Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 KLASSISK DÆGURTÓNLIST VÍÐA erlendis hefur útgáfa á „klassískri“ dægurtónlist tekið kipp með geisladiskavæð- ingunni. Hér á landi hefur það einkum verið Steihar hf. sem gefið hefur út gamla íslenska dægurtónlist, undir heitinu Aftur til fortíð- ar, enda lagasafn fyrir- tækisins gríðarstórt. Fyrir stuttu kom út þriðji skammtur, sem heitir einfaldlega Aftur til fortíðar, þriðji hluti. Veg og vanda af útgáf- unni hefur-áónatan Garðarsson haft, en hann hefur haft yfirumsjón með að flytja tónlistina af gömlum og oft hálf- ónýtum segulböndum yfir í stafrænt form og jafn- hliða gert hana hæfa til útgáfu. Jónatan segir að hlé verði á Aftur til fortíðar- diskum í bili, en þó sé mikill spenningur fyrir því að gefa út fjórða skammt. „Það verður líka gert, en ekki fyiT en næsta haust í fyrsta lagi. Það er nóg til af efni á fleiri diska, en við ætlum að sjá hvern- ig þessir fara.“ Misjöfn vinna hefur farið í lögin á diskunum og sum tók allt upp í hálf- an annan mánuð að gera útgáfuhæf. Jónatan segir þó að ágætlega miði að vinna í gegnum lagasafn Steina hf., „en ég er enn bara með tóppinn af jak- anum. Eftir því sem ég fer lengra sé ég betur hve mikið er eftir“. Jónatan var á því að þessir þrír pakkar, sem nú væru komnir út, gæfu hver um sig gott þversnið af því sem helst var á seyði á hveijum tíma. Vitanlega söknuðu einhveijir laga sem þeir teldu að ættu að vera með, en þau kæmu síðar. „Þetta er náttúrulega gríðarmikið safn sem þarna er saman komið og sum af þesum lögum hafa ekki heyrst í áraraðir; mörg jafnvel gleymst.“ UNDURFAGRA ÆVINTÝR FYRIR stuttu minntust menn þess að Oddgeir Kristjánsson hefði orðið áttræður. Þess var minnst í sjónvarpi og útvarpi og með því að gefa út safndisk með lögum Oddgeirs, því hann skildi eftir sig grúa af lögum sem lifað hafa með þjóðinni i áraraðir. A Arni Johnsen, sem var einn þeirra sem stóðu að útgáfunni, sagði að þegar Oddgeir féll frá langt um aldur fram hefði hann verið nýbúinn að ganga frá söng- lagahefti, sem hann kallaði Vor við sæinn. Þar hefði hann skrifað niður 26 lög, en- til viðbótar átti hann nokkuð af ófrágengn- um lögum. Ámi sagði að það hefði svo kvikn- að hjá sér sú hugmynd, þegar minnst var 75 ára afmælis Oddgeirs, að gefa þetta hefti út í veglegri útgáfu, sem væri að gerast núna. Árni sagði að þó menn þekktu mörg laganna, væru sum þeirra að heyrast á plötu í fyrsta sinn eins og Oddgeir hefði gengið frá þeim og nefndi sem dæmi Oddgeir Lagasmiður af guðs náð. lagið Glóðir, sem tekið hefði verið upp í útsetningu Ólafs Gauks á sínum tíma án þriðja kaflans, sem þótti of erfiður til söngs. Árni sagði að lög Oddgeirs væru með sínum sérstaka hljóm og stæðu í raun nær tónverkum er dæmigerðum sönglögum. „í upphafi veltum við því fyrir okkur hvort ætti að láta eina hljómsveit, eða danslagasveit flytja öll lögin, en ákváðum svo að hafa ýmsa flytjendur og þá í samræmi við áhuga- svið Oddgeir og fyrir hveija hann samdi í gegnum tíðina. Hugsunin á bak við þessa plötu er að gera þessa plötu sígilda, enda eru flest þessara laga löngu orðin sígi!d.“ i Endurútgáfa | Magnús Þór og | Sigmundur son- i ur hans. I | Álfar og alda I mótabarnid jj FYRIR bráðum tuttugu I árum hófu að syngja sam- an félagamir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann \ Helgason. Þeir gerðu : saman nokkrar plötur (og 1 eru reyndar að vinna að ! einni slíkri um þessar : mundir — meira um það I síðar), en meira hafa þeir þó fengist við tónlist hvor | í sínu lagi. Magnús Þór s hefur verið afkastameiri sem sólólistamaður og fyrir stuttu komu út á geisladisk tvær gamlar : sólóskifur hans. ii>: ■ Plöturnar tvær, sém ps: músík endurútgefur, ■ eru Álfar, sem áður kom í út 1978, og Draumur alda- í mótabamsins, frá 1982. \ Magnús segir að allmargir í hafi ámálgaö við sig að fá : að endurútgefa þessar plöt- ur, en þegar hann Jóhann : fóru að vinna að sólóskífu ! fyrir ps: músík, hafi legið s beinast við að það fyrirtæki ; gæfí plötumar út. Magnús segir að Alfar sé sú plata sem honum hafí alltaf þótt vænst um, „mér finnst Álfar hafa stað- ist tímans tönn vel, enda notuð klassík vinnubrögð við þá plötu. Ég var hins- vegar ekki eins sáttur við Draum aldamótabarnsins, og fór þar á svig við álit nánast allra sem plötuna heyrðu. Með tímanum hef ég sætt mig betur við hana í gegnum viðbrögð áheyr- enda.