Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 » P 35 Minning: SveinlaugH. Sveins- dóttir, Sandgerði Fædd 8. mars 1918 Dáin 29. janúar 1992 í dag verður jarðsett frá Hvals- neskirkju amma mín, Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir, og langar mig í örfáum orðum að minnast hennar. Ég kynntist ömmu mjög lítið fyrstu árin, við komum til ömmu og afa í Sandgerði tvisvar til þrisvar á ári og stoppuðum þá einungis nokkra daga í senn. Það var ekki fyrr en ég dvaldi hjá þeim einn vetur, fyrsta veturinn sem ég stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í Keflavík, að ég kynntist þeim að nokkru marki. Það var gott að vera hjá þeim og að mörgu leyti mjög fróðlegt. Amma fræddi mig um margt sem ég hafði aldrei heyrt um áður og var flest af því að einhverju leyti tengt ætt okkar. Mikið hafði ég t.d. gaman af því að fletta í gegn- um Víkingslækjarættina með henni og láta hana segja mér frá hvernig hinir og þessir voru skyld- ir okkur. Sá skyldleiki sem hún hafði fundið út var ekki alltaf stutt aftur í tímann, því hún var búin að grúska svo mikið í þessu að hún gat rakið hvern lið lengst aft- ur. Þennan tíma sem ég dvaldi hjá þeim fann ég líka að amma var húsmóðir á sínu heimili og var ekki par hrifin þegar maður lét sér svo mikið sem detta til hugar að taka af borðinu, hvað þá að vaska upp. Það var alveg sama hversu heilsulaus hún var, hún ' vildi sko fá að stjórna á sínu heim- ili og gera það sem þar þurfti að gera. Þetta er einungis eitt af mörgum atriðum sem sýndu fram á hinn mikla persónuleika og sterka sem amma hafði til að bera. Við eigum öll eftir að sakna þeirrar sómakonu sem amma var, en mestur er þó missir afa. Elsku afi, við skulum biðja þann sem óllu ræður að styrkja okkur í sorg- inni og við skulum einnig reyna að vera sterk, því að ég veit að það hefði amma viljað. Ömmu vil ég þakka samveru- stundirnar og allt sem hún gerði fyrir mig. Guð blessi minningu ömmu minnar í Sandgerði. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir. Kallið er komið. Hinn 29. janúar sl. lést ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir. Útför henn- ar fer fram í dag frá Hvalsnes- kirkju. Hún lést eftir stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Öllum er okkur ljóst að hin síðasta ferð verður ekki umflúin. En jafn- ljóst er að hún, sem skipaði svo stóran sess í hjörtum okkar, skilur eftir ljúfar minningar sem við varðveitum sem helgidóm. Sveinlaug Halldóra Sveinsdótt- ir, Hjallagötu 4, Sandgerði, fædd- ist á Seyðisfirði 8. mars 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir og Sveinn Ottó Sigurðsson. Þau hjón áttu einnig aðra dóttur, Ágústu Karól- ín, og soninn Sigurð, sem lést á unga aldri. Þórunn átti tvo syni frá fyrra hjónabandi, Ólaf og Ottó Guðmundssyni. Þau systkini eru nú öll látin. Árið 1924 lést faðir Sveinlaugar af völdum sprengingar sem varð í báti hans við bryggju á Seyðis- firði. Árið eftir fluttust þær mæðg- ur til Vestmannaeyja. Bernsku og æskuár Sveinlaugar liðu við leik og algeng störf í Vestmannaeyj- um, auk þess sem hún var í vist um nokkurra ára skeið í Reykja- vík. Tvítug að aldri flytur Sveinlaug til Sandgerðis og starfar það sem ráðskona í verbúð. í Sandgerði kynnist hún eftirlifandi manni sín- um Pétri Hafsteini Björnssyni, frá Tjarnarkoti í Sandgerði. Þar hófu þau sinn búskap árið 1940 og bjuggu í .Sandgerði allar götur síð- an. Pétur stundaði sjóménnsku þar til fyrir þremur árum. Þeim hjón- um varð sex barna auðið. Eitt þeirra dó við fæðingu. Þau sem upp komust eru: Guðbjörg Birna, fædd 1940, maki Björn Kristjáns- son, Sveindís Þórunn, fædd 1942, maki Ágúst Einarsson, Sigurður Rósant, fæddur 194\, maki Guðný Edda Magnúsdóttir, Jóhanna Sigurrós, fædd 1948, maki Níels Karlsson, og Anna Marý, fædd 1955, maki Guðmundur Jens Knútsson. Afkomendur þeirra hjóna eru nú 35 talsins. Vegna starfa Péturs við sjómennsku og fjarvista af þeim sökum frá heim- ili kom það í hlut Sveinlaugar að annast um rekstur heimilis og umönnun. Heimili Sveinlaugar, hvar sem það stóð, hvort heldur við þrengsli frumbýlingsáranna, eða meira húsrými seinni búskap- arára, bar dugnaði hennar og myndarskap glöggt vitni. Þess nutum við í ríkum mæli, börnin, tengdabörnin og barna- börnin. Eftir