Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR Um 10 milljónir til HSÍ „Verum bjartsýn á framtíðina" eru kjörorð Vífilfells Morgunblaðið/Þorkell Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf, afhendir Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSÍ, ávísun upp á eina milljón króna. Ingi Rafn Jónsson. Fjórlr lykil- manna Vals eru meiddir Ingi Rafn með slitin krossbönd? Íngi Rafn Jónsson, iiandknatt- leiksmaðurinn efnilegi hjá ís- landsmeisturum Vals, meiddist á ''Tiné í síðasta leik liðsins gegn Gróttu s.l. miðvikudag. í gærkvöldi var talið líklegt að hann hefði slitið krossbönd, en hann fer í frekari rannsókn í dag. Valsmenn hafa verið mjög óheppnir með leikmenn sína í vet- ur. Ingi Rafn er fjórði leikmaður liðsins sem meiðist. Jakob Sigurðs- son, fyrirliði, sleit krossbönd s.l. haust og Júlíus Gunnarsson meidd- ist í bikarleiknum gegn Víkingi í janúar og verður ekki meira með í tPvetur. Loks hefur Brynjar Harðar- son átt við bakmeiðsli að stríða og ekki getað leikið með liðinu að und- anförnu. „Þetta er ekki gott ástand og kemur á versta tíma. Við eigum mjög erfiða leiki framundan í deild- inni gegn Víkingum, FH-ingum og Stjörnunni,“ sagði Þorbjörn Jens- son, þjálfari Vals. HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands og Vífilfell hf undirrit- uðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára að verð- mæti um 10 milljónir króna. Samningurinn er háður því að landsliðið nái einum af fjórum efstu sætunum í b-keppninni í Austurríki í næsta mánuði og tryggi sér þar með farseðilinn á HM íSvíþjóð 1993 og íannan stað að HM 1995 fari fram hér á landi. Samningurinn verður endurskoðaður í september n.k. og fari svo að HM verði ekki hér, verður stuðningur fyr- irtækisins við landsliðið á öðr- um nótum. Samningurinn felur í sér merk- ingar á búningum og fjár- framlag og afhenti Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri Vífilfells, Jóni Hjaltalín Magnússyni, for- manni HSÍ, fyrstu milljónina í gær því til staðfestingar. Hann sagði að fyrirtækið vildi leggja sitt af mörkum til að styðja það jákvæða, sem væri að gerast í þjóðfélaginu, því of mikið væri af því gert að einblína á það neikvæða. I tilefni 50 ára afmælisárs Vífíl- fells væri farið af stað með kjörorð- unum „Verum bjartsýn á framtíð: ina“ og væri stuðningurinn við HSÍ fyrsta átakið, en fleira væri á dag- skrá á ýmsum sviðum. Hins vegar væri ekki tilviljun að HSÍ væri fyrst í röðinni, því landsliðið hefði leitt bjartsýnina í íþróttunum og verið sá hópur, sem hefði styrkt okkur í smæð okkar á alþjóðlegum mótum. „Eg vona að þetta verði öðrum fyr- irtækjum hvatning til að styrkja HSI, því það er mikilvægt að eiga sterkt landslið á alþjóða mæli- kvarða. Umræðan um HSÍ hefur verið á neikvæðu nótunum vegna fjárhagsstöðu sambandsins, en vandamál eru til að leysa — ekki að velta sér upp úr.