Morgunblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.02.1992, Qupperneq 40
Réttí VHI- kosturínn SJOVA1 MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 KEYKJAVÍK SÍMl 691100. FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Höfuðborgarsvæðið: Lægst gjöld í Reykjavík SAMKVÆMT útreikningum á útsvari og fasteignagjöldum meðalfjölskyldu á höfuðborgar- svæðinu kemur í ljós að ódýrast er að búa í Reykjavík en dýrast í Mosfellsbæ. Greiðir meðalfjöl- skyldan 35.000 krónum meira á ári í þessi gjöld í Mosfellsbæ en í Reykjavík. Við útreikninga var miðað við fjögurra manna fjölskyldu er hefur 2.640.000 króna árstekjur og býr í 6 milljón króna íbúð í fjölbýlishúsi. Samtals nema útsvars- og fast- eignagjöld þessarar fjölskyldu nú 211.465 krónum á ári í Reykjavík en 246.689 krónum á ári í Mos- fellsbæ. Næsthæstu gjöldin greiðir með- alfjölskyldan í Hafnarfirði eða 238.503 krónur á ári, í Kópavogi greiðir fjölskyldan 232.335 krónur, í Garðabæ 231.235 krónur og á Seltjamamesi 225.100 krónur. Sjá nánar á miðopnu. FJOR I S UNDLA UGINNI Morgunblaðið/RAX i Mikil vanskil hjá greiðslukortafyrirtækjum vegna jólamánaðar: Beiðnir um skiptingu á greiðslum hafa tvöfaldast Vextir af greiðsluskiptingu 17,75-22% RÚMLEGA 11 þúsund korthafar höfðu ekki staðið skil á ,jóla- Visareikningnum" sínum á ein- daga, sem var á miðvikudag. Úttekt á Visakort frá miðjun desember til miðs janúar var um 4 milljarðar, þar af fóru 900 milljónir í vanskil. Upplýsingar um vanskil fengust ekki hjá Eurocard. Fulltrúar beggja kortafyrirtækjanna sögðu að vanskilin væru ekki meiri en þeir hefðu búist við. Mikið er um að fólk óski eftir greiðslu- skiptingu, það er að fresta —%reiðslu á hluta kortaúttektar- innar til tveggja næstu mánaða- móta. Tvöföldun varð til dæmis á óskum um greiðsludreifingu hjá Eurocard. og fyrr segir. Hjá Visa eru mismunandi vextir á greiðsludreif- ingu, enda eru það bankarnir sem veita korthöfum lánin. Lægstu vextirnir eru hjá Búnaðarbankan- um, 17,75%, en hæstir eru vextirn- ir hjá sparisjóðunum, eða 22%. Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf. segir kjör á þessum lánum ekki mikið betri en dráttarvextir. Á móti Iosn- ar fólk við ýmis óþægindi sem fylgja vanskilum. Einar S. Einars- son framkvæmdastjóri Visa segir að hann telji þessa vexti ekki of háa. Þetta væru neyslulán sem eðlilegt væri að hafa nokkuð dýr. Sjá nánar á miðopnu. Reylgavíkiirflugvöllur: Fríhöfn opnuð í vor FLUGLEIÐIR stefna að opnun fríhafnar á Reykjavíkurflug- velli í vor. Henni er ætlað að þjóna öllum farþegum í milli- landaflugi, sem fara um völl- inn. Flugleiðir fijúga frá Reykjavík til Grænlands og Færeyja og er tollfijáls varningur einungis seldur um borð í vélunum. Að sögn Péturs Ómars Ágústssonar deildarstjóra í þjónustudeild, er hér um verulega aukna þjónustu að ræða þegar hætt verður sölu á áfengi, tóbaki og sælgæti um borð í vélunum. „Við getum þá einbeitt okkur að annarri þjón- ustu og venjulegri sölu um borð,“ sagði hann. „í fríhöfninni verður úrvalið mun meira en um borð þó svo að um litla fríhöfn sé að ræða miðað við aðrar.