Morgunblaðið - 07.02.1992, Page 36

Morgunblaðið - 07.02.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 „J/t/áb teturþcð Löttómi&a. Langan tima ab Leysast upp í mpgasþt-unum f kem í strætó ... HÖGNI HREKKVtSI Höfnum EES undanhald- inu, varðveitum fullveldið Mikill meirihluti íslendinga hefir að undanförnu dregið andann léttar eftir að skrifræðisbákn Evrópu- bandalagsins dró samningsdrögin um EES til baka. „Sigursamningur- inn“ virðist ekki hafa verið nógu hallur undir EB-rétt, til þess að hið verðandi fjölþjóðaríki á meginlandi Evrópu, gæti haft fullkomið taum- hald á aukaaðilum og nýlendum sínum í norðri. Evrópubandalagið virðist hafa þurft að hagræða mál- um sínum betur og gera EFTA-rik- in undirgefnari valdinu í Brussel. Nú hamast sum EFTA-ríkin við að „finna lausn“, þótt enn Ijúki af full- veldi þeirra. Varla mun íslenskum ráðamönnum flökra, þótt einhveiju af löggjafar- og dómsvaldi þjóðar- innar verði í viðbót fleytt yfir álinn, það gæti sparað þjóðinni fé á niður- skurðartímum! Flestir íslendingar munu vera búnir að fá sig fullsadda af umræðunni um EES og þeim ugg sem þeir hafa að undanförnu borið í brjósti vegna augljósrar vantrúar sumra ráðamanna þjóðarinnar á því að íslendingar séu lengur færir um að vera sjálfum sér ráðandi og beri því að fela skrifstofuveldinu í Brúss- el forræði í lífshagsmunamálum sínum. Það er rétt eins og að heims- endir sé á næsta leyti og verði með því eina móti afstýrt að Islendingar skrifi undir EES-samninginn eða ánetjist EB með öðrum hætti. Svo heittrúaðir eru sumir landar okkar í þessu máli og svo illa eru þeir haldnir af þeirri nauðhyggju að „vesalings litla ísland" muni verða þriðja flokks ríki, einangrað og yfir- gefið langt úti í hafsauga, gerist það ekki útkjálkabyggð og hjálenda risans á meginlandinu. Hvernig í ósköpunum höfum við lifað af tæp- lega hálfrar aldar fullveldi? Erum við á vonarvöl í allsnægtum og rík- ir af auðlindum til lands og sjávar? Erum við íslendingar orðnir þeir vesalingar að vera búnir að missa móðinn, glata trúnni á landið okkar og þjóðina? Forfeður okkar trúðu á landið og fólkið sem það byggði, þeir kunnu að meta hve ríkulega forsjónin hefir veitt okkur þótt þeir í fátækt og umkomuleysi þeirra tíma mættu þola vosbúð hrörlegra húsakynna og ættu vart til hnífs og skeiðar í harðærum. En þeir vissu hvað það var að þurfa að lúta erlendu valdi, vera ekki sjálfum sér ráðandi í eigin landi. Frelsi og full- veldi var þeim heilagt mál, þannig hafði bitur reynsla erlendrar yfir- drottnunar mótað hugi þeirra. Þeir vissu hvað það táknaði „að láta oss ná friði og íslenskum lögum“, eins og segir í Gamla sáttmála. Sá nauð- arsamningur var gerðar í góðri trú um að hann væri uppsegjanlegur, „að bestu manna yfirsýn", en þar skjátlaðist þeim. Það tók þjóðina hartnær 700 ár að losna úr viðjum erlendrar áþjánar, það ættu íslend- ingar að hafa í huga á þessum hættulegu tímum erlendrar ásælni. Það er mun auðveldara að játast undir erlent vald, en undan að kom- ast, það hefir sagan sannað íslend- mgum svo eftirminnilega eða eru íslendingar búnir að gleyma sinni eigin sjálfstæðisbaráttu og sögu? Nokkrir stjórnmálamenn okkar vilja að þjóðin undirgangist fjögur grunnákvæði Rómarsáttmálans, venjulega kölluð fjórfrelsi. Þessi grunnákvæði galopna íslenskt þjóð- félag fyrir meira en 350 milljónum sundurleitra Evrópubúa til atvinnu og búsetu og veita erlendum stór- fyrirtækjum og auðmönnum greið- an aðgang til ijárfestinga og kaupa á íslenskum framleiðslufyrirtækj- um, jafnvel í höfuð atvinnuvegum landsmanna í sambandi við sjávar- útveg og orkumál. Hætturnar blasa hvarvetna við, ekki síst meðan at- vinnufyrirtæki landsmanna standa höllum fæti Ijárhagslega og skipu- lega er að því unnið að koma ís- lenskum landbúnaði á kné. Hætt er við að eyðijarðir, veiðilendur, ár og vötn verði auðveld bráð og auð- fengin þegar bændur flýja óðul sín og neyðast til þess að selja þeim sem hæst býður til þess að koma sér fyrir á mölinni. Með leppa-fyrir- komulaginu munu erlend stórfyrir- tæki fljótlega ná tangarhaldi á út- gerðinni og flytja fiskvinnsluna úr landi. Getur þá hver maður séð hvert stefnir í atvinnu- og byggða- málum íslensku þjóðarinnar. Það er eins og EES- og EB-aðdáendur vilji ekki horfa til þess vanda, líti aðeins til áætlaðs hagvaxtar einka- og hlutafélaga. Atvinnuleysi og upplausn virðist vera vaxandi í EB-löndunum. Þar munu vera á annan tug milljóna manna án at- vinnu. í sumum löndunum er farið að bera á ofsóknum á hendur út- lendingum. Ekki spáir