“ Páll benti á að Coca-Cola væri einn helsti stuðningsaðili alþjóð- legra íþróttamóta og nefndi Vetrar- ólympíuleikana í Albertville og leik- ana í Barcelona í sumar í því sam: bandi. Samningur Vífilfells við HSÍ væri liður í viðleitni fyrirtækisíns að styðja veglega við afreksþiþrótt- ir á heimsmælikvarða og hann tryggði jafnframt Coca-Cola for- gangsrétt að samningi við IHF varðandi auglýsingar í HM á Is- landi 1995. HSÍ skuldar 45 til 60 miiljónir Jón sagði að þetta væri einn stærsti samningur, sem HSI hefði gert, en stefnan væri að stór alþjóð- leg fyrirtæki væru helstu bakhjarlar sambandsins. Þessi stuðningur færi beint til landsliðsins og ekki í neitt annað. Aðspurður um fjárhagsstöðu HSÍ og meinta 60 millj. kr. skuld sagði Jón að dæmið liti ekki illa út, þegar eignahliðin væri tekin með í reikninginn og 15 millj. kr. langtímaskuldir greiddust sjálf- krafa upp með auglýsingum í sam- bandi við HM 1995. HSÍ hefði skuldað um 50 milljónir um síðustu áramót, en síðan hefðu þær lækkað um fimm milljónir. Gunnar Kr. Gunnarsson, vara- formaður HSÍ, sagði eftir gjaldkera sambandsins að nefnd 60 millj. kr. skuld HSI væri fjarri lagi, en talan 45 millj. væri einnig ívið oflág en nær lagi. Fram kom að 20 milljón- ir, sem HSÍ fékk frá ríkisvaldinu, þegar hætt var við að byggja. sér- stakt íþróttahús í Kópavogi vegna HM 1995, færu í skammtímaskuld- ir sambandsins. ALBERTVILLE92 OQO ■ EDDIE „Örn“ Edwards, breski skíðastökkvarinn sem vakti mikla athygli í Calgary, verður nú aðeins meðal áhorfenda í Albert- ville. Eddie reyndi mikið til að komast í breksa ólympíuliðið, en ólympíunefndin hafnaði því alfarið. Hann segist stefna á að komast á Olympíuleikana í Lillehammer eft- ir tvö ár. Þegar hann var spurður hvernig honum litist á nýja V-stökk stílinn, sagði hann: „Eg notaði þessa aðferð í Calgary og nú hafa þeir tekið hana upp eftir mér,“ sagði Eddie meira í gríni en alvöru. ■ AUSTVRRÍSKI skíðamaður- inn Helmut Mayer, sem vann silf- urverðlaun í risasvigi á Ó1 í Calg- ary fyrir fjórum árum, komst ekki í austurríska ólympíuliðið að þessu sinni. Monika Maierhofer, sem sigraði í fyrsta heimsbikarmótinu í svigi um síðustu helgi, náði að tryggja sér sæti í liðinu á síðustu stundu. ■ ALBERTO Tomba verður fánaberi ítalska ólympíuliðsins. Hann hefur tvo ólympíutitla að veija í Albertville - í svigi.og stórs- vigi. Ef honum tekst að veija þá er hann fyrstur til að ná þeim ár- angri. Italir senda 20 keppendur í alpagreinum á leikana. ■ TAMARA Tikhonova og Svetlana Nageikina, sem unnu gullverðlaun í skíðagöngu á Ólymp- íuleikunum í Calgary, keppa ekki í Albertville. Að sögn forsvars- manna Samveldis sjálfstæðra lýð- velda, fyrrum Sovétríkjanna, eru þær ekki í nægilega góðri æfingu núna. Tikhonova, sem er 27 ára, varð tvöfaldur ÓL-meistari í Calg- ary og lýsti því yfir að draumurinn væri að feta í fótspor vinkonu sinnar, Raisu Smetanínu, sem varð nífaldur ólympíumeistari. En nú er draumurinn á enda. ■ BOBSLEÐAMENN voru mjög óhressir með að fá ekki að sofa hjá sleðum sínum á hótelherbergjum í ólympíuþorpinu daginn fyrir keppni. Þjóðverjar, Svisslendigar og Austurríkismenn gengu harð- ast eftir því að fá þessu fram- gengt, en þessu var alfarið hafnað af hóteleigendum. Enda hafa hótel- in útbúið læstar geymslur fyrir sleð- ana. Sleðaköppunum þótti það ekki nóg o g vildu fá sleðana við rúmgafl- inn til að vera öryggir um að eng- inn gæti skoðað