Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 33
t„ mw.r,.TOun„ t„ru m.í-maA.. ’ ??» MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 33 Styrkleikamet á stórmóti á Italíu Skák_____________ Margeir Pétursson HIÐ árlega stórmót í Reggio Emilia er öflugasta tíu manna skákmót sem nokkru sinni hefur verið haldið, ef marka má stiga- lista alþjóðaskáksambandsins. Mótið er það fyrsta sinnar teg- undar sem kemst upp í 18. styrk- leikaflokk FIDE, en það þýðir meðalstig á bilinu 2.676-2.700. Til að ná svo ótrúlega háum tölum þurftu mótshaldararnir að fá nærri alla öflugustu skák- menn heims til leiks. Fátt mátti fara úrskeiðis til að metið yrði ekki í hættu og fáir vestrænir stórmeistarar komu því til greina sem þátttakendur. Mótið er því ekki eins litríkt og æski- legt hefði verið, þeirra Jan Tim- man og Nigel Short er t.d. sárt saknað. Mótið í Reggio Emilia hefur orð- ið öflugra með hveiju árinu. Á meðan aðrir mótshaldarar reyna að lífga upp á mót sín, til dæmis með því að bjóða ungum og efni- legum skákmönnum, er ekkert leyndarmál að það er ekkert inn- tökuskilyrði í Reggio að tefla skemmtilega, ef stigin eru nægi- lega há. Hinir traustu og rólegu stórmeistarar, Ulf Andersson, Svíþjóð, og Zoltan Ribli, Ungveija- landi, hafa löngum átt þar öruggan griðastað þótt skákir þeirra séu Anand oft á tíðum afar bragðdaufar. En nú eru jafnvel þeir með sín 2.600 stig ekki nægilega háir, skákmenn frá því svæði sem áður kallaðist Sovétríkin eru næstum eingöngu í náðinni. Úrslitin á mótinu urðu afar óvænt: 1. Anand 6 v. af 9 möguleg- um 2-3. Kasparov og Gelfand 5'/2 v. 4. Karpov 5 v. 5-7. ívantsjúk, Polugajevskí og Khalifman 4 ’Av. 8-9. Gúrevitsj og Salov 4 v. 10. Beljavskí l‘/2 v. Árangur Anand er stórkostleg- ur, ekki sízt fyrir það að hann er eini keppandinn á mótinu sem ekki hefur talað rússnesku frá blautu barnsbeini. Þjóðerni sumra kepp- endanna er nokkuð á reiki. Það er einungis Anatólí Karpov sem með fullri vissu getur talist Rússi, Væntanlega er heimsmeistarinn einnig skilgreindur sem slíkur, þótt hann sé reyndar frá Bakú í Azerbadsjan. Þeir ívantsjúk og Beljavskí eru Úkraínumenn, Gelf- and er Hvít-Rússi, Polugajevskí er Rússi en hefur 'um nokkurt skeið búið í París, Salov er einnig Rússi en hann mun senn flytjast til Spán- ar. Khalifman er frá Pétursborg en teflir undir þýsku flaggi og Gúrevitsj býr í Belgíu þótt á lista FIDE sé hann enn flokkaður sem Sovétmaður. Þess ber reyndar að geta að á þingi FIDE í Berlín í síðasta mán- uði voru reglur mjög hertar varð- andi það til hvaða þjóðernis skák- menn skuli teljast. Áður nægði búseta í nýja landinu í aðeins eitt ár, en sá tími hefur verið lengdur upp í þijú ár auk þess sem viðkom- andi þarf að sanna að hann hygg- ist gerast ríkisborgari í því landi sem hann vill tefla fyrir. Ljóst er að túlkun á þessum reglum mun hafa mjög mikil áhrif á það hvem- ig sveitir t.d. Bandaríkjanna, Þýskalands Frakklands og Belgíu verða skipaðar á næsta Olympíu- móti. Strax í upphafi stórmótsins í Reggio varð heimsmeistarinn fyrir þungu áfalli. Hann átti harma að hefna gegn Anand eftir að slæmt tap fyrir Indveijanum á stórmótinu í Tilburg um daginn. En hann fékk engin vinningsfæri gegn Indveij- anum og eftir að hann fórnaði ranglega mikilvægu peði mátti hánn aftur játa sig sigraðan af honum, nú með svörtu mönnunum. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vyzwanathan Anand Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rd2 - c5 4. exd5 — Dxd5 5. dxc5 Síðan í Tilburg hefur Kasparov oft hafíð skákir sínar með kóngs- peðinu en nú virðist byijanaval Indveijans eitthvað hafa komið honum á óvart, því hann velur al- veg bitlaust afbrigði. Upp á síðkastið hefur næstum ávallt ver- ið fórnað peði með 5. Rgf3 — cxd4 6. Bc4. 