Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 *¥$tlllfrlafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 6911*11. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Afleiðing einokunar Landsmenn, og þá sérstaklega bifreiðaeigendur, hrukku í kút vegna upplýsinga, sem Vinnuveitendasambandið kom á framfæri nýlega, um rekstraraf- komu Bifreiðaskoðunar íslands hf. Hagnaður fyrirtækisins sýnir berlega, hvað getur gerzt í skjóli einokunar og ekki sízt þegar um ríkishelgaða einokun er að ræða. Starfsemi Bifreiðaskoðunar brýt- ur gegn tilgangi einkavæðingar og lögmálum markaðarins um samkeppni, framboð og eftir- spurn. Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður í árslok 1988 í þeim til- gangi að hagræða í ríkisrekstrin- um og spara fé. í staðinn var stofnað hlutafélagið Bifreiða- skoðun íslands hf. og á ríkið helming hlutafjár, tryggingarfé- lög fjórðung, aðilar í Bílgreina- sambandinu tæpan fjórðung og Félag bifvélavirkja og Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda eiga lít- inn hlut. Þessu nýja hlutafélagi var ekki ætlað að starfa á frjáls- um markaði, því það hefur einka- leyfi til að skoða og skrásetja bifreiðar til ársins 2000 sam- kvæmt sérstökum samningi við ríkisvaldið. Afleiðingin af þessu einkaleyfi er, að gjaldtaka Bifreiðaskoðunar er óheyrileg. Eigið fé jókst um 139% að raungildi fyrstu starfs- árin, 1989 og 1990, oghagnaður- inn þessi tvö ár var 160 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Arð- semin af eigin fé á síðasta ári var 41%. Könnun Vinnuveitenda- sambandsins leiddi í ljós, að álagning á númeraplötum var 210% á síðasta ári og fyrirtækið hafði um 100 milljónir króna í tekjur af skráningum vegna eig- endaskipta, en þær. fara fram méð einföldum og skjótum hætti í tölvum. Skýringar forráða- manna fyrirtækisins á þessari óeðlilegu verðlagningu eru ekki sannfærandi. Ekki fer milli mála, að hlutur bifreiðaejgenda er algerlega fyrir borð borinn í rekstri fyrirtækisins og þeir verða að sætta sig við óheyrilega gjaldtöku. Bifreiða- eigendur eiga engra annarra kosta völ. Þeim er skylt að láta skoða bifreiðar sínar og skrá og fyrirtækið er meira að segja í þeirri einstöku aðstöðu að geta krafizt afskipta lögreglu af við- skiptavinum, ef þeir fara ekki að settum reglum. Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda á fulltrúa í stjórn fyrirtækis- ins, en það var ekki félagið sem kom upplýsingum á framfæri um þann kostnað sem á bifreiðaeig- endur er lagður. Þær komu fram vegna þess, að aðilar vinnumark- aðarins leita leiða til að draga úr útgjöldum almennings í tengslum við nýja kjarasamninga og þar með úr verðbólgu. Útgjöld vísitölufjölskyldunnar vegna bif- reiðar eru mjög mikil, eða 17% af heildarútgjöldunum, og því er til mikils að vinna, ef lækka má þau útgjöld. Þetta starf verka- lýðshreyfingar og vinnuveitenda er mjög mikilvægt fyrir þjóðar- hag og það skýtur skökku við, ef verðlagning á þjónustu Bif- reiðaskoðunar í skjóli ríkisins leiðir til hækkunar framfærslu- vísitölunnar og þar með kostnað- ar sem atvinnufyrirtækin, og þá ekki sízt ríkið sjálft, verða að standa undir. Við blasir að fela bifreiðaverk- stæðum á frjálsum markaði að annast bifreiðaskoðunina og láta samkeppni þar með ráða verð- lagningu á þjónustunni. Fjölmörg bifreiðaverkstæði eru það vel búin tækjum og sérhæfðu starfsl- iði, að þau geta vel tekið verk- efnið að sér. Þeim rökum er beitt gegn þessari hugmynd, að ekki sé eðlilegt að sami aðili annist bifreiðaskoðun og nauðsynlegar viðgerðir sem hún leiðir í ljós. Út af fyrir sig er það rétt, en þann vanda má leysa með lög- gildingu verkstæða og eftirliti með skoðuninni á vegum ein- hverra stofnana dómsmálaráðu- neytisins, t.d. Umferðarráðs. Málefni Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. heyra