Morgunblaðið - 12.01.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI
V* í A Í < ‘ S» ‘
SUNNUDAGUR 12. JANUAR 1992
0 55
Þakkir
Það er gömul hefð hér á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund að
kveðja þrettándann með veglegri
samkomu fyrir heimilisfólkið og er
þá ýmislegt sér til gamans gert. Síð-
astliðinn þrettándi var hér engin
undantekning nema hvað einn af
okkar bestu söngvurum, Gunnar
Guðbjörnsson óperusöngvari, sem
um þessar mundir syngur við Óper-
una í Wisbaten í Þýskalandi, kom
og söng fyrir okkur. Píanóundirleik
annaðist hinn landsþekkti píanóleik-
ari Jónas Ingimundarson. Astæðan
til þess að Gunnar kom sem sjálfboð-
aliði að synga fyrir okkur á Grund
var að langamma konu hans, Jóna
S. Jónsdóttir, er heimilskona þar á
bæ. Vil ég fyrir hönd heimilisfólksins
á Grund færa Gunnari og Jónasi
bestu þakkir fyrir skemmtunina.
En það var meiri söngur á Grund
þetta kvöld. Dúfa Einarsdóttir og
Hörn Harðardóttir sungu einnig ein-
söng og tvísöng við undirleik Guð-
bjargar Sigurðardóttur. Einnig bestu
þakkir til þeirra og allra annarra sem
veittu okkur aðstoð, ánægju og gleði
á þessu þrettándakvöldi.
Gestur Sturluson
-----» ♦ ♦----
Er neyð-
aráætlun
til staðar?
*
Abaksíðu Morgunblaðsins
fimmtudaginn 9. janúar getur
að líta frétt undir fyrirsögninni: Fjór-
ir 11 ára strákar sátu fastir í tvær
klukkustundir. A henni gæti manni
skilist, að það hefðu aðeins verið
þessir fjórir drengir, sem lentu í
þessum hremmingum, sem bilun í
gírkassa stólalyftunnar í Bláfjöllum
olli deginum áður. Raunin var hins
vegar sú, að lyftan var full af fólki,
þegar hún bilaði, ég myndi giska á
að í henni hefðu verið 80-90 manns.
Meðal þeirra var undirrituð með þijú
börn mín. Á fyrsta klukkutíma eftir
bilunina tókst starfsmönnum skíða-
svæðisins hins vegar að ná um helm-
ing fólksins niður, sumum með því
að hala þá niður í reipum.
Við hin, sem eftir sátum, dvöldum
þarna í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Vistin var köld, frostið var um 10
stig niðri á bílastæðinu um tvöleytið,
ekki veit ég hvað það var mikið
þarna uppi í fjallinu seinna um dag-
inn. Það vildi okkur til happs, að það
var logn. Ef hefði farið að hvessa,
hefði ástandið verið miklu verra. Þá
var átta ára sonur minn orðinn mjög
kaldur og hræddur.
Bilanir af þessu tagi eru ófyrirsjá-
anlegar og er ekki við neinn að sak-
ast í þeim efnum. Fróðlegt væri þó
að vita, hvort starfsmenn skíðasvæð-
isins hafi ekki undir höndum ein-
hvers konar neyðaráætlun, sem þeir
geta gripið til við bilanir af þessu
tagi, þegar bjarga þarf fólki niður
úr lyftunni á einhvem hátt.
Hins vegar hefði verið hægt að
sýna okkur, sem í þessu lentum, þá
sjálfsögðu tillitssemi að veita okkur
upplýsingar um hvað væri að ge-
rast, hvers eðlis bilunin væri, og
hvaða ráðstafanir stæði til að gera
til að ná okkur niður. Allan þann
tíma, sem við biðum þarna, var ekk-
ert samband haft við okkur. Þegar
niður kom, var ekki beðist afsökunar
á þessum óþægindum, ekki einu
sinni boðin endurgreiðsla daggjalds,
en skíðaiðkunin fór víst fyrir lítið
hjá flestum okkar þennan dag.
Þetta virðingar- og skeytingar-
leysi gagnvart viðskiptavinum skíða-
svæðisins hef ég orðið vör við áður.
Það kemur meðal annars fram í lít-
illi gæslu við efri og neðri enda stóla-
lyftanna, þar sem þeir starfsmenn,
sem þar eru til staðar, sinna ekki
sínum störfum sem skyldi, enda þótt
óhöpp séu ekki ótíð þar. Úr þessu
mætti auðveldlega bæta og gera
dvölina á svæðinu enn ánægjulegri
á góðum skíðadögum.