5. - Bxc5 6. Rgf3 - Rf6 7. Bd3 - 0-0 8. De2 - Rbd7 9. Re4 - b6! Anand lætur biskupaparið af hendi til að fá tima tii að ljúka liðsskipan sinni. 10. Rxc5 — Dxc5 11. Be3 — Dc7 12. Bd4 - Bb7 13.0-0-0 - Rc5! Kasparov hefur engu áorkað og tilraunir hans í framhaldinu til að ná sóknarfærum enda með ósköp- um. Nú má t.d. svara 14. Bxf6 með 14. — Df4+ 15. Kbl — Dxf6. 14. Be5 - Rxd3+ 15. Hxd3 - Dc4 16. Rd4? Hér var orðið tímabært fyrir heimsmeistarann að leita að ör- uggri leið til að einfalda stöðuna til jafnteflis. Hann virðist hafa gert sér grein fyrir því en hefur yfírsést að eftir næsta leik þarf Anand ekki að skipta upp á drottn- , : ingum, heldur getur hann leyft sér að hirða peðið á a2. 16. - Be4 17. He3 - Dxa2! 18. Bxf6 - Bg6! Ef Kasparov hefði séð þennan glæsilega millileik hefði hann vafa- laust reynt að bjarga í horn með 17. Ha3. Hann getur ekki haldið manninum sem hann er yfir og hefur tapað mjög mikilvægu peði. 19. Ha3 - Dd5 20. h4 Eftir 20. Be5 - f6 21. Bxf6 - Hxf6 hefði Kasparov unnið peðið til baka en á þá í vandræðum með að valda bæði g2 og c2. Hann reyn- ‘ ir því örvæntingarfulla gagnsókn. 20. - gxf6 21. h5 - Dxd4 22. hxg6 - hxg6 23. Hah3 - f5 24. Hh4 - f4 25. Df3 - Hac8 26. Hxf4 - Dc5 27. c3 - Kg7 Anand hefur látið annað peðið af hendi og er nú ekki einungis með peði yfir, heldur hefur hann líka traustari kóngsstöðu. Úrslitin eru því ráðin. 28. Hhh4 - De5 29. g3 - Del+ 30. Kc2 - Hcd8 31. Hd4 Hér hefði mátt reyna 31. Hxf7+ - Hxf7 32. Hh7+ - Kxh7 33. Dxf7+ - Kh6 34. Df4+ - g5 35. Df6+ - Kh5 36. Dxd8 - Dxf2+ 37. Kb3 - Dxg3 38. De8+ - Kh4 39. Dxe6 þótt vinningslíkur svarts í drottningarendataflinu séu vissu- lega góðar. 31. - De5 32. Hhf4 - Dc7 33. De3 - e5 34. Hxd8 - IlxdS 35. He4 - Hd5 36. g4 - b5 37. g5 - Dd6 38. f3 — a5 39. De2 - De6 40. Dh2 - Df5 41. Dg3 - Dd7 42. Del - b4 43. cxb4 - Da4+ 44. b3 - Da2+ 45. Kc3 - a4 46. bxa4 — Da3+ 47. Kc2 — Dxa4+ 48. Kc3 - Da3+ 49. Kc2 - Hd3 og Kasparov gafst upp. Jón Elvar Hafsteinsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Bragason, Þórður Árnason, Pétur Pétursson, Gunnar Jónsson, Guðmundur Pétursson, Eiður Árnason, Björn Thoroddsen, Kristinn R. Kristinsson, Friðrik Karlsson, Torfi Ólafsson. NÝI GÍTARSKÓLINN HÓLMASELI 4-6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 73452 ■\ Innritun á vornámskeið fer fram dagana 13. og 27. janúar í sfma 73452 og á staðnum milli kl. 17.00 og 22.00. Skipuleggjendur námsefnis eru Björn Thoroddsen og Friðrik Karlsson. Að þessu sinni verður boðið upp á kennslu í eftirfarandi: ROKK - BLÚS - HEAVY METAL - JASS - COUNTRY - ROKKABYLLI - DÆGUR- OG ÞJÓÐLAGAGÍTARLEIK. Auk þess munum við bjóða upp á kennslu í raf-bassaleik fyrir byrjendur og lengra komna. ★ 12 vikna námskeið. ★ Stuíóupptaka í lok námskeiðs. 7 3 4 5 2 Á námskeiði þessu verður lögð aukin áhersla á ýmiskonar fyrirlestra t.d. Fyrirlestur um blues (Halldór Bragason). Fyrirlestur um notkun gítar-„eff- ekta“ (Friðrik Karlsson). Fyrirlestur um „Speed-soloing“, hraði/tækni (Björn Thoroddsen). Fyrirlestur um gítarleikarann Steve Vai (Jón E. Hafsteinsson). Fyrirlestur um raf-bassaleik (Jóhann Ásmundsson). Auk þess munum við vera með ýmsar uppákomur sem auglýstar verða innan veggja skólans. ★ Undirbúningsnám fyrir FÍH. ★ Bandarískur gítarsnillingur heimsækir skólann. 7 3 4 5 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.