Morgunblaðið - 12.01.1992, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
KVIKMYNDIN
&]?<«■
T • jY'YíY' ..
HVER HVKIl
rvrvEDY
Rúmlega aldarfjóróungur er nú liðinn
frá morðinu á John F. Kennedy,
Bandaríkjaforseta. Ymsar getgátur
hafa verið uppi um hver eða hverjir
stóðu að morðinu, en hin opinbera
niðurstaða er sú að Lee FJarvey
Oswald hafi myrt Kennedy.
Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone
ræðst harkalega að þeirri
kenningu í mynd sinni JFK“, og hefur
myndin vakið mikið umtal og deilurí
Bandaríkjunum.
yndin, sem kostaði
um 40 milljónir
dollara í fram-
leiðslu, er byggð á
bók Jim Garrisons,
„On The Trail of the Assassains“,
en Garrison, sem leikinn er af Ke-
vin Costner, var ríkissaksóknari í
New Orleans þegar Kennedy var
myrtur. Fleiri
þekktir leikarar eru
í myndinni, þar á
meðal Donald Sut-
herland, Joe Pesci,
Kevin Bacon, John
Candy, Jack Lemm-
on, Walter Matthe-
au og Ed Asner. Hin
raunverulegi Jim
Garrison leikur Earl
Warren, hæstarétt-
ardómara, og Sissy
Spacek leikur konu
Jim Garrisons.
Oliver Stone álít-
ur að ákvarðanir
Kennedys í friðarátt
- að hætta við aðra
innrás á Kúbu, eftir Svínaflóaárás-
ina 1962, að kalla heim alla her-
menn frá Víetnam og að banna
prófanir á kjamorkuvopnum - hafi
valdið skelfingu hjá harðlínumönn-
um innan ríkisstjómarinnar og
hersinsí sem og hjá vopnaframleið-
endum sem sáu fram á milljarða
tekjutap. „Líttu á hver hagnaðist
á morðinu," sagði leyniþjónustu-
maðurinn „X“, leikinn af Donald
Sutherland, við Jim Garrison. Ekki
aðeins þessir aðilar, heldur einnig
Lyndon B. Johnson sem í myndinni
er sýndur sem skósveinn þeirra. í
huga Garrisons nær samsærið enn
lengra; hann telur morðin á JFK,
Robert Kennedy og Martin Luther
King öll tengd.
Rannsókn Jim
Garrisons og að-
stoðarmanna hans
á morðinu er rakin
í myndinni, sem er
rúmlega þriggja
klukkustunda löng
og svo yfirfull af
upplýsingum og
vitnisburðum að
áhorfendur eiga
fullt í fangi með að
fylgjast með at-
burðarásinni. Það
er aldrei dauður
punktur í myndinni
og flestir áhorfend-
ur era bókstaflega
agndofa að sýn-
ingu lokinni; a.m.k. hrifust sýning-
argestir í San Diego svo að þeir
stóðu upp og klöppuðu í lok mynd-
arinnar, nokkuð sem ekki gerist
oft í bandarískum kvikmyndahús-
um.
Myndin, sem var frumsýnd 20.
desember sl., hefur vakið mikið
umtal og fengið mikla gagnrýni.
Að venju hafa stóra bandarísku
fjölmiðlamir risið upp á afturlapp-
irnar og gelt hástöfum að Stone
fyrir að láta sér detta þessa sam-
særiskenningu í hug. Þrátt fyrir
hneyksli og spiilingu á hæstu stöð-
um eins og „Watergate“ og „Iran-
gate“, sem ekki er enn séð fyrir
endann á, og þá staðreynd að sam-
kvæmt skoðanakönnunum trúa
fæstir Bandaríkjamenn að Oswald
hafi verið einn að verki - virðast
bandarískir fjölmiðlar enn halda að
stjórnvöld, CIA og FBI samanstandi
af hvítþvegnum kórdrengjum, ef
marka má viðbrögð þeirra við
myndinni. Stone hefur verið í við-
tölum á flestum stóru sjónvarps-
stöðvunum og blaðagreinum um
myndina hefur rignt yfir bandaríska
lesendur, bæði í dagblöðum og
tímaritum.
Time-tímaritið varði fimm síðum
í að gagnrýna myndina og kemst
að þeirri niðurstöðu að þær stað-
reyndir, sem settar eru fram í
myndinni, séu rakalausar og styður
mál sitt m.a. með samanburði á
„Myndinni" og „Sönnunargögnun-
um“.
„Sönnunargögn" Time, þau sem
Warren-nefndin notaði, eru reynd-
ar ekki mikið trúverðugri en tíma-
ritið álítur myndina vera. Garrison
og Stone segja að sex skotum hafi
verið skotið af þremur skotliðum;
einu í bókageymslu Texas-skólans
(Texas School Book Depository),
öðru bak við runna og því þriðja í
færi við framhlið forsetabílsins.
Time hrekur þetta með þvi að
benda á að flest vitnanna greindu
frá aðeins þremur skotum. Onnur
sögðu að þau hefðu heyrt fjögul-
skot. Tímaritið segir að þingnefnd
hafi árið 1979 rannsakað hljóðupp-
töku þar sem heyra mátti ijögur
skot en bendir á að síðari rannsókn
hafi hrakið þetta. Time skýrir ekki
hvaða munur er á vitnisburði
flestra og annarra vitna og hefur
ekki fyrir því að tilgreina hvaða
síðari rannsókn vitnað er í.
Time viðurkennir að „Magic
Bullet“-kenningin sé veikasti
punktur málatilbúnaðar Warren-
nefndarinnar, enda er hún harðlega
gagnrýnd í myndinni. Kúlan á að
hafa farið í ofanvert bakið á
Kennedy, komið út um hálsinn að
framanverðu, tekið syo krappa
hægribeygju, skellt sér í gegnum
sætið fyrir l'raman forsetann, inn
Kevin Costner
eftir Írisi Erlingsdóttur
MYRTI Lee Harvey Osw-
ald forsetann eða var
Kennedy fórnarlamb
skuggalegs samsæris?
Kvikmyndaleikstjórinn
Oliver Stone heldur því
fram í mynd sinni „ JFK“
að Oswald hafi verið hafð-
ur sem blóraböggull í þessu
máli og að það hafi verið
óframkvæmanlegt fyrir
hann að fremja verknaðinn
einn síns liðs. í myndinni
hvetur Stone áhorfendur
til að velta því fyrir sér
hvort CIA, FBI, bandarísk
hernaðaryfirvöld, eða jafn-
vel Lyndon B. Johnson,
hafi lagt á ráðin um að
myrða forsetann, - hvort
þar hafi í raun átt sér stað
hallarbylting, „coup d’ét-
at“.
Bíll Kennedy forseta er annar frá vinstri