Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 12
TEKST AÐ KVEÐA NIÐUR DRAUG
FORTÍÐARINNAR í RÚSSLANDI?
Eftir Guðmund Halldórsson
SÍÐAN g-íasiiosí-stefna var tekin upp í Sovétríkjunum hefur verið
reynt að efna loforð Míkhaíls Gorbatsjovs um að „fylla upp í eyður“
í sögu þeirra með fjölda greina í blöðum og tímaritum. Langflestar
þeirra hafa fjallað um ógnaröld Staiíns og hreyfing andstæðinga sta-
línisma hefur barizt fyrir því að fórnarlömbin fái uppreisn æru og
a . tryggt verði að ekki verði komið á fót nýrri ógnarstjórn .
Nær ailar hliðar hreinsana Stalíns hafa verið teknar fyr r og
sovézkir höfundar hafa viðurkennt að að minnsta kosti 20 milljónir
manna hafi látið lífið á þessum árum.
Svipmildur landsfaðir ó skrifstofu sinni í Kreml.
Líklega hefur fátt orðið til þess
að opna eins vel augu fólks í
hinum fyrrverandi Sovétríkj-
um fyrir því hve víðtækar
hreinsanirnar voru og grein,
sem birtist fyrir þremur árum í blað-
inu Moskvu-fréttir. Þar var greint
frá því að fundizt hefði fjöldagröf
með líkum 102.000 manna skammt
frá Mínsk og að minnsta kosti fjórar
aðrar svipaðar grafir væru á svipuð-
um slóðum í Hvíta Rússlandi. Grein-
in átti mikinn þátt í því að sovézkir
borgarar fóru að gera sér grein fyr-
ir að margar milljónir manna höfðu
orðið hreinsunum Stalíns að bráð,
en ekki aðeins „mörg þúsund“ eins
og Gorbatsjov hafði einungis viljað
viðurkenna í fyrstu.
Gröfín fannst í Kúropatíj-skógi
skammt frá Mínsk og að sögn íbúa
nálægra þorpa voru þar framin fjöld-
amðrð næstum því á hveijum degi
og hverri nóttu í fímm ár samfleytt,
1937 til 1941. Morðingjarnir voru
klæddir einkennisbúningum leyni-
lögreglunnar NKVD (sem KGB tók
við af) og flestir þeirra sem voru
myrtir voru venjulegt sveitafólk, auk
menntamanna og bæjarbúa. Skilríki
og fleira sem fannst bentu til þess
að fórnarlömbin hefðu verið hand-
tekin á heimilum sínum eða á vinnu-
stöðum og tekin af lífi án dóms og
laga.
Þegar innrás Þjóðverja hófst 1941
var aðeins búið í 30 húsum af 130
í 800 manna þorpi. „Fámenn klíka
stjómaði íbúum þorpsins með ógn-
unum og ofbeldi," sagði einn þeirra
sem komizt höfðu lífs af að sögn
Moskvu-frétta, „forstöðumaður sa-
myrkjubúsins, formaður þorpsráðs-
ins, verkstjóri og tveir áhangendur.
Uppljóstrarar fengu 15 rúblur
(1.500 krónur) fyrir hvern þann
„óvin þjóðarinnar“, sem þeir afhjúp-
uðu.“
Hugtakið „óvinur þjóðarinnar" er
nátengt hreinsunum Stalíns, en Len-
ín notaði það fyrstur manna um
kunna miðstjómarfulltrúa, sem hann
lagði til að yrðu dregnir fyrir bylting-
ardómstól 1917. Frá þessu sagði
hershöfðinginn Dimitríj Volkogonov
í fyrsta óritskoðaða, sovézka ritinu
um ævi Stalíns, sem kom út fyrir
þremur árum. Volkogonov vakti at-
hygli á því að Stalín greiddi atkvæði
gegn tillögunni einn allra þingmanna
á svokölluðu fulltrúaþingi alþýðunn-
ar. Með því að bendla Lenín við
miskunnarlausar stjómarathafnir
braut hann blað í því endurmati á
sögu Sovétríkjanna, sem fram hefur
farið á síðari árum, því að jafnan
áður hafði faðir sovétkerfisins verið
talinn góður og gegn hugsjónamaður
og að stefna hans hefði verið afsk-
ræmd.
Sigurvegarinn
Þegar Lenín lézt 1924 var Stalín
framkvæmdastjóri kommúnista-
flokksins og átti sæti í sjö manna
stjórnmálaráði, sem mótaði stjórnar-
stefnuna. í fyrstu var talið líklegra
að Trotskíj tæki við af Lenín en
Stalín. Trotskíj var mælskur og
gáfaður og hafði skipulagt Rauða
herinn, en félagar hans í stjómmála-
ráðinu fylltust öfund og gremju í
hans garð og sameinuðust um að
koma í veg fyrir að hann yrði leið-
togi.
