Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1992 25 Þjófurinn gripinn við morgunverðarborðið TVEIR menn um tvítugt voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa stolið 80-90 þúsund krónum á endurhæfingarstöðinni Bjargi við Bugðusiðu. Annar þeirra hefur viðurkennt verknaðinn. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri sagði að tilkynning hefði borist um að 80-90 þúsund krónum hefði verið stolið úr afgreiðslu Bjargs í gærmorgun. Á Bjargi er rekin endur- hæfingar- og líkamsræktarstöð og er afgreiðslan þar opin, þannig að ekki var um innbrot að ræða, heldur fór sá er að verki var inn í afgreiðsl- una og hirti féð úr peningakassa sem þar er. Lögreglan fékk vísbendingu sem leiddi til þess handtöku tveggja manna, er sátu og gæddu sér á morgunverði á Hótel KEA í góðu' yfirlæti. Ekki var unnt að yfirheyra mennina strax sökum ölvunar, en annar hafði síðdegis í gær viður- kennt að hafa stolið peningunum. Voru félagarnir með um 30 þúsund krónur á sér, en þeir höfðu eytt hluta af ránsfengnum. Kristján Krisljánsson: Greinar um frelsi í erlendum tímarítum DR. KRISTJAN Kristjánsson kennari við Háskólann á Akureyri hef- ur nýlega fengið samþykktar til birtingar í þekktum erlendum heim- spekitímaritum þrjár greinar er varða frelsishugtakið. Eitt þessara tímarita er hið virtasta á sínu sviði í heiminum og birtir innan við 5% af aðsendu efni. Kristján fékk á síðastliðnu ári 300 þúsund króna styrk frá Vísindaráði íslands til að halda áfram rannsókn- um á frelsishug- takinu og skyldum efnum sem hófust með doktorsrit- gerð hans, „Frels- ið sem siðferðjs- hugtak," er hann varði við háskól- ann í St. Andrews árið 1990. í kjölfar þessarar styrk- Kristján Kristjánsson veitingar skrifaði Kristján nokkrar greinar og hafa þijár þeirra nú verið samþykktar til birtingar í virt- um heimspekitímaritum í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hin fyrsta, sem birtist í janúar- hefti American Philosophical Quart- erly, fjallar um muninn á tilboðum og hótunum og rökstyður þá kenn- ingu að tilboð geti sem slík aldrei skert frelsi manna; hótanir gera það hins vegar oftast, en þó ekki alltaf. Önnur greinin, sem væntanleg er í hausthefti Journal of Applied Phil- osophy rennir stoðum undir þá skil- greiningu frelsishugtaksins að hindrun skerði frelsi manns þá og því aðeins að annar aðili sé siðferði- lega ábyrgur fyrir henni. Ekki þurfi að vera um ásetningssynd að ræða, eins og margir halda fram, heldur geti frelsisskerðing stafað _af van- rækslu eða aðgerðaleysi. í þriðju greininni, sem birtast mun í októ- berhefti Ethics, er leitast við að svara* spurningunni nákvæmlega hvenær við séum siðferðilega ábyrg fyrir þeim hindrunum sem varna öðrum vegar í lífinu. Kristján sagði það hafa komið þægilega á óvart hversu góðar und- irtektir þessar greinar hefðu fengið þar sem fyrrnefnd tímarit væru öll mjög vandfýsin á efni, einkum Eth- ics sem birti innan við 5% af aðsend- um ritgerðum og sjaldnast eftir höfunda utan Bandaríkjanna og Bretlands. Þá má geta þess að á árinu er væntanleg á íslensku bókin Þroskakostir eftir Kristján, en í henni er safn ritgerða um siðferði og menntun sem Rannsóknarstofn- un í siðfræði við Háskólann íslands gefur út. Morgunblaðið/Rúnar Þór Krakkarnir á gæsluvellinum við Eiðsvöll léku sér áhyggjulaus í snjónum í fyrradag. Dagvistardeild: Sparað í rekstri gæsluvalla FÉLAGSMÁLARÁÐ mun taka afstöðu til tillagna dagvistardeildar Akureyrarbæjar um sparnað í rekstri gæsluvalla á fundi í næstu viku. