Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR Önnur Lynch- mynd á árinu Rætt við Sigurjón Sighvatsson kvikmyndafram- leiðanda Stefnan er að gera dýrari myndir sem kosta á bil- inu frá átta til níu milljónir dollara og upp í 20 milljónir. Það er ekki lengur markaður fyrir ódýrari myndir og þá færðu líka betra tæknilið og þekktari leikara, sem hafa skapað sér nafn,“ sagði Siguijón Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi í Holly- wood í samtali við Morgun- blaðið. Hann var hér á landi yfir hátíðamar og var m.a. við- staddur frumsýningu á Bar- ton Fink í Laugarásbíói en Manifesto, fyrirtæki að hluta í eigu Propaganda Films, átti þátt í fjármögnun mynd- arinnar. Á sama hátt setti Manifesto pening í nýjustu mynd spænska leikstjórans Petro Almodóvars, Háir hæl- ar, og hefur dreyfmgarrétt- inn á henni. Hún verður að líkindum frumsýnd í Há- skólabíói í mars að sögn Siguijóns. Propaganda Films er nú IBIO Það er oft kvartað undan einhæfu kvikmyndaúrv- ali hér þar sem tæp 90 prósent bíómynda eru afþreyingarefni frá Hollywood og fyrir aldurshópinn 15 tii 25 ára. En það eru alltaf nokkrar myndir í gangi sem höfða til annars hóps sem vill sjá öðru- vísi myndir gerðar af iistrænum metnaði. Þær finnast í minni sölunum. Sambíóin sýndu um nokkurra vikna skeið nýjustu mynd Bernardo Bertolucci,„The Shelter- ing Sky“, stórfenglega í útliti frá ítölskum meist- ara. í Háskólabíói er Tvöfalt líf Veróniku og líka Af fingrum fram eftir James Lapine, skopleg mynd með góð- um leikarahópi sem seg- ir frá samdrætti rithöf- undarins George Sand, sem Judy Davis leikur, og tónskáldsins Chopin. Og enn má minna á nokkrar af kvik- myndahátíðarmyndun- um sem til sýnis eru í Regnboganum. Þær eru Homo Faber eftir Volker Schlöndorff, Ó, Carmela eftir Carlos Saura og Launráð eftir Ken Loach en Ken hreppti Felixinn fyrir bestu mynd Evrópu á síðasta ári, Riff Raff. Einnig er í Regnbogan- um franska myndin Heiður föður míns. SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Sigurjón Sighvatsson; dýrari myndir. með fjórar bíómyndir í fram- leiðslu á mismunandi vinnsl- ustigi. Ein heitir„Ruby“ og er um Jack Ruby, morðingja Lee Harvey Oswalds, og fjallar um svipað efni og „JFK“ eftir Oliver Stone en tengir morðið á John F. Kennedy við mafíuna. Danny Aiello leikur Ruby. Leikstjóri er John Mackenzie sem áður gerði þrillerinn „The Long Good Friday“. Myndin kostar tæpar 700 milljónir íslenskra króna. Þá er það nýjasta mynd Sidney Lumets og dýrasta mynd Propaganda til þessa. Hún heitir „Close to Eden“ og fer Melanie Griffíth með aðalhlutverkið í henni. Myndin er um löggu sem dulbýr sig og fer huldu höfði í afar lokuðu gyðingasamfé- lagi í New York. „Eden“ kostar rúman 1,1 milljarð. „Lumet er maður sem vinnur ótrúlega skipulega," segir Siguijón, „enda búinn að vera lengi í faginu, hefur gert uppundir fimmtíu myndir." Næstan skal nefna þril- lerinn „Redrock West“ eftir sama leikstjóra og gerði aðra Propaganda mynd, „Kill Me Again". Hann heitir John Dahl en með aðalhlutverkin fara Dennis Hopper og Nic- olas Cage. Tökur standa nú yfír á myndinni sem, eins og „Kill“, er í fílm noir stílnum. Og loks er það „Candy- man“ sem gerð er eftir einni af smásögum hrollvekjuhöf- undarins Clive Barkers. Leikstjóri er Bernard Rose, sem áður gerði „Chicago Joe and the Showgirl" en Virgin- ia Madsen fer með aðalhlut- verkið. Á þessu ári mun Propag- anda Films taka þátt í ann- arri David Lynch-mynd að sögn Siguijóns en ekki er vitað fyrir víst hvaða verk- efni leikstjórinn tekur fyrir og einnig er á teikniborðinu hjá Propaganda mynd eftir leikstjórann John Schlesin- ger. Ýmislegt annað nefndi Siguijón, m.a. „Prizzi’s Family", n.k. formynd sem gerist áður en atburðirnir í myndinni „Prizzi’s Honor“ gerast. Það má vera að Lu- met leikstýri með Nieolas Cage í aðalhluverki. Einnig er möguleiki á að Propag- anda Films taki þátt í fjár- mögnun tveggja næstu mynda Joels og Ethans Co- ens, sem gerðu Barton Fink. Ekki er þó útséð með það. Siguijón sagðist vona að fyrirtæki hans yrði með ein- hveija mynd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í maí. „Við stefnum alltaf á Cannes,“ segir hann. „Evr- ópudreifíngin er okkur afar mikilvæg." 