Fulltrúamir í stjómmálaráðinu
vanmátu guðfræðinemann og bylt-
ingarmanninn frá Georgíu og töldu
hann í mesta lagi duglegan embætt-
ismann, en þar sem Stalín var fram-
kvæmdastjóri réð hann stöðuveiting-
um og gat notað aðstöðu sína til að
koma stuðningsmönnum sínum í
mikilvæg embætti og senda stuðn-
ingsmenn annarra leiðtoga til af-
skekktra landshluta.
Stefnuágreiningur í ráðinu varð
vatn á myllu Stalíns. „Hægrisinnar“
undir forystu Búkharíns vildu að
haldið yrði áfram að fylgja „nýrri
efnahagsstefnu" (NEP) Leníns, þótt
hún leiddi til fjölgunar efnaðra
bænda, kúlakka. Andstæðingar
Búkharíns vildu afnám NEP og
skjóta iðnvæðingu á kostnað smá-
bænda. Búkharín vildi eflingu sovét-
kerfisins á grundvelli efnaðrar stétt-
ar smábænda og hægfara iðnvæð-
ingu, það er „sósíalisma í einu landi“.
Trotskíj og Zínovjev vildu vinna að
„viðvarandi byltingu" utan Rúss-
lands og töldu að þegar sú stefna
færi að skila árangri mundu Rússar
fá hjálp frá Þýzkalandi og öðmm
iðnvæddum ríkjum Vestur-Evrópu
til að iðnvæðast.
Stalín lét lítið fara fyrir sér og
virtist enga ákveðna skoðun hafa á
þessum málum í fyrstu, en studdi
hægrisinna til að einangra Trotskíj.
Sfðan kastaðist í kekki með Búkh-
arín og Zínovjév og Kamenev, sem
voru óánnægðir með NEP. Stalín
studdi Búkharín og Trotskíj. Zínovj-
ev og Kamenev voru reknir úr
flokknum 1927. Ári síðar ákvað
Stalín að hætta við NEP, þar sem
kúlakkarnir stæðu í vegi fyrir fram-
förum í landbúnaði. Búkharín mald-
aði í móinn, en var rekinn 1929 og
Stalín varð allsráðandi.
Að hans mati var skjót iðnvæðing
nauðsynlega svð að Rússar gætu
hrundið árás, sem hann bjóst við af
hálfu vestrænna kapítalistaríkja sem
hötuðu kommúnisma. Iðnvæðingin
mundi einnig auka fylgi kommúnist-
astjórnarinnar, þar sem iðnverka-
menn væru helztu bandamenn henn-
ar. Matvælaframleiðslu yrði að auka
til að fæða vaxandi fjölda iðnverka-
manna og auka yrði útflutning til
að laða að erlent fjármagn og afla
tekna til fjárfestinga i iðnaði, þótt
landbúnaðarkerfíð væri frumstætt.
Dýrkeyptar framfarir
„Við erum 50 eða 100 árum á
eftir þróuðu löndunum," sagði Stalín
þegar hann útskýrði stefnu sína
1931. „Við verðum að ná þeim á
10 árum. Annars verðum við undir.“
NEP hefði verið leyfíleg bráðabirgð-
aráðstöfun, en nú yrði að segja skil-
ið við þá stefnu og setja iðnaðinn
og landbúnaðinn undir eftirlit stjóm-
arinnar.
Reynt var að koma á iðnvæðingu
með nokkrum fímm ára áætlunum.
í þeirri fyrstu var áherzla lögð á
þungaiðnað og reynt að þrefalda
framleiðsluna. Síðan átti að auka
neyzluvöruframleiðslu auk þunga-
iðnaðar. í seinni áætlunin var einnig
reynt að auka framleiðni og vöru-
gæði, sem höfðu setið á hakanum.
Þegar stríðshætta jókst varð að
draga úr neyzluvöruframleiðslu til
að efla hergagnaiðnað.
Þrátt fyrir margvísleg mistök og
þótt ekkert erlent fjármagn fengist
til framkvæmda hefur verið sagt að
áætlanimar hafí borið svo góðan
árangur að Sovétmenn hafi verið
komnir fram úr Bretum í fram-
leiðslu á járni og stáli 1940. Mörg
hundruð verksmiðjur voru reistar,
þar af margar í nýjum bæjum aust-
an Uralfjalla, þar sem þær voru
óhultar fyrir árás.
Fórnirnar voru gífurlegar. Verka-
menn urðu að sæta miskunnarlaus-
um vinnuaga og vom ákærðir fyrir
skemmdarverk ef settu marki var
ekki náð. Milljónir voru sendir í
nauðungarvinnubúðir, lífskjörin
urðu iakari en þau höfðu verið á
síðustu öld, húsakynni voru fmm-
stæð og alvarlegur skortur var á
neyzluvarningi. „Sennilega em eng-
ar ýkjur að halda því fram að fyrsta
fímm ára áætlunin hafí jafngilt
stríðsyfírlýsingu gegn verkamönn-
um og smábændum," segir vestrænn
sagnfræðingur, „og þeir urðu að
þola meira arðrán en undir stjóm
kapítalista."
