Morgunblaðið - 07.02.1992, Side 24

Morgunblaðið - 07.02.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 Menntamálaráðherra innt- ur eftir framkvæmd fjár- málafræðslu í skólunum RANNVEIG Guðmundsdóttir (A-Rn) fékk samþykkta þingsályktun; artillögu síðastliðið vor um fræðslu í fjármálaumsýslu í skólum. í gær svaraði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra fyrirspurn Rannveigar um hvað liði framkvæmd ályktunarinnar. Fyrirspyrjandi Rannveig Guð- mundsdóttir (A-Rn) minnti á til- lögu sína sem var samþykkt sam- ->hljóða 12. mars síðastliðinn. Mennt- amálaráðherra hefði þá verið falið að láta semja námsgögn um al- menna fjármálaumsýslu fyrir 10. bekk grunnskóla. Meðal markmiða fjármálafræðslunnar skyldi verða að kenna íslenskum ungmennum gerð greiðslu- og kostnaðaráætl- ana. Gera ungt fólk betur meðvitað um fjármál og um leið fjárskuld- bindingar. Kynna nemendum með- ferð greiðslukorta og notkun tékk- hefta. Að kynna nemendum al- mennar reglur um lántökur, svo sem víxla- og skuldabréfaviðskipti, vaxtamál og hvaða ábyrgð felst í því að gerast ábyrðarmaður á skuldaviðurkenningum. Rannveig Guðmundsdóttir benti á það að nú hefðu Guðni Ágústsson (F-Sl) og Stefán Guðmundsson (F-Nv) lagt fram frumvarp til laga sem miðaði að því að bæta inn í grunnskólalögin ákvæði um fræðslu um fjármál einstaklinga og ábyrgð á fjárskuldbindingum. Þetta frum- varp gæfi tilefni til að spyija hvað liði framkvæmd þingsályktunartil- lögunnar um þetta sama efni sem samþykkt var síðastliðið vor. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra rakti það að kennsla í fjármálaumsýslu væri nokkur á ýmsum brautum framhaldsskólans, á verslunarbrautum, hagfræði- brautum og á öllum iðnbrautum væri áfangi í bókfærslu. Fyrir nokkrum árum hefði verið tekin upp tilraunakennsla í svokölluðum sam- skiptaáfanga í nokkrum framhalds- skólum. í þeim áfanga hefði verið farið nokkuð í fjármál einstaklinga. Sá áfangi lofaði góðu og mætti búast við að flestir framhaldsskólar tækju hann upp á næstunni. Menntamálaráðherra greindi frá því að þingsályktunartillaga Al- þingis hefði verið kynnt Námsgagn- astofnun síðastliðið vor. í þegar útgefnu námsefni sem var í samn- ingu á vegum Námsgagnastofnun- ar á síðasta ári væri fjallað almennt um ljármál og Ijármálaumsýslu s.s. í samfélagsfræði og heimilisfræði. En það væri álit margra skóla- manna að ekki veitti af aukinni umfjöllun um þessi mál meðal ungl- inganna. Nokkur dæmi fyndust um frumkvæði að fræðslu um fjármál. Ráðherra nefndi Dalvíkurskóla í þessu sambandi. Þar hefði verið gerð tilraun með svonefnda „sjálfs- mennskubraut“ fyrir nemendur í efstu bekkjum. Menntamálaráðu- neytið styrkti þetta verkefni. MMÍIfil Fésýslustofnanir fræða Bankar og sparisjóðir hefðu og sýnt þessu máli áhuga. íslands- banki hefði látið semja sérstakt námsefni sem notað væri í starfs- fræðslunámi í Reykjavík. Þá hefði Sparisjóður Hafnarfjarðar látið semja hliðstætt námsefni sem öllum nemendum í 10. bekk í Hafnarfirði Rannveig Guðmundsdóttir vill kenna notkun krítarkorta og tékka. stæði til boða. Sparisjóðurinn legði einnig til leiðbeinendur. Nemendur og foreldrar hefðu látið mjög vel af þessu framtaki og námsefninu. Menntamálaráðherra greindi frá því að nú stæðu yfir viðræður milli Námsgagnastofunar og fulltrúa banka og sparisjóða um útgáfu á námsefni í fjármálaumsýslu. Unnið væri að kostnaðaráætlunum og öðr- um undirbúningi með það fyrir aug- um að námsefni verði til reiðu fyrir efstu bekki grunnskóla næsta haust. Einnig hefðu komið fram hugmyndir um námsgögn við hæfi yngri nemenda. Hugmyndir um að bankakerfið styrkti útgáfu efnisins fjárhagslega hefðu verið ræddar. Guðrún Helgadóttir (Ab- Rv) fagnaði fræðsluáhuga banka og sparisjóða; menntakerfinu veitti ekki af aðstoð. Guðrún taldi það leiksýningu að spyrja ráðherra á Alþingi eftir aukinni kennslu á sama tíma og hún væri skorin nið- ur, m.a. með stuðningi fyrirspyrj- anda, Rannveigar Guðmundsdóttur. