Morgunblaðið - 07.02.1992, Side 17

Morgunblaðið - 07.02.1992, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1992 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Skattar á borgarbúa verða ekki hækkaðir • • - segir Markús Orn Antonsson borgarsljóri TILLOGUR meirihluta borgarstjórnar sem fram komu við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í gær hafa ekki í för með sér breytingar á niðurstöðutölum borgarsjóðs. Rekstrar- gjöldin hækka að vísu um rösklega 383,2 milljónir króna, en þar á móti kemur, að eignabreytingatekjur hækka um tæplega 258,9 milljónir króna og eignabreytingagjöld lækka í heild um ríflega 124,3 milljónir króna. I ræðu Markúsar Arnar Antonssonar, borgar- sljóra kom fram að það væri grundvallaratriði í stefnu meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að hækka ekki skatta á borg- arbúa en þessi stefna, sagði hann, að hefði skapað borginni áber- andi sérstöðu meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Markús Örn sagði, að hækkun rekstrargjaldanna ætti að stærst- um hluta rætur að rekja til nýsam- þykktra laga um ráðstafanir í rík- isfjármálum. Samkvæmt nýju lög- unum bæri á þessu ári að greiða til ríkisins 2.370 krónur úr borgar- sjóði á hvern Reykvíking, eða sam- tals um 237 milljónir króna. Þar af kæmu 256 milljónir króna fram í tillögum um breytingar á rekstr- argjöldum frumvarpsins. „Að frádregnum fyrrgreindum álögum fela breytingartillögur meirihlutans í sér hækkun rekstr- argjalda um samtals 127,2 milljón- ir króna. Þar af nemur hækkun styrkja frá frumvarpstölu rösklega 26,5 milljónum króna, en reiknað er með, að fjölgun stöðuheimilda hafi í för með sér hækkun um ríf- lega 9,6 milljónir króna. Hækkun framlaga umfram lækkun sam- kvæmt öðrum tillögum um breyt- ingar nemur því samtals 91 milljón króna,“ sagði Markús Örn. Framlag hækkað til viðhalds skólahúsa Hann sagði, að þar væri meðal annars gert ráð fyrir því, að fram- lag til viðhalds skólahúsnæðis hækkaði um 30 milljónir króna frá frumvarpstölu og reiknað væri með 45 milljónum króna til viðbót- ar í hönnun og undirbúning hol- ræsaframkvæmda við Ægissíðu og Eiðsgranda á árunum 1993 og Í994. Markús Örn sagði að af öðrum breytingum bæri helst að nefna hækkun á rekstrarframlagi til Leikfélags Reykjavíkur um 17 milljónir króna, hækkun á fram- lögum tii mannvifkjagerðar á veg- um íþróttafélaga um 15 milljónir króna og hækkun á frarhlagi til íþróttabandalags Reykjavíkur um 17 milljónir króna vegna húsa- leigustyrkja. Fallið frá foreldragreiðsluni Þá talaði hann um að gert væri ráð fyrir að framlag til svonefndra foreldragreiðslna félli brott að sinni og kæmi það til frádráttar öðrum hækkunum. Hann sagðist vonast til að foreldragreiðslur 'gætu hafist eftir afgreiðslu tjár- hagsáætlunar borgarinnar fyrir næsta ár, en af hálfu borgarinnar kæmi aldrei til greina að reikna með tekjuskatti í umræddum greiðslum. Af hækkunum á styrkveiting- um, sagði Markús Örn að helst bæri að nefna, að styrkir til björg- unarsveita hækkuðu um ríflega tvær milljónir króna, eða um tæp- lega 65% og að styrkir til skóla- mála hækkuðu um 17,8 milljónir króna, eða úr 18,6 í 36,5 milljónir króna. „Þar munar mest um bygg- ingarstyrki samtals að fjárhæð 25 milljónir króna til Landakotsskóla og Isaksskóla,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að styrkir undir gjaldliðum íþrótta- og tóm- stundaráðs yrðu samtals rétt inn- an við 48,6 milljónir króna og að styrkir til félagsmála lækkuðu lítil- lega samkvæmt breytingartillög- unum og yrðú rétt um 66,5 millj- ónir króna, en að auki væri gert ráð fýrir 15 milljóna króna •framlagi í Kirkjubyggingarsjóð. „Yfirfærsla til eignabreytinga lækkar um 383,2 milljónir króna frá frumvarpstölu, eða úr tæplega 3,777 milljónum króna í tæplega 3,394 milljónir króna,“ sagði Markús Örn. Hins vegar sagði hann að gert væri ráð fyrir hækk- un eignabreytingatekna um 258,9 milljónir króna og lækkun eigna- breytingagjalda um samtals. 