Samyrkjubúskapur átti að leysa
vanda landbúnaðarins. Stór ríkisbú
búin fullkomnum landbúnaðarvélum
áttu að stórauka framleiðsluna og
útrýma átti kúlökkum. Stefnan
mætti harðri andspymu, sem var
miskunnarlaust brotin á bak aftur.
Afleiðingamar urðu hörmulegar og
sagt hefur verið Rússar hafí ekki
enn náð sér fyllilega eftir áfallið.
Matvælaframleiðsla jókst ekki
þótt samyrkjubúskap væri komið á
heldur þvert á móti. Víðtæk hungur-
sneyð ríkti 1932-1933, einkum í
Úkraínu. Rúmlega fimm milljónir
smábænda dóu úr hungri, en 1,75
milljónir lesta af korni vom seldar
til útlanda á þessum ámm. Sumir
sagnfræðingar halda því jafnvel
fram að Stalín hafí fagnað hungur-
sneyðinni, því að auk þess sem 10
milljónir kúlakka voru fjarlægðir eða
líflátnir átti hún þátt í að brjóta
andspymu smábænda á bak aftur.
Morðið á Kírov
Óánægja greip um sig og náði
upp í ríkisstjómina og stjómmála-
ráðið. Andstæðingar Stalíns vildu
hægja á iðnvæðingunni, leyfa smá-
MAHHVIHURINH MESTI
ÞEIRRA EIGIN 0RÐ UM FELAGA STALIN
Stalín var óumdeilanlegur leiðtogi
an heini. íslenskir sósíalistar voru
sjá má af þeirra eigin orðum.
Kitað á valdatima Stalíns
„ J. Stalin [er] tvfmælalaust
ágætasti foringi rússnesku bylting-
arinnar síðan Lenin !eið.“
Verkamannablaðið 1, 15.
„J. Stalin - einhver göfugasti
hugsjónamaður og mannvinur nú-
tímans.“
Þjóðviljinn nr. 47, 1938.
„Vegna hinna réttu bolsévistísku
línu félaga Stalins og rússneska
Kommúnistaflokksins í baráttunni
gegn tækifærissinnuðum villum, t.il
hægri og vinstri, hefur Sovétríkjun-
um tekizt að vinna hina glæsileg-
urstu sigra í þágu verkalýðsins í
öllum löndum.“
Verkalýðsblaðið 5, 12.
„Sovétfangelsin em því mikiu
skyldari uppeldisstofnunum.“ „í
sósíalista og kommúnista um all-
þar engin undantekning, eins og
Sovétríkjunum getur auðvitað ekki
verið um neins konar misþyrmingar
að ræða gangvart pólitískum föng-
um.“
Björn Franzson í „Rétti“ 19, 3.
„Verkalýðurinn hefur kjörið Stal-
ín og getur sett hann af. Meðan
hann stjómar, er vilji Stalíns vilji
verkalýðsins."
Verkalýðsblaðið 6, 12.
Um hreinsanir Stalíns
„Hver hugsandi, sanngjarn mað-
ur ætti að geta skilið afstöðu alþýð-
unnar í Sovétríkjunum, er hún
heimtar að þessir menn séu upp-
rættir í eitt skipti fyrir öll.“
Kristinn E. Andrésson, Verka-
lýðsblaðið 7, 72.
„Ekki verður Stalin gerður per-
sónulega ábyrgur fyrir framferði
þeirra manna sem gerðu samsæri
gegn honum og nánustu félögum
hans og sóttust eftir lífi þeirra.“
„Með léttu sáu Stalín og félagar
hans [hættuna af spellvirkjumj °S
miðuðu aðgerðir sínar, starf og
stefnu við þetta hættuástand."
„Það var óhjákvæmilegt að
greiða stéttarandstæðingnum þung
högg hvar sem hann lét á sér bæra,
hvort heldur var í kommúnista-
flokknum eða annarsstaðar.“
„í stríði er aldrei hægt að gefa
neina örugga tryggingu fyrir því
að höggin, sem greiða á andstæð-
ingnum, komi ekki niður á röngum
stað.“
Brynjólfur Bjarnason í „Rétti“
1.-4. hefti, 1957.
„Og það getur hjálpað oss til að
skilja sögulegar aðstæður margs
þess er oss ógnar mest við ranglát
málaferli í Sovétríkjunum og alefl-
ingu valdsins í höndum Stalíns, að
hugsa til þess hvernig sekir og sak-
lausir féllu hlið við hlið á höggstokk
lýðræðisins í Frakklandi..."
„Réttur“ 1957, nr. 1-4.