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) þakkaði menntamálaráð- herra svörin en benti á að kennsla í ljármálaumsýlu væri valkostur eða tilraunverkefni í skólum. Það væri æskilegt að þetta efni væri fléttað inn í það námsefni sem væri lög- bundið. Rannveig taldi fulla ástæðu til að spyija um aukna kennslu, þótt niðurskurðartímar væru. Rannveig vildi trúa því að þeir erfið- leikar sem við nú færum í gegnum yrðu leystir. Við yrðum að líta til framtíðar og hlytum að reyna að lagfæra það sem betur mætti fara. Húsvíkingar -.bjóða pakka LAUGARDAGINN 8. febrúar bjóða Húsavíkingar pakkaverð á leiksýningu, kvöldverði, tón- leikum og dans og kostar slíkur pakki 4.500 krónur. Hótelið býður jafnframt gistingu, sem kostar 2.300 krónur. í þessum pakka er leikhússferð, þar sem Leikfélag Húsavíkur sýn- ir Gaukshreiðrið eftir Dale Wasserman. Á meðan snæddur er kvöldverður á Hótel Húsavík fara fram jazz og blústónleikar, en að tónleikunum loknum verður síðan __dansleikur, þar sem Mánnakorn leikur fyrir dansi. Háskólabíó sýnir myndina „Dularfullt stefnumót“ Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson Fjáröflun til fjalla MEÐ frétt um áheitahlaup nemenda Héraðsskólans á Dúpi í Dýra- firði, „Fjáröflun til fjalla“, á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu í gær birtist röng mynd. Myndin er af alls óskyldum atburði. Hér er myndin af nemendum Núpsskóla þreyttum en ánægðum eftir komuna til ísafjarð- ar en þar endaði áheitahlaupið. Morgunblaðið biðst afsökunar á mistök- unum. -y HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Dularfullt stefnumót". Með aðalhlutverk fara Ethan Hawke og Teri Polo. Leiksljóri er Jonathan Wacks. Tom McHugc (Hawke) er ósköp j^renjulegur strákur, feiminn og óframfærinn, sem er hrifinn af stelpu sem er að gæta húss ná- granna hans. Dag einn fara foreldr- ar hans norður í land með ástsæl- asta fjölskyldumeðliminn, hundinn, á sýningu. Þeir eru ekki fyrr farnir er Craig, bróðir Toms, birtist óvænt í heimsókn, kominn úr lögfræðin- ámi í Kaliforníu, að Tom heldur. Craig er ekki seinn á sér að hvetja Tom til að bjóða stúlkunni út og það gerir hann meira að segja fyrir hann eftir að þeir finna nafn henn- ar og fleiri mikilvægar upplýsingar með því að fara í gegnum ruslið hennar. Allt stefnir í spennandi kvöld fyrir Tom. En ógæfan byrjar með því að glæsibifreiðin sem Tom pantaði lendir í árekstri svo hann neyðist til að taka bíl bróður síns sem hann hefði betur látið ógert. Brátt kemur í ljós að fjöldi manns j^villist á Tom og bróður hans sökum þess hve líkir þeir eru orðnir í klæðaburði og útliti. Þó fer fyrst að hitna í kolunum þegar Tom finn- Grétar Reyn- isson sýnir í Galleríi G15 Myndlistarmaðurinn Grétar Reynisson opnar sýningu í Gallerí G15, Skólavörðustíg 15, laugar- daginn 8. febrúar kl. 16. Grétar útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1978 og dvaldi síðan í Hollandi. Þetta er 10. einkasýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Grétar hefur einn- ig gert á þriðja tug leikmynda í leik- húsum Reykjavíkur. Hann sýnir teikningar unnar á þessu ári með blýanti og kaffi á pappír