mín, Sigríður Gunnlaugsdóttir. Hún fæddist að Kolugili í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Ögn Auðbjörg Gríms- dóttir og Gunnlaugur Daníelsson, en móður sína missti amma mjög ung. Hún átti fimm alsystkini, þau voru Ingibjörg, sem er látin, Krist- ín, sem einnig er látin, Björn Axel, Haraldur og Daníel, sem lést ung- ur. Einnig átti hún þrjú hálfsystk- ini, þau eru Agnar, sem er látinn, Ingvar og Auðbjörg Ása. Amma var í sambúð með Jó- hanni Jóhannssyni sem lést 15. desember 1964. Þau eignuðust tvö börn, Erling og Sigrúnu. Erling er fæddur 26. júní 1933, kvæntur Þórunni Rut Þorsteinsdóttur og eiga þau tvær dætur, Fjólu og Agn- esi. Sigrún er fædd 18. nóvember 1936, var gift Guðmundi Jóhanns- syni sem lést í júní á þessu ári. Þau eignuðust fimm dætur, Önnu Krist- ínu, Sigríði Ásdísi, Jóhönnu, Hildi Sigrúnu og Ingu Rakel. Barna- barnabörnin hennar ömmu eru orð- in ellefu talsins. Amma bjó lengst af í Samtúni 38 í Reykjavík en flutti síðar á vist- heimili aldraðra í Seljahlíð. Amma var mjög dugleg kona. Hún passaði það að fuglarnir á Tjörninni fengju brauðið sitt á sunnudögum og að kettirnir í hverf- inu fengju nóg að borða enda voru þeir margir sem heimsóttu ömmu Blómmtofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. á degi hveijum. Þeir gleymdu nú ekki að þakka fyrir sig því það var oft sem amma þurfti að losa vig við fugla og mýs úr íbúðinni. Eg minnist allra sunnudaganna sem amma eyddi með okkur systr- unum hér á árum áður. Þá var byijað á því að fara í kirkju, svo var labbað um bæinn, keyptur ís og fuglunum gefið brauðið sitt. Eftir þetta allt saman var tekinn strætó heim en amma ferðaðist mikið með strætó. Þegar svo amma hringdi og sagð- ist ætla að koma í heimsókn var ég ekki lengi að reikna út með hvaða strætó amma kæmi út á nes og svo var lagt af stað út á stoppu- stöð ti! að taka á móti ömmu. Á meðan heilsa ömmu leyfði voru jóladagur og páskadagur dagar sem Ijölskyldap eyddi hjá ömmu í Sam- túninu. Á jóladag eldaði amma hangikjötið en ég beið alltaf spennt eftir ísnum sem amma bar fram eftir matinn. Á páskadag fékk maður alltaf tjúkandi súkkulaði og kökur. Aldrei vantaði rjómatertuna á borðið hjá ömmu enda bakaði hún heimsins bestu ijómatertur, þó að hún hefði nú ekki viljað viðurkenna það sjálf. Alltaf var hreint og fínt hjá ömmu og gott að koma til hennar. Ekki fannst mér verra þegar ég gat verið ein hjá henni því þá gátum við setið tímunum saman og spilað ólsen ólsen. Amma var mér mikill vinur. Virtist mér sem amma væri tilbú- in að kveðja þennan heim enda hafði hún á orði skömmu fyrir andl- átið að nú vildi hún að Guð og góðar vættir kæmu og sæktu sig. Heilsa ömmu var ekki mjög góð nú síðustu mánuði, hún treysti sér lítið til að fara út úr húsi. Er mér minnisstætt þegar ég sótti hana upp í Seljahlíð nýlega og áður en við gengum út kvaddi amma fólkið sem varð á vegi okkar og sagðist nú lík- lega ekki koma aftur. Þetta óx henni greinilega mjög í augum. En nú er amma farin og kemur ekki aftur. Eg kveð góða ömmu með tár í augum. Minningin lifir. Hildur Sigrún Elskuleg amma okkar og tengda- mamma verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. des- ember. Sigríður Gunnlaugsdóttir eða amma Sigga eins og við kölluðum hana fæddist á Kolugili í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu árið 