Morgunblaðið - 12.01.1992, Page 14
VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1992
/ ■
VAIL' - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL
SKÍÐAFERÐ TIL COLORADO ?
Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF., býður upp á stórkostlega skíðaferð
í Klettafjöllin, á eitt besta skfðasvæði Ameríku - VAIL, Colorado
Farið verður 14. febrúar og komið til baka 29. febrúar.
Innifalið í verði: Flug til Denver, ferðir til og frá flugvelli til gististaðar. Gisting á fyrsta flokks hóteli,
sem er i göngufæri frá aðalskíðalyftunni. Morgunmatur, íslensk fararstjórn.
Verð á mann miðað við tvo íherbergi kr. 138.000
Ferðaskrífstofa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF.,
Borgartúni 34, sími 683222.
s
§
s
s
s
s
s
s
s
s
Þ
s
VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL
NAM TIL FRAMTIÐAR
Ef pú vinnur við eða stefnir á ferðamálastörf íframtíðinni
og hefur áhuga á að taka pátt í uppbyggingu ferðapjónustu
á íslandi, býðst pér fjölbreytt og hagnýtt nám í ferðamálafræðum
við Ferðamálaskóla Islands.
Á vorönn 1992 verða eftirfarandi sémámskeið haldin:
Farbókunarkerfi........(hófst) 6/1 til 17/1...Má. Mi. Fö. Kl.15-19
Farbókunarkerfi..............20/1 til 31/1 Má. Mi. Fö. Kl. 15 -19
Markaðsfræði
ferðapjónustu................21/1 til 20/2...Þr. Fi.Kl. 18 - 22
Útreikningur fargjalda
ogútgáfaferðaskjala..........2/3 til 8/4..Má. Mi......Kl.18-22
Útreikningur fargjalda
ogútgáfaferðaskjala..........3/3 til 9/4..Þr. Fi......Kl.18-22
Ferðalandafræði
íslands.......................30/3 til 24/4...Má. Mi. FÖ....KI. 18-22
Ferðalandafræði
útlanda.........
.24/4 til 21/5....Þr. Fi.........Kl.18-22
Skráning á ofangreind námskeið og nánari upplýsingar um Ferðamálaskóla Islands
veitir ]ón V. Gíslason ísíma 76991 þriðjudaga, miðvikudaga ogfimmtudaga kl. 13 -16.
Ferðamálaskóli íslands
MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI
ICELAND SCHOOL OF TOURISM
- miðstöð ferðamálafræðslu.
Hínn gnðlegi
maður
Bókmenntir
Jón Özur Snorrason
Einar Svansson. Undir stjörnum
og sól. Ljódabók, 95 blaðsíður.
ísland 1991.
Undir stjörnum og sól er fyrsta
ljóðabók Einars Svanssonar. Þrátt
fyrir það ber hún lítil merki byrj-
endaverks. Ljóðin í henni eru ákaf-
lega formföst og hefur höfundur
gott vald á formlegri hugsun. Ljóð-
in fela þó ekki í sér neinar nýjung-
ar í efnisvali eða í meðferð máls-
ins. Málfarið er ljóðrænt og upphaf-
ið og hugsunin skýr. Þetta er vönd-
uð bók að allri gerð og efnismikii
og er greinilegt að nokkur vinna
liggur að baki útgáfu hennar. Heild-
arsvipur er á þessari bók og styrk-
ist hún við aukinn lestur.
í ljóðabók Einars er dregin upp
mynd af því sem gerist undir stjörn-
um og sól. Heimur mannsins liggur
þar undir í margbreytileika sínum.
Þannig geyma stjörnur og sól vitn-
eskju um manninn og sögu hans
frá upphafi vega. Um leið og þær
veita birtu og yl eru þær þögult
vitni um líf á hávaðasamri jörð.
Sjónarhom þeirra liggur ofar hinu
mannlega því þaðan er hægt að
horfa í gegnum tíma og rúm. Ná-
kvæmlega í því felst aðferð Einars.
Hann staðsetur sjálfan sig mitt á
milli hins mannlega og hins guðlega
og horfir til beggja átta. Hann
sækir efni sitt til heilagrar ritning-
ar, til grískra goðsagna, til ævin-
týra, þjóðsagna og arfsagna og
hversdagsleikinn verður honum
einnig að yrkisefni. Fyrir vikið
verða ljóðin hans frekar háspekileg
eða metafýsísk, því viðfangsefni
hans og tjáning liggur einhverstað-
ar mitt á milli hins jarðneska og
hins guðlega:
Ég er maðurinn
sem virkjar vetrarbrautimar
ég trúi að það takist
þó grösin visni og blómin fólni
verð ég biskup þess bjarta.
T-Jöföar til
X Afólks í ölium
starfsgreinum!
Einar Svansson
Guð.
Ég skynja þögnina sem orð.
Hér gengur Einar alla Ieið, því
þrátt fyrir allt trúir hann ákaflega
sterkt á vitsmuni mannsins og
möguleika hans. Hann er landnemi
í nýjum heimi stjarnanna og sólar-
innar. Tengsl við ýmis ljóð Bene-
dikts Gröndals koma upp í hugann
en án þess að það skipti svo miklu
máli.
Leit að jafnvægi og sátt einkenn-
ir þessa Ijóðabók og ef til vill má
túlka hana sem nokkurskonar sátt-
argjörð manns við umhverfi sitt.
Ástin og bernskan eru gerð að yrk-
isefni og lífið handan við fæðing-
una, en allt er séð í stöðugu og
nánast óijúfanlegu samhengi við
hinn ofurmannlega eða guðlega til-
gang lífsins. Um það vitna stöðugar
tilvísanir í goðsagnir og myndmál
heilagrar ritningar og í eftirfarandi
ljóði hefur hástig mannlegrar hugs-
unar bæst í hópinn:
Ég er bamið
ég er til vegna hugsunar
„Cogito...
ég átti ekki að lifa
móðir mín í kví kví
ef ég fæðist.. ergo sum“
stendur drekinn
frammi fyrir konunni
sýn þess óborna.
Niðurstaða þessa ritdóms er á
þá leið að hér hefur ágætlega verið
að verki staðið og þá sérstaklega
ef tekið er mið af því að um fyrstu
ljóðabók höfundar er að ræða.
Myndmál verður þó stundum ákaf-
lega upphafið og orðaröð í föstum
skorðum því þó flogið sé víða í þess-
ari bók er það yfirleitt gert undir
-ströngu aðhaldi formlegra þátta.
Utsalan
hefst á morgun
Glugginn, Laugavegi 40.
ALLSTAÐAR
JANÚARTILBOÐ é öllurri clSÍCS*5^ íþróttaskóm og fatnaði.
10-40°/o afsláttur. Skór frá kr. 1.950,- Golfvörur, boltar og fl.
Sportbúð Kópavogs, Hamraborg 20A.