sleðana og komist að tæknilegu leyndannáli þeirra. ■ DANSKA ólympíuliðið klæðist selskinskápum við opnunarhátíðina. Það hefur farið mjög fyrir bijóstið á samtökum dýravemdunarsinna. ■ NORÐMENN, sem halda Ólympíuleikana í Lillehammer 1994, senda 352 starfsmenn til Albertville til að læra af Frökk- um. íkvöld Handknattleikur 1. dcild karla: KA-húsið: KA - Grótta ..kl. 20.30 2. deild karla: - Höllin: KR-Völsungur Körfuknattleikur ..kl. 20.00 1. deild karla: Akranes: ÍA - ÍR ..kl. 20.00 Digi-ancs: UBK-ÍS ..kl. 20.00 Sandgerði: Reynir- Höttur...kl. 20.00 Blak 1. deild karla: Hagaskóli: IS - Þróttur N.. ..kl. 20.00 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS-ÞrótturN.. ,.kl. 20.15 HÓTEL LOFTLEIÐUM Freisfandi hádegisveröQrhloöborö í Lóninu alla daga. Að sjálfsögöu er þorrinn í hávegum hafður hjá okkur. Um helgina bjóðum viö einnig hlaðboröiö aö kvöldi til. Þá skemmtir Eyjólfur Kristjánsson kvöldveröargesrum af sinni landskunnu snilld. Glæsilegr hlaðborð með þorraívafi. HOTEL LOFTLEIÐIR BorðopQnfonir í símo 22 3 21. OLYMPIULEIKAR Nanna var fána- beri í Sarajevo Nanna Leifsdóttir, skíðakona, var fánaberi ís- lands á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo 1984. Hún var þar með fyrsta íslenska konan, sem fékk þetta hlutverk. „Það er mér mjög eftirminnileg stund, þegar við gengum inn á leikvanginn," sagði Nanna við Morgunblaðið. „Eftir að hafa gengið hringinn fóru allir fánaberarnir á sérstakan stað skammt frá heiðursgestunum og því gleymi ég aldrei." Fréttir iim að Ásta S. Halldórsdóttir verði fyrsti fánaberi Islands eru því ekki réttar og er beðist velvirðingar á því að hafa birt upplýsingar frá ólympíunefnd án þess að kanna þær nánar. Nanna HANDKNATTLEIKUR Hvers á Stefán að gjalda? Eftirfarandi bréf hefur borist Morgunblaðinu: „Ekki verður með sanni sagt að Morgunblaðið sinni ekki íþrótt- um á síðum sínum. Öðru nær. Blaðið sinnir þeim af miklum myndugleik. Fróðleg skrif um íþróttamenn sem í eldlínunni eru hveiju sinni vekja t.d. verðskuld- aða athygli. Vönduð vinnubrögð íþróttafréttaritara blaðsins einnig. Því er leitt þegar einhver gleymist í umræðunni. Ekki síst þegar um mikla afreksmenn er að ræða. Eins og menn rekur minni til var um smá mistök að ræða í sumar þegar Morgunblaðið kynnti hvaða knattspyrnumaður (menn) hefði fengið flest M í stigagjöf blaðsins. Þá gleymdist annar þeirra tveggja sem efstir voru, þ.e.a.s. Stefán Arnarson, mark- vörður úr FH. Blaðið var þó fljótt að leiðrétta þau mistök. En nokkr- um mánuðum síðar gleymist Stef- án aftur. I blaðinu í gær stendur að undirritaður sé, sem þjálfari 1. deildarliðs Gróttu, maðurinn á bak við gott gengi liðsins að und- anförnu. Flestum þykir hólið gott. Undir- rituðum líka, en þó ekki eins gott þegar hann á það ekki allt skilið. Eins og Morgunblaðið greindi frá í byijun desember sl. tókum við Stefán Arnarson við þjálfun Gróttuliðsins á þeim tíma og höf- um þjálfað það saman upp frá því. Heiður Stefáns er þó öllu meiri en undirritaðs, því auk þess að vera þjálfari liðsins er Stefán fyrirliði þess. Með kveðju. Björn Pétursson"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.