124,3 milljónir króna. * 525 milljónir til holræsa Markús Örn talaði um að stór- virki hefði verið unnið á sviði hol- ræsamála borgarinnar á nokkrum undanförnum árum. I ár sagði hann að fyrirhugað væri að vinna fyrir um 525 milljónir króna, sem væri hæsta fjárhæð, sem nokkru sinn hefði verið varið til holræsa- framkvæmda á einu ári. „Lokið verður við byggingu dælustöðvar við Faxaskjól en í ársbyijun var jarðvinnu þar lokið. Lögð verður plastlögn frá dælustöðinni yfir Eiðið og að Eiðsgranda milli Keiru- og Boðagranda, en þar verða gerð- ir útrásarbrunnar og frá þeim lögð yfirfallslögn í sjó fram, um 300 metrar á lengd með möguleika á frekari lengingu síðar, ef þörf krefur," sagði Markús Örn. Hann sagði að miðað við þennan framkvæmdahraða á árinu væri raunhæft að áætla að kerfið við Ægissíðu og Eiðsgranda yrði tekið í notkun 1994 með tenginu Foss- vogsræsis og yrði fullbyggt ári síðar, haustið 1995. „Með hliðsjón af þeim áætlunum, sem kynntar hafa verið og verið er að hrinda í framkvæmd, er þess stutt að bíða, að hér verði ástand frárennslis- mála við strendur höfuðborgar- svæðisins eins gott og best gerist í nágrannalöndum okkar,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að engum dyldist að um væri að ræða fjárfrekar framkvæmdir þess eðlis, að þær kæmu ekki að fullum notum fyrr en þeim væri lokið. Allar tafir á framkvæmdum úr þessu og bráða- birgðaúrræði á framkvæmda- ferlinum kæmu sér illa, þar sem hreinsun strandlengjunnar mætti ekki dragast öllu lengur og fjár- magnið, sem þegar væri búið að binda i framkvæmdunum, nýttist ekki sem skyldi, fyrr en þeim væri lokið. Þess vegna hefði verið ákveðið . að tryggja framgang þeirra á lokasprettinum með lán- töku á árunum 1992-1994. Á þessu ári sagði hann að gert væri ráð fyrir að taka 300 milljónir króna að láni til framkvæmdanna en tók fram að sú tala kynni að breytast. Lægri tekjur vegna lóðasölu í ræðu borgarstjóra kom fram að tillaga væri gerð um lækkun áætlaðra tekna af sölu lóða og húsa um ríflega 41,1 milljón króna, meðal annars vegna þein-ar óvissu, sem væri á fasteignamark- aðnum um þessar mundir. „Framlög til byggingarfram- kvæmda lækka samkvæmt breyt- ingatillögunum samtals um rúm- lega 214 milljónir króna, en á Markús Örn Antonsson. móti kemur hækkun um 85 milljónir króna á þeirri fjárhæð, sem ætluð er til afborgana lána, og framlag til áhalda- og tækja- kaupa hækkar um tæplega 4,8 milljónir króna,“ sagði Markús Örn. 14% hækkun á framlögum til skólabygginga Hann sagði að samanlögð fram- lög til skólabygginga hækkuðu um 14% frá áætlaðri útkomu síðasta árs. „Þau lækka hins vegar um tæplega 55.3 milljónir króna frá tölum frumvarpsins til fyrri um- ræðu. Dregið er úr framkvæmda- hraða við félagsálmu Hlíðaskóla og miðað við fjárlagatölu varðandi fyrirhugaðan fjölbrautaskóla í Borgarholti, en á móti vegur hækkun á framlagi til smíði 1. áfanga kennsluhúsnæðis Húsa- skóla,“ sagði Markús Örn. Þá talaði hann um að stofn- kostnaður æskulýðs- og íþrótta- mála tæki miklum breytingum frá frumvarpstölum og lækkaði