Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 32

Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Ráðstefna um j á- kvæðar hliðar ís- lensks atvinnulífs VERKTAKASAMBAND fslands gengst næstkomandi þriðjudag fyrir ráðstefnu um jákvæðar hliðar íslensks atvinnulífs, sem ber yfirskriftina „Rjúfum kyrr- stöðuna“. Ráðstefnan verður haldin á Holiday Inn og hefst hún klukkan 11,45. Davíð Oddsson forsætisráð- herra flytur erindi á ráðstefnunni, sem nefnist „ísland er land tæki- færanna", en erindi Markúsar Arnar Antonsonar borgarstjóra, heitir „Hvað getur borgin gert?“. Þá flytur Magnús Gunnarsson for- maður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi erindið „Upp úr öldudalnum“ og erindi Páls Kr. Pálsonar, framkvæmdastjóra Vífilfells hf. nefnist „Hvað þarf til?“. Loks talar Þórhallur Jósefs- son aðstoðarmaður samgönguráð- herra um „Sóknarfæri í ferðaþjón- ustu“ Þá verður flutt fróðlegt erindi um tollfrjálsa iðnaðarsvæðið á Shannon-flugvelli á írlandi, en írar hafa náð mjög langt á því sviði á meðal vestrænna iðnaðarþjóða. Thomas J. O’Donnell fram- kvæmdastjóri hjá Shannon Deve- lopment Company kemur sérstak- lega á þessa ráðstefnu til þess að kynna þessi mál fyrir íslendingum. Mikill áhugi er á því að koma á fót sams konar tollfijálsu iðnaðar- svæði við Keflavíkurflugvöli. Samfok skorar á foreldra skólabama STJÓRN Samfoks, Sambands foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, mótmælir fyrir- huguðum niðurskurði í grunn- skólum og skorar á foreldrafé- lög um land allt að beita sér af alefli gegn áformum stjórn- valda þess efnis. ^ Þetta kemur fram í frétt frá sambandinu, þar sem sagt er enn- fremur að hugmyndir séu uppi um að ijölga nemendum í bekkjar- deildum og fækka kennslustund- um í viku hverri. Síðan segir m.a.: „Það gengur erfiðlega að tryggja bömum okkar þann tímaíjölda sem þeim ber samkvæmt grunn- skólalögum og fráleitt að leggja viðmiðunarstundaskrá alfarið í hendur ráðuneytis/ráðherra, sem getur þá ráðskast með stundaskrá nemenda að vild.“ Sýningarsalur Honda Vatnagörðum 24 er opinn laugardag kl. 10:00 - 16:00, sunnudag 12:00 - 16:00 og mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00. Upplýsingar eru einnig veittar t síma 68 99 00 Akureyri: Þórshamar hf., s. 96 - 11036 Keflavtk: B.G. Btlasalan, s. 92-14690 Verð frá: 949.000,- stgr. a ' •t/>. rfna NYR CIVIC - FALLEGAR LINUR Fegurð er afstæð. Vaxtarlag kvenna sem þótti fagurt á Viktoríutímanum þykir ekki fagurt í dag. Málverk eftir Van Gogh var ekki mikils metið meðan hann sjálfur lifði. VW bjallan þótti hálfgert viðrini við hlið stóru drekanna á sfnum tíma. Honda hefur tekið forystu í hönnun fallegra og góðra bíla undanfarin ár. ÍSkýringar á forystu Honda eru góðir tæknimenn og hönnuðir. Honda hefur keppt í Formula 1 kappakstri undanfarin li 10 ár. Þeim kappakstri er oft líkt við ^ rilraunastofu, þar sem hílaframleiðendur keppa í nýjungum ekki síður en hraða. Honda hefur undan- farin sex ár verið heims- meistari í Formula 1. Þegar reynsla af kapp- akstri og góð útlits- hönnun sameinast síðan í bíl eins og Civic verður árangurinn það sem samtíminn kallar „fallegur bíll“. Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur sam- tímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, cn jafnfrámt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% endur- vinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúnings- hraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.