undir Þorstein Pálsson, dómsmálaráðherra. Hanri hefur látið málefni hennar nokkuð til sín taka og eitt fyrsta embættisverk hans var að óska eftir lækkun á þjónustugjöldun- um. Þau voru þá lækkuð um 5%. Ráðherrann hefur skrifað fyrir- tækinu bréf með ósk um endur- skoðun á stofnsamningnum, sem leiði til afnáms einokunarinnar 1. janúar 1994. Hlutafé ríkisins er á sölulista, en það kemur ekki til greina að selja það á meðan einokunin er við lýði. Nýleg dæmi um ríkisverndað einkaleyfi á verktakastarfsemi fyrir varnarl- iðið eru víti til varnaðar. Frumkvæði dómsmálaráðherra er lofsvert. En er það nægjan- legt, ef fyrirtækið hefur áfram yfirburðastöðu í skjóli uppbygg- ingar sem hefur verið kostuð með óheyrilegri gjaldtöku? Er ekki eðlílegra að brjóta fyrirtækið upp og selja einkaaðilum eignir þess vítt og breitt um landið, hús- næði, skoðunarbíla, vélar og tæki? Er þörf á því að bíða í tvö ár eftir því að einokuninni verði aflétt? Hvað sem því líðuf er brýnt, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að þjónustugjöld Bif- reiðaskoðunar íslands verði lækkuð þegar í stað. Það er ekki til of mikils ætlast á meðan unn- ið er að gerð nýrrar þjóðarsáttar á vinnumarkaði og þjóðin býr við samdrátt í efnahagslífínu. 145 ár frá fyrstu setningu Reykjavíkurskóla: Sögusýningí Menntaskólan- um í Reykjavík Nokkrir munir skólans sem á sýningi SKOLAFELAG Menntaskólans í Reykjavík hefur þessa viku geng- ist fyrir svokallaðri viku Reykja- vikurskóla undir yfirskriftinni Reykjavíkurskóli í 145 ár. Sýning á merkum munum skólans hefur verið sett upp, í tilefni þess að í haust voru liðin 145 ár frá fyrstu setningu Lærða skólans, í Casa Nova, sem staðsett er aftan við gamla skólahúsið. Nú um helgina er sýningin opin almenningi, sem og önnur húsakynni skólans. Vika Reykjavíkurskóla hófst síð- astliðinn sunnudag með athöfn og leiklistardagskrá þar sem brot úr sögu skólans voru sýnd, á sal Mennt- askólans. Á mánudag hófu nemend- ur skólavikuna með samsöng á göngum skólans og luku vikunni sömuleiðis í gær með svipuðum hætti. Ýmisleg skemmtun hefur verið í boði í vikunni. Þar má nefna tónlist- ardagskrá, bókmenntadagskrá og fiðluball í lessal bókhlöðu skólans, íþöku. Þá var hinn árlegi gangaslag- ur háður á miðvikudag, en þá er reynt að koma í veg fyrir að umsjón- armaður bjölluhringinga komist til að sinna því starfi sínu. Þórmundur Jónatansson, skóla- nefndarfulltrúi, sem tekið hefur þátt í undirbúningi vikunnar, segir að Morgunblaðið/Sverrir Dagur Eggertsson, inspector scholae, til vinstri og Þórmundur Jóna- tansson, skólanefndarfulltrúi, standa við srjörnukíkinn sem keyptur var árið 1900. kalla mætti þetta hefðarviku þar sem nemendur skólans hafa verið að rifja upp gamalar hefðir skólans. „Til- gangurinn með viku Reykjavíkur- skóla er að vekja nemendur til um- hugsunar og kynna þeim sögu skól- ans. Einnig viljum við opna augu fólks fyrir skólanum, sem er elsti og virðulegasti skóla landsins, og gefa þeim kost á að kynnast aðeins sögu hans og því sem hér fer fram," segir Þórmundur. Hann segir að með þessari viku sé hæfileikaríkum nemendum gefið tækifæri á að koma sér aðeins áfram innan skólans. „Það eru mjög marg- ir innan skólans virkir í tenglsum við vikuna og það má segja að þetta sc af ai sc ui ir f£ Li< ui ai Oj tí a< & ai m Vi J vi h> v< É m sJ la i'i ít g' bi di O) VEXTIR A GREIÐSLUSKIPTINGU KORTAREIKN Vextír af umframeyðslu eiga að - segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON „ÉG TEL að vextir af svona neyslu- lánum eigi að vera háir. Menn fara af ásettu ráði fram úr greiðslugetu með úttektum á kortin og við viljuin ekki stuðla að slíku með lágum vöxtum," sagði Baldvin Tryggva- son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis þegar leitað var skýringa hans á vöxtum á lánum vegna greiðsluskiptingar Visareikninga. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að sparisjóð- irnir taka hæstu vexti af þessum lánum, 22%, sem er 1% undir drátt- arvöxtum en 4% umfram yfirdrátt- arvexti sparisjóðanna. Baldvin sagði að lán eins og þessi væru í flestum löndum þau dýrustu á markaðnum. Og ættu líka að vera það. Baldvin sagði að fólk væri að Okurvextir teknir af Öllum neyslulánum - segir Sólrún Halldórsdóttir hag- fræðingur Neytendasamtakanna „ÞAÐ ER álit Neytendasamtak- anna að hér sé um okurvexti að ræða, hvort sem um er að ræða greiðshiskiptingu eða önnur neysl- ulán. Á þessum lánum eru gífur- lega háir og með öllu óeðlilegir vextir," sagði Sólrún Halldórsdótt- ir hagfræðingur Neytendasamtak- anna-þegar ieitað var álits hennar á vðxtum af greiðsluskiptingu greiðslukortareikninga. Sólrún sagði að það hefði borgað sig fyrir fólk að taka bankalán í byrj- un desember og fá staðgreiðsluafslátt af þeim vörum sem keyptar voru. Það borgaði sig að vera forsjáll í fjármál- um. Sólrún sagði að neytendur gætu sparað sér kostnað með bættu skipu- !agi á fjármálunum, til dæmis kostnað vegna vanskila og benti á að líta mætti á greiðsluskiptinguna sem eitt form vanskila. „Það kemur okkur á óvart hvað margir óska eftir að skipta greiðslu á kortareikningunum nú. Það er ógn- vænlegt hvað jólin eru orðin mikil neysluhátíð. Við hvetjum neytendur til að vera varkára í fjármálum," sagði hún. Minnti Sólrún á að í nóvember hefðu greiðslukortafyrirtækin auglýst greiðsluskiptinguna sem mikla þjón- ustu við korthafana. Nú sýndi sig að þetta væri mikil gjaldtaka af korthöf- um. Fólk þyrfti að greiða þjónustuna dýru verði. fara framúr greiðslugetu sinni ef það notaði greiðslukort fyrir hærri upp- hæð en það réði við að borga á venju- bundnum gjalddaga. Og yfirleitt væru það ekki kaup á bráðnauðsynlegastu hlutum sem því yllu. „Mér finnst því að fólk eigi að athuga vel hvað það er að gera áður en haldið er af stað. Við viljum ekki stuðla að því að fólk dreifi greiðslum af þessu of mikið. Vextirnir af þessari umframneyslu eiga því að vera háir, hvort svo sem þeir vextir sem nú eru hjá okkur eru þeir einu réttu eða ekki," sagði Bald- vin. Hann sagði að neyslan hjá fólki væri gengin út í öfgar. Margir væru búnir með laun sín þrjá mánuði fram í tímann. Það væri búið að taka heil mánaðarlaun út á Visakort, önnur mánaðarlaun með yfirdrætti á tékka- reikningi og væri þar að auki á fyrir- framgreiddum launum. „Við eigum ekki að stuðla að því að auka þessa neyslu með því að vera með of lága vexti," sagði Baldvin. Aðspurður hvort rétt væri hjá spari- Vanskil Eurokorthafa: Dráttarvextir reikn- ast frá 18. janúar ÞEIR Eurokorthafar sem ekki greiddu úttekt síðasta kortatímabils fyrir þriðjudagskvöld þurfa að greiða dráttarvexti frá 18. janúar til greiðslu- dags. Visakorthafar greiða dráttarvexti frá eindaga Visareikningsins, þ.e. frá 5. febrúar. Samkvæmt upplýsingurri serri" feng- ust hjá Kreditkorti hf., útgefánda Eurocard, er eindagi úttektarreikn- inga annar dagur hvers mánaðar. Fólki er síðan gefinn kostur á að gera upp skuld sína daginn eftir án kostn- aðar. Eftir það reiknast dráttarvextir frá lokum umrædds úttektartímabils. í gær fengust ekki skýringar fram- kvæmdastjóra Kreditkorts hf. á þess- um dráttarvaxtaútreikningi. Eindagi Visareikninga er þriðji virki dagur hvers mánaðar. Ef fólk ekki búið að greiða þá, eru reiknaðir drátt- arvextir frá eindaga til greiðsludags. Dráttarvextir eru nú 23% samkvæmt ákvörðun Seðlabanka íslands. Visa-ísland innheimtir 250 króna ítrekunargjald eftir þriggja daga van- skil og annað jafnhátt gjald á 16. degi. Kreditkort hf. innheimta eitt ít- rekunargjald, 250 krónur, eftir 1Q daga vanskil. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.