því sem börnin uxu úr grasi, fór Sveinlaug að vinna utan heimilis, var matráðskona á ýmsum stöðum, m.a. í sumarbúð- um þjóðkirkjunnar í Reykjakoti við Hveragerði í 10 sumur, einnig vann hún við fiskvinnslu. Svein- laug starfaði einnig mikið að félagsmálum, einkum í slysa- varnadeildinni Sigurvon, en mest þó í kvenfélaginu Hvöt, en hún var einn af stofnfélögum félagsins árið 1945. í Hvöt beitti hún sér mjög fyrir stofnun minningarsjóðs um Finnbjörgu Sigurðardóttur frá Felli í Sandgerði sem komið var á fót 1953. Annaðist Sveinlaug fjár- reiður sjóðsins til dauðadags. Sjóð- urinn hefur gefið sjúkrahúsinu í Keflavík margar góðar gjafir. Sveinlaugu var ýmiss sómi sýnd- ur, m.a. var hún sæmd heiðursorðu sjómannadagsins árið 1975. Það kom í hlut Sveinlaugar að afhjúpa minnisvarðann „Álög" sem reistur var við þjóðveginn þar sem ekið er inn í Sandgerði. Minn- isvarðinn var reistur í tilefni af 100 ára afmæli Miðneshrepps. Það má með sanni segja að Sveinlaug hafi verið mikil sæmd- arkona. Hún lét sér annt um af- komendur sína og heimili, en gaf einnig af kröftum sínum til framf- aramála bæjarfélagsins. Hún var eins og margir af hennar kynslóð gefandi fremur en þiggjandi. Þeg- ar komið er að leiðarlokum þökk- um við fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Þökkum handleiðsluna, umhyggjuna, allt sem hún gaf okkur. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu hennar, kærrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu. Börn og tengdabörn. Hafsteinn S. Hall- dórsson - Kveðjuorð Fæddur 5. febrúar 1970 Dáinn 11. janúar 1992 Nú hefur Hafsteinn Smári Hall- dórsson, Haffí vinur minn, kvatt þetta líf. Eina sem við eigum er minningin um hann. Haffi var al- veg meiriháttar hress og skemmti- legur og vildi hann öllum vel. Það er ekki auðvelt að sitja uppi með fullt af spurningum en engin svör. Hann er farinn en ég skil ekki og get ekki sætt mig við að hann komi ekki aftur. Með þessum fáu fátæklegum orðum vil ég kveðja vin minn. Eg vil votta fjölskyldu hans og vinum, mína dýpstu samúð. Guð geymi hann. Elín Hanna Elíasdóttir. ENDURMENNÍUN MÁLMIÐNAÐARMANNA NÁMSKEIÐ UM BILANALEIT í AFLVÉLUM Markmið námskeiðsins er að koma til móts við þarfir starfsmanna málmiðnaðarins um aukna hæfni við greiningu og viðgerðir algengra bilana í aflvélum. Námskeiðið er að mestum hluta verk- legt þar sem þátttakendum er ætlað að finna og gera við 12-14 mismunandi gangtruflanir og bilan- ir í dísilvélum. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað málmiðnaðar- mönnum, sem hafa afskipti af við- gerðum og viðhaldi dísilvéla. Einnig þeim málmiðnaðarmönnum, sem áhuga hafa á að tileinka sér vinnu- brögð við bilanaleit dísilvéla. Lengd námskeiðs:35 kennslustundir. Þátttökugjald: 7.000,- kr. (námsgögn innifalin). Staður og tími: Námskeiðið verður haldið í Vélskóla íslands, Reykjavík, á tímabilinu 12.-22. febrúar. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING: FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐNAÐARINS, SÍMI 91-624716. Kynning á IBMRISCSystem/6000 nýjungum IBM tilkynnti þann 21. janúar sl. um fjölmargar nýjungar varðandi RISC System/6000 (UNIX). IBM á íslandi mun verða með tvær kynningar á þessum nýjungum á Holiday Inn dagana 12. og 13. feb. n.k. Kynnt verður m.a.: - ný mjög öflug útfærsla á RISC örgjörv- anum (samstart IBM og Apple) - mjög ódýr en öflug RS/6000 vinnustöð/ netstjóri - öflugastaRISCvinnustööinámarkaöinum - ný útgáfa af AIX stýrikerfinu semerfyrsta UNIX kerfiö skv. staðli "Open Software Foundation" - RS/6000 sem netstjóri meö Novell 3.11 - nýir háhraðafjarvinnslutengimöguleikar - þróunarhugbúnaður (CASE) Nýjungarnar kynnir John Barnes, sem er einn af yfirmönnum RS/6000 deildar IBM í Bretlandi, og starfsmenn IBM á íslandi. Dagskráin hefst báða dagana kl. 13:30. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast öllu því nýjasta í dag á sviði RISC tækninnar. Þátttaka er öllum opin og tilkynnist til IBM 0 íslandij Skaftahlíö 24^ í síma 697700. Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI HOLLENSKA VERSLUN ARFÉLAGID FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 1 0-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.1 0-1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.