Morgunblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 11 Unglingar, foreldr- ar og tennumar eftir Kristrúnu Sigurðardóttur Þegar við erum að þroskast og vaxa göngum við í gegnum ákveðið tímabil sem oft er kallað gelgju- skeið. Úff, já með öllum gelgjustælun- um og öðru veseni sem fyglir þess- um árum. Allt fólk og umhverfíð verður ekki eins mikilvægt og áður - það er Ég, Ég og aftur Eg sem verð númer eitt - Eg ætla að gera þetta og ég ætla hitt - partý, strák- ar, stelpur og svoleiðis! Þrátt fyrir að útlitið verði frekar ofarlega á lista þetta tímabilið, er það mest ytra útlit sem gildir - vera í Levis gallabuxum, rétta bolnum og alls ekki hneppa úlpunni að sér. A þessum erfiða og skemmtilega tíma er ansi margt sem gleymist hjá unglingnum þar á meðal tenn- urnar, eyrun og margt, margt fleira. „Það er svo mikið stuð úti í sjoppu, ég bara meina það við erum ekkert alltaf að éta sælgæti bara svona eina og eina kúlu og svoleið- is. „Jesus“ ég bara nenni ekki að bursta tennurnar núna og geri það bara betur á morgun o.k.“ En málið er nefnilega þessi eina og eina kúla - það er miklu betra að borða allar kúlurnar í einu held- ur en að vera að smá týna þær upp í sig þá fær munnurinn ekkert frí til að rétta sýrustigið við. Fyrir utan það, er „maturinn hjá mömmu bestur“. Sumir foreldrar eru dug- legri en aðrir við það að sýna gott fordæmi, bursta tennur kvölds og morgna og nota tannþráð til að hreinsa á milli tannanna. Þetta er samt ekki alltaf nóg. Það þarf oft að minna þau á að gera hlutina og það er yfirleitt ekki nóg að minna þau á einu sinni það þarf að gera það aftur og aftur. Þið getið verið nokkuð viss um að þeir unglingar BOSCH fyrir fagmanninn GUF 422A Kexvél/fúgufræsari. Blað 105x4 mm 620 W/10.000 sn./mín. Járnkassi fylgir. Slípirokkar 620,710 og 900 W. Skífustærð 115-150 mm SDS lyklalaust festikerfi á 900 W slípirokkunum. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt „Þið getið verið nokkuð viss um að þeir ungling- ar sem komast yfir þessi ár með fáar eða engar holur í tönnunum verða þakklátir fyrir allt röflið sem þeir þurftu að þola í sam- bandi við tannhirðu.“ sem komast yfir þessi ár með fáar eða engar holur í tönnunum verða þakklátir fyrir allt röflið sem þeir þurftu að þola í sambandi við tann- hirðu. Því miður eru ennþá of marg- ir sem ekki hafa fengið nógu gott aðhald á þessu tímabili. Þeir sitja í súpunni - með fullan munninn af viðgerðum, sem oftast þarf að endurnýja einhverntímann á lífs- leiðinni. Gelgjuskeiðið er ekki svo langur tími, u.þ.b. 4 ár, því að um 17 ára aldurinn eru þau orðin miklu Kristrún Sigurðardóttir meðvitaðri um sínar eigin tennur sem þeim er ætlað að halda alla ævina. Ein mjög góð regla, farið aldrei út án þess að bursta tennumar. Kæru foreldrar haldið áfram að röfla í unglingum og kæru ungling- ar: Brosið! Höfundur er tannfræðingur. Nú erum við flutt á 1. hæð Borgarkringlunnar. Þar er glæsilegt vöruúrval. Stórar stærðir og litlar stærðir. ár- Verið velkomin - Sjáumst! Fataprýði BORGARKRINGLUNNI, 1. HÆÐ, SÍMI 32347 HATTING BAGERI ILMANDI SICÁBRAOÐ OQ BfhmTKia Á 10 Mftí. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. Ifi ' Mefs,- * MéistaSSWcke ^alla estersÆ,,, ^ ^ BAGERl smim t DRWt. w™yHed! Neuheit m • ‘ *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.