25.000 á Flugása Alls hafa nú um 25.000 manns séð banda- rísku gamanmyndina Flug- ása sem sýnd ej í Sambíó- unum að sögn Árna Samú- elssonar bíóeiganda. Mynd Ridley Scotts, Thelma og Louise með þeim Susan Sarandon og Gena Davis, hafa um 12.000 manns séð, 10.000 manns hafa séð Harley Davidson og Marlboro- manninn og Hollywood- lækninn með Michael J. Fox og um átta þúsund manns hafa séð gaman- myndina „Dutch“. Næstu myndir Sambíó- anna eru gangstermyndin Billy Bathgate með Dustin Hoffman, gamanmyndin „Switch“ eftir Blake Edw- ards, þrillerinn „Decived" með Goldie Hawn, hryll- ingsmyndin „Omen IV“ úr frægri seríu, þrillerinn „Timebomb" með Michael Góð aðsókn; Golino og Sheen í Flugásum. Biehn og glæpamyndin um einkaspæjarann Warshaw- sky með Kathleen Turner. Næstu myndir í hinn svokallaða Gullmola bíó- anna, þar sem sýndar eru listrænni myndir, verða „Mr. Johnson“ eftir Bruce Beresford og „Meeting Venus“ eftir Istvan Szabo með Glenn Close í aðalhlut- verki. 13. Skjaldbökurnar2 22 14-15. Á mörkum lífs og dauða* 14-15. Uns sekt er sönnuð 16. Nikíta 17-20. Doors 17-20. Flugásar 17-20. Leikaralöggan 17-20. Þrumugnýr 21.Unginjósnarinn 22. Hvað með Bob? 23. Fuglastriðið 24. The Commitments 25-29. Á síðasta snúning 25-29. Hættuleg tegund 25-29. Leikskólaióggan 25-29. Saga úrstórborg 25-29. Hudson Hawk 7. Sofið hjá óvininum 32 þúsund 8. Tortímandinn 2 30 þúsund 9. Börn náttúrunnar 26 þúsun 10. Eymd 25 þúsund w} H.Tryllt ást* 24 þúsund cit 12. Skjaldbökurnar * 23,8 þúsund 1-2. Aleinn heima 53 þúsund 1-2. Dansarvið úlfa 53 þúsund 3. Beint á ská 21/2 51,2 þúsund 4. Lömbin þagna 5. Hrói höttun Prins þjófanna 40 þúsund 6. Þrir menn og litil dama 32,5 þúsund 50,9 þúsund 19 19 8,5 18 18 18 18 7 16 15,7 15,5 15 15 15 15 15 llUllllIiiniimiKnnuin xn * Jólamynd 1990, sýnd fram eftir árinu. kvikmyndia™ Aleinn dansar viðúlfa Dnn/ln»ti£>|rn ornmnnmimdin A 1 nmn Iimmn nfGn Tnlin Unmlinn Dansar við toppinn; Costner í Döns- um við úlfa. Bandaríska gamanmyndin Aleinn heima eftir John Hughes og Chris Columbus og Dansar við úlfa, um þriggja stunda langur vestri með Kevin Costner og í leikstjórn hans, tróna efst á lista yfír mest sóttu myndir síðasta árs en báðar fengu þær 53.000 manns í aðsókn samkvæmt upplýsingum frá bíóunum í Reykjavík. Vei; metsölustrákurinn Macaulay Culkin. Samkeppnin var hörð á tíðum en bamastjarn- an Macaulay Culkin í Al- einn heima fékk strax mjög góða aðsókn og skaut stór- ■■■■■■■■■■■■■ stjömum á borð við Amold Schwarz- enegger og Bruce Willis rækilega ref fyrir rass. Það eftir Arnold Indriðoson sama gerði Costner í marg- faldri óskarsverðlauna- mynd sem fáir töldu að gerði neitt í miðasölu. Hún afsannaði það rækilega. Hvomgri þessara met- sölumynda hafði reyndar verið spáð neinni aðsókn þegar þær vom frumsýnd- ar vestra en Aleinn heima reyndist vinsælasta gam- anmynd sem gerð hefur verið og hefur tekið inn tæpa 30 miiljarða ísl. króna í heimsdreifíngu. Gaman- myndin Beint á ská 2'/2 og þrillerinn Lömbin þagna vom hinsvegar metsöluefni frá upphafi og Hrói höttur einnig, sem fékk 40.000 manns í aðsókn. Athygli vekur að metsölumynd árs- ins í Bandaríkjunum, Tor- tímandinn 2 með Amold Schwarzenegger, er aðeins í áttunda sæti. Arnold virð- ist eiga fastan aðdáenda- hóp hér heima, sem er í kringum 20 til 30 þúsund manns. 24.000 manns sáu síðustu hasarmynd hans, Fullkominn hug, árið 1990. Fleiri myndir fóm yfir 50.000 manns í aðsókn í ár en í fyrra þegar aðeins ein mynd, Stórkostleg stúlka með Julia Roberts, náði því marki. Á síðasta ári fóra fjórar myndir yfír 50.000 manna markið. Listinn er byggður á mynd- um sem fóru yfír 15.000 manns í aðsókn og voru þær ná- kvæmlega jafn- margar í fyrra og árið 1990 eða 29. Listinn nær yfir þær myndir sem sýndar vora í kvik myndahúsum Reykjavík á síðasta ári og þær myndir sem byij- uðu í lok þar síðasta árs en vora sýndar fram eftir árinu 1991. Þær myndir eru merktar sérstaklega. Upplýsingar um aðsókn era fengnar frá hveiju kvikmyndahúsi fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.