Margrét
Sumarhjólbarðar
í snjó og hálku
Til eru bílstjórar sem enn — þrátt
fyrir snjó og hálku á götum -
eru að flækjast um á sumarhjól-
börðum (jafnvel sléttslitnum) og
valda með því sjálfum sér og öðrum
gífurlegum erfiðleikum í umferð-
inni, að ég tali nú ekki um slys sem
eru alltof algeng vegna bíla sem
að þessu leyti eru á allan hátt van-
búnir til vetararaksturs.
Ef rétt væri á málum haldið,
ætti að taka slík ökutæki úr um-
ferð. Á vetrum ætti að leyfa akstur
einungis þeim fólksbílum, sem bún-
ir eru viðurkenndum vetrarhjólbörð-
um og með snjónöglum, til að draga
úr rennsli (þar með hliðarrennsli)
bílanna í hálku og auka öryggi.
Meðan ekki eru ákveðnar reglur,
til að fara eftir í þessum efnum,
ætti hver akandi maður að líta í
eigin barm og hugleiða öryggi sitt
og annarra.
T.T.
Kristján Guðjónsson, Vopnfirðingur, ásamt frænku sinni Margréti
Sverrisdóttur, sem þegar var búin að nýta sér útsölurnar til hag-
stæðra fatakaupa.
verð á fötum of hátt og því væri
kærkomið að fá þessa verðlækkun
á útsölunum.
Skóbúðin Bossanova í Kringl-
unni var troðin út úr dyrum enda
fyrsti dagur útsölunnar þegar
Morgunblaðsfólk bar að garði og
að sögn Guðrúnar Hrafnkelsdótt-
ur, eins af eigendum búðarinnar,
var búið að vera mikið að gera
allan daginn. „Við eigum mikið
af vörum og svo þýðir ekkert að
bíða þegar aðrir verslunareigendur
eru famir af stað með sínar útsöl-
ur,“ sagði Guðrún þegar hún var
innt eftir því afhveiju hún væri
svona snemma á ferðinni með út-
söluna í ár. Guðrún sagði að þegar
útsölur væru hafnar einhvers stað-
ar þá héldiTóIk að sér höndunum,
því það vildi ekki kaupa vörur sem
myndu svo kannski lækka um
helming stuttu seinna.
Guðrún setti um helming lag-
ersins á útsölu og verðlækkunin
nemur 30 eða 50% eftir vöru-
tegundum. En græða kaupmenn
eitthvað á útsölum? Já, Guðrún
var nú á því og að minnsta kosti
væri betra að losna við vörurnar
þótt á lægra verði væri heldur en
að sitja uppi með allt saman, þann-
ig að ekki væri rými fyrir nýjar
vörur. Margir hefðu auk þess tak-
markað lagerrými. En fer Guðrún
sjálf á útsölur hjá öðrum?
„Nei, ég geri mjög lítið af því
að fara á útsölur. Mér fínnst miklu
meira spennandi þegar nýju vör-
urnar koma.“
Það voru margir sem voru að leita sér að skóm á lækkuðu verði í
Bossanova.
Ættfræðinámskeið
Ættfræðinámskeið (3 hópar) hefjast í Reykjavík 20.-22.
jan. og standa í 7 vikur (20 klst.). Kennd eru öll undirstöðu-
atriði í ættrakningu og samantekt ættartölu og niðjatals.
Þátttakendur fá aðstöðu og leiðsögn til ættarleitar. Leið-
beinandi Jón Valur Jensson. Einnig verður 5-6 vikna fram-
haldsnámskeið og helgarnámskeið á Akureyri, ísafirði, í
Borgarnesi og Keflavík.
Ættfræðiþjónustan
27100 og 27101 alla daga.
Tðnskðli Eddu Borg
auglýsir
Hljómborðsnámskeið
Innritun er hafin á ný hljómborðs-
námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna í síma skólans 73452.
Skrifstofan er opin alla daga meðan á
innritun stendur frá kl. 12.00-16.00.
Söngnámskeið auglýst síðar.
Tónskóli iddu Borg,
Hólmaseli 4-6, sími 73452.
KINVERSK LEIKFIMI
TAITIQUAN
□ Vinnur gegn streitu og álagssjúkdómum
□ Eykur andlegt og líkamlegt jafnvægi
□ Stuðlaraðvellíðanogsjálfsöryggi
□ Jafnar og eykur orkustreymi líkamans
□ Fyrir fólk á öllum aldri
□ Morgun- og kvöldtímar
□ Jafnframt boðið upp á gufubað
Vesturgötu 5, sími 629470. Mörkinni 8, sími 679400,