“ Bifreiðaskoðun íslands keypti verðbréf fyrir 101 milljón kr. árið 1990: Hagiiadur um 160 millj- ónir fyrstu tvö starfsárin i Mikil aukning varð á erlendri úttekt á Visakort á tveimur síðustu kortatímabilum, það er frá miðjum nóvember til miðs janúar, eða um 30% miðað við sama tímabil fyrir ári. Innlend úttekt á vöru og þjón- ustu jókst um 11% á sama tíma. Vextir af greiðsluskiptingu eru •^mismunandi á milli banka og spari- - sjóða, á bilinu 17,75 til 22%. Lægstir eru vextimir af íjölgrciðsl- um Visa í Búnaðarbankanum, 17,75%, en hæstir í sparisjóðunum, 22%, sem er einu prósenti undir dráttarvöxtum. Vextir af greiðslu- dreifíngu Eurocard eru 18,2%. Eurocard ákveður vexti greiðsludreifíngar og eru þeir 1% yfir vegnu meðaltali yfírdráttar- vaxta bankanna eða 18,2% eins HAGNAÐUR Bifreiðaskoðunar Islands á árunum 1989 og 1990, fyrstu tveimur starfsárum fyrirtækisins, nam um 160 milljónum króna á nú- gildandi verðlagi og jókst eigið fé fyrirtækisins um rúm 139% að raun- gildi á þessum tveimur árum. Ekki var hægt að afla upplýsinga um afkomu síðastliðins árs i gær. Árið 1990 varð hagnaður fyrirtækisins um 85,7 milljónir, en árið áður var Hlutafé var alls 80 milljónir króna þegar fyrirtækið var stofnað árið 1988 en í árslok 1990 nam eigið fé tæplega 250 milljónum króna. Fyrir- tækið stofnaði ekki til neinna lang- tímalána á árinu 1990 og í árslok var búið að borga inn um 3/4 hluta hlutafjár. Rekstrartekjur námu alls 437,9 milljónum á árinu 1990 og jukust um rúmlega 40% frá árinu áður. í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 1990 kemur fram að handbært fé frá rekstri nam það ár um 106,7 milljónum og var því m.a. ráðstafað hagnaöurinn rúmlega 51,1 milljón. til kaupa á verðbréfum að fjárhæð liðlega 100 milljónir. Hagnaður fyrir tekju- og eigna- skatt árið 1990 nám rúmlega 141,1 milljón króna. Tekju- og eignaskattur var tæplega 55,5 milljónir króna og var fyrirtækið fímmtándi hæsti greiðandi opinberra gjalda lögaðila í Reykjavík. Fyriitækið er að hálfu í eigu ríkis- ins og að hálfu í eigu einkaaðila, tryggingafélaga sem eiga um fjórð- ung og ýmissa fyrirtækja og verk- stæða í Bílgreinasambandinu sem eiga um fjórðung, auk Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, sem á 100 þúsund króna hlut og Félags bifvéla- virkja. Félagið hefur einkarétt á skoðun og skrásetningu bifreiða á íslandi samkvæmt samningi sem gildir til ársins 2000, en dómsmála- ráðherra hefur óskað eftir því við fyrirtækið að það afsali sér einkarétt- inum í ársbyijun 1994. I fjárlögum fyrir árið 1992 er heimild til að selja eignarhluta ríkisins í fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið aflaði sér í fjármálaráðu- neytinu hefur eignarhlutinn ekki ver- ið verðlagður ennþá og ekki liggja fyrir ákvarðanir um hvort hann verð- ur seldur eða ekki. Aðilar vinnumarkaðarins hafa sett á fót nefnd til að yfirfara kostnað bifreiðaeigenda hjá Bifreiðaskoðun og samkvæmt niðurstöðu hennar var álagning á númeraplötur 210% á síð- asta ári og fyrirtækið hafði um 100 milljónir króna í tekjur vegna eigend- askipta árið 1990, sem er um fjórðungur af rekstrartekjum. Þor- steinn Geirsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að hagnaður þess hafi gengið til að byggja upp skoðun- araðstöðu víða um land. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, segist munu afla sér skýringa á þessari verðlagningu áður en hann geti kveð- ið upp úr um hana. Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB, segir að félagið hafi lagt áherslu á hraða uppbyggingu skoðunarþjónustunnar, en hafi verið gengið of langt i verð- lagningu muni félagið snúast til vamar. Sjá einnig fréttir á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.