það góðu um landamæralausa Evrópu. „Garður er granna sættir,“ segir gamalt máltæki sem raunar er spakmæli. Draumsýn manna um sameinaða og landamæralausa Evrópu ér ekki nýtt fyrirbæri. Hið landamæralausa stórveldi í Austur-Evrópu er glöggt dæmi um hvernig fer þegar þjóðum með gjörólík trúarbrögð, tungu, menningu og siði er þröngvað sam- an í eitt ríki. Þau ijölþjóðaríki á meginlandi Evrópu sem ekki eru þegar fallin eru að falli komin og í upplausn og ófriði. Getum við ekkert af þessu lært? Það virðist þurfa meira en lítið pólitískt trúa- rofstæki til þess að vilja innlima þjóð sína í nýtt fjölþjóðaríki á meg- inlandi Evrópu. Ríkjum af því tagi verður aldrei haldið saman nema með hcrvaldi, það hefir sagan sann- að. íslendingar eiga ekki að fórna fullveldi sínu fyrir „flatsæng" á meginlandi Evrópu. Við skulum muna að „garður er granna sætt- ir“, það segir okkur að farsælast sé að við búum að okkar í góðri sátt og friði við granna okkar nær og fjær. Jóhannes R. Snorrason Einhleypir verða útundan Nú er verið að borga út barnabæt- ur og eru sumir æfir yfir því að þær eru skertar frá fyrra ári. Síðan fær þetta sama fólk barnabætur og er það mikil upphæð, nokkrir miljarðar á ári. Að mínu mati er þetta álita mál. Einn er sá hópur í þjóðfélaginu sem fær ekkert. Það eru þeir sem eru einhleypir. En öll borgum við til samfélagsins og samfélagið borgar þegnum ' sínum barnabætur og barnabótaauka. Þetta er gift fólk og einstæðar mæður sem fær þessar bætur. En einhleypingur fær ekki eyri til baka hinir fá það, einhleyp- ingurinn ekkert. Eg vil gjarnan spyija löglærða menn. Stenst þetta fyrir lögum, að einn hópur í þjóðfé- laginu sé svona útundan? Eða eiga einhleypingar inni háar upphæðir hjá ríkinu? Einhleypingur Víkveiji skrifar Síðastliðinn fimmtudag fjallaði Víkverji lítillega um jeppakerr- ur á almennum bílastæðum og beindi spurningu þar að lútandi til borgarinnar. Eftirfarandi hefur nú borist frá Ólafi Jónssyni, upplýs- ingafulltrúa borgarinnar: „Svar við fyrirspurn Víkverja 30. janúar s.l. þar sem spurt er hvort heimilt «é að geyma jeppakerrur á almennum bílastæðum borgarinnar: Eins og Víkveija, sem og borg- arbúum flestum er eflaust kunnugt um, eru almenn bílastæði borgar- innar einungis ætluð til notkunar fyrir bíla. Það hlýtur þó að ráðast af nýtingu bílastæða á hveijum stað hvort íbúar geti komið sér saman um tilhliðrun hvað þetta varðar. Séu almenn bílastæði á vegum borgar- innar fullnýtt vegna bifreiða verður það að teljast misnotkun ef t.d. jeppakerrur taka upp bílastæði langtímum saman, enda segir í 19. gr. lögreglusamþ. Reykjavíkur: „Lögreglustjóri getur bannað stöð- ur hjólhýsa, báta, hestaflutninga- vagna og þess háttar tækja á götum og almennum bifreiðastæðum, sem þykja valda íbúum ónæði“. Til úr- lausnar vandamáli því er Víkveiji stendur frammi fyrir getur hann snúið sér til hverfisstöðvar gatna- málastjóra í sínu hverfi og/eða til lögreglunnar í Reykjavík, með vísan til áðurnefndrar greinar í lögreglu- samþykkt.“ Svo mörg voru þau orð upplýs- ingafulltrúans og þá er ekki annað en að fletta upp í símaskránni og hringja í hverfisstöðina því bévítans kerrurnar eru enn í bílastæðinu. xxx Hvað sem annars má segja um kvikmyndir sem sýndar eru á Stöð 2, þá er skilmerkilega tekið fram hvort þær eru fyrir alla fjöl- skylduna, bannaðar börnum eða stranglega bannaðar. Munurinn á þessu tvennu ku miðast við annars vegar 12 ára aldurinn og hins veg- ar 16 ár. Stöð 2 kemur þessum upplýsingum til skila í dagblöðum, sjónvarpsvísi og síðan við upphaf hverrar myndar. A ríkisstöðinni er yfirleitt ekki tekið fram í kynningu dagblaða hvort myndir þar eru bannaðar eða ekki og er við Ríkis- sjónvarpið að sakast en ekki dag- blöðin. Sýningartími kvikmynda segir reyndar mikið um hvort mynd- ir eru ætlaðar börnum eða ekki, en skrifara fmnst það alls ekki til of mikils mælst þó þessar upplýsingar fylgi almennri kynningu á myndun- um. Kynningum sem báðar stöðv- arnar hlaða orðum án þess að segja, í mörgum tilvikum, nokkurn skap- aðan hlut um efni myndanna. xxx Síðasta laugardagsmorgun var á dagskrá Stöðvar 2 fyrsti hluti framhaldsþáttar um skólalíf í Öpun- um. Víkveiji sá eki þennan þátt, en hringt var í Morgunblaðið og kvartað yfir nektar- og ástalífssen- um í myndinni. Tekið skal fram að þátturinn var á dagskrá klukkan 11.10 fyrir hádegi og fannst við- komandi að efni þessa framhalds- þáttar væri alls ekki við hæfi barna, sem á þessum tíma „ættu“ sjón- varpið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.