Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
13
Á fundi eiginkvenna herforingja í Moskvu 1937. Nokkrum mónuóum siðor hóf Stalín hreinsanir í Rauða hernum þar sem þúsundir liðsforingjo
týndu lífi.
bændum að yfirgefa samyrkjubúin
og víkja honum úr stöðu leiðtoga
flokksins ef nauðsynlegt reyndist
áður en það yrði um seinan. Stalín
var jafnstaðráðinn í að útrýma pólit-
ískum andstæðingum í eitt skipti
fyrir öll og fór að óttast um stöðu
sína. Hann reyndi stöðugt að auka
völd sín á öllum sviðum, tortryggni
hans jókst hröðum skrefum og hann
átti sífellt erfíðara með að þola gagn-
rýni.
Smirnov, sem hafði lekið upplýs-
ingum til Trotskíjs, áróðursstjórinn
Rjútín og fleiri leiðtogar voru hand-
teknir. Zínovjev, Búkharín og fleiri
gamlir andstæðingar voru flæmdir
í útlegð og reknir úr flokknum. Á
árunum 1933—1934 voru 500.000
flokksfélagar reknir. Á 17. flokks-
þinginu 1934 var fiokksandstæðing-
um fagnað þegar þeir viðurkenndu
mistök og hrósuðu Stalín, en Stalín
óttaðist auknar vinsældir Sergeis
Kirovs, fjórða valdamesta mannsins
í flokknum.
í desember 1934 var Kírov myrtur
í Leníngrad. Talið er nær fullvíst að
Stalín hafi sjálfur skipulagt morðið,
sem Robert Conquest kallar „glæp
aldarinnar". Stalín notaði morðið til
að hrinda af stað hinum miklu
hreinsunum, sem hann hafði stefnt
að til að treysta sig í sessi, og kenndi
andstæðingum sínum um morðið á
Kírov.
í janúar 1935 voru Zínovjev og
Kamenev og 17 aðrir sýknaðir af
ákærum um morðið, en neyddir til
að játa „siðferðilega og pólitíska
ábyrgð" og dæmdir til langrar fang-
elsisvistar. „Þessir félagar létu ekki
við það sitja að halda uppi gagnrýni
og óvirkri andstöðu," sagði Stalín,
„þeir hótuðu að efna til uppreisnar
í flokknum. Þeir hótuðu jafnvel
nokkrum okkar með byssukúlum.“
Víða hafðist upp á „tilræðismönnum
Kírovs" og „sellur stjómarandstæð-
inga“ voru víða „afhjúpaðar".
Vorið 1936 hófust hreinsanimar
fyrir alvöru þegar Trotskíj hafði lýst
því yfir að „öflugasta, fjölmennasta
og harðskeyttasta deild" stuðnings-
manna sinna væri í Sovétríkjunum.
í júlí var sagt frá „hryðjuverkastarf-
semi gagnbyltingarblokkar trotskíj-
ista og zínovjevista" í leynilegri
flokkstilskipun og hvatt til nýrrar
„árvekni“. Þremur vikum síðar voru
Zínovjev og Kamenev leiddir fyrir
rétt ásamt 14 öðrum sakborningum.
Reynt var að afsaka hve síðbúnar
ákæmrnar væm: „Ekki kom í ljós
fyrr en 1936 að hinir ákærðu höfðu
uppi áform um að myrða Stalín sam-
kvæmt skipun Trotskíjs."
Kamenev játaði að hafa „í tíu ár
háð baráttu gegn flokknum, stjórn-
inni og Stalín sjálfum“. Sakborning-
arnir vom ákærðir fyrir „hryðjuverk-
astarfsemi" og samsæri um að
myrða sovézka leiðtoga. Þeir játuðu
allir og voru allir dæmdir til dauða.