1906. Hún var dóttir Gunnlaugs Daníels- Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SK£MMUVEQI48SlMI?eer7 . sonar bónda og Agnar Auðbjargar húsfreyju á Kolugili. Amma var fjórða 'í röðinni af sex systkinum. Hún eignaðist þijú hálfsystkini. Fjögur systkinanna eru enn á lífi. Móður sína missti hún mjög ung og var það henni þungur missir. Amma hennar, Sigrún Sesselja Jónsdóttir, gekk þeim systkinum í móðurstað þar til Sigrún seinni kona föður þeirra kom inn á heimil- ið. Amma Sigga ólst upp í Kolugili þar til að hún fór ung til starfa á Galtarholti í Borgarfirði. Eftir skamma dvöl þar lá leiðin til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við þjónustu og framreiðslustörf á ýmsum heimilum. Árið 1930 heitbast amma Jó- hanni Jóhannssyni sem lést 1964 og eignuðust þau tvö börn, Erling, fæddan 1933 og Sigrúnu, fædda 1939. Erling er húsasmiður og kvæntur Þórunni Rut Þorsteinsdótt- ur og eiga þau tvær dætur, Fjólu og Agnesi. Sigrún sem starfar við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar- innar, kvæntist Guðmundi Jóhanns- syni sem lést 9. júní 1991, þau eign-. uðst fimm dætur, _sem eru Anna Kristín, Sigríður Ásdís, Jóhanna, Hildur Sigrún, og Inga Rakel. Jó- hanna og Sigríður bjuggu lengst af í Samtúni 38 sem Jóhann heitinn byggði. Amma Sigga var mjög mik- ið náttúrubarn. Hún naut sín best úti í náttúrunni og var öllum stund- um í garðinum sínum sem hún ræktaði sjálf af alúð meðan kraftar entust. Snyrtimenni var amma mik- ið og var allt skínandi hreint í kring- um hana. Hún var mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá. Dul var hún og trúuð og sannur vinur vina sinna. Nú þegar líður að jólum rennur hugurinn í gegnum öll glæsilegu og skemmtilegu jólaboðin á jóladag hjá ömmu í Samtúni. Tilhlökkunin var alltaf mjög mikil, up'pdekkað glæsiborð fullt af kræsingum, hangikjötið, aspas önnnu Siggu súpan, og góða íjómatertan spes. Hún rúmaði alltaf eitt herbergi fyr- ir okkur frænkurnar svo við gætum verið alveg útaf fyrir okkur í dúkku- leik og þáð kunnum við vel að meta. í huganum geymum við ömmu jól sem fjársjóð í hjarta okk- ar, og þökkum henni allar jóla- stundirnar. Síðustu fimm árin dvaldist amma á Seljahlíð, vistheimili aldraðra, og þar leið henni mjög vel. í nóvember fór heilsu hennar að hraka og síð- ustu fjórar vikurnar dvaldist hún á Borgarspítalanum og var að lokum orðin sárþjáð. Þar veitti hjúkrunar- fólk henni mjög góða aðhlynningu. Að lokum fékk hún þá kvíld sem hún þráði. Við biðjum góðan guð að taka á móti henni með hlýju og kærleika. Að lokum vil ég þakka tengda- móður minni og ömmu okkar fyrir ánægjulegar samverustundir. Við biðjum góðan Guð að blessa og vernda pabba okkar, Sigrúnu og fjölskyldu hennar, á þessari erf- iðu stundu. Megi sólargeislar eilífðarljóssins lýsa upp veginn hennar til nýrra heimkynna. Ó, Ijóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og fóður minn og móður. Nú sest ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. (SB 1886-M.Joch.) Rut, Fjóla og Agnes. Halldóra Guðmunds- dóttir — Guðmund- ur Siggeirsson Halldóra Fædd 30. maí 1906 Dáin 6. desember 1991 Guðniundur Fæddur 24. mars 1906 Dáinn 25. júní 1990 Amma var fædd á Látrum í Sléttuhreppi, dóttir Guðmundar Pálmasonar bónda og Ketilríðar Þorkelsdóttur. Skömmu eftir fæð- ingu var hún tekin í fóstur af Jó- hannesi