Morgunblaðið - 07.02.1992, Page 18

Morgunblaðið - 07.02.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Irak: Refsiaðgerðum SÞ haldið áfram Sameinuðu þjóðunum, New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna ákvað í fyrrakvöld að aflétta ekki refsiaðgerðum gegn Irak. Ráðið gagnrýndi ennfremur írösk stjórnvöld harðlega fyrir að neita að ganga að skilyrðum samtak- anna fyrir olíuútflutningi og heimila eftirlit með hergagnaiðnaði þeirra. Yfirlýsing öryggisráðsins var harðorð og þykir til marks um að aðildarríkin, einkum þau vestrænu, séu að missa þolinmæðina gagn- vart írökum. Fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands í ráðinu komu saman til að ræða hvort grípa ætti til frekari aðgerða gegn Irökum. Þeir sogðu ólíklegt að gripið yrði til hernaðaraðgerða en að til greina kæmi að aðstoða íraska Kúrda til að koma í veg fyrir fjöldaflótta til nágrannaríkj- anna. Sameinuðu þjóðirnar hafa heim- ilað írökum að selja olíu fyrir 1,6 milljarða dala að því tilskildu að þeir gangi að ákveðnum skilyrðum, svo sem þeim að ágóðanum verði varið til kaupa á matvælum og lyfj- um handa óbreyttum borgurum í írak. í yfirlýsingu öryggisráðs- ins var sú ákvörðun Iraka að hætta viðræðum um skilyrðin fordæmd harðlega og valdhaf- arnir í írak voru sakaðir um að „sniðganga tækifæri til að tryggja þegnum sínum lífsnauð- synjar". Bandaríska dagblaðið New York Times sagði í gær að embættis- menn bandaríska sendiráðsins í Kúveit væru sannfærðir um að íraska hernámsliðið í landinu hefði drepið ófullburða böm með því að taka hitakassa þeirra úr sambandi. Sendiherrann hefði sent bandaríska utanríkisráðuneytinu skeyti þar sem hann hefði nefnt tvo lækna og hjúkrunarkonu sem hefðu séð íraska hermenn drepa böm á tveim- ur kúveiskum sjúkrahúsum. Fregn- ir þessa efnis bámst til Vesturlanda áður en stríðið fyrir botni Persaflóa hófst en margir hafa vefengt þær að undanfömu. Reuter Frjósemi í hernum Hér má sjá hamingjusama feður í 7. brynvörðu herdeild breska hersins, Eyðimerkurottunum. Níu mánuð- um eftir að liðsmenn deildarinnar snem heim úr Persaflóastríðinu fæddust þeim hvorki fleiri né færri en 100 böm. Á myndinni, sem tekin var í Fallingbostel í Þýskalandi, em u.þ.b. fjömtíu „ávextir endurfundanna“ í fangi feðra sinna. Jago kaffi Gæðakaffi brennt eftír gamalli heíð 500 gr. Júgóslavía: J ía\«WN í grillsteikum Nautasteik......kr.790.- m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati Lambagriffsteik.kr.790.- m/sama Svínagrillsteik.kr.760.- m/sama u«/ Jamnn V E I T I N G A S T O F A ■ KRINGLUNNI - SPRENGISANDI ATH.: HáDEGISTILBOD í SPREHGISANDI ILlt DAGA Friðaráætlun strand- ar á Tudjman og Babic Sameinuðu þjóðunum, Belgrad. Reuter. BUIST var við, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, SÞ, samþykkti nýja ályktun um Júgóslavíu í gær þar sem Króatar og Serbar væru hvattir til að fallast skilyrðislaust á friðaráætlun SÞ. Carrington lávarður, meðalgöngumaður Evrópubandalagsins, átti í fyrradag viðræður við fulltrúa júgóslavneska hersins og serbneska leiðtoga um sama efni. Haft var eftir heimildum, að í ályktun öryggisráðsins yrðu Serbar og Króatar fullvissaðir um, að 10.000 manna friðargæslulið frá SÞ myndi ekki hafa nein áhrif á hugsanlega pólitíska lausn á deilum BOSCH Sértilboð GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus“ með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt júgóslavnesku lýðveldanna. Hefur Boutros ^ Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, látið hafa eftir sér, að helstu andstæðingar friðar- áætlunarinnar núna séu þeir Franjo Tudjman Króatíuforseti og Milan Babic, leiðtogi Serba í Krajina-hér- aði í Króatíu. Tudjman er andvígur því ákvæði, að núverandi skipulag löggæslunn- ar verði áfram við lýði en það þýð- ir, að Serbar skipi lögregluna í Serbahéruðunum í Króatíu en ekki Króatar eins og Tudjman vill. Babic er svo aftur andvígur því, að serbn- esku sjálfboðaliðssveitirnar verði afvopnaðar og sambandsherinn kvaddur burt. Segir hann, að þá verði Serbar berskjaldaðir fyrir árásum Króata. Carrington lávarður kom til Júgóslavíu á miðvikudag og ætlar að ræða við leiðtoga flestra lýðveld- anna á þremur dögum. Mun hann reyna að vinna friðaráætlun SÞ brautargengi og í gær lagði hann til, að Evrópubandalagið gengist fyrir ráðstefnu um ástandið í Bosn- íu-Herzegovínu til að koma í veg fyrir upplausn og stríðsátök þar eins og í Króatíu. Tyrkneska stjórnin viðurkenndi í gær sjálfstæði Slóveníu, Króatíu, Bosníu-Herzegovínu og Makedóníu. Búlgarar hafa einnig viðurkennt Makedóníu en Grikkir krefjast þess, að landið verði kallað öðru nafni þar sem Makedónía sé gríska. Aukin hætta á borg- arastyrjöld í Alsír Algeirsborg. Reuter. HÆTTA á beinu stríði milli ísl- amskra bókstafstrúarmanna og stjórnarhersins í Alsír eykst dag frá degi. Hefur komið til götu- Frakkland: Fylgi sósíal- ista minnkar París. Reuter. Skoðanakannanir sem birtar voru í gær sýna að franski Sósíal- istaflokkurinn mun einungis fá fímmtung atkvæða í sveitarstjórn- arkosningum í næsta mánuði. Því er jafnvel spáð að í sumum kjördæmum tapi flokkurinn ekki einungis fyrir hægri mönnum held- ur verði fyrir neðan Þjóðarfylkingu Jeans Maries Le Pens. Vikublaðið Le Nouvel Observateur spáir hægri- flokkunum 35% atkvæða, sósíalist- um 20% og Þjóðarfylkingunni 14%. bardaga í austurhluta landsins og varla líður svo dagur, að ekki komi til einhverra átaka í höfuð- borginni. Talsmenn FIS, fslömsku frelsis- fylkingainnar, sögðu í gær, að her- menn hefðu fellt 15 manns í borg- inni Batna síðustu þrjá daga og sært tugi manna en átökin hófust þegar heittrúarmenn söfnuðust saman til að mótmæla fangelsis- dómi yfír klerki. FIS hefur einnig boðað til mikillar mótmælagöngu í höfuðborginni að loknum bænum á föstudag eftir viku og er óttast, að þá geti soðið upp úr. Mohamed Boufiaf, oddviti for- sætisnefndarinnar, sem fer með völdin í Alsír, sagði í gær, að FIS mætti kynna sína pólitísku stefnu- skrá hvar og hvenær sem væri svo fremi flokkurinn beitti ekki fyrir sig moskunum og trúnni. Heittrúar- menn gera hins vegar engan grein- armun á trú og póltík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.