Að Stalin látnum
„Einhverri stórbrotnustu ævi,
sem lifað hefur verið, er lokið.“
„Vér minnumst mannsins Stalín,
sem hefur verið elskaður og dáður
meir en flestir menn í mannkyns-
sögunni aðrir og naut slfks trún-
aðartrausts sem fáir menn nokkm
sinni hafa notið - en lét sér aldrei
stíga þá ást og aðdáun til höfuðs,
heldur var til síðustu stundar sami
góði félaginn sem mat manngildið
ofar öllu öðm, eins og þá er hann
hóf starf sitt.“
Einar Olgeirsson í leiðara
ÞjóðviUans 7. mars 1953 uin
lái Stalíns.
„Festum í minni hinn einfaldasta
sannleika: Stalín stóð vörð, trúan
hljóðlátan vörð, um líf alþýðu-
mannsins í heiminum, um sósíalism-
ann, um friðinn."
Úr ræðu Kristins E. Andrés-
sonar. sens birt var í Þjóðvilj-
anum 11. mars 1953.
..............................
„Lygarar og trúðar
Um leið voru boðuð réttarhöld
gegn Radek, fyrrverandi ritstjóra
Izvestíja, Búkharín og fleirum.
Tomskíj, fýrrverandi leiðtogi verka-
lýðshreyfingarinnar og bandamaður
Búkharíns, svipti sig lífi. Búkharín
og fleiri vom handteknir, en rann-
sókninni var aflýst í september
vegna skorts á sönnunum. Jagóda
og leynilögregla hans virtust halda
að sér höndum.
í skeyti sem Stalín og Zjadnov
sendu til Moskvu frá strönd Svarta-
hafs 25. september sagði að þeir
„teldu algerlega nauðsynlegt að fé-
lagi Jezjov verði skipaður innanrikis-
ráðherra. Jagóda hefur greinilega
reynzt ófær um að afhjúpa blokk
trotskíjista og zínovjevíta. Leynilög-
reglan er fjórum áram á eftir í þessu
máli.“
Ný sýndarréttarhöld hófust í jan-
úar 1937. Vjisjinskíj ríkissaksóknari
kallaði Radek, Pjatkov, yfirmann
iðnaðarins, og 15 aðra sakbominga
„lygara, trúða og lítilmótlega
dverga“. Þótt þeir játuðu hver í kapp
við annan varð Vjisinskíj ekki
ánægður fyrr en honum tókst að
neyða Radek til að játa að hann-
væri „hlynntur ósigri". í ljós kom
að hótel í Kaupmannahöfn, sem sagt
var að hefði verið fundarstaður út-
sendara Trotskíjs, hafði verið rifið
fyrir 1914, en það gilti einu. Radek
og þrír aðrir fengu þunga fangelsis-
dóma og hinir voru skotnir.
Ordzjóníkídze, sem hafði reynt að
bjarga Pjatkov, svipti sig lífi
skömmu síðar. Búkharín og Rýkov
voru reknir úr flokknum. Jagóda
beið sömu örlög og var afhjúpaður
sem „njósnari keisralögreglunnar og
þjófur" og sakaður um fjársvik.
í júní 1937 var skýrt frá „hrika-
legu samsæri" í Rauða hernum og
Túkhatsjevskíj og fleiri herhöfðingj-
ar voru skotnir. Stalín vildi tryggja
sér alger yfírráð yfir hemum á sama
hátt og Hitler í Þýzkalandi. Á næstu
tveimur árum var 75 af 80 mönnum
í æðstu stjórn hersins útrýmt. Þrír
marskálkar af fimm, yfirmenn 14
herja af 16, 167 af 280 yfirmönnum
stórfylkja og herfylkja og tæpur
helmingur hershöfðingja af lægstu
gráðu hurfu. Þriðjungur allra liðsfor-
ingja var handtekinn.
