Morgunblaðið - 12.01.1992, Side 9

Morgunblaðið - 12.01.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1992 C 9 I miðri Montego Bay er torg Sam Sharpe, nefnd eftir foringja þræl- anna og þjóðarhetju sem var hengdur á torginu. ekki lýst henni, þó að við væmm beðin um það. Nú var staðið fyrir framan okkur með gjafabauka. Þeim otað að okkur á þann hátt, að ómögu- legt var að misskilja. „Þetta er alltof lítið. Smánarlegt! Fólkið héma er fátækt. Hugsið um öll sveltandi börn- in!“ Þeir vora sannarlega sjónarinnar verðir, litli auðmjúki kariinn, stóri „forystusauðurinn", sporlétti „hlé- barðinn" og brúnaþungi kirkjuvörð- urinn. Má ég ekki taka mynd af ykkur, spyr ég? „Ég skal heldur taka mynd af ykkur,“ segir sá sterklegi, með forystuna í sínum höndum. Hann smellir af frá öllum sjónarhorn- um. Er ekki filman búin, segi ég, vitandi að ekki var nema ein mynd eftir. „Jú, þetta var síðasta myndin,“ segir hann og réttir mér myndavél- ina. Myndavélina fæ ég til baka, en filman var horfin þegar til átti að taka síðar. Þegar kirkjan bregst sem griða- staður, þá er að leita á náðir veitinga- hússins. „Hvemig væri að fá sér bjór?“ Jú, ennþá vora ÞEIR ekki farnir að sýna sitt rétta andlit. Fáir voru við barinn, þegar við komum inn með okkar „fríða föruneyti". Og hinir fáu vora fljótir að láta sig hverfa. Það voru greinilega þekktir höfuðpaurar í fylgd með okkur. Jafn- vel svarti barþjónninn hvítnaði! Og aftur erum við komin út á götu, í sömu sporum. Nú voru ÞEIR famir að missa þolinmæðina. „For- ystusauðurinn" átti 12 börn og konu sem öll þurftu á miklum fjármunum að halda. Hinir tóku ekki alveg eins djúpt í árinni! „Auðvitað borgum við ykkur, strákar, þó það nú.væri fyrir alla leiðsögnina,“ segjum við um leið og skimað er í kringum sig eftir hjálpræði í einhverri mynd. Aðal „leiðsögumaðurinn" fleygir jamaísku seðlunum sem við réttum honum í götuna og trampar á. þeim. „Vitið þið ekki, að jamaískir dollarar eru einskis virði. Aðeins 8 á móti Bandaríkjadal. Þið verðið að Iáta okkur hafa a.m.k. 10.000 Banda- ríkjadali, (litlar 600 þúsund ísl.kr.) eða erað þið kannski með „þýska dollara?" (óþekktur gjaldmiðill!) Þeir þykja líka góðir.“ Það virkar þveröfugt á þá að segja, að við göngum yfirleitt ekki með svo mikla peninga á okkur. í skugga húss eins blikar á hnífsegg. Nú er um lífið að tefla. Sölumennirnir eru saklausari. Þeir eru á hveiju götu- horni. Og alls staðar hljómar reggí- ið. Maðurinn minn lætur sér hvergi bregða og segir sallarólegur: „Vitið þið, strákar, að íslenska krónan okk- ar er ennþá minna virði. Við þurfum að borga 60 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal.“ Hvílíkur furðusvipur kom ekki á þetta grimma andlit, þar sem brosið náði aldrei til augnanna, við það að heyra um einhvern gjaldmiðil í heiminum sem væri lægra skráður en hinn aumi Jamaica- dollari! Trúlega hefur gengi íslensku krón- unnar aldrei bjargað mannslífi fyrr eða a.m.k. forðað líkamsárás. Hlýtur að vera spurning um sérstaka viður- kenningu til Seðlabankans fyrir gengi dagsins! Vart verður með orð- um lýst því fáti eða forundrun sem greip um sig hjá þessu stóreinkenni- lega liði sem hengir sig á næsta mann til að ná sér í lifibrauð. ÞEIR voru greinilega ekki vanir svo róleg- ekki hvernig við komumst inn í bíl- inn. ÞEIR eltu okkur. Hengdu sig utan í okkur. Vörnuðu okkur inn- göngu. Lágu á þakinu á bílnum. Á framrúðunni. En bílstjórinn sýndi þeim enga miskunn. Gaf í ýmist aft- ur á bak eða áfram. Og skyndilega vorum við laus úr prísundinni. Með blóðugar skrámur, rifin föt og nokkrum Jamaica-dollur- um fátækari. Og sannarlega reynsl- unni ríkari! Þrír menn lágu í valnum aftan við bílinn. Vonandi ekki stórsl- asaðir, segi ég. „Farið hefur fé betra,“ segir bílstjórinn, en bætir síð: an við. „Þeir kunna að passa sig. I guðsbænum komið ekki nálægt svona mönnum aftur. Þið voruð sann- arlega heppin að ég skyldi vera á þessum slóðum.