Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 21 Hæstiréttur: Namibíumaðurinn fær skilorðsbundið fangelsi Dómsmálaráðuneyti HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm sakadóms Reykjavíkur um 6 mánaða fangelsi yfir manni með namibískt vegabréf, sem ákærður hafði verið fyrir fjár- svik og auðgunarbrot í Reykja- vík í september og október á síðasta ári. Hann var einnig dæmdur til að greiða Hótel Holti, Kristu sf. og Kreditkort- um hf. rúmlega 280 þúsund krónur í skaðabætur. Manninum veðrur væntanlega vísað úr ákveður hvort honum landi af dómsmálaráðuneytinu. í sakadómi hafði helmingur 6 mánaða refsingar mannsins verið skilorðsbundinn en í Hæstarétti var öll refsingin skilorðsbundin, og vísar dómurinn í því sambandi meðal annars til þess að maðurinn hefur verið í farbanni hér á landi síðan hann var leystur í gæsluvarð- haldi þann 18. október síðastliðinn. Á fimmtudag voru gögn um mál mannsins send dómsmálaráðu- neytinu, sem ákveða mun hvort Heimspekifyrirlestrar eftirsóttir: Færðir yfir í Háskólabíó vegna góðrar aðsóknar AF LÍKAMA og sál, er heiti fimm erinda um tengsl sálar og lík- ama út frá heimspeki. Tveir fyrirlestranna hafa verið fluttir síðast- liðna laugardaga í stofu 101 í Odda en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að flytja þá yfir í Háskólabíó og mun Dr. Sigurður J. Grétarsson sálfræðingur, flytja þriðja fyrirlesturinn „Hvernig veistu? Um heimsmynd sálfræðinnar", í Háskólabíó kl. 14 í sal 3 í dag, laugardaginn 8. febrúar. Ólafur Páll Jónsson og Einar sérstaklega er ánægjulegt að Logi Vigfússon nemar í heimspeki við Háskóla íslands, eru upphafs- menn fyrirlestranna og sagði Ein- ar að ætlunin hafi verið að fá menn úr ýmsum greinum til að fjalla um tiltekið heimspekilegt vandamál. „Það komu um 220 manns á fyrstu tvo fyrirlestranna, hvorn um sig," sagði hann. „Oddi tekur helmingi færri í sæti þannig að við verðum að flytja þá yfír í Háskólabíó. Þessi mikla aðsók kom okkur verulega á óvart og ekki síst að meirihluti áheyrenda er utan úr bæ. Við áttum von á að ungt fólk úr Háskólanum yrði í meirihluta en raunin hefur orðið önnur. Áheyrendur hafa flestir verið á miðjum aldri og eldri og margar konur hafa komið en heim- speki sem grein er hálfgert karla- veldi. Af aðsókninni má ráða að heimspekilegar umræður eru mun meiri hér á landi en menn hafa talið." Laugardaginn 15. febrúar flyt- ur Oddur Bjarnason geðlæknir fyrirlestur um „Geðlæknisfræði í ljósi heimspeki" og verður hann sem fyrr segir í sal 3 í Háskóla- bíó. Laugardaginn 22. febrúar flytur Þorsteinn Gylfason prófess- or, fyrirlestur^ sem enn hefur ekki hlotið nafn. Akveðið hefur verið að gefa alla fyrirlestranna út á bók í samvinnu við Myndlistaskól- ann og er stefnt að útkomu henn- ar í mars. verður vísað úr landi honum verður vísað úr landi en maðurinn á flugmiða, sem gildir til Namíbíu. Maður þessi kom hingað til lands þann 19. september og átti bókað far héðan til Amsterdam þann 18. október. Hann bjó á Hótel Holti fyrst um sinn var vísað þaðan þeg- ar hann gat ekki greitt 241 þúsund króna reikning. Við svo búið flutti maðurinn sig yfir á Hótel ísland þar hann bjó uns rannsóknarlög- reglan handtók hann. Þá var hótel- reikningurinn á Hótel íslandi orð- inn um 41 þúsund krónur. Einnig bárust kærur á maninn frá heild- sölunni Kristu þar sem hann hafði fengið afhentan snyrtistól og ýms- ar snyrtivörur fyrir um 426 þúsund krónur. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins náðu til baka meirihluta varn- ingsins. Einnig var maðurinn kærður fyrir að nota greiðslukort sem útgefið var í S-Afríku og kom- ið yar á vákortalista. í niðurstöðum sakadóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur hef- ur staðfest, er maðurinn sakfelldur fyrir önnur ákæruatriði en svik gagnvart Hótel íslandi þar sem hann hafði ekki verið krafinn um greiðslu þegar hann var handtek- inn. Dómsmálaráðuneytinu voru á fimmtudag send frá útlendingaeft- irliti skjöl um mál mannsins og mun ráðuneytið taka ákvörðun um hvort honum verði vísað úr landi, en sllkt hefur nær undantekninga- laust verið gert við útlendinga sem gerst hafa sekir um brot gegn hegningarlögum hér á landi. Frá 18. október hefur maðurinn verið í farbanni og hefur kostnaður við fæði hans og uppihald verið greidd- ur úr ríkissjóði. Píanótónleik ar í Ytri-Njarð- víkurkirkju LÁRA Rafnsdóttir mun nk. sunnudag, 9. febrúar, kl. 17.00 halda píanótónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju. A efnisskránni eru verk eftir Soler, Mompou, Grieg, Prökofiev og Ghopin. Lára mun síðan flytjá sömu verk í Safnað- arheimili Selfosskirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 17.00. Lára hóf píanónám á ísafirði. Að loknu einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík stundaði hún framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í Lon- don og lauk þaðan einleikara- og píanókennaraprófi. Hún starfar nú Lára Rafnsdóttir við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Garðabæ. ? ? ? Fundur um skólahald í Kópavogi NÝSTOFNUÐ Samtök foreldra- félaga við grunnskóla Kópavogs hafa ákveðið að standa fyrir sam- eiginlegum fundi allra foreldra- félaga grunnskólanna í Kópavogi með Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra og Helga Jónas- syni fræðsluslgóra Reykjanesum- dæmis um áhrif sparnaðar í grunnskólum á skólahald í Kópa- vogi. Fundurinn verður haldinn mánu- daginn 10. febrúar klukkan 20,30 í Félagsheimili Kópavogs á 2. hæð. Þá segir og í fréttatilkynningu frá samtökunum að fyrirhugað sé að halda opna námsstefnu um starf grunnskólans og samstarf heimila og skóla í marzmánuði. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Byggt og leikið í snjónum Vogum. Að morgni miðvikudagsins 5. febrúar voru komnir nokkrir stórir snjóskaflar í efri hluta þorpsins, eftir hvassviðri og snjókomu. Krakk- arnir notuðu tækifærið og gerðu snjóhús í skafiana og grófu göng. Við byggingar í snjónum nýtur athafnaþrá og sköpunargleði barnanna sín vel. _ E_G_ regngallar vatnsheldir og „anda" út Jakki §§ m/endurskinsrönd kr. 6.950,- Buxur H m/endurskinsrönd kr. 3.950,- Hlífðarbuxur m/rennilás í báðum hliðum 6-12 árakr. 2.260,- 14-16-S-M-L-XLkr. 2.550,- Litir: Blótt, rautt, lilla HfflSffiHK SENDUMI PÓSTKRÖFU UMLAND ALLT. UTHJF Glæsibæ, sími812922. H F EUR0-VISA RAÐ SAMNINGAR Osvikið kaffibragð Með aðeins hálfu koffeinmagni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.