Þjóðaróvinir
Pólitísku sýndarréttarhöldin vom
aðeins sá hluti ísjakans sem var sýni-
legur. Svipaðar hreinsanir fóm fram
á öllum öðmm sviðum og náðu með-
al annars til iðnaðarins, menningar-
mála og æðri menntastofnana.
„Stéttarárvekni" var aukin um allan
helming. „Óvinir þjóðarinnar" vom
hvarvetna afhjúpaðir. Undirmenn
fordæmdu yfirboðara og margir not-
uðu tækifærið til að ná sér niðri á
óvinum sínum. Sannanir þurfti ekki,
því að „stéttarleg eðlisávísun" var
talin óbrigðul.
Seinna sagði Khrústjsjov að þegar
Stalín hefði mælt svo fyrir að ein-
hver skyldi handtekinn „hefðu aliir
orðið að treysta því að hann væri
óvinur þjóðarinnar". Hugtakið hefði
verið notað gegn „öllum sem á ein-
hvern hátt hefðu verið ósammála
Stalín eða aðeins verið grunaðir um
að hafa illt í hyggju".
Pyntingar voru taldar „réttlætan-
leg og viðeigandi aðferð" gegn
„kunnum og þvermóðskufullum
óvinum þjóðarinnar". Árið 1938
höfðu átta milljónir saklausra borg-
ara verið sendir í vinnubúðir að sögn
Conquests. Stundum kom fyrir í
búðunum að fangar hittu þá sem
höfðu ákært þá eða yfirheyrt og síð-
an orðið sjálfir hreinsununum að
bráð.
Sums staðar varð að loka verzlun-
um, þar sem enginn var til að af-
greiða vegna hreinsananna. Eðlis-
fræðingur nokkur var ákærður fyrir
að ráða stigamenn { sína þjónustu
til að myrða Stalín úr launsátri.
Arkitekt var ákærður fyrir að teikna
byggingu, sem væri í laginu eins og
hakakross. Gamlir og dyggir bolsé-
víkar játuðu á sig drottinsvik við
ríkið. sem þeir höfðu átt þátt í að
koma á fót.
í marz 1938 var til þriðju og síð-
ustu meiriháttar sýndarréttarhald-
anna. Búkharín, Rýkov, Jagóda og
18 aðrir hlustuðu þögulir þegar
Vysjinskíj kallaði þá „leiguþý fas-
ista“. Aldrei þessu vant kvaðst einn
sakborninganna saklaus. Sá var
Krestínskíj, fyrrum miðstjórnarrit-
ari, en hann dró yfírlýsingu sína til
baka daginn eftir. Búkharín var sak-
aður um samsæri um að myrða Len-
ín og Jagóda um að byrla rithöfund-
inum Gorkíj eitur og samsæri um
að hertaka Kreml. Allir sakboming-
amir nema þrír vom skotnir.
400 aftökulistar
Á ámnum 1937-1938 undirritaði
Stalín 400 aftökulista. Þegar skipun-
um hans hafði verið framfylgt var
aðeins 41 miðstjórnarfulltrúi af 139,
sem höfðu verið kosnir á 17. flokks-
þinginu, enn á lífi. Aðeins helmingur
fulltrúanna í stjómmálaráðinu 1932
var enn á lífi. Tíu af 15 fyrstu ráð-
hermm bolsévíka höfðu verið teknir
af lífi eða orðið hreinsununum að
bráð, íjórir voru látnir og Stalín var
einn eftir.
Seinna viðurkenndi Khrústsjov að
meðal fórnarlambanna hefðu verið
„margir heiðvirðir kommúnistar,
sem hefðu barizt ötulega gegn
trotskíjistum og hægrisinnum".
Mörgum erlendum kommúnistaleið-
togum, sem flúið höfðu til Sovétríkj-
anna, var útrýmt, þeirra á meðal
Bela Kun frá Úngveijalandi, Remm-
ele og Neumann frá Þýzkalandi og
nokkmm helztu leiðtogum pólskra
kommúnista. Að lokum myrti út-
sendari NKVD Trotskíj í Mexíkó
1940.