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að kostnaður við rekstur gæsluvalla yrði 16,3 milljónir, en fram hafa komið tilmæli um að skera hann niður í um 13 milljónir króna. Tillögurn- ar gera ráð fyrir rúmlega einnar milljón króna sparnaði í rekstri. Starfsfólki gæsluvallanna var sagt upp störfum um siðustu mán- aðamót. Ingibjörg Eyfells dagvistarfull- trúi Akureyrarbæjar sagði að fyrir félagsmálaráði lægu tillögur dag- vistardeildar um sparnað í rekstri og yrði tekin afstaða til þeirra á fundi á miðvikudag í næstu viku. í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir að sumaropnunartími verði styttur um mánuð og taki gildi 1. júní í stað 1. maí, en að sumr- inu hafa gæsluvellir verið opnir lengur en að vetrinum. Þá er lagt til að opnað verði kl. 10 að morgni í stað 9 áður og eftir hádegi verði opið frá kl. 13 til 18 í stað 14 til 17. Gæsluvöllum hefur verið fækk- að um tvo og eru nú sjö. Holtavöll- ur var lagður niður síðasta sumar og Félagi dagmæðra á Akureyri hefur verið heimilt að nota Gerða- völl, en þar hefur aðsókn verið sáralítil. Vellinum verður ekki lok- að, en þar verður engin gæsla. Þá má nefna hugmyndir um að loka einstaka gæsluvelli fyrir há- degi, þar sem aðsóknin er minnst og einnig liggur fyrir tillaga um að loka Hlíðarvelli við Lönguhlíð í fjóra mánuði yfir háveturinn. Hafrannsóknastofnun og Háskólinn á Akureyri: Tilraunaframleiðsla á þorsk- seiðum í Evjafirði undirbúin Vonast er til að eldi geti hafist vorið 1993 Hafrannsóknarstofnun í samvinnu við Háskólann á Akureyri er að hefja undirbúning á tilraunaframleiðslu á þorskseiðum í Eyja- firði. Heimild hefur fengist til að ráða starfsmann til að sinna undirbúningi þessa verkefnis. Verði niðurstöður jákvæðar er reikn- að með að eldi geti hafist vorið 1993. Þá mun væntanlega í þessum mánuði hefjast rannsókn á vistfræði Eyjafjarðar. Steingrímur Jónsson forstöðu- maður Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri sagði að rætt hefði verið um hafbeit á þo'rski í Eyjafirði um nokkurn tíma, en nú stæði til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Ein af tillögum starfshóps sem kannaði möguleika á eldi sjávar- dýra var að hefja rannsóknir og framleiðslu þorskseiða og hafbeit á þorski. Heimild hefur fengist til að ráða starfsmann tímabundið í ár til að sinna nauðsynlegum rannsóknum og hvernig best verði að málum staðið. Steingrímur sagði að Eyjafjörð- ur hefði ýmsa kosti varðandi haf- beit á þorski. Þorskgengd væri ekki mikil í firðinum og ef menn ætluðu að sjá árangur væri ákjós- anlegt að stunda tilraunaverkefni sem þetta í slíkum firði, fremur en þar sem mikið væri af fiski. Samhliða þessu verkefni munu Tónleikar Margrétar og Tríó Reykjavíkur TRÍÓ Reykjavíkur og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona halda tvenna tónleika um helgina. Fyrri tónleikarnir verða á Húsavík á morgun, laugardaginn 8. febrúar kl. 16 og hinir síðari í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Tríó Reykjavíkur var stofnað árið 1988, en það skipa þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu- leikari, Gunnar Kvaran, sellóleik- ari, og Halldór Haraldsson, pían- óleikari. Tríóið hefur haldið fjölda tónleika og á síðastliðnu vori var Margrét Bóasdóttir gestur þess á tónleikum í Hafnarborg I Hafn- arfirði, þar sem fluttar voru 7 rómönsur eftir rússneska tón- skáldið Dimitri Sjostakovitsj, sem var frumflutningur verksins á íslandi. Þetta verk er einnig á efnis- skrá nú, ásamt tríói eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem ber heitið „þtjú andlit í látbragðsleik“, og tríói eftir Franz Schubert. Fréttatilkynning) starfmenn Hafrannsóknarstofnun- ar stunda rannsóknir á klaki og hrygningu þorsks í fiskeldistöð stofnunarinnar í Grindavík og þá hefst væntanlega síðar í þessum mánuði rannsóknarverkefni á vist- fræði Eyjaljarðar, en slík rannsókn hefur ekki áður verið gerð. Að þeirri rannsókn standa Hafrann- sóknarstofnun, Rannsóknarstofn- un fískiðnaðarins og Háskólinn á Akureyri. Verði niðurstaða undirbúnings vegna þessa verkefnis. jákvæð, sagði Steingrímur að vænta mætti þess að sjálft eldið gæti hafíst vorið 1993. -------» ♦ 4------- Íshokkí: SA og Björn- inn leika SKAUTAFÉLAG Akureyrar Ieik- ur við Björninn á morgun, laugar- daginn 8. febrúar kl. 14. Þetta er leikur. í 3. umferð íslands- mótsins. Staðan er þannig að Skaut- afélag Akureyrar og Skautafélag Reykavíkur ein efst og jöfn með 6 stig hvort lið, en Björninn hefur enn ekki fengið stig í mótinu. K1 10.30 á laugardags- og sunnu- dagsmorgun reyna yngri íshokkí- menn með sér, en þeir Bjarnarmenn taka með sér lið leikmanna 10 til 13 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.