í heild um 55 milljónir króna. „Engu að síður er hér um að ræða nálega tvöföldun á fjárveitingum frá áætlaðri útkomu fyrra árs, eða hækkun úr 139 milljónum í 260 milljónir króna,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að í breytingatillög- um borgarráðs væri gert ráð fyr- ir, að stofnkostnður heilbrigðis- mála yrði tæplega 16,7 milljónir króna í samræmi við fjárlagatölur. Þá kom fram í ræðu hans að samanlögð framlög til byggingar barnaheimila og endurbóta á gæsluvöllum hækkuðu samkvæmt tillögunum um 48% frá áætlaðri útkomu fyrra árs, þótt þau lækk- uðu um 15 milljónir króna frá frumvarpstölum. Óbreytt framlög til aldraða „Framlög til framkvæmda í þágu aldraðra breytast ekki, en nokkrar breytingar verða á áætl- uðum stofnkostnaði ýmissa fast- eigna. Þar ber sérstaklega að nefna hækkun á framlagi til fast- eignakaupa um 50 milljónir króna og lækkun um 30 milljónir króna á áætluðum greiðslum á árinu vegna fyrirhugaðra kaupa á 10-12 íbúðum að Aðalstræti 9. Aðrir fasteignaliðir lækka um samtals 15,5 milljónir króna, auk þess sem horfið er frá því að leggja 20 millj- ónir króna í Hótel Borg,“ sagði Markús Örn. Borgarstjóri sagði að sú ein- dregna stefna meirihlutans í borg- arstjórn að auka ekki skattaálögur hefði nú skapað borginni áberandi sérstöðu meðal stærstu sveitarfé- laga landsins, bæjanna á höfuð- borgarsvæðinu, eins og fram hefði komið í samanburðartölum Alþýð- usambands íslands. „í samanburðinum verður Reykjavík áberandi lægst í skatt- heimtunni á þessu ári. Fram kom að samanlögð fasteignagjöld eru allt að 58% lægri í Reykjavík og útsvargreiðslur 8% lægri,“ sagði Markús Örn. Hann sagði það afar athyglis- vert að Alþýðubandalagið vildi nú gera enn eina ferðina út á hærri skatta á borgarbúa eins og ráða mætti af bókun sem fyrir fundin- um lægi. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar skattahækkunarleiðinni alfarið og hagar fjárhagsáætlun- argerð út frá gjörólíkum meginfor- sendum, ólíkum pólitískum stefn- umiðum, sem leiða svo glöggt í ljós hver reginmunur er á stefnum flokka hér í borgarstjórn," sagði Markús Örn. í ræðu borgarstjóra kom þetta m.a. fram: ■ gert væri ráð fyrir 8,2 millj- ónum króna í styrki til þriggja heimila áfengissjúklinga. ■ gert væri ráð fyrir 5,5 millj- ón króna aukagreiðslu vegna orgelkaupa Hallgrímskirkju. ■ gert væri ráð fyrir 5,5 millj- ónum króna til reksturs Kvennaathvarfs. ■ styrkir til skátafélaga myndu nema 7.6 milljónum króna. ■ framlag til að ljúka frá- gangi í Borgarleikhúsi lækkaði um 17 milljónir króna. ■ framlag til hönnunar menn- ingarseturs að Korpúlfsstöðum lækkaði um 15 milljónir króna. ■ áætlað væri að verja 57 milljónum í stað 65 milljóna í frágang hlaupabrautarinnar við aðalleikvanginn í Laugar- dal. ■ dregið yrði úr framlögum til framkvæmda við stúku og sundlaugar í Laugardal um samtals 11 milljónir króna. I framlag til smiði sund- laugarinnar í Árbæ yrði lækkað um 56 milljónir króna ■ gerð yrði tillaga um flóðlýs- ingu aðalleikvangsins í Laug- ardal og yrðu greiddar af því 20 milljónir króna á þessu ári. Sœlfierasafarí H allargarðsins Réttur Hallargarðsins nr. 43: Eldsteifit gœsabringa með fiindberjasósu. Símon Ivarsson, gítarleikari, leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti laugar- dagskvöld. Við kynnum nýjar matargerðarperlur á lystilegum matseðli. Verið velkomin á veitingastað vandlátra. Borðapantanir ísíma 678555 eða 30400. H allargarðurinn íHúsi verslunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.