Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 17 Fjárhagsáætlunin samþykkt í borgarstjórn: Fulltrúar minnihlutans segja hana óraunhæfa FJÁRHAGSAÆTLUN Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarstjórn- ar í gærmorgun eftir að umræður um hana höfðu staðið yfir í meira en hálfan sólarhring. Fulltrúar minnihlutaflokkanna gagnrýndu fjár- hagsáætlunina einkum á þeim forsendum að hún væri óraunhæf, for- gangsröðun verkefna væri röng og í áætluninni væri ekki gert ráð fyrir þeim afleiðingum sem niðurskurður ríkisstjórnarinnar gæti haft. Sjálfstæðismenn sögðu málflutning, bókanir og tillögur minnihlutans bera það með sér að fulltrúar hans kynnu engin ráð til að koma á sannfærandi hátt fram með rökréttar athugasemdir eða breytingar við fjárhagsáætlunina. Ellefu af fjórtán tölulegum breytingartillögum minnihlutaflokk- anna voru felldar á fundinum en þrjár samþykktar; að veita auknu fé til Kaþarsis-leiksmiðjunnar, til Kvennaráðgjafarinnar og til Sam- taka endurhæfðra mænuskaddaðra. Fulltrúar minnihlutaflokkanna lögðu ekki fram breytingartillögur í einstökum málaflokkum við umræð- ur um fjárhagsáætlunina í ár en sögðust frekar vilja freista þess að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi með bókunum og málflutningi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði hafnað tugum breytingartillagna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í fyrra. Fjárhagsáætlunin óskhyggja Fulltrúar Nýs vettvangs sögðu fjárhagsáætlunina einkennast af óskhyggju fremur en veruleikasýn. Rekstrarútgjöldum væri allt of þröngur stakkur skorinn og tekju- aukning að öllum líkindum ofmetin. Röng forgangsröð verkefna og skuldasöfnun borgarsjóðs í rífandi góðæri hefði einkennt óstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá árinu 1982. Afleiðingar þessarar stefnu væru þær að mikið skorti nú á að íbúar Reykjavlkur nytu þjónustu og aðbún- aðar sem þeir þyrftu á að halda frá sveitarfélaginu. Útkoma í árslok gæti orðið verri Sigurjón Pétursson, Alþýðuband- alagi, sagði að þó að fjárhagsáætlun- inni væri skorinn þrengri stakkur en oftast áður, væri þó ýmislegt, sem benti til þess að útkoma í árslok gæti orðið verri en nú væri spáð. Sigurjón gagnrýndi að ekki væri gert ráð fyrir neinum launabreyting- um eða starfsaldurshækkunum út árið, ekki væri gert ráð fyrir neinum samdrætti í atvinnutekjum eða í veltu fyrirtækja, þrátt fyrir stórfelldar uppsagnir starfsfólks o.g fjölda gjald- þrota fyrirtækja, sem rekja mætti beint til aðgerða ríkisvaldsins. Auk þess væri ekki gert ráð fyrir að að- stoð Félagsmálastofnunar ykist, þrátt fyrir fyrirsjáanlegan atvinn- usamdrátt og mikinn niðurskurð á velferðarkerfinu. Breytingartillögur tilgangslausar I ræðu sem Sigrún Magnúsdóttir hélt á fundinum kom fram að hún teldi flutning breytingartillagna við fjárhagsáætiun að þessu sinni til- gangslausan þar sem fjárhagsáætl- unin væri byggð á sandi og óhjá- kvæmilegt yrði að taka hana upp á árinu. í bókun sem Sigrún lagði fram á fundinum sagði að þrátt fyrir stór- versnandi lausafjárstöðu borgarinnar þyrfti nú að snúa vörn í sókn í atvinn- umálum. Framsóknarflokkurinn teldi koma til greina að taka lán til upp- byggingar atvinnulífs og vinnuskap- andi framkvæmda fremur en neyðast síðar til að taka lán til að afstýra vandræðum í atvinnuleysi og öng- þveiti. Sigrún lagði áherslu á að vandi Hitaveitu Reykjavíkur væri af sama toga og borgarsjóðs og fjárhagsáætl- un hennar yrði sýnilega að taka upp síðar á árinu, tekjur hennar hefðu verið ofáætlaðar á síðasta ári og að hennar mati einnig nú auk þess sem hún sagði að nú væri við fortíðar- vanda að etja. Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, sagði fjárhagsáætiunina staðfesta að minna fé væri til umráða nú en um árabil og það væri ekki síst vegna óráðsíu og óstjórnar meirihlutans í peningamálum á síðustu árum. Þær framkvæmdir sem hefðu sog- að til sín mest fé undir þeirra stjórn væru Ráðhúsið og veitingahúsið á Öskjuhlíð. „Ef þeir um fimm milljarð: ar sem til þessara tveggja verkefna hefðu runnið á undanförnum fímm árum hefðu verið nýttir í þágu al- mennings væri atvinnuleysi minna, búið væri að leysa skort á hjúkrunar- íými aldraðra, skort á leikskólum og einsetinn skóli væri í augsýn, svo dæmi sé tekið," segir í bókun sem Elín lagði fram á fundinum. Minnihlutinn ráðalaus Sjálfstæðismenn sögðu málflutn- ing, bókanir og fátæklegar tillögur minnihlutans bera það með sér að fulltrúar hans kynnu engin ráð til að koma á sannfærandi hátt fram með rökréttar athugasemdir eða breytingar við fjárhagsáætlunina. „Gagnrýni minnihlutans beinist fyrst og fremst að tekjuáætluninni, sem sögð er of há vegna aðsteðjandi örðugleika í atvinnulífi og vaxandi atvinnuleysis á næstu mánuðum. Við þau skilyrði væri síst boðlegt að auka skattaálögur á einstaklinga og fyrir- tæki í borginni eins og sumir fulltrú- ar minnihlutans vilja þó gera," segir í bókun sem meirihlutinn lagði