Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 19 ©© o Kerrur í stórmörkuðum eru hjálpar- tæki sem er ætlað til að létta undir með þeim sem versla og minnka álag á herðavöðva. Sömuleiðis blað- burðarkerrur fyrir blaðburðarfólk og bréfbera. Rétt líkamsbeiting og vinnutækni Mikilvægt er að beita sér rétt við hin ýmsu störf og athafnir. Þegar setið er þarf þrýstingur að koma á setbeinin og stuðningur að vera við bakið, en ekki skal hanga í stólnum eins og oft sést. Við stöður þarf að rétta úr sér þannig að liðir líkamans séu hver ofan á öðrum en það minnkar álag á liðina. Margir hafa vanið sig á hvers kyns óæskilegar líkamsstöð- ur, standa með hnén yfirrétt eða skjóta mjöðmunum fram. Það eykur álag á liðbönd, liðpoka og liðbrjósk. Þegar hlutum er lyft þarf að huga að því að halda bakinu beinu og nota sterku fótleggjavöðvana til að lyfta. Ef maður flýtir sér um of við störf er hætta á að maður dragi axlirnar að eyrum en það eykur álag á herðavöðva. Rétt handbrögð og gott skipulag við vinnu skiptir sköpum bæði fyrir þann sem vinnur verkið og þann sem hefur af því hag. Slæm vinnutækni veldur með tímanum aukinni þreytu líkamans og hvers konar álagssjúkdómum. 011 viljum við hafa góða heilsu en til þess þarf maður að læra rétt vinnubrögð strax á yngri árum og nýta þau út lífið. Niðurlag Fjölmargar rannsóknir benda til þess að beint samhengi sé milli lé- legrar vinnutækni og álagskvilla. Allir vita það að bílvél sem er illa stillt eyðir meira eldsneyti en rétt Vinn uaðstaða sem ekki er sniðin að mannlegrí líkams- byggingu. stillt vél. Það segir sig sjálft að ef líkaminn vinnur vitlaust og notar 30-40% meiri orku í framkvæmd verkefna vegna rangrar tækni er meiri hætta á vöðvabólgum og öðr- um sambærilegum kvillum. Það er líkamanum eðlislægt að vinna á eins auðveldan og hag- kvæman hátt og hægt er. Nútíma lifnaðarhættir og störf einkennast af hraða og einhæfni sem veldur því að oft höfum við ekki tíma til að hugsa áður en framkvæmt er. Við verðum þrælar vanans sem gerir það að verkum að við hugum ekki nægilega vel að starfsaðstöðu, notum ekki hjálpartæki og gleym- um því að líkaminn er einnota hlut- ur. Unnt er að koma í veg fyrir slæma vinnutækni og þannig álagskvilla með því að vanda vel til kennslu í réttum vinnubrögðum og fræðslu um að vinna_ hlutina á sem auðveldastan hátt. Á mörgum vinnustöðtim erlendis eru til vinnu- lýsingar á þeim störfum sem fólk vinnur. Þar er gerð grein fyrir þvi hvers er krafist af þeim sem verkið vinnur, hvernig á að gera það og hvaða hættur leynast í því sem gert er. ,, Ennfremur er fólk hvatt til að nota hjálpartæki og . vinna fyrir- byggjandi að ýmsum þáttum t.d. með líkamsrækt og hléliðkun. Betra er að nota tíma í það að kenna starfsmanni rétt handbrögð en að eiga það á hættu að hann þrói með sér álagskvilla eða valdi slysi sem síðan leiðir til fjarveru frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Einnig er mikilvægt að fylgjast með því hvernig hlutirnir vinnast því oft gleymir fólk sér og fer að vinna hlutina rangt eftir því sem tímar líða. Höfundur er sjúkraþjálfari. Hjúkrunarfélag íslands: Ástand óvissu og öryggisleysis „ADALFUNDUR Reykjavíkurdeildar Hjúkrunarfélags íslands mót- mælir harðlega aðför heilbrigðisráðherra að heilbrigðiskerfinu. Með aðgerðum sínum héfur ráðherra tekist að skapa óvissu og öryggis- leysi bæði hjá þiggjendum og veitendum þjónustunnar. Sem dæmi má nefna einstrengisleg vinnubrögð í málefnum Landakotsspítala," segir í frétt frá félaginu. Þá segir einnig: „Samdráttur í fjárveitingum til heilbrigðismála mun leiða af sér aukið vinnuálag á starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem var ærið fyrir og gera þeim erfið- ara um vik að viðhafa fagleg vinnu- brögð. Hjúkrunarfræðingar eru þó sér- staklega ósáttir við hversu lítill fyr- irvari gefst til að endurmeta og skipuleggja breytingar á heilbrigð- isþjónustunni. Ógerningur er að koma auga á uppbyggileg markmið með ákvörð- un ráðherra um niðurskurð og til- færslu verkefna milli sjúkrahús- anna í Reykjavík heldur bera þær vitni um einstefnu og gerræðisleg vinnubrögð. Fundarmenn ætlast til þes að stjórnvöld taki fulla pólitíska ábyrgð á því hvar eigi að draga úr þjónustunni eða fella hana niður." • C-^U "/*» OPID LAU6ARDABA KL. 10-16 TEPPI - DÚKAR - FLÍSAR - PARKET - MOTTUR 'lw-ii-.: ¦ % Flísar á veggi og gólf áður nú lækkun Höganes - hvítar 15x15 cm 1.422 1.085 30% Höganes - gráar 15x15 cm 2.860 800 70% Raba ¦ marmor 20x25 cm 3.063 1.485 50% Bollo ¦ gráar 20x20 cm 2.748 1.786 35% Carrara - Ijósar 30x30 cm 2.666 1.895 30% 20—30% Armstrong-gólfdákur 2ja, Sja og 4ra m breiður Þarf ekkl að límal BouUuue - 2mm þykkur Spectrum - 3mm þykkur BalaOor - 2mm þykkur 1.2691 22% 1.576 1 1 23% 316 30% 15—40% Teppi i rullum Sahara- 3 litír Varia - blátt Álafoss - 4 litir •¦ É20% 35% 18% 15% Fíltteapi í 400 cm. \lBröá(surkr.406.-Núkr. 845,- 15—30% verðlækkun Dreglar og úyramottur -15% afSlattUP Bútar, smástykki og algangar Allt aö 70% afsláttur Eurokredlt 11 afborganir Visa-raðgrelðslur 18 SIÐASTIDAGUR - OPIÐ TIL HL 16 — ¦ E TEPRVBUÐIN Gólfefnamarkadur, Sudurlantfsbraut 26, sími 31-681350 ÓDYR, LIPUR, RUMGOÐUR OG SPARNEYTINN SUNNY, SJÁLFSKIPTUREÐA5GÍRA 3ja dyra hlaðbakur kr. 903.000.-.stgn 4ra dyra stallbakur kr. 986.000.-.stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.