og stóra teikningu unna á síðasta ári með blýanti, akryl og olíu á krossvið. Sýning Grétar er opin virka daga frá 10-18 og laugardaga kl. 11-16. Sýningunni lýkur mánudaginn 2. mars. ur lík í skottinu á bílnum og rann- sóknarlögregluþjónn er skotinn þegar hann ætlar að handtaka hann. Og þegar kínverska mafían er komin í spilið líka sér Tom að hann hefur um nóg annað að hugsa en að heilla hinn fagra nágranna sinn. Tveir af aðalleikurum myndar- innar. Verð getraunaraðar hið sama nú og 1987 VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag, sem byggð var á heimildum frá VSÍ og fjallaði um verðhækkun hjá íslenskum get- raunum, óskar fyrirtækið eftir að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: „1. janúar 1991 kostaði getraun- aröðin 10 kr., 1. janúar 1992 kost- ar getraunaröðin 10 kr., sem gerir 0% verðhækkun. í febrúar 1991 fékkst heimild frá dómsmálaráðu- neytinu til að hækka getraunaröð- ina úr 10 kr. í 15 kr. vegna versn- andi afkomu fyrirtækisins. Verðið hafði þá verið 10 kr. frá því í ágúst 1987. í ágúst 1991 fékkst aftur heimild til að hækka getraunaröð- ina, þá úr 15 kr. í 20 kr. í nóvemb- er 1991 var verðið lækkað úr 20 Ráðstefna um framtíð norrænnar samvinnu REYKJAVÍKURDEILD Norræna félagsins og Nor- ræna húsið efna til ráðstefnu um framtíð norrænnar sam- vinnu í Norræna húsinu laug- ardaginn 8. febrúar og hefst hún klukkan 13,30. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Jón Júlíusson staðgengill samstarfsráðherra Norður- landa, Haraldur Olafsson for- maður Norræna félagsins á ís- landi, Matthías Á. Mathiesen fulltrúi íslands í nefnd forsætis- ráðherra Norðurlandanna um endurskoðun norrænnar sam- vinnu, Guðrún Helgadóttir al- þingismaður og fulltrúi á Norð- urlandaráðsþingum um nokk- urra ára skeið, Anita Ilugau staðgengill samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku, Sverre Jervell frá norska utan- ríkisráðuneytinu og Inger Já- gerholm blaðamaður hjá Dag- ens Nyheter í Stokkhólmi. Ráðstefnan er ókeypis og öll- um opin. kr. í 10 kr. fyrir röðina. Heildarsala íslenskra getrauna á árinu 1991 var um 156 milljónir. Þar af var salan um 82 milljónir þar sem getraunaröðin kostaði 10 kr., um 36 milljónir þar sem get- raunaröðin kostaði 15 kr. og síðan um 39 millj. þar sem getraunaröðin kostaði 20 kr. Hægt er að reikna með ýmsum aðferðum raunverulega hækkun á árinu, en það sem stend- ur upp úr er að verðið er það sama í dag og 1987. Árið 1987 var framfærsluvísital- an um 83 stig, en er um 160 stig í dag. Það táknar að Islenskar get- raunir selja getraunaröðina á um helmingsverði í dag, sé miðað við ágúst 1987. Stjórn íslenskra getrauna hefur undanfarin ár reynt að laga verð getraunaraðarinnar að aðstæðum hveiju sinni. Þessar tímabundnu verðbreytingar á árinu 1991 voru allar gerðar með það í huga að styrkja stöðu fyrirtækisins á erfið- um samkeppnismarkaði." ------♦ ♦ ♦------ Biblíukymiing í Kirkjuhvoli UNDANFARIN ár hefur það ver- ið fastur þáttur í safnaðarstarfi Garðasóknar að efna til kynning- ar á ýmsu efni Biblíunnar. Bræðrafélag Garðasóknar hefur haft umsjón með þessu starfi. Laug- ardaginn 8. febrúar nk. kl. 13.00 hefst slík kynning í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli. Dr. Sigurður Örn Steingrímsson mun halda fræðslu- erindi um tengsl Gamla og Nýja testamentisins. Hann mun m.a. fjalla um bakgrunn grundvallar- hugmynda Nýja testamentisins, t.d. sáttmálann. Fræðslufundir þessir verða hvern laugardag í febrúar, fjórum sinnum alls. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.