Elíassyni og Guðrúnu Þor- björgu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim, fyrst á Látrum en þau hjón- in fluttu svo til Hnífsdals er amma var enn á barnsaldri. Afi fæddist á Baugstöðum í Stokkseyrarhreppi, sonur Siggeirs Guðmundssonar og Kristínar Jó- hannsdóttur, og ólst þar upp. Fað- ir hans lést er hann var 12 ára gamall. Móðir hans bjó áfram á Baugstöðum ásamt börnunum en fluttist síðar að Læk í Ölfusi ásamt seinni manni sínum, ísleifi. Afi og amma kynntust 19 ára gömul í Reykjavík. Amma var þá í vist en afi stundaði sjómennsku sem og hann gerði mestan hluta ævinnar. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1934 og bytjuðu búskap í Reykjavík. Ámma var þá í vist en afi stundaði sjómennsku sem og hann gerði mestan hluta ævinnar. Þau gengu í hjónaband 9. júní 1934 og byijuðu búskap í Reykja- vík en fluttu tíu árum síðar austur á Eyrarbakka þar sem þau bjuggu í tólf ár. 1956 fluttu þau svo í Kópavoginn þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- rúnu Þorbjörgu, 15, júlí 1935, ör- yrki og í september 1950 tóku þau mömmu í fóstur, fædda 20. sept- ember 1950. Afi og amma sögðu alltaf að það hefði verið þeim mik- il gæfa en gæfan var ekki síður okkar að fá að kynnast þeim og njóta handleiðslu þeirra. Fyrir okk- ur barnabörnunum voru afi og amma vinir og félagar sem áttu ómælda ástúð sem þau voru óspör á. Þau voru ekki bara afi og amma að nafninu til sem barnabörnin þekkja takmarkað. Sem ungt barn var ég mikið hjá afa og ömmu og þeim stundum fækkaði ekki þó árin liðu. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra og við sóttumst eftir því að fá að dvelja hjá þeim. Litla gulbrúna húsið á Kársnesbrautinni var okk- ur sem annað heimili og þó plássið væri af skornum skammti vorum við alltaf hjartanlega velkomin. Enda voru þær ófáar helgarnar og jafnvei vikurnar em við dvöldum hjá afa og ömmu. Þau höfðu alltaf tíma til að hlusta og taka þátt í einhveiju með okkur. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann; við feng- um fijálsar hendur í eldhúsinu og dunduðum okkur við pönnuköku- bakstur, hlustuðum á plötur á plötuspilaranum hennar Gunnu, skreyttum jólatréð, skárum rabar-.- bara með ömmu eða tókum upp kartöflur með afa. Eða þegar við fengum að tjalda gamla vega- vinnutjaldinu hans afa úti í garði. Það var alveg sama hvað við tókum okkur fyrir hendur okkur var tre- yst fyrir því. Afi og amma sýndu líka alltaf áhuga á því sem við vorum að gera, hvort sem það tengdist skó- lanum, íþróttum eða kór og hvöttu okkur til dáða. Þau voru einnig iðin við að fara með okkur í leik- hús og kirkju og innkaupaferðirnar með bláu keruna eru minnisstæðr- ar. Minningarnar eru óendanlegar og við eigum afa og ömmu svo óskaplega margt að þakka. Við kveðjum þau að sinni með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allt. Við eigum allar yndislegu minningarn- ar og erum því rík í vissum skiln- ingi. Við vitum að nú líður þeim vel og eru saman á ný. Þau munu alltaf eiga sér staði í hugum okkar og hjörtum. Fyrir hönd barnabarnanna, Hjördís Ólöf Jóhannsdóttir. MINI - STÆÐA m LW/MW/FM Stereo jpjTari Tónjafnari Tvöfalt kassettutæki 120 watta magnari 2 hátalarar Fjarstýring Sértilboð: 69.950,- stgr. YAMAHA HLJÓMTÆICI S3 Afborgunaiskilmálar [!§] VÖNDUÐ VERSLUN HUQMGO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.