“ Það er byijað að rökkva, þegar við rennum upp að herrasetrinu á hæðinni. Himinninn logar rauðbleik- ur yfir fátækrahverfi og hæðarsetri. Og kvöldið rétt að byija. Ég ætla ekki að trúa mínum eigin eyrum, þegar sálmasöngur berst frá innri matsal hótelsins. Er svarti presturinn mættur á staðinn? Hljómkviðan er í hámarki. Húsið, fyrrum herrasetur þrælahaldaranna endurómar af heitum bænum, trú- arsöngvum og glasaglaumi. Blandast saman við ólgandi reggí-sinfóníu fá- tækrahverfisins. Hinir ríku uppi á hæðinni. Hinir fátæku niðri. Hvaða máli skiptir það umhverfið_ í Montego Bay, þó að tveir vesælir íslendingar hafi rétt sloppið úr heljargreipum? Mannslíf hér era lítils virði eða hvað? Austuríska hótelstýran, hún Ste- faní tekur prúðbúin á móti okkur. Leiðir okkur að borði. „Takið þátt í síðustu kvöldmáltíðinni,“ segir hún. „Við erum að kveðja þýska trúboð- ann okkar. Hann er búinn að vinna hér gott starf. Ganga á milli húsa og hjálpa þessum trúvillingum." Og hún reiðir hina helgu bók á loft fyr- ir framan okkur. „Búið ykkur undir heimsendi," segir hún. „Endalokin eru skammt undan. Horfið á Persaflóastríðið. Eyðniveiruna. Chernobyl-slysið. Og fall Sovétríkjanna er skammt undan. Árásin á ykkur sýnir andlegt ástand mannkynsins. Allt eru þetta djöfial- um viðbrögðum. Allt í éinu fyllist ég ofsabræði. Hef trúlega aldrei á ævi minni orðið reiðari. Uvers konar heimur er það sem við lifum í? Áð þurfa að standa hér, á einni fallegustu eyju á jarð- ríki, framan við blikandi hnífsegg og veija líf sitt. „Er það svona sem þið Jamaica-búar takið á móti ferða- mönnum. Eins gott að vara alla við að koma hingað,“ öskra ég á þá. ÞEIR hörfa aðeins. Mannseðlið er eins og hjá frumskógardýrum. Best að vera fastur fyrir. Sýna enga hræðslu. Var ekki leigubíll þarna á horn- inu? Bílstjórinn sér okkur. Staðnæm- ist. Kemur ekki á móti okkur, en fer samt ekki í burtu. Einhver vonarg- læta. Við notfærum okkur forandrun og fát, tökum undir okkur stökk og .. hlaupum í áttina að bílnum. Ég veit tajHW' 3 fk „Okkur er ánægja að ganga með ykkur, sýna ykkur gömlu kirkj- una og staðinn þar sem Kólumbus kom að landi.“ legir hildarleikir í lokahrynunni áður en Harmageddón kemur. Hallelúja!" Stuttu síðar sjáum við vopnaða varðmenn með nokkra vígalega úlf- hunda þeytast af stað út í myrkrið. Þeir eiga að vera viðbúnir óboðnum gestum inn á víggirta lóð hússins á hæðinni. Aldrei höfum við verið mót- tækilegri fyrir trúarboðskap. Og aldrei hefði ég getað ímyndað mér, að ég myndi heilshugar taka þátt í trúarhátíA hjá Vottum Jehóva uppi á hæð yfir Montego Bay. Hvílíkt kvöld undir opnum stjörnuhimni, við lognkyrr kertaljós. Og hvílík hljóm- kviða. Ég get ekki sofnað. Sé stóra rum- inn með hnífinn fyrir aftan mig í speglinum. Og sá „hlébarðamjúki" er á bak við hverjar dyr. Skyldu ÞEIR hafa ógnað bílstjóranum og hann hafi sagt þeim hvar við erum? Og ég fer að skilja, hvernig það er að búa við ríkidæmi og lifa í stöðug- um ótta. Frá svölunum heyrist að gestirnir eru á förum. Inn um gluggann be- rast síðustu kveðjuQrðin. Hallelúja og amen. •V UTSALAN HEFST MÁNUDAGINN 13. JANÚAR Rjúfum kyrrstöðuna! Ráðstefna Verktakasambands íslands Holiday Inn, 14. janúar 1992, kl. 11.45 Um þessi áramót hefur mönnum verið tíðrœtt um þann djúpa óldudal sem efnahags- og athafnalíf þjóðarinnar er í um þessar mundir. Ástandið er samt ekki svo slœmt að nauðsynlegt sé að stöðva tannhjól athafnalífins; þvert á móti þarf að koma athafnaltfnu á fulla ferð og rjúfa kyrrstöðuna. Forsetl íslands, Vigdís Flnnbogdóttir, sagði f áramótaávarpi sínu: 'Örðugleikar okkar nú um stundír blikna ísamanburði við þrengingar formœðra okkar og forfeðra. Við munum sigrast á þeim með birtu hugans. afii handanna og auðlegð andans'. Verktakasamband íslands vill allshugar taka undir þessi hvatningarorð og leggja sitt af mörkum með því að boða til ráðstefnu sem beryfirskriftina Rjúfum kyrrstöðuna! Ráðstefnan er œtluð öllum þelm aðilum atvinnulífsins sem hafa áhuga á og vilja til að snúa vöm í sókn á nýju ári. Dagskrá: ísland er land tœkifœranna, Davíð Oddsson, forsœtisráðherra. The Shannon Experience, Thomas J. O'Donnell. Group Director and Company Secretary, Shannon Development Company, írlandi. Hvað þarf til? Páll Kr. Pálsson,framkvœmdastjóri Vífilfells hf. Sóknarfœri í feröaþjónustu, Þórhallur Jósefsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra. Upp úr öldudalnum, Magnús Gunnarsson, formaður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi. Hvað getur borgin gert? Markús örn Antonsson, borgarstjóri. Ráðstefnustjóri: Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð, veitingar og fundargðgn, er kr. 10.000.-. Vinsamlegast bókið þátttöku sem fyrst með því að hringja f Margit eða Áslaugu í síma 62-24-11 eða sendlð fax í 62-34-11. VERKTAKASAMBAND ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.