Við blasti sá möguleiki að leyni-
lögreglan gleypti flokkinn. Jafnvel
Stalín var farið að blöskra og smám
saman dró úr handtökum, en 1939
fyrirskipaði hann hreinsanir í NKVD
— sjálfri hreinsunardeildinni. Engu
var líkara en að hann vildi kenna
leynilögreglunni um hreinsanirnar.
Jezjov varð að víkja fyrir Bería í
ársbyijun 1939 og hvarf.
Á 18. flokksþinginu í marz 1939
sagði Stalín að hreinsanirnar hefðu
verið „óhjákvæmilegar og yfirleitt
gagnlegar". Hins vegar hefðu fylgt
þeim „alvarleg mistök" og „engin
þörf yrði á að grípa til fjöldahreins-
ana“. Þótt talsvert drægi úr hreins-
ununum var þeim haldið áfram allt
til 1941 og þá vom milljónir enn í
vinnubúðum.
Frá því 1934 hafði hálf milljón
félaga tekið við ábyrgðastöðum í
flokknum. Á öðrum sviðum höfðu
valizt til forystu milljónir ungra
embættismanna, tæknifræðinga,
hagfræðinga og hermanna, sem
höfðu orðið fyrir áhrifum frá dýrkun-
inni á Stalín og höfðu engan áhuga
á hugmyndafræðideilum fortíðarinn-
ar.
Ótti og tortryggni höfðu grafið
um sig á ámm ógnarstjórnarinnar
og það ástand varð varanlegt, en
flokkurinn sameinaðist. Hugsanleg-
um keppinautum hafði verið útrýmt
og alþýðan kúguð til hlýðni, en
margir hæfustu menn stjórnkerfis-
ins, hersins og iðnaðarins voru
horfnir og það hlaut að hamla fram-
fömm í landi. þar sem enn var fátt
um menntað fólk.
Hreinsanirnar drógu vemlega úr
mætti heraflans og það átti sinn
þátt í því að Bretar misstu áhuga á
hernaðarbandalagi með Sovétríkjun-
um og að efnt var til friðkauparáð-
stefnunnar í Múnchen. Veikleiki
Rauða hersins kom berlega í ljós í
vetrarstríðinu við Finna og það varð
Hitler hvatning til að ráðast á Sov-
étríkin 1941. Þá var Stalín eina sam-
einingartáknið, en sumir hafa haldið
því fram að Rússar hafi unnið stríð-
ið þrátt fyrir hann, ekki vegna hans.
4
Morgunverðarfundur í Átthagasal Hótels Sögu
þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 08:00 - 09:30.
EINKAVÆDINGIN í EVRÓPU
ERHUN RAUNHÆF Á ÍSLANDI?
Fyrirlesari: David Watson,
framkvæmdastjóri hjó Enskilda í London.
David Watson vann aö skýrslum Enskilda um íslenskan
hlutabréfamarkað 1988 og 1991. Hann mun fjalla um
þróun einkavæöingar í Bretlandi, Frakklandi, Skandinavíu
og nú síöast Austur Evrópu, mismunandi aðstæöur og
aöferðir. Loks mun hann greina stööu einkavæöingar á
íslandi.
Bnskilda Corporate Finance er dótturfyrirtæki
Skandinaviska Enskilda Banken, meö skrifstofur víða
í Evrópu og New York. Þaö annast rannsóknir og ráðgjöf
á flestum sviöum fjármálamarkaöarins og er nú meðal
annars aöalráögjafi viö einkavæöingu í Svíþjóö.
Fundurinn er opinn, en mikilvægt er aö skrá þátttöku
fyrirfram í síma 676666
Fundargjald er kr. 1.000 (innifalinn morgunverður af hlaðborði).
VERSLUNARRÁÐIÐ OG VINNUVEITENDASAMBANDIÐ