fram á fundinum. Þar segir jafnframt að Reykjavík- urborg muni grípa til viðeigandi ráð- stafana varðandi atriði eins og sum- arvinnu skólafólks, fjárhagsaðstoð og heimaþjónustu ef þess gerist þörf. „Með öflugum byggingarfram- kvæmdum" ætlar borgin að leggja sitt af mörkum til að efla atvinnulíf- ið í Reykjavík. Á þessu ári er ætlað að verja tæplega 2,8 milljörðum til framkvæmda, sem er rúmlega 200 milljónum hærri upphæð en 1991," segir í bókuninni. Morgunblaðið/Emilía Fulltrúar í undirbúningshópi Almannaheillar á blaðamannafundi á fimmtudag. frá vinstri Gísli Helgasson, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Jónas Jónasson, Guðríður Olafsdóttir og Tryggvi Friðjónsson. Samtökin Almannaheill stofnuð: Skorað á ríkisstjórn að snúa við blaðinu Stofnfundur Samtaka sjúkra, fatlaðra, aldraðra og aðstandenda þeirra verður haldinn á Hótel Borg að loknum útifundi á Austur- velli sem hefst kl. 16.15 mánudag- inn 10. febrúar. Heiti samtakanna verður Almannaheill-samtök um réttlæti og er hlutverk þeirra að standa vörð um velferðarkerfið. Upphaflega hafði verið ætlunin að samtökin fengju nafnið Al- mannavörn, en vegna ábendinga frá Almannavörnum ríkisins var frá því horfið og nafnið Ahnanna- heill varð fyrir valinu. Samkvæmt upplýsingum undir- búningshóps samtakanna telur Al- mannaheill að þær grundvallarbreyt- ingar sem ríkisstjórn íslands og Al- þingi séu að gera á velferðarkerfinu njóti ekki stuðnings þjóðarinnar. Um slíkar grundvallarbreytingar verði að vera þjóðarsátt. í yfirlýsingu hópsins segir m.a.: „Almannaheill krefst þess að stjórn- völd láti af árásum á velferðarkerfið og lífskjör þeirra fjölmörgu er eiga allt sitt undir því. Almannaheill skor- ar því á ríkisstjórn og Alþingi að snúa nú þegar við blaðinu, en gefa þjóðinni ella kost á að segja álit sitt á áorðnum og fyrirhuguðum breyt- ingum á velferðarkerfinu. Almanna- heill telur að nú sé svo vegið að rót- um menntakerfisins að á engan hátt verði við það unað." Á eftir eru talin upp þau atriði sem Almannaheill leggur áherslu á að tekin verði til umræðu á næstu dög- um. Þau eru samkvæmt yfírlýsing- unni: Handahófskenndur niðurskurð- ur á sjúkrahúsum svo og annarri viðkvæmri þjónustu, skerðing grunn- lífeyris elli- og örorkulífeyrisþega og örorkustyrks vegna barna, hækkun lyfjakostnaðar, lækkun barnabóta, skertir námsmöguleikar og aukin kostnaðarhlutdeild sjúkra, fatlaðra og aldraðra. Á útifundinum eftir helgi munu fulltrúar samtakanna halda stutt ávörp. ? ? ? Rússar þakka SENDIHERRA Rússlands, Igor N. Krasavin, hefur komið á fram- færi við Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisáðherra, þakkæti rússneskra stjórnvalda vegna viðurkenningar íslans á fullveldi Rússlands, sem staðfest var 26. desember sl., segir í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu. Rússnesk stjórnvöld saðfesta vilja til að efla samvinnu við ísland, sem byggist á traustum grunni. Þau áretta að Rússland líti ekki á aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins sem fjendur, heldur sem frambúðar bandamenn. Þakkaður er stuðningur íslands við viðleitni Rússlands til þátttöku í alþjóðlegri efnahagss- amvinnu, s.s. aðildarumsókn að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóða- bankanum. Raðtónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarð- ar og Hafnarborgar TÓNLEIKAR verða í tónleikaröð sem Tónlist- arskóli Hafnarfjarðar og Hafnarborg standa að í sanieiningii sunnu- daginn 9. febrúar. Á tón- leikunum nk. sunnudag koma fram Rúnar Ósk- arsson klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari og flytia verk eft.ii- Jón Þórarinsson og Robert Schumann. Rúnar Oskarsson hóf klarinettnám árið 1981 í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Árið 1988 hóf hann nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og er þar í blásarakennaradeild þar sem aðalkennari hans er Sigurður I. Snorrason. Rúnar hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum og meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar undanfarin ár. Rúnar lýkur námi við Tónlistarskólann í Reykja- vík vorið 1993. Hann er nú klari- nettukennari. við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Anna Guðný Guðmundsdóttir út- skrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði síð- an nám við Guildall School of Music. Hún hefur starfað sem píanóleikari í Reykjavík og tekið virkan þátt í PURE tuii f yrir alla! Anna Guðný Guðmundsdóttír og Rúnar Óskarsson. tónlistarlífi borgarinnar sl. 10 ár. Guðný er kennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Rétt er að vekja athygli á að um þessar mundir er sýning í Hafnar- borg þar sem Sveinn Björnsson sýn- ir myndir sem hann hefur gert við kvæði Matthíasar Johannessen, Sálma á atómöld. Tónleikarnir á sunnudaginn hefj- ast kl. 17.00 og er aðgangur ókeypis. SIMI 320 75 sýnir „Hundaheppni ÍA-salkl.5,7,9og 11. lil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.