“ Eitt lag af Draumur aldamótabarnsins, ísland er landið, sem samið er við ljóð Margrétar Jónsdóttur, hefur með tímanum orðið einskonar „þjóðsöngur verkamannsins“, eins og Magnús kallar það, því lag- ið hefur tekið á sig sjálf- stætt líf. Á endurútgefinni plötunni er hártíðarútgáfa af laginu sem bónus, en það var tekið upp aftur til að nota það í myndbandi, sem kom og út fyrir stuttu. Gott þversnið Flytj- endur af Aftur til fortíðar III. Hljómar, Logar, Erla Þorsteinsdóttir, Ragnar Bjamason og Change. DÆGURTÓNLIST Hvaö er á seydi í neöanjardartónlistinni? íþríðjaog Besteða verst ÍSLENSK neðanjarðartónlistarflóra er fjölskrúðug og líklega fjölskrúðugri nú en nokkru sinni. Fæstar þeirra sveita sem fram koma á hveijum tíma eru nokkru sinni gefnar út, enda markaður smár og erfiður. Ein útgáfa hefur þó staðið sig 5 að gefa út á snældum öðru hvoru safn af neðanjarðartónlist. Útgáfan heitir Erðanúmúsík og snældurnar Snarl. Þriðja Snarlsnældan kemur út innan skamms. sannfærði hann um það að þó hann ætti nóg af lögum í slíka útgáfu, væri ekki gott að selja svo stóran pakka. Sveirri segist hafa valið á di- skinn með eigin smekk í huga í bland við almennan smekk, en „bestu lögin verða sjaldnast, vin- sæl“. Sverrir var að gera fjögurra platna samning við Skífuna og Greatest (S)hits er fyrsta innlegg í þann samning. Einnig má geta þess að Nótnaborðhald og Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról komu út á disk fyrir stuttu. Erðanúmúsík er hugar- fóstur Gunnars Hjálmarssonar, sem lík- lega er þekktastur fyrir starf sitt með S/H Draumi og Bless. Á Snarli 3 eru ^mmmmmmmm 26 lög með 26 hljóm- sveitum, Jonee Jonee, Risaeðl- unni, Reptilic- us, Paul og Rotþró, eftir Árna Matthíasson Drullu, Lauru, Bless, Exit, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavík- ur, Sagtmóðugi, Dr. Gunna, Sororicide, Rut +, Leiksviði fáranleikans, og fl. Gunnar segir að snæld- an sé dæmigerð fyrir það sem er á seyði í neðanjarð- artónlistinni, „það má segja að þetta sé uppfletti- snælda, einskonar alfræði- safn fyrir tónlistaráhuga- menn og tónlistin skiptist í nokkra flokka. Það eru ungar hljómsveitir með hefðbundið bílskúr- skeyrslurokk og svo eru eldri bílskúrssveitir eins og Rut + og Leiksvið ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem menn senda frá sér safn- plötur. Sverrir Stormsker sendu lyrir stuttu frá sér safndiskur, Greatest (S)hits með átján helstu lögum ferils- ins. Sverrir (St)ormsker Sverrir segir að honum hafi fundist löngu tímabært að gefa út safnplötu, „mér fannst reyndar tími kominn til að gefa út safnplötu þegar fyrsta platan kom út“. Hann segir reyndar að upphaflega hafi hann viljað hafa diskinn tvöfaldan, en útgefandi Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hasí, í rass Pönksveitin Drulla. fáranleikans. Þetta er góð- ur þverskurður af því sem stónt útgáfurnar vilja ekki gefa út, en ekki komast þó allir að, því ég gei: ekki út tónlist sem mér finnst leiðinleg." Gunnar sagði að líklega myndi hann ekki gefa. út íjórðu Snarlsnælduna. „Allt er þá þrennt er. Ég er þó ekkt hættur að gefa út, eft mér finnst snældu- formio full ódýrt. Það væri þá frekar að ég gæfi út safngeisladiskA Akureyrarrokk Exit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.